Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 36
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 casa.is GM 9900 Verð frá 435.000,- GM 3400 Verð frá 649.000,- GM 2152 Verð frá 539.000,- GM 3300 Verð frá 665.000,- PLANK GM 3200 Verð frá 575.000,- GM 7700 Verð frá 629.000,- BORÐSTOFUBORÐ    Það yrkisefni sem er næstfyrir- ferðarmest í kveðskap Káins, sagði Böðvar, er konur, síðan prestar og trúarbrögð. „Hvers vegna hitti Ká- inn svona vel í hjörtu Íslendinga? Það er víst engin nýlunda að halda því fram að íslenskt samfélag frá landnámstíð fram til síðari heims- styrjaldar var bændasamfélag og mat samfélagsins á flesta hluti, ekki síst kveðskap, mat bóndans. Karl- mannsins. Því hagaði nefnilega þannig til að flestir bændur voru karlkyns. Og það sem körlum þótti gott var auðvitað brennivín, sem alltaf var allt of lítið til af, og það sem var fyndið var brennivín, slags- mál og kvennafar. Káinn kvað: Man ég tvennt sem mér var kennt á Fróni og minnkun ekki þótti þá, það var að drekka og fljúgast á.    Tungumálið, sagði Böðvar, var Káni – já, hann vill beygja orðið Ká- inn eins og Þráinn! – „hvort heldur var íslenska eða vesturíslenska leik- fang og hann var ekki bara leikfús, hann var leikinn jafnt á báðum reg- istrunum eins og skemmtilega sést í kvæði hans um Ágúst H. En Ágúst H. Bjarnason var doktor í heimspeki og sálarfræði og var fyrsti prófess- orinn með doktorsgráðu við Háskóla Íslands og rektor háskólans 1918 til 1928. Hann heimsótti vestur- íslenskar byggðir í Kanada og Bandaríkjunum og hélt þar fyrir- lestra. Hann var ætíð kallaður Ágúst H. Og það nýtti Káinn sér í kvæðinu, Ágúst H.“ Nú heilsa ég heimspeking frægum og hneigi mig, – Sæll vert þú heiðraði herra Ágúst H. – do you do. Við þráðum hér syðra að sjá þig og setjast hjá þér í bíl og hlusta á þig, herra Ágúst H. – do you feel? Það er svo hressandi, heilnæmt og heimskuna dæmir í bann að hlusta á þig, herra Ágúst H. – lærðan mann. Þeir sem að þekkja þig, vita, þegar að komið er haust heldur þú heimleiðis Ágúst H. – vaðalaust. „Þessi leikur hans að tungunni ásamt einstaklega lipurri hag- mælsku voru kannski þeir tveir þættir sem réðu úrslitum um vin- sældir hans. Ég segi „hagmælsku“ – það orð hefur stundum verið notað í niðrandi merkingu, það er munur á hagyrðingi og skáldi, segir fólk, en hagmælska getur líka verið aðals- merki á hefðbundnum skáldskap.“    Viðar Hreinsson bókmennta- fræðingur velti því einmitt fyrir sér hvort Káinn væri skáld eða ekki. „Löngum hefur verið gerður grein- armunur á háleitum æðri skáldskap og lægri, hámenningu og lágmenn- ingu. Hjá Evrópuþjóðum voru drættir úr alþýðuskáldskap oft upp- hafnir þegar þeir féllu að smekk fagurkera og menntamanna.“    Viðar benti á að hérlendis hefðu þessi skil ekki verið eins skörp og öflug bókmenntastarfsemi óbrotins bændafólks hefði stundum ræktað frumlega skáldlist á háu plani, t.d. hjá Sigurði Breiðfjörð, Bólu- Hjálmari og Stephani G. Eftir að hafa farið með ýmis dæmi um skáld- skap Káins var Viðar ekki í vafa um svarið við spurningunni: „Jú, ætli Káinn hafi ekki verið skáld. Mikið skáld,“ sagði hann.    Eleanor Geir Biliske, liðlega ní- ræð, búsett í Norður-Dakóta, mætti á málþingið ásamt syni sínum, Ed. Hún kynntist Káin – Káni, ef Böðv- ar fær að ráða! – og er að líkindum eina núlifandi manneskjan sem þekkti hann. Káinn var ráðinn vinnumaður á bæ ömmu Eleanor, ekkju með fimm börn, og starfaði þar í 40 ár. Hún sagði frá íslenska vinnumanninum á þinginu en hann lést þegar Eleanor var tíu ára.    