Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Sveinn Bjarnason er fæddur áÁlftanesi og hefur búið þaralla ævi. „Ég gekk í skóla áBjarnastöðum og lauk skyldunni,“ segir Denni. Að sögn hans ólst hann upp á jörðinni Grund og flutt síðar með foreldrum sínum á jörðina Jörfa. Hann sá um að passa hús ömmu sinnar. Þar á eftir bjó hann í húsi frænda síns þar til hann flutti í eigin íbúð í fjölbýlishúsi á Álftanesi. Foreldrar Denna búa enn á Jörfa og heita María Birna Sveins- dóttir og Bjarni Valgeir Guðmunds- son. Denni á tvær systur Salbjörgu og Önnu Maríu. Hinn 16. júlí varð Denni 60 ára. Af því tilefni tóku íbúar Álftaness sig saman og boðuðu til Dennadags hinn 17. ágúst. Framtakið sýnir hug bæj- arbúa Denna. Pylsuvagn mætti á svæðið og Denni var leystur út með gjöfum. Denni segir daginn hafa ver- ið mjög góðan. „Ég veit þá að ég er að gera eitthvað rétt. Það er það. Ef við töl- um um gangbrautarvörslu þá erum við keðja eins og á hjóli og ég er kannski lásinn. Fólkið sem kom á Dennadaginn er þá keðjan. Það er fólkið sem lætur þetta allt ganga upp og ég er bara einn hlekkurinn,“ segir stoltur Denni. Byrjaði með dráttarvél Viðtal Morgunblaðsins er ekki fyrsta fjölmiðlaviðtal Denna. „Ég var annars staðar fyrst með gangbrautarvörslu á horninu á Suðurnesvegi og Breiðumýri. þegar ég byrjaði þar þá var ég með drátt- arvél. Svo var byggður fyrir mig lítill skúr og þá kom fólk frá Kastljósi og tók viðtal við mig. Það var sýnt í Ríkissjónvarpinu, segir Denni. Hann flutti gangbrautarvörsl- una nær skólunum árið 2008. „Litli skúrinn var fluttur með en hann fauk og ég fékk þennan sem ég er í núna, Dennakot.“ Áður en Denni hóf störf hjá sveitarfélaginu var hann í bústörfum hjá afa sínum. Vann hjá símanum og Skeljungi í Skerjafirði. Það er nóg að gera hjá Denna. „Ég sinni því sem ég kalla gangbrautarvörslu frá 07.30 til 08.30. Kem svo aftur klukkan 12.00 til 14.00 Þess á milli fer ég með póst frá bæjarskrifstofunum í Garðabæ í skólanna og leikskólanna þrisvar í viku,“ segir Denni. Hann tínir líka rusl á Álftanesi og fer stundum alveg út á Álftanesveg eins og hann orðar það sjálfur. Á veturna hefur Denni það verkefni að salta göturnar í kringum Dennakot og moka snjó. „Ég fer svo í sumarfrí þegar skólinn er í fríi frá miðjum júní og þangað til skólarnir byrja í ágúst.“ Áður fyrr sá Denni um ára- mótabrennu undir nafninu Denna- brenna. „Ég bjó hana til og þróaði. Ungmennafélagið var með áramóta- brennu en það kom mikill vindur og brennan fauk til sjávar. Það var þá sem mér datt í hug að búa til Denna- brennu fyrir litlu frænkur mínar.“ Denni segist hafa hætt þegar brenn- an var orðin rosalega stór og fólk var farið að setja alls konar rusl í hana. Denni á öll en Sveinn ekkert Börnin á Álftanesi eru Denna hugleikin. „Já, mér þykir rosalega vænt um öll börn á Álftanesi og á þau öll en Sveinn á engin börn,“ segir Sveinn Bjarnason, kallaður Denni. „Krökkunum þykir vænt um mig frá leikskóla og alveg þangað til þau fara héðan í framhaldsskóla. Þau tala við mig og segja mér hvað þau ætla að gera í framtíðinni. Mér finnst sérstaklega vænt um þau stóru sem segja mér frá því sem þau eru að hugsa. Það er ýmislegt. Þau geta komið til mín og talað um allt,“ segir Denni og bætir við alvarlegur að það ríki þagnaskylda um það sem rætt er í Dennakoti. Dennakot er líka at- hvarf. „Ef þú hleypur og kemst inn í Dennakot þá ertu stikkfrí. Það má ekki ná þér eða stríða í Dennakoti. Sum lítil börn halda að ég eigi heima hérna,“ segir Denni brosandi. Það er ekki bara við gagnbraut- arvörsluna sem Denni sýnir börnum Álftanes væntumþykju sína. Hann gefur gjafir á leikskólana. Bæði útidót og innidót. „Auðvitað vilja börnin fá nýtt dót og ég gef það sem mér finnst þurfa. Þegar ég var 60 ára þá gaf ég vissa upphæð á sitt- hvorn leikskólann og sá peningur var notaður upp í kaup á hoppukastala.