Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 4

Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 föstud.og laugard. dansiball www.kringlukrain.is Kringlukráin Kringlunni 4-12 Sími 568 0878 www.kringlukrain.is 1. og 2. september Líklegast þykir að strandveiðibátur- inn Brekkunes ÍS hafi fengið á sig straumhnút bakborðsmegin sem varð til þess að honum hvolfdi 11. maí 2016. Skipstjórinn, sem var einn um borð, drukknaði. Talsverð ákoma var á hliðarglugga á bakborðshlið bátsins. Einnig hafði gúmmíbjörg- unarbátur á þaki hans fengið á sig högg og gengið til. Slysið varð um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu um slysið. Þar segir m.a. að nefndin telji að aðstæður hafi verið vanmetn- ar bæði hvað varðar sjólag og sigld- an hraða. Ekki er vitað með vissu hvað gerðist en „allir aðilar sem rætt var við voru á einu máli um að að- stæður á þessu svæði hafi verið slæmar fyrir bát af þessari stærð og höfðu því skipstjórar á öðrum bátum valið að halda ekki á þessi mið“. Brekkunes ÍS fór frá Súðavík rétt fyrir klukkan fimm um morguninn. Báturinn datt út úr vöktunarkerfi Vaktstöðvar siglinga klukkan 8.10. Tilraunir til hafa samband við bátinn báru ekki árangur. Þá var hafin eft- irgrennslan. Báturinn fannst á hvolfi klukkan tíu og klukkan 10.55 fannst skipstjórinn í sjónum. Hann var síð- ar úrskurðaður látinn. Gúmmíbjörgunarbáturinn losnaði ekki frá bátnum eftir að honum hvolfdi og ekki heldur þegar bátur- inn var dreginn á hvolfi til Bolung- arvíkur. RNSA telur óásættanlegt að gúmmíbjörgunarbátar losni ekki frá skipum ef þeim hvolfir. Í ljósi fleiri tilvika af þessu tagi ítrekar nefndin tillögu í öryggisátt sem send var Samgöngustofu 20. febrúar 2017. Þar segir m.a.: „Að þegar verði hafin endurskoðun á reglum um losunar- og sjósetningarbúnað um borð í ís- lenskum skipum og heildarúttekt á þeim búnaði sem er í notkun í dag. Þar verði skoðað sérstaklega hvort núverandi búnaður sé að skila björg- unarförum á þann hátt sem til er ætl- ast. Nefndin telur nauðsynlegt að búnaðurinn sé þannig gerður að gúmmíbjörgunarbátar losni frá skip- um ef þeim hvolfir óháð stærð þeirra.“ gudni@mbl.is Vill láta endurskoða reglur um sleppibúnað Ljósmynd/RNSA Sjóslys Brekkunes ÍS fannst á hvolfi. Skipstjórinn drukknaði.  Björgunarbát- urinn losnaði ekki Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Skiptar skoðanir virðast vera um þá ákvörðun Bjartar Ólafsdóttur, um- hverfis- og auðlindaráðherra, að auglýsa stöður allra forstjóra sem undir ráðuneytið heyra. Í Morgun- blaðinu í gær sagði Björt að þessi ákvörðun væri tekin í anda gagnsæis og opinnar stjórnsýslu. Björn Bjarnason, fyrrum alþingis- maður og ráðherra, ritaði pistil á heimasíðu sína í gær þar sem hann reifar málið og rifjaði upp að hafa sjálfur kannað þennan möguleika fyrir tveimur áratugum. „Enn þann dag í dag eru í gildi sömu lagaákvæði um þetta og voru fyrir 20 árum þegar ég hreyfði því í ríkisstjórn sem menntamálaráð- herra hvort fara mætti þá leið sem Björt Ólafsdóttir boðar nú. Niður- staðan var sú að lokinni athugun meðal annars á vegum forsætisráð- herra og fjármálaráðherra á þeim tíma að aðferðin sem Björt ætlar að fara vegna stefnu Bjartrar framtíðar í anda gagnsæis og opinnar stjórn- sýslu stæðist ekki lög,“ skrifar Björn. „Gangi Björt Ólafsdóttir fram á þann veg sem hún boðar leið- ir það vafalaust til málaferla og þá ákveða dómarar hvernig túlka beri þessi lagaákvæði. Að fá úr því skorið er nauðsynlegt.“ Liggur ekki í augum uppi Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, segir almennu regluna þá að embættis- menn séu skipaðir til 5 ára í senn og vísar í 23. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. „Embættismenn skulu skipaðir tímabundið, til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lögum. Ef maður hefur verið skipaður í embætti skv. 1. mgr. skal honum til- kynnt eigi síðar en sex mánuðum áð- ur en skipunartími hans rennur út hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sé það ekki gert fram- lengist skipunartími hans í embætti sjálfkrafa um fimm ár, nema hann óski eftir að láta af störfum með þeim hætti sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 37. gr.