Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 34

Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Túrbínur í flestar gerðir bíla Ódýrari kostur í varahlutum! Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Vöruhús veitingamannsins allt á einum stað Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | Sími 595 6200 | bakoisberg.is Opið virka daga kl. 8.30-16.30 Múlinn og Hvanndalabjarg Sjö farþegar komast með hverju sinni. Og margt er hægt að skoða, bæði undir Múlanum, s.s. Hálfdán- arhurðina, sem þjóðsagan segir að sé fyrir helli miklum þar sem tröll búa, og Mígindisfossinn, en hann er meira en 100 metra hár, og er talinn vera einn hæsti foss í Eyjafjarðarsýslu, sem og undir Hvanndalabjargi, hæsta standbergi á Íslandi, en það er um 630 metra hátt, og auðvitað fjöl- margt á leiðinni þangað og til baka aftur. Ekkert annað fyrirtæki hér á landi er með viðlíka sæþotuþjónustu, vilja þau meina. „Einnig bjóðum við fólki upp á sérsniðnar ferðir, ef því er að skipta, ef það er með eitthvað ákveðið í huga, ljósmyndun t.d., eða ef fólk vill fara að veiða þar sem enginn er, eða snorkla í einhverri víkinni eða þá kafa eða fara enn lengra, t.d. út í Héðinsfjörð. Þetta býður því upp á ýmislegt. Svo erum við með eina tuðru líka til að hengja aftan í þot- urnar og draga fólk, og á hana kom- ast 3-4 í einu,“ segir Guðrún. Ekki þjóta heldur njóta „Sæþotan mín er 3,45 cm á lengd og 110 cm á breidd, er með 1800-vél og á að geta náð 100 kílómetra hraða, en mér finnst þægilegast að sigla á 20-25 mílum. Þetta er eiginlega hálf- gerður bátur, þetta er það stórt. Hinar eru aðeins minni og ekki nema 1047 kúbic og eiga að ná 55 mílna hraða, en fyrir óvant fólk er það allt of hratt. Í sjálfu sér er það heldur ekki stefnan að sigla sem hraðast heldur miklu fremur að gleyma sér í augnablikinu og því sem fyrir augu ber. Mottóið er: „Ekki þjóta heldur njóta“ segja þau hjónin. Draumurinn sé að geta sýnt fólki óspillta náttúr- una og dýralífið á þessum slóðum, ekki síst þar sem ekki sé hægt að komast landleiðina. Sæþotuferðir við Tröllaskagann  Margt hægt að skoða af sjó undir Ólafsfjarðarmúla og Hvanndalabjargi  Draumurinn er að geta sýnt fólki óspillta náttúruna og dýralífið á þessum slóðum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Flotinn Halldór Guðmundsson og sæþoturnar. Hann notar sjálfur þá grænu. Náttúrufegurð Það er víða fagurt um að litast undir norðlensku björgunum. SVIÐSLJÓS Sigurður Ægisson sae@sae.is „Bróðir konunnar átti eiginlega þessa hugmynd. Ég var búinn að vera að pæla lengi í slöngubátum, en vandamálið er að það þarf bæði vél- stjóra og skipstjóra á þá, og þótt þeir séu fyrir 30 manns má aldrei fara út með fleiri en 12, þannig að það varð úr að ég hafði samband við umboðið syðra og keypti fjórar sæ- þotur, Yamaha Waverunner, og allt tilheyrandi, hlífðarfatnað, þráðlaus- an samskiptabúnað og annað,“ segir Halldór Guðmundsson, sem ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Þóris- dóttur, og Sölva Lárussyni rekur fyrirtækið Fairytale at sea í Ólafs- firði. Facebook-síða þess ber sama heiti. „Alla jafna eru í boði tvenns kon- ar ferðir hjá okkur, í eina og hálfa klukkustund og tvær og hálfa. Er þá miðað við frá því fólk er komið á svæðið og þegar það er komið úr gallanum, þannig að styttri túrinn er ekki nema 45 mínútur á þotunni, enda þarf að fara yfir öryggis- reglur og annað áður en lagt er af stað, og hinn þá einn tími og 45 mínútur og nýtist þá í raun betur þegar upp er staðið,“ segir