Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.02.2018, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 03.02.2018, Qupperneq 26
vitnum stafaði veruleg hætta af þess- um mönnum sem voru dæmdir.“ Samhugur um breytingar Mikill árangur varð af starfi lög- regluliðsins á Suðurnesjum á þessum árum frá efnahagshruni til ársins 2014. „Við breyttum verk- lagi í ofbeldismálum og frá því að við breyttum því fengum við ekki sýknu í þeim málum til ársins 2014. Eitthvað vorum við að gera rétt. Ég held það hafi verið í krafti smæðarinnar sem breytingarnar gengu vel fyrir sig á Suðurnesjum. Allir voru með okkur í verkefninu og tilbúnir að leggja sitt af mörkum. Félagsþjónustan og barnaverndin til dæmis. Við vorum ekki að þróa byltingarkenndar aðferðir, bara breyta nálgun og nýta þær heim- ildir og úrræði sem við höfðum. En þegar samhugur verður um að koma breytingum í gegn eins og gerðist á Suðurnesjum þá er það mjög dýr- mætt samfélaginu.“ Mótlæti og kvenfyrirlitning Flutningur í embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom henni að óvörum. „Við vorum á fullum krafti. Það var enginn á leiðinni neitt þar til kallið kom til Sigríðar Bjarkar með engum fyrirvara árið 2014. Það liðu aðeins fáeinar vikur og þá vorum við nokkur frá Suðurnesjum komin til starfa í Reykjavík. Hluti af flutningi Sigríðar Bjarkar til Reykja- víkur fólst í því að innleiða verklagið frá Suðurnesjum. Til þess að geta gert það tók hún mig með sér. Hún fékk mig lánaða til embættisins í eitt ár. Ég starfaði fyrst sem aðstoðar- lögreglustjóri. Að ári liðnu var lánið framlengt í annarri stöðu, aðallög- fræðingi embættisins. Lánið rann út 1. október síðastliðinn og þá þurfti ég að velja hvað ég vildi gera. Ég valdi að fara aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Alda Hrönn. Í skjóli valds og úreltra viðhorfa Alda Hrönn lýsti einnig í langri færslu á Facebook í tilefni #metoo- átaksins karllægri menningu, fyrir- litningu og áreitni. Hún nefndi sér- staklega eitt atvik þar sem karlkyns stjórnandi kallaði hana „kerlingar- tussu“ fyrir framan marga starfs- menn sem heyrðu undir hana. Þá hafi hún ítrekað verið áreitt kyn- ferðislega. „Ég ber ekki kala til neins. Ég ætla hins vegar ekki að vera meðvirk með þeim aðilum sem sýna af sér svona hegðun eða sýna konum fyrirlitn- ingu. Það verður að vera hægt að taka á þessu. Það verður líka að gera breytingar í lögreglunni rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Það hefur verið lítið gert úr lýs- ingum kvenna á kynferðis- legri áreitni innan lögregl- unnar. Bæði af konum og körlum. Til dæmis í kjölfar skýrslu sem kom út fyrir nokkrum árum um kynferðislega áreitni innan lögreglunnar. Það er ekki endalaust hægt að segja „þetta er ekki satt“. Þetta er satt. Ég var sjálf í lögreglunni. Ég veit hvað er verið að tala um.“ Alda Hrönn segir að þær breyting- ar sem voru gerðar á áherslu og verk- lagi hafi líka mætt mótstöðu. „Auð- vitað er þetta að sumu leyti eðlilegt. Fólk er hrætt við breytingar. En þetta er líka menning sem hefur myndast á vinnustaðnum. Það er til dæmis ekki sama menning á Suðurnesjum. Sigríður Björk var fyrsti kven- lögreglustjórinn í Reykjavík. Ég var fyrsti kvenaðstoðarlögreglustjórinn. Sumir vildu kalla áherslur okkar „mjúk mál“. Það er fjarstæða. Þetta eru hörðu málin, varða fólkið og börnin sem eru framtíðin.“ Alda Hrönn segir mótlætið hafa reynt á. „Mótlætið sem við mættum var stundum fyrirstaða,“ segir hún. Ekki hafi alltaf verið farið eftir nýju verklagi. Þá hafi einnig verið deilt á nýjar áherslur. Nú geri það fáir. Enda hafi árangurinn verið góður. „Rann- sóknir sýna það að breytingarnar voru til góðs. Þolendur benda sjálfir á þetta. Loksins hafi þeir fengið hjálp.