“ „Svo segir í lögunum að það eigi að tilkynna þeim embættismönnum sem um er að ræða eigi síðar en sex mánuðum áður en skipunartími rennur út hvort að embættið verði auglýst til umsóknar. Það hversu mikið vald þetta veitir ráðherranum, hvort hann má velja að auglýsa – bara til að fá nýtt blóð, bara til að hrista upp í hlutunum – eða hvort hann getur einvörðungu beitt þessari heimild vegna þess að hann telji nauðsynlegt af ein- hverjum ástæðum sem varða emb- ættismanninn og frammistöðu hans, úr þessu hefur ekki að öllu leyti ver- ið leyst í íslenskum rétti,“ segir Trausti. Er heppilegt að reglur séu mis- munandi eftir ráðuneytum? „Það má velta því fyrir sér hvort ekki sé óeðlilegt að þetta sé gert með sitthvorum hættinum milli ráðuneyta og alveg með sitthvorum hættinum eftir því hvaða ráðherra situr. Það er ekki allskostar heppi- legt. En það verður að vera við- fangsefni umboðsmanns og mögu- lega dómstóla að leysa úr því hvað þetta þýðir. Hversu rúma heimild ráðherra hefur. Mér finnst það ekki liggja í augum uppi. En á sama tíma er ljóst að hér ræður ekki frjáls geð- þótti ráðherra. Að baki beitingu op- inbers valds, líka um þetta, þurfa að liggja málefnaleg sjónarmið í þágu þeirra verkefna um ræðir.“ Morgunblaðið setti sig í samband við nokkra ríkisforstjóra sem heyra undir Björtu Ólafsdóttur sem ráð- herra, en enginn þeirra vildi tjá sig um ákvörðun hennar. Segir stefnu Bjartar ekki standast lög  Björn Bjarnason kannaði þessa leið fyrir 20 árum  Dómstólar skeri úr Björn Bjarnason Trausti Fannar Valsson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég fékk þau svör nú síðast að skoða ætti að finna bráðabirgðalausn á meðan unnið væri að fullnaðarlausn á þessum málum. Ég get ekki hitt foreldra í næstu viku og sagt þeim að þetta verði komið í lag eftir nokkra mánuði,“ segir Sigfús Grétarsson, skólastjóri Selásskóla. Sigfús tilkynnti foreldrum barna í skólanum í vikunni að Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur hefði bannað notkun matsalar skólans vegna há- vaðamengunar. Í kjölfarið var til- kynnt að heimilt yrði að nota matsal- inn til bráðabirgða en þegar yrði ráðist í endurbætur. Í svörum Reykjavíkurborgar við fyrirspurnum Morgunblaðsins kom fram að stefnt sé að framkvæmdum í kringum vetrarfrí skólans. Ljóst er að vandamálið er ekki nýtt af nálinni og yfirvöld hafa ekki farið að ítrekuðum ábendingum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur- borgar um að úrbóta sé þörf. „Heilbrigðiseftirlitið gerði mjög vísindalegar hljóðmælingar fyrir ári og um áramótin var tilkynnt að ráð- ast yrði í úrbætur strax. Hljóðvistin í salnum var dæmd óviðunandi fyrir nemendur skólans. Ég skrifaði pósta en fékk enga úrlausn. Heilbrigðiseft- irlitið tilkynnti að ef ekki yrði ráðist í úrbætur yrði notkun salarins bönn- uð. Þeir stóðu við það,“ segir Sigfús en um er að ræða langa sögu um erf- iða hljóðvist fyrir nemendur. „Þessi salur er sérhannaður fyrir kammer- tónlist og frábær sem slíkur. En von- laus sem matsalur,“ segir hann en starfsfólk Selásskóla hefur ekki látið sitt eftir liggja til að reyna að bæta ástandið. „Við stofnuðum smíðaklúbb hér, ég, húsvörðurinn og smíðakennar- inn. Svo fengum við myndmennta- kennara og textílkennara með okkur í lið. Við smíðuðum 10-20 stóra fleka eftir vinnu sem við settum upp til að reyna að bæta hljóðvistina. Þetta var nú engin meistarasmíð en ástandið skánaði eitthvað. Það dugði því mið- ur ekki til,“ segir Sigfús skólastjóri. Morgunblaðið/Hanna Hávaði Sigfús Grétarsson skólastjóri og Geir Þorsteinsson umsjónarmaður við fleka sem eiga að bæta hljóðvistina. Smíðuðu sjálf hljóð- einangrun í matsalinn  Borgin lofar bættri hljóðvist í matsal Selásskóla Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur borgin lokafrest til 6. september til að koma með áætlun um úrbætur. Í svörum borgarinnar til Morgunblaðsins segir: „Í næstu viku verður farið yfir hönnun og útfærslu í matsalnum með skólastjóra, arkitekt og hljóð- verkfræðingi. Stefnt er að því að ljúka hönnun fyrir lok næstu viku. Áætlað er að efnisútvegun taki u.þ.b. 6 vikur. Stefnt er að framkvæmdum við matsal í kringum haustfrí skólans eða um leið og efni berst til lands- ins.“ Framkvæmt í haustfríi SVÖR BORGARINNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.