Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 32

Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 SVIÐSLJÓS Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Til eru menn sem valda miklum deil- um og fjaðrafoki í lifanda lífi. Þeir eru hins vegar færri sem halda áfram að hrista upp í samfélaginu þegar þeir eru gengnir á vit feðra sinna. Mar- teinn Lúther fyllir ábyggilega síðar- nefnda hópinn því þótt hann hafi sett Evrópu á annan endann á öðrum og þriðja áratug sextándu aldar þá held- ur hann áfram að hreyfa við fólki víða um heim og síst hafa þau sýnilegu áhrif minnkað nú þegar þess er minnst að slétt 500 ár eru liðin frá því að hann skundaði upp að dyrum Hall- arkirkjunnar í Wittenberg 31. októ- ber 1517. Þar negldi hann upp skjal sem hafði að geyma harkalega, en réttmæta gagnrýni á Rómarkirkj- una. Var hún sett fram í 95 greinum og er almennt talið að þessi gjörn- ingur ágústínamunksins hafi hrundið af stað þeirri miklu trúarbyltingu sem almennt er nefnd siðbótin. Lúther og leikfangasmiðurinn Það vekur ekki síst athygli með hvaða hætti Lúther heldur áfram að hafa áhrif. Mörg augljós dæmi mætti nefna þar um. Þessi víðfeðmu áhrif hafa orðið til þess að margir minnast fyrrnefndra tímamóta nú og á það við um stjórnvöld, kirkjur, félagasamtök af ýmsum toga og einnig fyrirtæki. Það á m.a. við um þýska fyrirtækið Brandstätter Group. Fáir Íslend- ingar kannast við fyrirtækið þegar á það er minnst en það má líklega full- yrða að sérhver íbúi landsins kannist við vörulínuna sem þetta fyrirtæki setti á markað árið 1974. Hlaut hún nafnið Playmobil og er einhver þekktasta leikfangalína heims. Árið 2015, tveimur árum fyrir sið- bótarafmælið mikla, leitaði lútherska kirkjan í Bavaríu, í samstarfi við ferðamálaráð Þýskalands og Nürn- bergs, til Brandstätter og óskaði eftir því við fyrirtækið að það tæki til framleiðslu plastfígúru sem aug- ljóslega mætti tengja minningu Mar- teins Lúthers. Var markið sett við 34 þúsund eintök enda óvíst hverjar við- tökur yrðu. Hún er í hinni klassísku stærð, um 7,5 sentímetrar á hæð, og holningin og andlitið ekki frábrugðið flestum öðrum úr ranni fyrirtækisins. Það er hins vegar hatturinn, skikkj- an, vígalegar manshetturnar, fjað- urpenninn og Biblían sem undir- strika svo ekki verður um villst að þarna fer siðbótarmaðurinn sjálfur. Gengur fígúran almennt undir heit- inu „Litli-Lúther“. Hreint ótrúlegar viðtökur Það kom öllum að óvörum, ekki síst forsvarsmönnum Playmobil, að þrem- ur sólarhringum eftir að Marteinn var settur í sölu var hvert einasta eintak selt. Aldrei fyrr í sögu Brandstätter Group hafði nokkur fígúra úr fram- leiðslulínunni selst jafn hratt. Að vísu hafði fyrirtækið einhverjum árum fyrr sent frá sér fígúru í minningu Al- brechts Dürer (1471-1528), sem selst hafði í fleiri eintökum, 80.000. Eintök- in höfðu þó mallað út úr verslunum yf- ir þriggja ára tímabil en ekki á þrem- ur sólarhringum eins og átti við í tilviki Lúthers. Forstjóri fyrirtækisins brást hins vegar skjótt við þegar vinsældir Litla-Lúthers urðu ljósar og skipaði starfsmönnum sínum í leikfanga- verksmiðjunni á Möltu að setja fram- leiðsluna á Lúther í gang að nýju. Nú, tveimur árum síðar, þegar stytt- ist í að afmælishátíðin nái hámarki 31. október næstkomandi, hefur fyr- irtækið rennt út úr verksmiðjum sín- um einni milljón eintaka af karlinum og því er fyrir löngu orðið ljóst að Lúther er langvinsælasti „karlinn“ sem fyrirtækið hefur nokkru sinni komið á markað. Hefur talsmaður Brandstätter sagt að viðtökurnar séu bæði „mikil ráðgáta og afar óvænt- ar“. Segja gárungarnir að Lúther