Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Morgunblaðið/Þórður Gljúfrasteinn í Mosfellsdal Hús Nóbelskáldsins var tekið alfarið í gegn eftir að myglu- og rakaskemmdir komu þar upp. Viðgerð uppá 34 milljónir kr. Morgunblaðið/Árni Torfason Tryggingastofnun ríkisins Mygla kom upp á 5. hæð og í kjallara höfuðstöðva TR við Laugaveg 114. Viðgerðir standa yfir fyrir tæpar 60 milljónir. Morgunblaðið/Ófeigur Tollhúsið Mygla fannst í þaki 5. hæðar Tollhússins við Tryggvagötu árið 2015 og viðgerðum er nú lokið. Kostnaður um 70 milljónir kr. Morgunblaðið/Golli Velferðarráðuneytið Ráðuneytið varð að flýja 4. hæð Hafnarhússins vegna myglu. Faxaflóahafnir eiga húsið og viðgerð kostar 250-500 milljónir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veðurstofa Íslands Búið er að útrýma myglu úr húsakynnum Veðurstofunnar við Bústaðaveg, sem kom upp á 3. hæð. Viðgerð fyrir 12 milljónir. Morgunblaðið/Hanna Íslandsbanki Kirkjusandi Kostnaður Íslandsbanka af myglu í fv. höfuðstöðvum á Kirkju- sandi er um 1,7 milljarðar. Óljóst er hvort húsið verði rifið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Orkuveituhúsið - vesturbygging Vesturbygging Orkuveituhússins við Bæjarháls er ónýt og kostnaður OR gæti numið frá 1,7 til 3 milljörðum króna. Morgunblaðið/Ófeigur Vegagerðin Borgartúni Vegagerðin varð að rýma 2. hæð álmunnar t.v. á myndinni vegna myglu. Viðgerð gæti kostað 120-130 milljónir króna. Morgunblaðið/Eggert Kársnesskóli í Kópavogi Kópavogsbær hefur ákveðið að rífa Kársnesskóla. Það mun kosta bæinn um 1,2 milljarða króna að reisa nýja byggingu. orðið hvað verst fyrir barðinu á myglunni er Landspítalinn, einkum aðalbyggingin við Hringbraut. Rakaskemmdir hafa einnig gert vart við sig í fjölda bygginga á vegum spítalans. Að sögn Ingólfs Þóris- sonar, framkvæmdastjóra rekstr- arsviðs Landspítalans, er talið að viðgerðarkostnaður vegna myglu- og rakaskemmda sé 2-3 milljarðar króna. Viðgerðum í aðalbyggingunni er að mestu lokið. Um þessar mund- ir er verið að gera við húsnæði BUGL, Barna- og unglingageðdeild- ar spítalans við Dalbraut, og tvö rannsóknarhús sýklafræða við Bar- ónsstíg, sem verða rifin og endur- byggð í áföngum. Kostnaður við þessar þrjár byggingar er hátt í einn milljarður króna. „Þetta eru mjög stórar viðgerðir, um 400-500 milljónir í hvort hús,“ segir Ingólfur en spítalinn fékk sér- staka fjárveitingu á þessu ári, um einn milljarð, til að ráðast gegn raka- og mygluskemmdum. Í flestum tilvikum, þar sem mygla hefur greinst, hefur viðhaldi bygg- inga verið ábótavant og í leiðinni verið ráðist í aðrar aðkallandi endur- bætur auk mygluskemmda. Mygla kom einnig upp á geðdeild spítalans og í Eirbergi, húsi Háskóla Íslands á Landspítalalóðinni. Þá hefur verið ráðist í endurbætur á Landakots- spítala, aðallega vegna raka- skemmda. Í Landspítalanum í Fossvogi hef- ur mun meira borið á raka- skemmdum en myglu. Þar þurfti að fara í steypuviðgerðir og skipta um alla glugga. Við hlið spítalans stend- ur til að rífa Greniborg, byggingu sem reist var undir skrifstofur. Þar kom upp mygla og hefur byggingin staðið auð um nokkurn tíma. Ítarlega hefur verið greint frá myglunni í höfuðstöðvum Orkuveit- unnar, sem teknar voru í gagnið fyr- ir aðeins 14 árum. OR hefur til skoð- unar hvernig brugðist verður við en ljóst er að kostnaðurinn gæti orðið allt að 3 milljarðar, sem fyrr segir. Hefur jafnvel komið til greina að láta rífa vesturhluta hússins og byggja minna hús í staðinn eða flytja starf- semina. Stjórnendur Íslandsbanka standa einnig frammi fyrir því að ákveða