“ Denni segir að börnin séu núm- er eitt, tvö og þrjú. „Þau gefa mér rosalega mikið. Þau eru vinir mínir og kalla á mig báðum megin frá. Dennadagur sem bæjarhátíð Denni segir Álftanesi hafa breyst. Það hafi stækkað of hratt og hann vonast til þess að enn meiri stækkun verði tekin skynsamlega. „Það er allt of mikill hraði í þjóð- félaginu. Börnin hafa breyst með tölvudótinu og símanum. Sum líta varla upp þegar þau fara yfir gang- braut. Þau eru annaðhvort í leik eða í símanum,“ segir Denni áhyggju- fullur. Hann segist þekkja öll börnin en ekki alla foreldrana. „En þeir þekkja mig. Það sést með því sem gert var á Dennadeginum. Ég myndi vilja Dennadag aftur, ekki fyrir mig heldur sem bæjarhátíð. Það er gott fyrir bæjarbúa að hittast og það er nauðsynlegt fyrir þá sem eru nýflutt- ir að kynnast nágrönnunum.“ Denni segir að kyrrðin miðað við höfuðborgina sé það besta við að búa á Álftanesi. „Það sem mér finnst skemmti- legast að gera er að sinna gangbraut- arvörslunni. Sjá börnin eins og blóm þegar vorar og þau koma hjólandi og hvað þau taka mér vel,“ segir Denni og bætir við að erfiðast við starfið sitt sé blessaður snjórinn. Fólk geri sér ekki grein fyrir því hversu erfitt sé að halda þessu öllu gangandi. „En eins og ég segi ef það þarf að gera hlutina þá þarf að gera þá hvort sem þeir eru skemmtilegir eða leiðinlegir.“ Skúffuskáldið Denni Denni hefur tekið eftir breyt- ingu á hugarfari fólks. Hann segir ökumenn keyra hægar í kringum skólanna. Denna er annt um um- hverfi sitt. Einu sinni sá hann anda- hjón í skurði þar sem mikið rusl var. „Ég tók ruslið og þegar andarhjónin fóru aftur ofan í hann gátu þau loks- ins þvegið sér. Ég sagði krökkunum frá þessu og að þau eigi að hugsa vel um náttúruna. Flestir krakkarnir taka því vel en ekki töffararnir,“ seg- ir Denni. Heilræði Denna til fólks eru þau að lifa lífinu, slaka á og gera eitthvað skemmtilegt. „Ef ég á að ljóstra einhverju upp þá er ég alltaf að skrifa eitthvað. Stundum sögur bara fyrir mig í skúffuna,“ segir Denni nokkuð ánægður með sig. Eftir smá stund samþykkir hann að sagan um Davíð megi birtast í Morgunblaðinu. Í lok viðtalsins óskar Denni eftir því að fá að nota tækifærið og þakka fyrir Dennadaginn. „Það gladdi mig mikið og það var svo gaman að sjá öll þessi gömlu andlit og ég vona að bæj- arhátíðin „Dennadagur“ verði haldin áfram, segir barna- og náttúruvinur- inn Denni á Álftanesi. „Ég er eins og lásinn á keðjunni“ Öryggi Denni ber mikla umhyggju fyrir skólabörnum á Álftanesi og sér til þess að þau fari örugg yfir gagnbrautir. Gjafmildi Denni situr á spjalli við vinkonu í hoppukastala á leikskóla. Denna fannst upplagt að gefa fjármuni upp í kaupin í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Í fjölbreyttri mannlífs- flóru er að finna dem- anta eins og Denna á Álftanesi. Denni sem heitir fullu nafni Sveinn Bjarnason setur góðan svip á bæjarfélagið. Öll börn og flestir fullorðnir á Álftanesi þekkja Denna. Morgunblaðið/Hanna Æskuheimilið Álftnesingurinn Sveinn Björnsson, sem allir þekkja sem Denna, við húsið Grund þar sem hann ólst upp. Denni hefur alltaf búið á Álftanesi. Hann er vinsæll og þekkir öll börn sem þar búa og flesta foreldrana líka. Davíð gekk upp tröppurnar og bankaði á dyr í stóru húsi með gráum glugga. Davíð beið lengi. Grár og gamall maður opnaði og horfði undrandi á Davíð sem var alblóðugur og með nokkur djúp sár á líkamanum. Saman tókst þeim að stöðva blæðingarnar. Gamli maðurinn hjálpaði Davíð að þrífa sig. Að því loknu fékk hann sér hressingu og bauð Davíð með sér. Bíllinn hans Dav- íðs hafði lent utan vegar og var ónýtur. Eftir nokkra daga var Davíð orðinn sæmilegur og lagði af stað til borgarinnar. Það voru 13 km þangað. Davíð kvaddi gamla manninn og gekk hægt niður tröppurnar. Þegar hús gamla mannsins var komið úr augsýn hugsaði Davíð hvað hann hefði verið heppinn í óheppninni. Davíð hvíldi sig smástund. Þegar hann kom til höfuðborg- arinnar settist hann niður á gatnamótum. Hann fann að það var farið að blæða úr sárunum á ný og fötin hans öll blóðug. Dav- íð var máttfarinn og hneig nið- ur. Hann rankaði við sér á sjúkrahúsi umkringdur hjúkr- unarfólki. Davíð var á sjúkra- húsinu vegna vinnuslyss en ekki bílslyss. Davíð hafði fengið mar- tröð. Þetta var þá bara draumur en ekki veruleiki. Sagan um Davíð SKÚFFUSKÁLDIÐ DENNI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.