Það orð fór af Káni að honum þætti sopinn góður, en ýjað var að því á þinginu að hugsanlega væri það orðum aukið og stafaði af því hve mjög hann orti um drykkju- skap. Eleanor sagði að altjent hefði hann aldrei drukkið inni á heimilinu og dásamaði Káin að öllu leyti. Hann hefði verið mjög duglegur vinnumaður og góður við alla. „Hann var sérstakt góðmenni,“ sagði gamla konan á fallegri ís- lensku. „Hann var sérstakt góðmenni“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kjarnaskógur Ærslabelgurinn, eins og þessi dýna í skóginum er kölluð, hefur notið mikilla vinsælda, ekki síst hjá ungu kynslóðinni en líka hjá þeim eldri. Morgunblaðið/Skapti Minnisvarðinn Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Sunna Pam Furstenau, forseti Þjóðræknisfélags Íslendinga í N-Ameríku. Hún var pott- urinn og pannan í því að láta útbúa minnisvarðinn og safna fé til þess. Morgunblaðið/Skapti Þekkti Káin Mæðginin Eleanor Geir Biliske og Ed Biliske. Eleanor er að öll- um líkindum eini núlifandi einstaklingurinn sem þekkti Káin. ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Töluverðar framkvæmdir hafa ver- ið síðustu misseri í Kjarnaskógi. Nefna má að þar eru nú fjórir lög- legir strandblakvellir en voru tveir. Í grennd við þá hefur verið útbúið nýtt leiksvæði og grillhús, þar er nú borðtennisborð, unnið að því að setja upp minigolfvöll og komið hefur ver- ið upp svokölluðum ærslabelg; stórri dýnu þar sem margir geta hoppað og skoppað í einu.    Málþing um Káin í Háskólanum á Akureyri um síðustu helgi var bráðskemmtilegt. Margir kannast við kveðskap kímniskáldsins; mannsins sem flutti ungur vestur um haf og er nú loks kominn á ný, ef svo má segja, en minnisvarða um hann verður komið fyrir í Inn- bænum – Fjörunni – nálægt æsku- heimili Káins.    Böðvar Guðmundsson rithöf- undur var einn þeirra sem fluttu erindi. „Ég las ekki Káin í æsku, en ég lærði hann af því að fólk í kring- um mig, heimilisfólk jafnt sem gestir og gangandi, fóru með kveðskap eft- ir hann. Ég las Káin í fyrsta skipti árið 1965 þegar Vísnabók Káins kom út og komst að því hann var miklu meira en vísurnar sem ég lærði sem barn,“ sagði Böðvar.    „Það er gaman að velta fyrir sér hvers vegna vísur Káins hittu svona vel íslenskt þjóðarhjarta. Við skul- um ekki gleyma því að á fimmta og sjötta tug 20. aldar lá enn á margra vörum óorð á vesturferðum og þeim sem fluttu til Kanada og Bandaríkj- anna í lok 19. aldar. Nema skáldunum. Ég hef aldrei heyrt nokkurn hallmæla Stephani G. fyrir að vera Vestur-Íslendingur. Sama gildir um Káin. En sá er mun- ur þessara tveggja að yrkisefnin voru gjörólík. Vinsældir þeirra sömuleiðis. Káinn áttu allir, hvort sem þeir voru „ljóðelskir“ eða ekki. Stephan G. mundi trúlega síst af öllu vera kallað alþýðlegt skáld. Á sama tíma og Stephan G. yrkir stór- pólitísk ljóð móti stríðsbrölti heims- veldanna og nokkrir landar hans vestra reyndu að fá hann dreginn fyrir lög og dóm fyrir sviksamlegan áróður gegn breska heimsveldinu yrkir Káinn um allt aðra hluti.“    Böðvar fór yfir helstu yrkisefni Káins þótt hann segði skráningu sína ekki hávísindalega. „Líklega þarf engan að undra að það yrkisefni sem Káni er hugleiknast er áfengi. Samkvæmt minni talningu fjalla ekki færri en um sextíu kvæði og kviðlingar í safnbókinni frá 1945 um brennivín og bjór. Og það er ykkur að segja ekki bindindisboðskapur.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.