Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 2
sem kæmu til að fá sprautur og nálar myndu sjálfkrafa afhjúpa að þeir væru með fíkniefni á sér til neyslu. „Það gæti verið snúið. Hugsan- lega gætu þeir leitað til heilbrigðis- starfsfólks, eða hægt væri að koma upp aðstöðu í fangelsunum, ég veit það ekki. Þetta er ekki alveg ein- falt. Neyslunni fylgir oft ofbeldi og vandamál í fangelsum þannig að það er snúið að gefa eftir í því alveg.“ Bendir Páll á að svona nokkuð sé augljóslega auðveldara úti í sam- félaginu þar sem bíl er komið fyrir á hlutlausu svæði og fólk fær hreinar sprautur og nálar. Í ýmis horn sé því að líta. Annað sem lagt er til er að föngum á Íslandi verði boðið upp á skimun fyrir kynsjúkdómum. Verði sóttvarnalækni falið að gefa út leiðbeiningar um skimunina og hún verði hluti af viðurkenndri heil- brigðisþjónustu fanga. Páll kveðst mjög hlynntur því en fangar hafa nú þegar aðgang að ókeypis smokkum. mikael@frettabladid.is Veður Suðvestan strekkingur og él en bjart austantil á landinu. Frost um allt land, jafnvel talsvert í innsveitum fyrir norðan. sjá síðu 46 Stuðmaður kvaddur Kista Tómasar Magnúsar Tómassonar, sem borinn var til grafar í gær, var sveipuð regnbogafánanum. Tómas var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju og voru félagar hans úr Stuðmönnum kistuberar. Tómas var örlagavaldur í íslensku tónlistarlífi og einn afkastamesti tónlistarmaður landsins en hann var meðal annars bassaleikari í Stuðmönnum. Tómas lést í lok síðasta mánaðar eftir stutt en erfið veikindi, 63 ára að aldri. Fréttablaðið/SteFán dýralíf Kvartað hefur verið til Heil- brigðiseftirlits Austurlands undan því að fólk fóðri hrafna í útjaðri Egilsstaða. Í tilkynningu á vef Fljótsdalshér- aðs kemur fram að gögn sem heil- brigðiseftirlitið hafi sýni að mikið af matarúrgangi sé borið út og að allt að tugur hrafna hópist þar að. „Hrafnarnir halda sig í trjám og á ljósastaurum í norðurhluta bæjarins og bíða næstu fóðrunar, en krunka mikið fyrir birtingu og halda jafnvel vöku fyrir íbúum,“ segir í tilkynningunni. „Hér með er eindregið farið fram á að hrafnar séu ekki fóðraðir, a.m.k. ekki svo nálægt byggð. Villtum dýrum er eðlilegt að afla sér fæðu af eigin rammleik.“ – gar Ofaldir hrafnar valda andvöku Kunna gott að meta. Fréttablaðið/GVa Viðskipti Sala á nýjum bílum í janúar jókst um 31 prósent borið saman við sama mánuð árið 2017. Nýskráðir fólksbílar á tímabilinu voru 1.622 á móti 1.233 í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Bíl- greinasambandinu hefur árið farið vel af stað og gefi ákveðnar vís- bendingar um framhaldið. Bílasala til einstaklinga og fyrirtækja hafi tekið við sér og loks farið af stað í fyrra að einhverju marki. Undan- farin ár hafa bílaleigubílar verið um 40 prósent af öllum nýskráðum fólksbílum. – smj Bílar rokseldust í janúarmánuði lögreglumál Maðurinn sem hand- tekinn var við komuna til landsins frá Spáni í síðustu viku vegna fíkni- efnamáls hefur verið úrskurðaður í fimm daga gæsluvarðhald til viðbót- ar. Þetta staðfestir Margeir Sveins- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er ásamt þremur öðrum grunaður um aðild að fíkniefna- innflutningi frá Spáni. Manninum sem var handtekinn um sama leyti vegna málsins hefur verið sleppt úr haldi. Tveir sitja því enn í haldi en tveimur hefur verið sleppt. Allir hafa þeir stöðu sakbornings í mál- inu. Rannsókn miðar vel. – aá Þeim fjórða sleppt úr haldi Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 • Fálkagötu 18 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Heilbrigðismál „Þetta kann að vera snúið í framkvæmd inni í fangels- unum en við erum opin fyrir öllum tillögum,“ segir Páll Winkel fang- elsismálastjóri um tillögur sem starfshópur um aðgerðir gegn kyn- sjúkdómum hefur skilað af sér. Þar er meðal annars lagt til að tekin verði upp skaðaminnkandi nálgun í fangelsum í samvinnu við fangelsisyfirvöld þar sem fangar hafi aðgang að nálum, sprautum og smokkum sér að kostnaðarlausu. Fangar eru áhættuhópur hvað varðar kynsjúkdóma og sýkingar sem berast milli einstaklinga með blóðblöndun. Ekkert nálaskipta- prógramm er rekið í fangelsum á Íslandi. Páll segir að Fangelsismála- stofnun sé opin fyrir öllum til- lögum sérfróðra aðila um að draga úr útbreiðslu hættulegra sjúk- dóma. Hvað framkvæmdina sjálfa varðar verði þó að huga að öryggi starfsmanna með tilliti til notaðra sprautunála. „Fangaverðir hafa það verkefni, meðal annars, að leita í fötum fanga og klefum. Þetta eru hvort tveggja mjög mikilvægir hagsmunir sem þarf að huga að en við erum opin fyrir öllum tillögum í þessu.“ Spurning sé líka hvort nálaskipta- prógramm, þar sem fangar geti nálgast hreinar sprautur og nálar sér að kostnaðarlausu, muni ganga upp innan veggja fangelsa. Ljóst er að fangar eiga hvorki né mega vera með fíkniefni í fangelsum og neyslan því falin. Páll tekur undir að það kunni að vera snúið og velta megi fyrir sér hvort markmiðin með framtakinu næðust þar sem fangar Nálaskiptaprógamm fanga gæti reynst snúið Starfshópur um aðgerðir gegn kynsjúkdómum leggur til að fangar fái aðgang að nálum, sprautum og smokkum sér að kostnaðarlausu. Fangelsismálastjóri kveðst opinn fyrir öllum tillögum þó sumar geti reynst snúnar í framkvæmd. lagt er til að fangar fái aðgang að sprautum, nálum, smokkum og skimun gegn kynsjúkdómum. Fréttablaðið/anton brinK Páll Winkel Tveir menn sitja í haldi vegna gruns um aðild að fíkniefnainnflutningi hingað til lands frá Spáni. 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a u g a r d a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -8 8 D 8 1 E E 4 -8 7 9 C 1 E E 4 -8 6 6 0 1 E E 4 -8 5 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.