Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 6
nýtingar á rennsli og vegna minna fall-
taps í núverandi stöð.
Reiknuð vatnþörf virkjananna
tveggja til fullrar raforkuframleiðslu
er 380 til 390 m3 sek., þá að teknu tilliti
til vatnssöfnunar í uppistöðulónin við
Sultatanga og Sultartanga og svo Þór-
isvatn. Í sumar hefur rennið Þjósár
gjarnan verið 450-500 m3/sek og við
slíkar aðstæður væri því vatni veitt á
náttúrulegan farveg.
Mótvægi ekki mögulegt
Tæp 50 eru síðan Búrfellsvirkjun,
undir Sámsstaðamúla sem fyrr er
nefndur, var byggð. Ný Búrfells-
virkjun II er sunnar og austar, það er
milli múlans og fjallsins Búrfells. Upp-
sett afl stöðvarinnar er 100 MW og
möguleikar á stækkun síðar. Þykir
Búrfell II vera góður kostur og áhrif
hennar á náttúru lítil, enda nýtast
skurðir og stíflur sem fyrir eru og
stöðvarhúsið er falið í fjalli. Niðurstaða
Skipulagsstofnunar, sem fjallaði um
málið 2013, var sú að framkvæmdin
væri því ekki háð mati á umhverfis-
áhrifum. Helst væru áhrifin vegna
minna rennslis um Þjófafoss og Tröll-
konuhlaup.
„Ekki verður séð að hægt sé að ráð-
ast í mótvægisaðgerðir varðandi
breytt rennsli Þjórsár,“ sagði í kynn-
ingu Landsvirkjunar til mats á um-
hverfisáhrifum verkefnisins.
Minna vatn í frægum fossum
Búrfellsvirkjun II leiðir af sér breytingar Meira vatnsmagn úr Þjórsá nýtist til orkuframleiðslu
Tröllukonuhlaup og Þjófafoss lengur þurr Umhverfisáhrif nýrrar virkjunar þurfi ekki að meta
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Náttúrulegur farvegur Þjórsár liggur sunnan undir Búrfelli. Þar er Þjófafoss sem nú verður vatnsminni.
Fossar í Þjórsá
Þ
jó
rs
á
Þjórsá
Búrfellsvirkjun I
Búrfellsvirkjun II
Búrfell
Þjórsár-
dalur
Tröllkonuhlaup
Þjófafoss
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Með tilkomu Búrfellsvirkjunar II, sem
nýta mun vatn og afl Þjórsár sem nú
rennur fram hjá Búrfellvirkjun I, stytt-
ist það tímabil að vatnið renni um far-
veg árinnar sem liggur austan og sunn-
an við fjallið Búrfell. Tveir frægir
fossar í ánni, Þjófafoss og Tröllkonu-
hlaup, verða vatnsminni en nú og ber
klöppin ber frá því í september og fram
í miðjan maí.
Mikið rennsli í sumar
„Fossar verða að staðaldri ekki
vatnslausir að sumarlagi en minna mun
renna um þá,“ segir í svari Landsvirkj-
unar við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Er nefnt að farvegurinn gæti orðið
vatnslaus heilu sumrin til dæmis ef kalt
er í veðri eða vætulítið. Hlýnun and-
rúmslofts ætti þó að vinna gegn því.
Í sumar hefur rennsli og vatnsmagn
í Þjórsá verið óvenjumikið, og vatni
veitt á hinn náttúrlega farveg í 120
daga en hefði með Búrfelli II verið í
103 daga. Þá hefði meðalrennsli á
Tröllkonuhlaupi í sumar verið, sam-
kvæmt upplýsingum Landsvirkjunar,
um 65 m3/s eftir stækkun Búrfells-
stöðvar samanborið við vænt gildi
nærri 11 m3/s í meðalári. Því til sam-
anburðar má nefna að meðalrennsli í
Þjórsá við Urriðafoss er 370 m3/sek.
Orkugetan eykst
Í dag nýtist 87% af fallorku Þjórsár
til raforkuframleiðslu í Búrfellsvirkjun
I, en uppsett afl hennar eru 270 MW.
Álag á þeirri stöð verður minna þegar
aflstöðin nýja, Búrfell II, sem nú er
verið að reisa kemst í gagnið.
Í Búrfelli I er uppsetningin sú að
Þjórsá er veitt í Bjarnalón, sem svo er
kallað, og þaðan um 115 metra há göng
í gegnum Sámsstaðamúla. Sú fallhæð
og elfurin knýja sex vélar virkjunar-
innar. Með stækkun á Búrfelli II má,
segir Landsvirkjun, auka orkugetu raf-
orkukerfisins um allt að 300 GWst á
ári. Kemur það til bæði vegna aukinnar
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Fararstjóri: Laufey Helgadóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Jólaferð til Parísar
Dásamleg jólaferð til Parísar, höfuðborgar Frakklands og
einnar glæsilegustu borgar Evrópu. Töfrandi ljósadýrðin
og hin mikla hátíðarstemning um alla borg skapar
einstaka upplifun í upphafi aðventunnar. Skoðum öll helstu
kennileiti borgarinnar í heils dags skoðunarferð, en njótum
þess einnig að rölta um á eigin vegum.
