Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 53

Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Þó Ísland sé í fremstu röð, sam- kvæmt ýmsum mælikvörðum, má gera enn betur. Framundan eru margvíslegar áskoranir sem snúa að umgjörð hagkerfisins, uppbygg- ingu atvinnuvega og aðlögun að tækniþróun svo dæmi séu tekin. Samtök iðnaðarins eru reiðubúin að leggja sín lóð á vogarskálarnar og vinna að umbótum í íslensku samfélagi. Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi með um þriðj- ung landsframleiðslunnar. Íslenskur iðnaður skapar 36% gjaldeyristekna þjóðarbúsins og fimmta hvert starf verður til í fjölbreyttri starf- semi á sviði framleiðslu-, mannvirkja- og hug- verkaiðnaðar. Íslenskur iðnaður er því ein af lyk- ilforsendum velmegunar í landinu. Innan Samtaka iðnaðarins eru um 1.400 aðildarfyrir- tæki sem starfa á ólíkum sviðum en sameinast um einstök málefni sem eru iðnaðinum og þar með landsmönnum öllum til framdráttar. Samtök iðnaðarins leggja áherslu á fjórar stoðir; menntun, nýsköpun, innviði og starfsum- hverfi íslenskra iðnfyrirtækja. Umbætur á öllum þessum sviðum gera það eftirsóknarverðara að búa á Íslandi og leiða til aukinnar framleiðni og hagsældar fyrir alla landsmenn. Samtök iðnaðar- ins eru hreyfiafl í íslensku samfélagi sem vill taka frumkvæði í mikilvægum málum sem varða iðnaðinn í landinu og taka þátt í að leysa verkefni með skapandi hætti og nýjum hugmyndum. Nú þegar fjórða iðnbyltingin er hafin með sín- um tækifærum og áskorunum er mikilvægt að stilla saman strengi í þjóðfélaginu. Leggja þarf áherslu á að efla iðn-, tækni- og raungreina- menntun þar sem skortur er fyrirsjáanlegur á starfsfólki með slíka menntun. Forritun er mál 21. aldarinnar og því mikilvægt að hún verði gerð að skyldufagi í grunnskólum. Þar þarf sameigin- legt átak atvinnulífs og stjórnvalda. Mennta- kerfið okkar verður að aðlaga sig hratt að nýjum veruleika þar sem starfskraftar framtíðarinnar eru að mennta sig núna. Samtök iðnaðarins hafa skýr markmið um að Ísland standi jafnfætis þeim löndum sem standa sig hvað best í nýsköpun í heim- inum. Á þeim vettvangi eru mörg tækifæri sem hægt er að nýta til að bæta stöðu okkar. Á þessu sviði verðum við að mæta alþjóðlegri samkeppni um umgjörð nýsköp- unar. Sterkir innviðir eru forsenda þess að atvinnulífið blómstri um allt land. Það verður að tryggja öryggi og að- gengi hvort sem litið er til sam- gangna, fjarskipta, raforku eða gagnatenginga. Á síðustu árum hef- ur of lítið verið fjárfest í innviðum og því brýnt að bæta þar úr. Til að styðja við hag- vöxt næstu ára er nauðsynlegt að ráðast í veru- lega uppbyggingu innviða landsins í samstarfi hins opinbera og einkaaðila. Stöðugt starfsumhverfi skiptir sköpum fyrir atvinnulífið svo að áætlanir fram í tímann fái staðist. Bæði regluverk og skattkerfi eiga að vera einföld og skilvirk. Ein af helstu áskorunum stjórnvalda er að auka stöðugleika. Mikilvægast er að ráðast að rót vandans sem fólginn er í mikl- um raunvaxtamun við útlönd og ætti að horfa til þess við endurskoðun peningastefnu sem nú stendur yfir. Eins þurfa stjórnvöld og Seðlabanki að ganga í takt. Ríkisfjármál eiga að vera í takti við hagsveiflurnar þegar sýna þarf aðhald á hag- vaxtarskeiði og bæta í þegar hagkerfið dregst saman. Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við stjórnvöld um umbætur á öllum sviðum og leggja sitt af mörkum. Sé tekist á við helstu áskoranir með skapandi hætti, nýjum hugmyndum, kjarki og metnaði mun Ísland áfram verða í fremstu röð. Eftir Sigurð Hannesson » Samtök iðnaðarins vilja eiga gott samstarf við stjórnvöld um umbætur á öllum sviðum og leggja sitt af mörkum. Sigurður Hannesson Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Fjárfesting í dag er hagvöxtur á morgun Það er deilt um það hvort Guð hjálpi þeim sem hjálpi sér sjálfir ellegar þeim sem hjálpast að. Vissulega ganga verkin þegar loksins er byrjað á þeim og víst er að margar hendur vinna stóru verkin hraðar en hendur einyrkjans. Til þess að halda ut- an um stór verkefni eru stofnuð hlutafélög. Eðli hluta- félaga er takmörkuð ábyrgð eig- enda. Með hinni takmörkuðu ábyrgð takmarkast ábyrgðin við eignarhlut eigandans, nema ef sá hinn sami gangi í frekari ábyrgðir en slíkar ábyrgðir eru með öllu óháðar hlutafélagaforminu. Bjartur í Sumarhúsum sagði: „Ég álít að öll félög eru til bölvunar fyrir ein- staklinginn.