“ Kom ekki til greina að gefast upp Alda Hrönn segir aldrei hafa komið til greina að gefast upp. „Áreitnin og mótlætið, karla- menningin. Landssamband lög- reglumanna vann gegn okkur. Það var við afl að etja. Þetta er mjög lýjandi til lengdar. Ég hefði aldr- ei nennt þessu ef starfið væri ekki svona gefandi. Það kom aldrei til greina að gefast upp og árangurinn talar sínu máli. Ég er stolt af honum. Þetta var mjög „töff“ tími og mótaði mig. Sem manneskju og starfsmann. Ég er mjög einbeitt í því hvað ég vil gera, hvað ekki. Ég er líka gersam- lega óhrædd við að tjá mig um þessi málefni.“ Það sem reyndi mest á Öldu Hrönn var hins vegar svokallað LÖKE-mál. Hún var send í leyfi frá störfum í október 2016 eftir að settur héraðssaksóknari hóf rann- sókn á störfum hennar. Öldu Hrönn var gefið að sök að hafa misbeitt lög- regluvaldi við rannsókn á gagnaleka lögreglumanns úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE. Sá lögreglu- maður var sakfelldur í Hæstarétti Íslands fyrir að hafa greint vini sínum frá því á Facebook að hann hefði verið skallaður af ungum dreng við skyldustörf. Áður var lögreglu- maðurinn ákærður fyrir að fletta upp konum í LÖKE, frá árinu 2007 til 2013, og deila upplýsingum um þær í lokuðum Facebook-hópi með starfs- manni símafyrirtækis og lögmanni. Sá hluti ákærunnar var felldur niður og þótti ekki studdur gögnum. Nýverið staðfesti Bogi Nilsson, settur ríkissaksóknari, ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál gegn Öldu Hrönn. Í niðurstöðu Boga kemur fram að hvorki lögreglu- stjórinn á Suðurnesjum né embætti ríkissaksóknara, sem Alda Hrönn hafði leitað samráðs við í málinu, hafi beint málinu í farveg til sam- ræmis við ákvæði lögreglulaga. Þá hafi rannsókn málsins ekki verið óeðlileg eða í andstöðu við laga- fyrirmæli, enda í samráði við emb- ætti ríkissaksóknara eða samkvæmt fyrir mælum embættisins. Bogi bendir á að annmarkar hafi verið í upphafi rannsóknar í framhaldi af móttöku ábendingar og móttöku rannsóknargagna um háttsemi lög- reglumanna. Þeir annmarkar hafi þó ekki varðað við almenn hegningar- lög. Málið byrjaði hjá Stígamótum Alda Hrönn hefur frá upphafi vísað á bug þeim ásökunum sem voru tilefni rannsóknarinnar. Aðkoma hennar hafi einfaldlega fallið undir starfs- skyldur hennar sem löglærður full- trúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. „Ég þekki ekki þá manneskju sem upphaf málsins er rakið til. En sú hin sama treysti ekki lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hún leitaði til Guðrúnar Jónsdóttur hjá Stígamót- um. Guðrún hafði svo samband við mig og bað mig um að hitta sig. Hún væri með mál sem hún þyrfti að ráð- færa sig við mig um. Þetta var stuttur fundur. Ég hitti hana og segi við hana að við getum ekkert gert nema hafa gögn í höndunum. Guðrún greinir mér frá því hvað skjólstæðingur hennar sýndi henni,“ segir Alda Hrönn og bætir við að skjólstæð- ingurinn hafi síðan tekið ákvörðun um að afhenda lögreglunni gögnin. Stígamót hafi verið milliliður. „Þegar ég er búin að hitta Guð- rúnu læt ég ríkissaksóknara vita. Segi frá efni fundarins og hvort það sé vilji til þess hjá embættinu að ég nái í gögnin. Það er vilji til þess hjá ríkis- saksóknara. Ég fer því og sæki þau og fer með á Suðurnes. Þangað skila ég þeim. Í framhaldinu er haldinn fundur yfirmanna og ákveðið í sam- ráði við ríkissaksóknara að greina málið frekar. Ég hafði engin afskipti af málinu á meðan það var í grein- ingu. Og sá reyndar aldrei gögnin þótt ég hefði komið þeim til skila.