Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 8
Þórshöfn „Maður er orðinn lang-
þreyttur á þessu ófremdarástandi
sem verið hefur svo lengi,“ segir Elías
Pétursson, sveitarstjóri í Langanes-
byggð, um stórt hús á Þórshöfn sem
stendur autt og er heimamönnum
þyrnir í augum.
Elíasi var á síðasta fundi sveitar-
stjórnar Langanesbyggðar falið að
ræða við eigendur Langanesvegar 2
um framtíðarnotkun hússins þar sem
upphaflega var byggingavöruverslun
Kaupfélags Langnesinga en hefur hýst
ýmsa aðra starfsemi í gegn um tíðina,
meðal annars fánaverksmiðju. Það er
byggt 1980, er alls 543 fermetrar og
hefur verið ónotað um árabil.
Félagið Lónshöfn ehf., sem eignað-
ist húsið 2003, var selt til nýrra aðila
sem árið 2013 fengu leyfi til að inn-
rétta þar sex íbúðir auk þjónustu-
rýmis. Framkvæmdir hófust undir
verkstjórn Gunnólfs Lárussonar sem
verið hafði sveitarstjóri er leyfi fékkst
fyrir breytingunni. Lónshöfn fór hins
vegar á höfuðið á árinu 2016 án þess
að verkinu væri lokið. Þá yfirtóku
Landsbankinn og Byggðastofnun,
húsið og hafa síðan reynt árangurs-
laust að koma því í verð.
Fram kemur í fundargerð að lagðar
hafi verið dagsektir á eigendur hússins
vegna ástandsins en að þeir hafi and-
mælt sektunum. Elías segir eigend-
urna ekki hafa greitt sektirnar til þessa
en að þeir hafi reyndar lagað nokkuð
til í kring um húsið. Fram undan sé að
ræða við þá um framtíðina.
„Við viljum einfaldlega að húsið sé
ekki svona ljótt,“ segir Elías. „Húsið
er algjörlega í miðbænum miðjum
og það þýðir að við viljum helst fá
einhverja starfsemi í það sem fylgir
eitthvert líf. Þannig að húsið líti vel
út og að í því sé starfsemi sem nýtist
sveitarfélaginu eða samfélaginu. Það
getur verið blanda af íbúðum og skrif-
stofuhúsnæði,“ segir Elías. „Það gæti
verið að sveitarfélagið komi einhvern
veginn þannig að málum að það sé
hægt að koma þessu á hreyfingu en
það verður þó aldrei gert þannig að
skattfé verði notað til að leysa ein-
hvern úr snörunni,“ undirstrikar
sveitarstjórinn. gar@frettabladid.is
Langþreytt á draugahúsi í eigu
banka á Þórshöfn á Langanesi
Húsið sem Landsbankinn og Byggðastofnun eignuðust hvor sinn hlut í er eigandinn varð gjaldþrota. Mynd/ELías Pétursson
Við viljum einfald-
lega að húsið sé ekki
svona ljótt.
Elías Pétursson,
sveitarstjóri í
Langanesbyggð
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ
www.volkswagen.is
Við látum framtíðina rætast.
Volkswagen Golf Metan sparar þér bæði peninga og kolefnisspor svo að þú og umhverfið njótið góðs af.
Nú færðu Golf Metan á vistvænu tilboði. Gríptu tækifærið og skiptu yfir í vistvænan bíl. Hlökkum til að sjá þig!
Golf Metan á
vistvænu tilboði!
2.990.000 kr.
Vistvænt tilboð:
Verðlistaverð 3.250.000 kr.
Kynntu þér vistvænt tilboð
á metanútfærslu Golf á
volkswagen.is/vistvaent
Þú finnur fjórar metanstöðvar
á höfuðborgarsvæðinu og eina
á Akureyri.
Til afhendingar
strax!
Dýrave rn D Matvælastofnum
(MAST) þurfti í tvígang að fjar-
lægja dýr úr vörslu eigenda sinna
á höfuðborgarsvæðinu í vikunni.
Í fyrra málinu var gripið til tafar-
lausrar vörslusviptingar á hvolpi við
eftirlit stofnunarinnar vegna alvar-
legrar vanhirðu og vanfóðrunar.
Samkvæmt upplýsingum frá MAST
er óljóst hvort hvolpurinn nái sér.
Í hinu málinu átti að taka hund
og kött af eiganda vegna vanhirðu
og slæms aðbúnaðar, en hvorugt
dýrið var á heimilinu þegar full-
trúar MAST komu á staðinn. Haft
var uppi á hundinum en kötturinn
er ófundinn. – smj
Vanrækt
gæludýr tekin
af eigendunum
Dómsmál Héraðsdómur Reykja-
víkur sýknaði Stundina og Reykjavík
Media í gær af kröfu um staðfestingu
lögbanns sem lagt var á fréttaflutn-
ing þeirra að beiðni Glitnis HoldCo
í október síðastliðnum.
Var það mat dómsins að í umfjöll-
un miðlanna hefði ekki verið gengið
nær einkalífi þeirra sem um ræddi
en óhjákvæmilegt hefði verið í
opinberri umræðu sem átti erindi
við almenning.
Lögbannið verður þó enn í gildi
þar til áfrýjunarfrestur rennur
út eftir þrjár vikur. Áfrýi Glitnir
HoldCo-málinu til Landsréttar
verður lögbann í gildi allt þar til
niðurstaða Landsréttar liggur fyrir
í málinu. – aá
Stundarsigur
Bygging sem Landsbank-
inn og Byggðastofnun
eiga á Þórshöfn á Langa-
nesi hefur staðið auð í
áraraðir. Fyrri eigendur
fóru í þrot við að breyta
húsinu í íbúðir. Sveitar-
stjórnin segir það ekki í
ásættanlegu ástandi og
fól sveitarstjóranum að
ganga í málið.
3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
3
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
E
4
-C
4
1
8
1
E
E
4
-C
2
D
C
1
E
E
4
-C
1
A
0
1
E
E
4
-C
0
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
1
2
s
_
2
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K