Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.02.2018, Blaðsíða 32
Ég veit ekkert hversu traustum fótum Ragnar stendur innan VR. Það hefur eiginlega verið skipt um formann þar í næstum hverri einustu kosningu undanfarin ár,“ segir Sumarliði R. Ísleifsson, lektor í sagnfræði. Hann ritaði 100 ára sögu ASÍ sem kom út árið 2016. Sumarliði segir að komandi kosningar í Eflingu og næstu kosningar í VR geti skorið úr um það hvort breytingar séu að verða innan verka- lýðshreyfingarinnar. Eins og staðan er nú virðast blikur vera á lofti innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Ný kynslóð með róttækari áherslur sækist eftir forystuhlutverkum í stórum stéttarfélögum. Viðmælendur Frétta- blaðsins, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, tala um uppreisn grasrótarinnar. Ragnar Þór Ingólfsson, sölumaður í Útilegumanninum, var kjörinn formaður VR, stærsta félagsins innan Alþýðusambands Íslands, í mars 2017. Hann hafði setið í stjórn félagsins allt frá árinu 2009. Nafni hans, Ragnar Þór Pétursson kennari, var svo kjörinn formaður Kennarasambands Íslands í nóvember. Hann tekur við embættinu í apríl. Þau Guðríður Arnar- dóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, buðu sig bæði fram í sömu kosningum. Í skrifum sínum fyrir kosn- ingarnar vakti Ragnar Þór gjarnan athygli á því að hann væri starfandi kennari, ólíkt mótframbjóðendum hans sem störfuðu báðir í Kennarahúsinu. Eftir kosningarnar fóru fram kosningar í Félagi grunnskólakennara þar sem nýr formaður var kjörinn í stað Ólafs. Síðustu daga hefur svo verið greint frá framboði Sólveig- ar Önnu Jónsdóttur til formennsku í Eflingu, næststærsta aðildarfélagi ASÍ. Hún býður sig fram gegn frambjóðanda uppstillingarnefndar félagsins, Ingvari Vigur Halldórssyni. Sigurður Bessason bauð sig ekki fram til endurkjörs eftir átján ár í formennsku. Sumarliði tekur undir þá skoðun að það sé undiralda að rísa innan verkalýðshreyfingarinnar sem hugsanlega megi rekja til fyrstu áranna eftir hrun. „Þetta er náttúrlega að einhverju leyti sama fólkið sem þarna lætur til sín taka. Bæði Sólveig Anna og Ragnar,“ segir Sumarliði. En Sólveig Anna er einn hinna svoköll- uðu nímenninga sem ákærðir voru vegna mótmæla í Alþingishúsinu 8. desember 2008 í tengslum við búsá- haldabyltinguna. Ragnar Þór tók þátt í stofnun Borgara- hreyfingarinnar, stjórnmálaflokks sem fékk menn kjörna á þing í alþingiskosningunum 2009. Hann kom líka að stofnun Hags- munasamtaka heimilanna. Sumarliði telur hugsanlegt að erfið staða í húsnæðismálum kunni að valda því að þau Ragnar og Sólveig hafi náð eyrum fólks að undan- förnu. „Þetta hefur bara varla verið svona slæmt. Ungt fólk sem er að reyna að koma sér fyrir og með þetta 300 þúsund kall í laun. Þetta er bara vonlaust.“ Þau Ragnar og Sólveig segja bæði að líkja megi atburðarásinni við uppreisn grasrótarinnar. Þau segja líka að breytingar í forystu tveggja stærstu aðildarfélaga ASÍ gætu leitt til breytinga á forystu samtakanna. „Auðvitað er þetta uppreisnarframboð,“ segir Sólveig. „Stemningin í grasrótinni er þannig að þetta er hægt og fólk getur haft raunveruleg áhrif ef það nennir þessu,“ segir Ragnar Þór Ing- ólfsson. Sólveig Anna segist knúin áfram í framboð til formanns Eflingar vegna óboðlegrar stöðu láglaunafólks. „Tekjur sem ekki er hægt að lifa af, sérstaklega eftir að húsnæðismarkaðurinn sprakk í loft upp. Þá hafa aðstæður okkar versnað til muna. Á einhverjum tíma upplifum við sem tilheyrum þessum láglaunastéttum þetta eins og við séum Sólveig Anna Jónsdóttir býður sig fram til formanns Eflingar. FréttAblAðið/Eyþór grasrótarinnar Sagnfræðingur telur að staðan á húsnæðismarkaðnum kunni að vera ástæða þess að undiralda er að rísa innan verkalýðshreyfingarinnar. Uppreisn grasrótarinnar á hugsanlega rætur sínar að rekja allt til efnahagshrunsins. Uppreisn óvelkomin í samfélaginu. Sem er náttúrlega þversögn, vegna þess að annars vegar vinnum við vinnu sem er lífsnauðsynleg til þess að samfélagið haldi áfram að ganga. En á sama tíma er ekki gert ráð fyrir að við getum átt mannsæmandi líf,“ segir Sólveig Anna. Hún segir félagið geta beitt sér betur með því að krefjast betri kjara fyrir félagsmenn, hugsanlega ráðast sjálft í byggingu húsnæðis fyrir fé úr eigin sjóðum og setja meiri þrýsting á stjórnvöld um aðgerðir. „Þetta snýst ekki bara um það að skipta um formann eða stjórn heldur að virkja fólk til þátttöku í baráttunni.