hafi verið bænarsvar fyrirtækisins á markaði. Hefur „Litli Lúther“ verið í sölu í Kirkjuhúsinu á Laugavegi og segir Edda Möller, framkvæmdastjóri þess, að viðtökurnar hér heima hafi farið fram úr björtustu vonum. Eru nokkur hundruð eintök seld nú þeg- ar. Sögufræðsla skiptir sköpum Þegar vikuritið Newsweek fjallaði um hinar miklu vinsældir Litla- Lúthers leitaði það meðal annars við- bragða hjá Astid Mühlmann, sem fer fyrir stofnun á vegum þýska ríkisins sem heldur utan um hátíðarhöldin í tilefni siðbótarafmælisins. Sagði hún að uppfræðsla kynni að liggja að baki hinum miklu vinsældum. „Það er töluverður áhugi á að kynna sér sögu okkar. Foreldrar vilja tryggja að börnin þeirra viti hver hann var þar sem hann hafði svo mikil áhrif á það hvernig samfélag í Evrópu þróaðist.“ Þá sagðist hún ánægð með viðtök- urnar þar sem þær „sýndu að fólk væri áhugasamt um söguna. Í aðra röndina var Marteinn Lúther algjör- lega venjulegur maður sem lifði á 16. öldinni og trúði bæði á djöfla og norn- ir og var hræddur við þau. Hann deildi trú með meirihluta fólks þess tíma. Á hinn bóginn hafði hann mjög nútímalegar skoðanir. Hann trúði því að hver einstaklingur ætti rétt á menntun, einnig konur og stúlkur. Í því ljósi var hann mikill 21. aldar maður“, sagði Astid. Einnig umdeildur í plasti En líkt og fyrri daginn tekst Lúth- er að valda usla. Þannig hafa tölu- verðar deilur risið vegna framleiðslu Litla-Lúthers. Eru þær komnar til vegna þeirrar áletrunar sem finna má á bókinni sem hann heldur á. Þar stendur á vinstri síðu upp á þýska tungu: „Bækur Gamla testament- isins“, og neðan við þá áletrun stend- ur skrifað, stórum stöfum: „END- IR“. Á hægri síðunni stendur svo: „Nýja testamentið. Þýtt af dr. Mar- teini Lúther.“ Í júní í fyrra kvaddi sér hljóðs maður að nafni Micha Brumlik. Hann er virtur fyrrverandi prófessor í menntavísindum við Háskólann í Frankfurt og þungavigtarmaður í gyðingasamfélagi Þýskalands. Full- yrti hann í grein sem hann ritaði í dagblaðið Tageszeitung að áletrunin væri andgyðingleg. Spurði hann af hverju orðið „Endir“ væri ritað með svo áberandi hætti neðan við textann sem vísaði til Gamla testamentisins? „Guðfræðilega getur engin önnur ástæða verið fyrir því en sú að líta ætti á Gamla testamentið og gildi þess svo að það hefði tekið enda og verið skipt út.“ Sakaðir um gyðingahatur Ítrekaði Brumlik í greininni að Lúther hefði alið á gyðingahatri með skrifum sínum og raunar fullyrti hann einnig að munkurinn væri í raun einn af þeim sem grundvallað hefðu andgyðingleg viðhorf í sam- tíma okkar. Um það er ekki deilt að Lúther lagðist þungt orð til gyðinga í mörgum skrifum sínum og hafa þau orðið ásteytingarsteinn í samskiptum trúarbragðanna tvennra. Grein Brumlik vakti strax hörð viðbrögð en þó var ljóst að allir sem málinu tengdust sýndu því skilning að áletrunin gæti valdið misskilningi eins og það var kallað. Var því fljót- lega tilkynnt að framleiðslunni yrði breytt og frá því í mars síðastliðnum er engan „endi“ að finna á vinstri síðu bókarinnar sem Litli-Lúther heldur á. Hefur það orðið til að stilla til frið- ar um framleiðsluna. Morgunblaðið/RAX Vinsæll Lúther kemur úr verksmiðju Playmobil með fjaðurstaf í hendi og Biblíuþýðingu sína opna á mörkum Nýja og Gamla testamentisins. Heildarþýðing Lúthers á Biblíunni kom út árið 1534. Milljón eintök seld af Lúther  „Karlinn“ framleiddur í tilefni þess að 500 ár eru liðin frá siðbótinni  Playmobil hefur aldrei lent í öðru eins  Útfærslan olli usla og nauðsynlegt reyndist að breyta henni  Ekkert lát er á sölunni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.