Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
fjölda fólks þar,“ sagði Sigurður
Heiðar, en þyrlusveit Landhelgis-
gæslunnar hefur nú þegar á þessu ári
sinnt útköllum í öllum landsfjórð-
ungum sem og á miðunum í kringum
landið.
Mikilvæg æfing framundan
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
tók síðastliðinn þriðjudag þátt í æf-
ingu úti fyrir Grindavík ásamt varð-
skipinu Þór. Fengu Moggamenn að
fylgjast með æfingunni úr gæsluþyrl-
unni TF-GNA, en Sigurður Heiðar
var flugstjóri ferðarinnar og við hlið
hans í flugstjórnarklefanum var
Tryggvi Steinn Helgason flugmaður.
Í hverri áhöfn eru, auk tveggja flug-
manna, spilmaður og sigmaður
ásamt lækni frá Landspítalanum. Í
umræddri ferð var hins vegar lækni
skipt út fyrir kafara Landhelgisgæsl-
unnar og heitir sá Aron Karl Ás-
geirsson. Á spilinu var Daníel Hjalta-
son og sigmaður ferðarinnar heitir
Gísli Valur Arnarson.
Tryggvi Steinn tók á móti blaða-
manni og ljósmyndara við aðstöðu
Landhelgisgæslunnar á Reykjavík-
urflugvelli og var haldið rakleiðis inn
í aðgerðarými þar sem menn voru að
leggja lokahönd á allan undirbúning.
Við tók stutt kynning á markmiðum
æfingarinnar, að hífa menn upp úr
sjó, og fengu flugmenn því næst nýj-
ustu veður- og vindaspá í hendurnar.
Að þessu loknu var lagt af stað.
Flogið þétt upp við skipið
„Æfing sem þessi er okkur nauð-
synleg. Við verðum að vera með
þessa hluti á hreinu til að geta verið
til taks í raunverulegum aðstæðum,“
sagði Sigurður Heiðar, en að loknu
flugtaki var stefnan fljótlega tekin í
átt að Grindavík þar sem Þór beið
skammt frá landi.
„Visual,“ sagði Tryggvi Steinn
þegar enn var flogið yfir föstu landi á
Reykjanesi, en hann hafði þá rekið
augun í Þór sem var í þónokkurra Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spilmaður gefur „go“ til starfs-
manna á jörðu niðri fyrir flugtak.
60PLÚS
Skráning og nánari upplýsingar á spa@hiltonreykjavikspa.is og í síma 444 5090.
Þjálfarar: Patrick Chiarolanzio, Agnes Þóra Árnadóttir og Guðbjartur Ólafsson
Styrkur, þol, jafnvægi og samhæfing
4viknanámskeið fyrir 60 ára ogeldri hefstmánudaginn 4. september.
Skemmtilegir tímar sniðnir fyrir fullorðið fólk. Áhersla á persónulega aðstoð,
styrk, þol, jafnvægi og samhæfingu til þess að auka lífsgæði.
Verð: 29.900 kr.
Innifalið:Aðgangur að Spa, handklæði við komu, herðanudd í heitum pottum.
Tímar kl. 13.00 alla dagana
Mánudaga,miðvikudaga og föstudaga: Hóptími
Þriðjudaga og fimmtudaga: Prógrammhjá þjálfara í sal - frjálsmæting
Miðvikudaginn 13.september verður fyrirlestur umnæringu fyrir fólk 60 ára og eldri.