“ Ragnar Þór Ingólfsson segist geta hugsað sér að beita sér fyrir hallarbyltingu í ASÍ. „Fyrir mér eru tveir vegir færir til að tengja sig betur við fólkið. „Annaðhvort verður það gert í gegnum ASÍ-þingið eða þá að við segjum okkur úr ASÍ, sem ég tel meiri líkur en minni á að við gerum.“ Hvernig sem fari þá sé staða Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, orðin afskap- lega veik. Málið snúist hins vegar ekki bara um Gylfa. „Þetta er stefna hreyfingarinnar, taktleysi og sambandsleysi við gras- rótina. Á því ber öll miðstjórnin ábyrgð. En þessir menn og konur sem sitja í miðstjórn ASÍ hafa misst öll tengsl við fólkið. Og þetta hefur gerst á lengri tíma. Núna finnst mér á gras- rótinni og fólkinu almennt að það sé búið að fá nóg af þessu og nú sé kominn tími breytinga.“ „Þú þarft ekki annað en að horfa á skiltið niðri í Guðrúnar- túni. Þá sérðu hverjir eru í sama húsinu. Starfsgreinasamband- ið, Landssamband lífeyrissjóða, Efling, Gildi lífeyrissjóður. Þetta er eins og einn stór kjarni af lobbíistum fyrir sömu stefnuna sem er að verja sjóðakerfið, auka sjóðssöfnunina. Það er eins og að það tali allir sama tungumálið sem eru inni í þessu húsi,“ segir Ragnar. Sólveig segir ótímabært að segja hvort hún eða hennar fólk muni sækjast eftir forystu í ASÍ þegar þing sambandsins fer fram í haust. „En ég get samt svarað því að ef við náum kjöri þá ætlum við okkur stóra hluti í verkalýðsbaráttunni. Við ætlum okkur stóra hluti og meinum það sem við erum að segja. Við ætlum ekki að mæta á einhver ASÍ-þing og halda okkur til hlés.“ Núverandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, segist ekki hafa tekið afstöðu til þess hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi setu sem forseti á þingi ASÍ í haust. „Ég hef gert það vanalega fyrir sumarleyfi,“ segir Gylfi, sem situr nú sitt tíunda ár sem forseti. Stemningin í graSrótinni er þannig að þetta er hægt og fólk getur haft raun- veruleg áhrif ef það nennir þeSSu. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR á einhverjum tíma upplifum við Sem til- heyrum þeSSum lág- launaStéttum þetta einS og við Séum óvel- komin í Samfélaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir, frambjóðandi til formans Eflingar Styttist í fyrstu skóflustunguna Vonast er til þess að hægt verði að taka skóflustungu að fyrstu 150 íbúðum íbúðafélagsins Bjargs í þessum mánuði, segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ. Félagið er í eigu ASÍ og BSRB. Íbúðirnar verða byggðar í Spönginni í Grafarvogi. Gylfi segir að fasteignafélagið sé með 600 íbúðir á teikniborðinu. „Við erum auðvitað að glíma við skipulagsyfirvöld en ég reikna með því að við getum farið að byrja framkvæmdir í þessum mánuði. En við erum með áform og samkomulag við borgina um að byggja 1.450 íbúðir á næstu árum. Ég skil vel að menn séu óþreyjufullir eftir því að þetta kerfi fari að komast í gang og skila íbúðum. Það hefur verið áhersluatriði okkar,“ segir hann. Hann segir verkefnið silast áfram, „því miður að mínu mati allt of hægt en það þarf að klára hönnun og það tekur tíma að teikna 150 íbúðir.“ Gylfi reiknar með því að það verði regluleg tíðindi af þessu verkefni næstu misserin. Jón Hákon Halldórsson jonhakon@ frettabladid.is 3 . f e b r ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r32 H e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð 0 3 -0 2 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E E 4 -8 D C 8 1 E E 4 -8 C 8 C 1 E E 4 -8 B 5 0 1 E E 4 -8 A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 _ 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.