Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 7
Stofnað 1913 210. tölublað 105. árgangur
LESENDUR FÁ
AÐ HITTA RIT-
HÖFUNDANA
„ÉG VIL
KOMA FÓLKI
Á ÓVART“
FJÖLBREYTNI
OG GRÓSKA
Í TJARNARBÍÓI
LEIKSTÝRIR UNDIR TRÉNU 82 FRIÐRIK FRIÐRIKSSON 84BÓKMENNTAHÁTÍÐ 80
„Æfing sem þessi er okkur nauðsynleg. Við verðum að vera
með þessa hluti á hreinu til að geta verið til taks í raunveru-
legum aðstæðum,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflug-
stjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands, en Morgunblaðið fékk í
vikunni að fylgjast með því þegar gæsluþyrlan TF-GNA æfði
ásamt varðskipinu Þór björgun úr hafi við Grindavík. »24-26
Þyrlusveit og varðskipsmenn æfðu björgun úr hafi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mygluskemmdir hafa leikið
byggingar Landspítalans og
margra annarra stofnana grátt.
Áætlaður heildarkostnaður spít-
alans vegna viðgerða er 2-3 millj-
arðar króna. Meðal þeirra bygg-
inga sem eru illa leiknar eru
rannsóknarhús sýklafræðideildar,
sem standa við Barónsstíg. Húsin
verða rifin og ný byggð í staðinn,
en starfsfólk hefur glímt við veik-
indi og er ósátt við hvernig staðið
verður að viðgerðunum. »40-42
Mygla herjar á
sýklafræðihús
Rannsóknarhús Landspítalans.
Lárus Dagur Pálsson, stjórn-
arformaður BM Vallár, segir að
þrátt fyrir töluverða aukningu á
undanförnum árum sé framleiðsla
úr sementi nú langtum minni en var
í aðdraganda hrunsins en þá voru
m.a. stórframkvæmdir á borð við
Kárahnjúka og uppbygging stór-
iðju á Austurlandi í gangi. »46
Mun minna steypt
en fyrir hrun
Arnar Þór Ingólfsson
Magnús Heimir Jónasson
Heidi Laubert Andersen, bóndi í
Örnólfsdal, segir í samtali við Morg-
unblaðið að íslenskur markaður hafi
verið vanræktur hvað markaðssetn-
ingu lambakjöts varðar.
Hún telur að hægt væri að auka
söluna á lambakjöti hérlendis með
framsetningu sem höfði betur til
neytenda og segir hundamat betur
upprunamerktan en frosið súpukjöt í
glærum plastpokum.
Ágúst Andrésson, formaður
Landssamtaka sláturleyfishafa, segir
að gagnrýni sem þessi gefi til kynna
að bændur hafi ekki rétta mynd af
stöðu mála.
„Það sem bændurnir festast svolít-
ið í er að horfa á einhverjar frystikist-
ur í búðunum sem eru að selja frosin
lambalæri og súpukjöt í pokum. Það
er verið að gagnrýna það fyrst og
fremst,“ segir Ágúst og bendir á að
sölutölur úr verslunum Krónunnar
sýni að einungis 5% heildarsölunnar
séu frosið lambakjöt.
Viðbrögð ráðherra dapurleg
„Það hefur orðið gríðarleg þróun á
undanförnum árum; úr því að selja
meirihluta af öllu lambakjöti frosinn
yfir í að selja ferskt kjöt.“
Sláturleyfishafar hafa talað fyrir
því að útflutningsskylda verði tekin
upp að nýju, við litlar undirtektir
stjórnvalda.
„Sú sem ræður í þessum mála-
flokki hefur ekki verið til í það og það
finnst mér dapurlegt,“ segir Ágúst og
vísar þar til Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur landbúnaðarráð-
herra, sem hefur sagst vera mótfallin
svo viðamiklu markaðsinngripi og vill
frekar horfa á hinn enda vandans; að
draga úr framleiðslunni.
Atli Már Traustason, bóndi á
Syðri-Hofdölum í Skagafirði, segir
bændur finna fyrir pressu frá slátur-
leyfishöfum um að koma lömbum sem
fyrst í sláturhús. Laufskálarétt í
Skagafirði hefur verið flýtt og verður
um helgina, þar sem ögn betra verð
fæst fyrir lömbin fyrstu vikuna í sept-
embermánuði.
Gagnrýna fram-
setningu kjötsins
Bændur segjast finna fyrir pressu um að slátra sem fyrst
M Innlendur markaður illa … » 10
Lambakjötsvandinn
» Áætlað er að offramleiðsla á
lambakjöti í haust verði um
2.000 tonn.
» Bændur horfa fram á allt að
56% tekjuskerðingu.
» Sláturleyfishafar tala fyrir
útflutningsskyldu á lambakjöti.
Skipulagsstofnun athugar nú að
endurskoða umhverfismat vegna
fjölda frávika sem upp hafa komið
hvað varðar hönnun, fyrirkomulag
mannvirkja og loftmengun frá kís-
ilveri United Silicon. Dönsk verk-
fræðistofa bað um að nafn sitt yrði
fjarlægt úr umhverfismati vegna
kísilversins í ljósi þess að hún væri
skráð höfundur loftdreifingarspár
sem stofan hefði ekki unnið. Sam-
þykkti Skipulagsstofnun beiðnina.
Skipulagsstofnun hefur einnig
gert athugasemdir við mannvirki
kísilversins og eru þau m.a. sögð í
ósamræmi við það sem kynnt hafi
verið í matsskýrslu. »12
Morgunblaðið/RAX
Kísilver Deilt er um United Silicon.
Kísilverið
í smásjá