“ Lánardrottnum hlutafélags er fullkunnugt um þessa takmörkuðu ábyrgð en réttur þeirra er tryggður með því að krafa þeirra gengur framar kröfum eigenda, sem verður ávallt eftirstæð krafa. Einnig getur hlutafélag veðsett tilteknar eignir sínar einstökum lánardrottnum til að takmarka áhættu lánardrottins, en um leið minnkað fjármagns- kostnað sinn. Eignarhlutur eigenda er það sem eftir stendur þegar búið er að greiða lánardrottnum og kröfuhöfum að fullu þeirra kröfur. Uppruni í nýlenduviðskiptum Hollendinga Uppruni hlutafélaga er rakinn til Hollands. Einstaklingar þar í landi bundust samtökum til að stunda viðskipti við nýlendur Hollendinga. Þau við- skipti voru umfangs- meiri en svo að einn einstaklingur réði við þau. Hollenskir kalv- ínistar töldu því að Guð hjálpaði þeim sem hjálpuðust að. Því væri kjörið að takast á við viðskiptin í félagi með takmarkaðri ábyrgð. Fyrstu hlutafélögin á Íslandi Sennilega eru fyrstu hlutafélögin á Íslandi Spunastofa Stefáns Þórarinssonar amtmanns á Akureyri, en það félag fékk aldrei nafn, og Innréttingar Skúla Magn- ússonar landfógeta í Reykjavík. Innréttingarnar voru fyrirferða- meiri. Hvorugur þessara embættis- manna hafði nokkru sinni heyrt tal- að um réttarstöðu hluthafa eða starfshætti stjórna. Sennilegt er að réttur hluthafa þeirra hafi fyrst og fremst verið sá að fá unnið úr vörum sínum og þær seldar. Í dag er réttur hluthafa með öllu óháður þeim viðskiptum, sem þeir hafa átt við félagið, heldur aðeins háður eignarhluta. Með öðrum orð- um, þeir sem eiga viðskipti við hlutafélag öðlast engan sérstakan eignarrétt eða rétt til ákvörðunar eins og hluthafar eiga í réttu hlut- falli við eign sína. Réttarstaða hluthafa Ekkert kvikindi sem skríður á jörðinni er eins auvirðilegt og við- bjóðslegt og auðugur maður með samvisku. Það er nefnilega þannig að þeir sem lýsa samvisku sinni og réttlætiskennd þekkja ekki til slíks. Oftar en ekki er saklaust fólk dregið til að festa fé sitt í hlutabréf- um, sem á að öðru jöfnu að gefa betri ávöxtun en sparifé, enda rétt- lætt með þeirri áhættu sem fylgir réttarstöðu hlutafjár í kröfuhafa- röð. Í hlutafélagalöggjöf er ekkert til sem heitir kjölfestufjárfestir. Það eru til ákvæði um skyldu þess sem á meira en 90% í hlutafélagi til að kaupa aðra hluthafa út úr félaginu, svonefnd yfirtökuskylda. Þessi yfir- tökuskylda er mun lægri í félögum sem skráð eru í kauphöll og hömlu- laus viðskipti gilda um. Í gildandi hlutafélagalögum eru ýmis ákvæði um jafnræði hluthafa, svo sem:  76. gr. Félagsstjórn, fram- kvæmdastjóri og aðrir þeir er hafa heimild til að koma fram fyrir hönd félagsins mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem eru fallnar til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað annarra hluthafa eða félagsins.  95. gr. Hluthafafundur má ekki taka ákvörðun sem er fallin til þess að afla ákveðnum hluthöfum eða öðr- um ótilhlýðilegra hagsmuna á kostn- að annarra hluthafa eða félagsins. Endurskoðendur Til að tryggja að hlutafélög starfi eftir hlutafélagalögum og lögum um ársreikninga og öðrum þeim ákvæðum sem gilda um rekstur hlutafélaga kjósa hluthafar, ekki aðeins stjórnarmenn, heldur einnig endurskoðendur. Endurskoðendur eru umboðsmenn hluthafa en ekki sérlegir verndarar stjórnarmanna. Upplýsingar, sem hlutafélög veita, eru að nokkru vottaðar af endur- skoðendum. Það á sérstaklega við ársreikninga. Áritun ársreiknings á að gefa til kynna að reikningurinn sé í samræmi við lög og reglur. Það er kannski eins með endurskoð- endur og stjórnmálamenn; fólk hef- ur ekki ímyndunarafl til að