Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 12

Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 BAKSVIÐ Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is Dönsk verkfræðistofa sem í um- hverfismati kísilvers United Silicon var sögð hafa gert loftdreifingarspá fyrir verksmiðjuna bað Skipulags- stofnun um að fjarlægja nafn sitt úr henni þar sem ekkert benti til þess að hún hefði unnið það. Á þetta féllst stofnunin sem nú er með í athugun að endurskoða umhverfismatið vegna fjölda frávika sem komið hafa upp bæði hvað varðar hönnun og fyrirkomulag mannvirkja og loft- mengun frá rekstrinum. Slíkt gæti kallað á endurskoðun starfsleyfis. Verksmiðjan í Helguvík var gang- sett í nóvember í fyrra og hefur reksturinn frá byrjun gengið erfið- lega með tilheyrandi lyktarmengun og hundruðum kvartana. Enn hefur ekki verið staðfest hvaða efni gætu leynst í loftinu sem valda einkennum sem íbúar finna fyrir. Fyrir utan þessi endurteknu frá- vik frá starfseminni, sem eru að minnsta kosti á þriðja tug að mati Umhverfisstofnunar, hefur Skipu- lagsstofnun gert athugasemdir við mannvirkin sem hún segir ekki í samræmi við það sem kynnt var í matsskýrslu og ámælti hún bæjaryf- irvöldum vegna vinnubragðanna. Í ljós kom að mannleg mistök urðu líklega til þess að teikningar sem verksmiðjuhúsin voru byggð eftir voru stimplaðar af starfsmanni Reykjanesbæjar. Kísilver United Silicon var því byggt eftir teikningu sem var ekki í takt við það sem kynnt hafði verið almenningi. Skipulagsstofnun gerði athuga- semd við þetta í upphafi árs og fékk þau svör frá Reykjanesbæ að mann- virkin væru í samræmi við gildandi deiliskipulag sem hafði verið breytt árið 2015. Á það féllst Skipulags- stofnun ekki og áréttaði að bygg- ingar á hluta lóðarinnar væru ekki í samræmi við það sem kynnt var í matsskýrslunni, hvorki hvað varðaði umfang, gerð eða ásýnd. Eins og best verður á kosið Í skýrslu um mat á umhverfis- áhrifum United Silicon er ekki fjallað um frávik í rekstri eða sett fram viðbragðsáætlun vegna þeirra. Efnistök og nálgun í umhverfismat- inu eru sambærileg hvað þetta varð- ar við það sem er í umhverfismati fyrir annan verksmiðjurekstur í málmiðnaði, segir í skriflegu svari Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, við spurningum Morgunblaðsins. Í bréfi Umhverfisstofnunar til Skipulagsstofnunar í mars var vakin athygli á „ýmsum annmörkum“ á matsskýrslunni. „Það sem fyrst ber að benda á er að allt matið og öll los- un mengunarefna miðast við að rekstur verkmiðjunnar gangi eins og best verður á kosið,“ segir í bréf- inu. Ekki var gert ráð fyrir að mæla flest þeirra efna sem geta myndast ef hitastig ofnsins er of lágt eins og ítrekað hefur nú gerst, „enda ekki gert ráð fyrir því í upphafi, hvorki í mati á umhverfisáhrifum né við starfsleyfisvinnslu, að þessi efni væru að myndast í mælanlegum styrk“. Í umsögn Umhverfisstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna kísil- versins árið 2012 kom hins vegar fram að stofnunin teldi að í frum- matsskýrslunni „ætti einnig að vera umfjöllun um viðbragðsáætlanir vegna mengunarslysa eða óhappa, bæði á framkvæmdar- og rekstrar- tíma verksmiðjunnar“. Skipulagsstofnun gaf út álit í maí 2013 um mat á umhverfisáhrifum verksmiðju United