Ljósið - 15.05.1917, Side 49

Ljósið - 15.05.1917, Side 49
LJÓSIÐ 47 sjötíu og sjö sinnum á gólf hallarinnar, þá bar ykkur að fyrirgefa það. Það er mín skoðun og kristileg trúarsannfæring, að vér, er köllum okkur kristna, sýnum það í verki. Orða- glamrið um kærleika, réttlæti, frelsi, jöfnuð, — það er synd, er slær sína eigin herra um hálsinn, ef hið ókristi- lega kemur fram í allri breytni við náungann. Eg hata öll ófrelsislög, þótt ekki séu þau eins hörð og hervald- anna, sem skjóta niður saklausa menn, myrða þungað- ar konur, ef ekki er hlýtt umsvifalaust djöílaæði þeirra. Það sjá allir, bæði karlar og konur, sem rétta dóm- greind hafa, að það er ekki vanbrúki á víni að kenna — öll sú ókristilega styrjöld í þeim nafnkristna heimi. Menn og konur hafa gert fólskuverk og gera það enn. Til dæmis hefir keisarinn í Rússlandi sett ströng vín- bannslög. Þótt nú sé ekki hægt að sanna, að Rússar hafi brotið lög Rússakeisara, þá er oss hægt að sanna, að þeir brjóta kærleikslög drottins vors og herra, Jesú Krists. Mín reynslusannindi eru það, að vinir mínir, góð- templarar, séu syndugir líkt og vér, sem brjótum vín- bannslög og sýnum, að vér erum menn, en ekki þrælar þrælanna. Kæru góðtemplarar! Það er mín trúarsannfæring, að vínguðinn sé ekki vondur andi. Ég trúi því, að hann, blessaður, hafi skapað vínþrúgur eins og annað gott, sem kristnir menn og konur mega nota sér til gagns og gleði og hressingar í lífsbaráttunni bæði hér og annars staðar í þeim naínkristna heimi. Það er náttúrleg skylda kristinna manpa að læra að sigra dýrseðlið, svo að vér föllum ekki fyrir freistingum, hverri af annari. Væri kristindómurinn kendur rétt, þá væri heimurinn eldci eins dýrslegur og hann er í flest- um greinum. Um lagfæring á kristindóminum þarf að tala í blöð- um meira en gert er. Það, er leiðandi menn þjóðar vorrar hafast að, reyna hinir að gera. Er það ekki satt, að sannleikur og hreinskilni er oft

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.