hvort gömlu höfuðstöðvarnar á Kirkjusandi verði rifnar eða ekki. Kostnaður við að gera við húsið er áætlaður um 1,7 milljarðar króna. Landsbankinn þurfti einnig að glíma við myglu við Austurstræti og Hafn- arstræti, sem og í gamla Landssíma- húsinu. Tjónið lenti aðallega á leigu- sala, ekki bankanum nema að takmörkuðu leyti. Húsin rifin og hæðir rýmdar Mygla kom upp í velferðarráðu- neytinu á 4. hæð viðbyggingar í Hafnarhúsinu. Þar urðu starfsmenn að flýja óværuna en húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna. Viðgerð á hæð- inni gæti kostað frá 250-500 millj- ónir króna. Ráðuneytið var flutt til bráðabirgða í Skógarhlíð en til stendur að það fari í Sjávarútvegs- húsið á Skúlagötu árið 2019. Ríkiseignir sjá um stóran hluta af húsnæði ríkisins. Alls eru 374 fast- eignir í umsjá Ríkiseigna og frá árinu 2015 hafa 15 tilfelli myglu komið upp. Kostnaður við viðgerðir á þessum eignum er um 300 millj- ónir króna. Má þar nefna húsnæði Veður- stofunnar, Vegagerðina í Borgar- túni, Gljúfrastein, Héraðsdóm Reykjavíkur, Listaháskólann við Sölvhólsgötu, Tryggingastofnun, Tollstjórahúsið við Tryggvagötu og Sólvang.. Þannig þurfti að rýma heila hæð hjá Vegagerðinni við Borgartún og starfsemin þar var flutt annað. Daníel Árnason, forstöðumaður rekstrardeildar Vegagerðarinnar, segir kostnað við þá viðgerð vera 120-130 milljónir króna. Álíka kostnaður verður vegna viðgerðar á starfsstöðinni á Reyðarfirði, sem nýlega þurfti að flytja í annað hús- næði vegna myglu. Skólabyggingar eru víða illa farn- ar vegna myglunnar, þó líklega eng- in eins mikið og Kársnesskóli í Kópavogi, en þar hefur verið ákveð- ið að rífa bygginguna og reisa nýjan skóla. Það gæti kostað um 1,2 millj- arða króna. Milljarða króna mygluskemmdir  Margar opinberar byggingar illa farnar vegna myglu  Landspítalinn illa leikinn af völdum myglu- og rakaskemmda  Þar er viðgerðarkostnaður 2-3 milljarðar  Ráðist í viðhald í leiðinni Morgunblaðið/Golli Mygla Fjölmargar byggingar hér á landi eru skemmdar vegna myglu og raka í veggjum, loftum, gólfum og þiljum. SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Rotnunarskán, lag af myglu- sveppum sem sest á ýmis efni við geymslu (einkum í raka).“ Þannig er myglu lýst í orðabók Menningarsjóðs en þetta orð hefur verið á hvers manns vörum undan- farin misseri, nú síðast eftir að Orku- veita Reykjavíkur upplýsti gríðar- legt umfang mygluskemmda í höfuð- stöðvum sínum við Bæjarháls. Þar gæti kostnaður við viðgerðir á vest- urbyggingu hússins numið frá 1,7 til 3 milljörðum króna, allt eftir því hvaða leið verður farin. Á undanförnum rúmum áratug hefur geisað myglufaraldur hér á landi en í nýlegri umfjöllun á mbl.is kom fram að búið væri að rannsaka ein 10 þúsund tilfelli og bara ein verkfræðistofan hefði tekið að sér um sjö þúsund verkefni á þessu sviði. Talið er að heildarkostnaður vegna viðgerða á myglu og raka- skemmdum hlaupi á tugum milljarða króna. Bæta má við talsverðum kostnaði vegna heilsutjóns sem fólk hefur orðið fyrir; á heimili jafnt sem vinnustað. Þá ber að geta þess að fasteignaeigendur margir hverjir hafa ekki haft hátt um myglu í sínum híbýlum, enda óvelkominn gestur. Toppurinn á ísjakanum Í þessari umfjöllun er aðeins tæpt á helstu byggingum sem hafa verið í umræðunni, aðallega á vegum hins opinbera. Er þá m.a. ótalinn fjöldi bygginga í eigu fasteignafélaga og annarra einkaaðila, einstaklinga og fyrirtækja, þar sem mygla hefur komið upp. Sú opinbera stofnun sem hefur Barist við mygluna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.