Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ný lög um kjararáð voru samþykkt í desember í fyrra og áttu að taka gildi 1. júlí sl. Vegna breytinga taka þau að fullu gildi 1. janúar nk. Með þeim fækkar þeim sem heyra undir ráðið. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði með lögunum skulu þeir sem heyra undir ráðið halda kjaraákvörðunum sínum þar til ný ákvörðun hefur ver- ið tekin um laun og starfskjör þeirra. Þá skuli laun og starfskjör bisk- ups, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar heyra undir kjararáð „þar til samkomulag hefur náðst við þjóðkirkjuna um nýtt launafyrirkomulag“. Samkvæmt fyrstu grein laganna er það verkefni kjararáðs „að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, dómara, saksóknara, ráð- herra, ráðuneytisstjóra og þeirra skrifstofustjóra sem heyra undir ráðherra sem fer með starfsmanna- mál ríkisins og fara með fyrirsvar fyrir hönd ráðherra við gerð kjara- samninga, seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra og ríkis- sáttasemjara.“ Myndi fækka niður í 150 Fram kom í kynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins með frum- varpinu síðastliðið haust að alls hefðu 580 fengið greidd laun sam- kvæmt ákvörðun kjararáðs árið 2014. Þar af hafi um 550 fengið greidd laun úr launakerfi Fjársýslu ríkisins en hinir 30 verið fram- kvæmdastjórar félaga þar sem ríkið á meiri hluta. Í kynningunni sagði að samkvæmt 1. gr. frumvarpsins um kjararáð, sem síðar varð að lögum, yrði þessi fjöldi um 150 manns. Heimildir Morgunblaðsins herma að fleiri en 150 heyri undir ráðið með nýju lögunum. Jónas Þór Guð- mundsson, formaður kjararáðs, var á ferðalagi og vísaði á skrifstofu kjararáðs. Ekki náðist í starfsmann á skrifstofu kjararáðs til að fá upp- lýsingar um þennan fjölda. Jafnframt var leitað til kjara- og mannauðssýslu ríkisins og spurt um fjölda þeirra sem heyra undir ráðið. Svar hafði ekki borist í gær. Á vef stjórnarráðsins kemur fram að úrskurðir kjararáðs jafngilda kjarasamningum og að starfskjör rúmlega 400 einstaklinga heyri undir ráðið. Skv. launatöflu á sama vef voru heildarlaun hjá kjararáði að meðaltali 1.144 þúsund í lok mars. Stöðugildin voru sögð 222,7. Miðað við forsætisráðherra Ráðherrar og alþingismenn heyra sem áður segir undir kjararáð. Má í þessu efni rifja upp að í sam- starfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Sam- fylkingar og VG árið 2009 sagði að „sú stefna [skyldi] mörkuð að engin ríkislaun verði hærri en laun for- sætisráðherra“. Hinn 11. ágúst 2009 voru breytingar á lögum um kjara- ráð samþykktar á Alþingi (lög nr. 87/ 2009). Þar sagði í 2. grein: „Við 1. mgr. 8. gr. laganna bætist nýr máls- liður er verður 2. málsl., svohljóð- andi: Við ákvörðun sína skal kjara- ráð gæta þess að föst laun fyrir dagvinnu, annarra en forseta Ís- lands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra skv. 3. gr.