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
23. - 26. nóvember
Þjófafoss í Þjórsá er sunnan við Búrfell, en hægt er að aka
að fossinum frá virkjunarsvæðinu og austanmegin frá
efst í Landsveit. Nafn fossins, sem er ekki ýkja hár, er sagt
dregið af því að þjófum hafi forðum tíð verið hrint í foss-
inn og þeim drekkt, sem áttu að vera makleg málagjöld.
Tröllkonuhlaup, sem er ofar í ánni og við Búrfellið aust-
anvert, er lágur og breiður foss – klofinn af tveimur
klettaeyjum á fallsbrún. Nafn fossins, sem er örskammt
frá þjóðvegi, hefur vísan í þjóðsöguna um Gissur í Lækj-
arbotnum og tröllskessurnar tvær. Önnur þeirra, sem bjó í
Bjólfelli á Rangárvöllum, átti að hafa stokkið þurrum fót-
um yfir fossinn og þá stiklað á klettunum sem hún setti í
ána. Fyrir skessur og mennskar verur verða stiklur þessar
óþarfar að mestu þegar ný viðbótarvirkjun er komin enda
mun þá minna vatn fara um farveginn forna.
Þjófar og tvær tröllkonur
GREIÐFÆRIR SLÓÐAR AÐ BÁÐUM FOSSUNUM SEM VERÐA VATNSMINNI
Tröllukonuhlaup Breiður foss í stórbrotnu umhverfi.
Í ljósi tíðra slysa um borð í RIB-bát-
um, sem notaðir eru í atvinnuskyni,
leggur Rannsóknarnefnd samgöngu-
slysa (RNSA) til við samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið „að settar
verði reglur sem tryggi öryggi far-
þega. Í því sambandi verði m.a. at-
hugað hvort fjaðrandi sæti geti verið
einn liður í því.“
Tillagan er birt í tveimur nýjum
skýrslum RNSA um slys á RIB-bát-
um. Í báðum tilvikum telur RNSA að
siglt hafi verið of hratt miðað við að-
stæður.
Heyrði hrygginn brotna
Fyrra atvikið varð 17. september
2015 þegar Amma Kibba frá Húsavík
var á siglingu með farþega. Hægviðri
var á Grímseyjarsundi og kennialda
um 1,0 metri.
Eftir stutta siglingu slasaðist far-
þegi í baki. Snúið var til hafnar og far-
þeganum komið undir læknishendur.
„Sá slasaði var óvinnufær eftir slysið
enda hlaut hann samfallsbrot á
hrygg,“ segir í skýrslunni.
Við rannsókn kom fram að bátnum
hafði verið siglt yfir kjölfar annars
báts. Við það hafi hann lyfst mikið og
skollið niður. „Við þetta kvaðst slasaði
hafa kastast upp og skollið illa niður.
Slasaði kvaðst hafa heyrt hrygginn á
sér brotna og í ljós kom að um sam-
fallsbrot var að ræða.“ Sá sem slas-
aðist sat fremst í bátnum.
Farið var yfir öryggismál á
bryggju áður en lagt var af stað, að
sögn skipstjóra. Farþegum var leið-
beint um hvernig þeir ættu að haga
sér, m.a. að standa öldur með því að
vera ekki stífir heldur mjúkir í hnján-
um og að hreyfingin á bátnum væri
minnst aftast.
Að sögn skipstjóra var báturinn á
um 25 hnúta hraða (+/- 2-3 hnútar)
þegar farþeginn slasaðist. Hann sagði
að tveir RIB-bátar hefðu siglt með
100-150 metra millibili og Amma
Kibba hefði verið framar.
Tveir farþegar slösuðust
Síðara atvikið varð 11. maí 2016.
Farþegabáturinn Ölduljón var þá á
siglingu með farþega við Vestmanna-
eyjar. Veður var NV 9 m/s og öldu-
hæð við Surtsey var 1,4 metrar.
Tveir farþegar, sem sátu fremst í
bátnum, slösuðust í baki þegar bát-
urinn fór fram af öldu og skall niður
að framan. „Við læknisskoðun kom í
ljós að annar farþeganna var með
samfall á hryggjarliðum og hinn með
brot í hryggjarlið.“
Skipstjórinn sagði að hann hefði
slegið af ferð vegna ölduhæðar. Hraði
bátsins hefði verið um það bil 4-6
hnútar þegar atvikið varð. Öldudalur
hefði óvænt myndast og báturinn fall-
ið um 1-1,5 metra. Farþegar sögðu
hins vegar að fallið hefði verið tals-
vert meira. Aðstoðarmaður skip-
stjóra sagði að öldudalurinn hefði ver-
ið a.m.k. þrefalt meiri en aðrar öldur;
samkvæmt því 3-5 metrar.
RNSA er með sérstaka ábendingu
í báðum skýrslunum um að vegna
tíðra slysa á hraðbátum hafi enska
siglinga- og strandgæslustofnunin
gefið út leiðbeiningar til bátasmiðja,
eigenda, stjórnenda og rekstraraðila
svona báta.
Þrír farþegar RIB-báta
slösuðust á hrygg
RNSA vill að settar verði reglur sem tryggi öryggi farþega
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
RIB-bátur Báturinn á myndinni er
svipaður þeim sem um ræðir.