Halldór. Fyrirtækið hefur aðstöðu í Ólafs- fjarðarhöfn. „Okkur vantar alltaf blaðbera,“ segir Ólöf Engilbertsdóttir hjá dreifing- ardeild Árvakurs. Í dag er Morgun- blaðinu dreift í hvert hús á höfuð- borgarsvæðinu og á Akureyri og þegar slíkur kúfur kemur þarf gjarn- an mannskap til þess að bera blaðið út. Það gildir raunar einnig um hina daglegu dreifingu á Mogganum og ýmsum öðrum blöðum sem Árvak- urssveitin sér um að koma til viðtak- enda. Ólöf segir blaðburð vera góða aukavinnu, fyrir til dæmis skólafólk þó svo blaðberarnir séu á öllum aldri. Hinir yngstu eru þrettán ára og sá elsti 79 ára Ágæt laun og hækka „Launin eru ágæt. Reglan er sú að blaðið þurfi að vera komið í lúgu eða kassa fyrir klukkan sjö að morgni og því greiðum við samkvæmt nætur- vinnutaxta. Fólk sem fær hjá okkur eitt hverfi, þar sem blaðburður dags- ins tekur um það bil hálftíma, getur kannski verið að fá 30 þúsund krónur á mánuði. Sú upphæð getur svo hækkað, til dæmis þegar aldreifingin dettur inn, sem er að jafnaði tvisvar í mánuði,“ tiltekur Ólöf og heldur áfram. „Það safnast þegar saman kemur; við heyrum oft sögur af krökkum sem vinna hjá okkur og safna sér fyrir til dæmis gítar, vespu eða síma. Margar fjölskyldur hjálp- ast líka að í þessu og leggja launin fyrir í ferðasjóð og fara svo á flakk þegar efni leyfa.“ Blaðburður fer vel með skóla Nokkur mannaskipti eru alltaf í blaðberasveitinni á haustin, þá sér- staklega nú á mánaðamótum ágúst og september. „Mörgum finnst fínt að bera út með skóla eða vinnu yfir veturinn og stimpla sig því inn um þetta leyti. Sjálf myndi ég halda að blaðburður færi mjög vel með skóla. Fólk er þá búið að fá fína hreyfingu og ferskt loft áður en vinnudagur hefst. Er vel vaknað og til í allt,“ seg- ir Ólöf. Þessa dagana eru nokkur blað- berahverfi hjá Árvakri laus. „Fyrir þá sem vantar pening bjóðum við ým- is tækifæri,“ segir Ólöf og minnir á fríðindi í gegnum blaðberaklúbbinn. Þar má nefna afslátt af miðaverði í kvikmyndahúsum, kostakjör í ýms- um góðum verslunum og einu sinni á ári er öllum boðið í bíó. sbs@mbl.is Blaðberum bjóðast tækifæri  Gott að byrja daginn með Morgunblaðinu  Vinna í boði  Gítar, vespa og utanlandsferð  Fríðindi og ferska loftið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Dreifing Ólöf Engilbertsdóttir skipuleggur blaðburð morgundagsins, sem hundruð manna sinna, enda þarf að fara um stórt svæði í tugi þúsunda húsa. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur skipað Sturlu Sigurjónsson, sendiherra, í embætti ráðuneytisstjóra í utanríkisráðu- neytinu og tekur hann við starfinu í dag. Fram kemur í frétt frá ráðuneytinu að Stef- án Haukur Jóhannesson, sem hefur verið ráðuneytisstjóri frá árinu 2014 fer til starfa erlendis en mun fram að brottför stýra verk- efnum sem tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (Brexit). Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, sem hefur annast þau verkefni fer til starfa erlendis um ára- mót. „Sturla Sigurjónsson á að baki 30 ára feril í utanríkisþjónustunni og gegndi síðast stöðu sendiherra Íslands í Kanada. Þar áður var hann sendiherra í Danmörku, ráðgjafi for- sætisráðherra um utanríkismál og sendiherra á Indlandi. Í starfi sínu hefur hann gegnt ýmsum ábyrgðarstöðum og m.a. verið skrif- stofustjóri alþjóðaskrifstofu og áður varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.“ Sturla ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins Sturla Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.