“ Bankastjóri í mál við banka Að sögn skrifstofu Alþingis féll þessi liður niður með nýjum lögum. Lagasetningin um hámark launa var umdeild. T.d. fór Már Guð- mundsson, seðlabankastjóri, í mál við bankann. Skv. dómi Hæstaréttar reisti Már kröfu sína „á því að kjara- ráð hafi ekki haft heimild til að skerða laun og starfskjör stefnanda eftir skipun hans í embætti, enda yrðu lög nr. 87/2009 ekki túlkuð svo að þeim verði beitt afturvirkt um það réttarsamband sem stofnast hefði með skipuninni áður en fyrrgreind lög tóku gildi“. Laun Más urðu 1.267 þús. skv. ákvörðun kjararáðs frá og með 1. mars 2010. Úrskurðir um hverjir heyra undir kjararáð Heimild: Kjararad.is ■ Sendiherrar. ■ Forsetaritari. ■ Skrifstofustjóri Hæstaréttar. ■ Skrifstofustjóri Alþingis. ■ Yfirskatta- nefndarmenn sem hafa það starf að aðalstarfi. ■ Skrifstofustjórar á Hagstofu Íslands. ■ Saksóknarar. ■ Forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands. ■ Forstjóri Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. ■ Skrifstofustjóri á skrif- stofu forseta Íslands. ■ Forstöðumenn fangelsa. ■ Sendifulltrúar í utan- ríkisþjónustunni. ■ Skrifstofu- stjórar í Stjórnar- ráðinu. ■ Fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. ■ Aðstoðarríkis- lögreglustjórar. ■ Aðstoðarlög- reglustjórar á höfuð- borgarsvæðinu. ■ Prestar þjóðkirkjunnar, prófastar og vígslu- biskupar. ■ Forstöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum. ■ Forstjóri Veiði- málastofnunar. ■ Yfirdýra- læknir. ■ Listdansstjóri Íslenska dans- flokksins. ■ Prófessorar. ■ Lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins. Þjóðkjörnir fulltrúar heyra undir kjararáð  Ný lög áttu að fækka þeim sem eru undir ráðinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félag forstöðumanna ríkisstofnana (FFR) hefur um langt skeið gagn- rýnt að laun félagsmanna skyldu ekki bætt sem skyldi eftir að þau voru fryst á árinu 2009 í kjölfar efna- hagshrunsins. Þessum sjónarmiðum var komið á framfæri í minnisblaði til kjararáðs í desember 2010 og í kvörtun til umboðsmanns Alþingis árið 2011. Þá skaut félagsmaður í FFR máli sínu til dómstóla. Lauk því með því að Hæstiréttur féllst ekki á kröfu umrædds aðila. Hefðu lækkað um 15% Fram kom í minnisblaði FFR til kjararáðs að útreikningar ráðsins hefðu staðfest að frá vori 2008 til hausts 2010 hefðu laun félagsmanna FFR, sem hlutfall af almennum launum á Íslandi, lækkað um að jafnaði um rúm 15%. Af því leiddi að frá janúar 2008 til október 2010 hefði kaupmáttur FFR-launa lækk- að um 25% en kaupmáttur almennra launa lækkað um rúm 10%. Vinnu- álag væri meira en áður vegna aðhaldsaðgerða. Vísað var til þess að með lögum númer 148/2008 hefðu laun félags- manna í FFR lækkað í mars 2009 um 9,2% að meðaltali. Með lögum 127/2009 hefði laununum svo verið haldið óbreyttum frá janúar til 30. nóvember 2010 og kjararáði gert óheimilt að endurskoða hækkunina. Jafnframt hefði með lögum númer 87/2009 verið sett viðmið um laun ríkisstarfsmanna við laun forsætis- ráðherra (sjá grein hér að neðan). Laun þingmanna lækkuð Til upprifjunar voru laun alþingis- manna og ráðherra lækkuð um 5- 15% hinn 1. janúar 2009. Félag for- stöðumanna ríkisstofnana fór þess á leit við kjararáð að laun félags- manna yrðu leiðrétt. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um þá kröfu í áliti (6540/2011). Þar sagði meðal annars orðrétt: „Hinn 28. júní 2011 felldi kjararáð úrskurð þar sem niður- staða meiri hluta ráðsins var sú að launalækkun sú er hafði komið til framkvæmda á árinu 2009, og varð- aði m.a. félagsmenn FFR, skyldi að svo stöddu ekki ganga til baka en að laun skyldu hækka til samræmis við nýgerða kjarasamninga á þeim tíma,“ sagði í áliti umboðsmanns. Lýsti hann því jafnframt að hann fengi ekki séð að það hafi leitt beint af lögum um kjararáð að „þeir sem sættu launalækkun á árinu 2009 ættu kröfu um að laun þeirra yrðu færð í fyrra horf þegar þau tíma- mörk sem leiddu af ákvæðum til bráðabirgða sem sett voru 2008 og 2009 féllu niður“. Fór í mál gegn íslenska ríkinu Hinn 24. nóvember síðastliðinn var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli eins félagsmanns í FFR gegn íslenska ríkinu. Þar sagði m.a.: „Ágreiningur aðila lýtur einkum að því hvort kjararáði hafi við ákvarð- anir sínar í júní og desember 2011 borið skylda til að miða afturköllun á launalækkun áfrýjanda við 1. des- ember 2010, þegar ákvæði II til bráðabirgða í lögum nr. 47/2006, sbr. lög nr. 148/2008 og nr. 127/2009, rann sitt skeið á enda, en ekki 1. október 2011 eins og miðað var við í ákvörðun kjararáðs í desember 2011. Af málatilbúnaði áfrýjanda verður ráðið að hann reisir kröfu sína annars vegar á því að við lok gildistíma bráðabirgðaákvæðisins 30. nóvember 2010 hafi kjör hans sjálfkrafa átt að fara aftur í fyrra horf og hins vegar á því að umrædd- ar ákvarðanir kjararáðs hafi byggst á ólögmætum forsendum.“ Bæri ekki að fella niður lækkun Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur. Sagði í dómi Héraðsdóms að stefnandi hefði ekki sýnt fram á að kjararáði hefði borið að „fella úr gildi í heild þá launalækkun er stefnandi hafði sætt frá 1. des. 2010 þegar kjararáði bar að meta hvort tilefni væri til breyt- inga á starfskjörum stefnanda“. Munu ekki heyra undir ráðið Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu félagsmenn í FFR ekki lengur heyra undir kjararáð þegar ný lög um ráðið taka gildi 1. janúar. Því sé unnið að því í efna- hags- og fjármálaráðuneytinu að út- búa nýtt verklag við upphaf starfs forstöðumanns, launasetningu, starfsþróun og starfslok. Einnig sé unnið að því að þróa verklag sem ætlað sé að auka möguleika á því að forstöðumenn færist milli embætta óháð ráðuneytum. Þessi vinna mun vera unnin í góðu samstarfi við FFR. Með þessu breytist það úr áhugamannafélagi í stéttarfélag. Hafa ekki verkfallsrétt Minnt skal á að þeir sem heyra undir kjararáð hafa hvorki samn- ings- né verkfallsrétt. Það skal að lokum tekið fram að í lögum um kjararáð með síðari breytingum seg- ir að við úrlausn mála skuli kjararáð „gæta innbyrðis samræmis í starfs- kjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar“. Frysting launa eftir hrunið yrði leiðrétt  Forstöðumenn hjá ríkinu vildu leiðréttingu hjá kjararáði Morgunblaðið/Ómar Alþingishúsið Eftir efnahagshrunið voru laun alþingismanna og ráðherra lækkuð. Tekist hefur verið á um launalækkanir fyrir dómstólum. www.mixed.is Hverfisgata 125, 105 Reykjavík mixed@mixed.is, S. 588 1810 Ert þú tilbúinn að prófa eitthvað nýtt? opið: 11.30 – 22.00 alla daga Við opnum í dag 1. september glæsilegan veitingastað VIÐ LEGGJUM ÁHERSLU Á HOLLAN OG GÓMSÆTAN MAT • • • • • • Okkur vantar fleir a starfsfólk Áhugasamir sendið okk ur ferilskrá eða upplýsingar og mynd á mixed@mixed.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.