Silicon sem er lokahnykkur umhverfisferlisins og undanfari þess að framkvæmdarað- ili geti sótt um tilskilin leyfi. Í byrj- un júlí árið 2014 veitti Umhverfis- stofnun Stakksbraut 9 ehf. starfsleyfi fyrir starfseminni en það var fært yfir á Sameinað Sílikon hf. í september 2015. COWI kannaðist ekki við loftdreifingarspá Í febrúar 2015, nær tveimur árum eftir að álit Skipulagsstofnunar lá fyrir, barst stofnuninni erindi frá verkfræðistofunni COWI þar sem fram kom að athygli hennar hefði verið vakin á því að í matsskýrslu United Silicon væri loftdreifing- arspá auðkennd með nafni og merki stofunnar. Í skjalavistunarkerfi fyr- irtækisins fyndist hins vegar ekkert sem benti til þess að spáin væri unn- in af COWI. Í ljósi þessa óskaði COWI eftir því að minnisblað yrði fjarlægt af vef Skipulagsstofnunar eða nafn og merki fyrirtækisins fjar- lægt úr skjalinu. Stofnunin lét í kjölfarið gera sér- fræðiálit sem byggðist á loftdreif- ingarskýrslum sem lágu til grund- vallar umhverfismatinu ásamt frekari upplýsingum frá United Sili- con. Á grundvelli álitsins taldi hún sýnt fram á að matið byggðist á áreiðanlegum líkönum og að þeim hefði verið beitt á á réttan hátt, óháð því hver hefði gert spána. Í ljósi þessa féllst stofnunin því á að taka matsskýrslu United Silicon út af vef sínum og setja þess í stað skýrsluna með sömu upplýsingum, án nafns eða merkis COWI, að sögn Ásdísar Hlakkar. Fram hefur komið í fréttum að Magnús Ólafur Garðarsson, einn stofnenda United Silicon, var starfs- maður verkfræðistofunnar COWI til ársins 2009. Í viðtali við DV á síðasta ári full- yrti Magnús að COWI hefði gert loftdreifispána og því undraðist hann bréf stofunnar til íslenskra skipulagsyfirvalda. Forsvarsmenn COWI vildu ekki tjá sig um málið þegar mbl.is leitaði eftir því og vísuðu á stjórnendur United Silicon og skipulagsyfirvöld á Íslandi. Morgunblaðið/RAX Kísilver Verksmiðja United Silicon hefur átt í miklum vanda í framleiðslunni og íbúar í nágrenninu kvartað sáran undan mengun og lykt. Krafa er uppi um að loka starfseminni. Hús of há og höfundur spár á huldu  Vandræðagangur United Silicon hófst löngu áður en verksmiðjan var gangsett  Verksmiðjuhúsin voru of há, deilt var um höfund loftdreifispár og ekki gert ráð fyrir mengunaróhöppum í umhverfismati Þegar verksmiðjuhús United Silicon hófu að rísa í Helguvík fóru að renna tvær grímur á íbúa Reykjanes- bæjar. Áttu þau virkilega að vera svona stór? Svona áberandi? „Verksmiðjan mun varla verða sjáanleg frá Keflavík,“ segir m.a. í matsskýrslunni. Í henni voru svo birtar afstöðumyndir frá nokkrum sjónarhornum en þær eru ekki í takt við þann raunveruleika sem blasti við er byggingarnar höfðu risið. Þegar farið var að grafast fyrir um málið kom í ljós að hluti verksmiðjuhúsanna er 13 metrum hærri en matsskýrsla frá árinu 2013 og deiliskipulag svæðisins gerði upprunalega ráð fyrir. Ljósmynd/Stakksbraut 9 ehf. Fyrir Mynd úr matsskýrslu sem unnin var vegna kísilvers United Silicon, tekin frá Garðskagavegi og Hringbraut. Ljósmynd/Hilmar Bragi-Víkurfréttir Eftir Svona er sjónarhornið í dag, af sama stað á Garðskagavegi og á efri myndinni sem birtist í matsskýrslunni. Átti „varla að vera sjáanleg“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.