“ Þarf að taka hart á leka Alda Hrönn bendir á að ábendingar almennra borgara um leka úr LÖKE eigi að taka alvarlega. Lögreglumenn eiga að bera við þagnarskyldu um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfsins og leynt eiga að fara vegna lögmætra almanna- eða einkahagsmuna. Hún hefur lengi verið talsmaður þess að breyta umgjörð kerfisins. „Ég veit að það er mikill vilji hjá ríkislögreglu- stjóra til að gera það. Þetta er alltaf spurning um að hverju lögreglu- menn þurfa að hafa aðgang, vinnu sinnar vegna, og hvaða upplýsingar þurfi að vernda. Við þurfum að gæta þagmælsku. Það þarf auðvitað að taka hart á því ef upplýsingar eru misnotaðar, þeim lekið eða eitthvað slíkt,“ segir Alda Hrönn. Hún segist furða sig á því hvers vegna hún hafi verið tekin fyrir í málinu. Rannsókn setts héraðssak- sóknara stóð í fyrstu í fjóra mánuði og á meðan var Alda Hrönn í leyfi. Rannsóknin var tekin upp aftur vegna vanhæfis lögreglumanns sem rannsakaði málið. Hann tjáði sig um þær sakir sem bornar voru á Öldu Hrönn á Facebook-síðu hennar og sagði að honum hefði verið „fljótt ljóst, að kærur þessar varðandi ætluð brot af hálfu Öldu Hrannar, voru með öllu tilhæfulausar og hefði þessum málum átt að ljúka mun fyrr en raunin varð“. Hófst þá önnur rannsókn sem stóð í um 12 mánuði. Óvissan hefur því varað lengi. „Þetta reyndi á mig og alla í kringum mig líka. Ég held að þetta sé fyrsta mál sinnar tegundar þar sem persóna er tekin fyrir með þessum hætti. Ég veit að ég gerði ekkert rangt. Þó að við getum alltaf farið yfir verkferlana og gert betur. Þetta var fyrir margra hluta sakir ótrúlega erfitt, og ég velti því oft fyrir mér af hverju ég væri í lögreglunni. Hvort það væri virkilega þess virði. Maður stendur einn þegar svona kemur upp, en lærir af því. Ég hef samt skilning á að fólk leiti réttar síns, finnist því á sér brotið. En ég var kærð fyrir brot gegn nærri því öllum lagabálki íslenska lýðveldisins. Niðurstaðan varð sú að engin sérrefsilagaákvæði né heldur refsiákvæði almennra hegningarlaga hafi komið til álita önnur en ákvæði 132. gr. sem rannsóknin leiddi í ljós að ég hefði ekki brotið gegn.“ Þekkir umkomuleysið Alda Hrönn ætlar að reyna að nýta sér reynsluna af LÖKE-málinu. „Ég veit núna hvernig er að vera í þess- ari stöðu. Að vera sakborningur. Ég þekki umkomuleysið og veit hvað það skiptir miklu máli að óviss- an vari sem styst. Nú eru liðin tvö ár síðan ég var kærð. Þessi tími var erfiður og það hefði verið heppi- legra fyrir alla að rannsóknin hefði tekið styttri tíma. Ég hef ekki getað tjáð mig um málsástæður og geri það reyndar ekki að fullu enn,“ segir hún. „Ég er opinber starfsmaður sem er bundinn þagnarskyldu og get því illa svarað fyrir þær ásakanir sem ég hef ítrekað orðið fyrir í þessu máli nema að verulega litlu leyti opinberlega. Niðurstaðan er hins vegar skýr, ég braut ekki af mér. Ég tel mig samt ekki vera neitt fórnarlamb í þessu máli. Lífið er ekkert alltaf auðvelt, það lofaði því enginn. Ég vil samt geta rætt málin og er ekki smeyk við það. Svona er þetta bara. Mín störf eru ekkert hafin yfir gagnrýni en ég geri ávallt mitt besta. Störf mín fyrir lögregluna á Suðurnesjum eiga hug minn allan núna. Það er gott að vera hluti af því að breyta kerfinu og bæta það.“ Blaðamannafundur vegna man- salsmálsins árið 2009. Jóhannes Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, þá stað- gengill lögreglustjóra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þá lögreglustjóri á Suðurnesjum, og Arnar Jensson, sem þá var aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá EUROPOL. FRéttABLAðið/GVA Alda Hrönn var fyrsti aðstoðarlögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. FRéttABLAðið/PJEtUR Þetta reyndi á mig og alla í kringum mig líka. Ég held að Þetta sÉ fyrsta mál sinnar tegundar Þar sem per- sóna er tekin fyrir með Þessum hætti. visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi. 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -C 9 0 8 1 E E 4 -C 7 C C 1 E E 4 -C 6 9 0 1 E E 4 -C 5 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.