skilja þá. Slitabú banka Nú ber svo við að tugir þúsunda einstaklinga voru hluthafar í ís- lenskum bönkum. Þeir kusu endur- skoðendur til að gæta réttar síns. Í slitabúi Landsbankans eru til gögn um að endurskoðendur hagræddu upplýsingum til hagsbóta stærstu hluthöfum bankans. Slitabú Lands- bankans höfðaði mál, til hagsbóta fyrir kröfuhafa bankans, ekki hlut- hafa gegn endurskoðendafélagi bankans. Niðurstaða málaferlana er þessi, í íslenskri þýðingu: „LBI hf., áður Landsbanki Íslands, og Pricewaterhouse Coopers gera kunn- ugt að fyrirtækin hafa náð samkomu- lagi í máli nr. E-3162/2013, sem hef- ur verið til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið hefur verið fellt niður. Að mati LBI og PWC er niðurstaðan sú að þessi sáttargerð er ásættanleg. Það mun koma í veg fyrir óvissan kostnað vegna áframhaldandi mála- ferla um ófyrirsjánlegan tíma, og mun gera aðilum máls fært að ein- beita sér að daglegum verkefnum þeirra.“ Hluthafar bankans geta ekki fengið afrit af þessum samningi og þeim gögnum sem liggja til grund- vallar þessum samningi. Hluthafar bankans sem urðu fyrir tjóni fá eng- ar bætur. Því vaknar spurning um rétt- arstöðu hluthafa í félögum í dreifðri eignaraðild. Réttarstaða þeirra er ekki hvetjandi til að stofnana- fjárfestar eða litlir hluthafar, sem vilja verja sparifé sínu til að örva atvinnulíf með fjárfestingum sínum, geti komið þar að með góðri sam- visku. Hlutafé er ekki gjafafé. Það á að endurgreiðast með arði og sölu á efsta degi. Nálgun dómstóla og slitastjórna Hluthafar í Landsbankanum standa nú í hópmálsókn gegn fyrr- um eigendum Landsbankans og snýr sú málsókn einkum að því að sýna fram á að yfirtökuskylda hafi myndast hjá fyrri eigendum bank- ans. Hæstiréttur hefur nú vísað þessu máli aftur til héraðsdóms til efnismeðferðar og þar með snúið dómi Héraðsdóms sem vísaði mál- inu frá. Þessu ber að fagna. En við undirbúning þessa máls er þörf á annarri nálgun dómstóla og slita- stjórna en þeirri sem fram hefur komið og hluthafar hafa mátt þola. Hollenskir kalvínistar ætluðust til jafnræðis hluthafa og að þeir sem störfuðu í þeirra umboði gerðu það af trúmennsku. Íslenskir hlut- hafar vænta þess sama. Eftir Vilhjálm Bjarnason »Hollenskir kalvín- istar ætluðust til jafnræðis hluthafa og að þeir sem störfuðu í þeirra umboði gerðu það af trúmennsku. Íslenskir hluthafar vænta þess sama. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Réttur hluthafa Orkuveituhúsið á Bæjarhálsi er ein birtingarmynd ótrúlegra vinnubragða sem áttu sér stað hjá Orkuveitu Reykjavíkur þegar borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Framsóknar- flokks og Vinstri grænna, R- listinn svokallaði, gerði fyrir- tækið að vettvangi fyrir fjár- frek gæluverkefni sín á árunum 2000-2006. Þessi gæluverkefni voru að miklu leyti fjármögnuð með lánum og auk Orkuveituhússins má nefna fjarskiptafyrirtækið Línu.net, rækjueldi, hörverk- smiðju og kaup á óarðbærum landsbyggðarveitum. Tug- milljörðum króna var ausið í þessi verkefni og skuldir vegna þeirra reyndust Orku- veitunni mjög þungar í skauti þegar harðnaði á dalnum í rekstri fyrirtækisins með til- komu fjármálakreppunnar. Minnismerki R-listans Orkuveituhúsið kostaði um ellefu milljarða króna að nú- virði og var það tekið í notkun árið 2003. Öllum er nú ljóst að það er skólabókardæmi um hvernig ekki eigi að standa að opinberri framkvæmd. Venjuleg skrifstofubygging hefði auðvitað dugað fyrir þetta ágæta borgarfyrirtæki en borg- arfulltrúar R-listans ákváðu að byggja skyldi glæsihýsi sem yrði eins konar minn- isvarði um stjórnartíð þeirra. Við bygg- inguna var ekkert til sparað, hvorki fé né flækjustig, og fór hún langt fram úr kostn- aðaráætlunum. Á sínum tíma gagnrýndu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harðlega þá óráðsíu og bruðl sem viðhaft var við byggingu húss- ins. Harðvítugar umræður urðu um málið á vettvangi borgarstjórnar sem og í fjöl- miðlum. Borgarfulltrúar vinstrimanna stóðu saman sem einn maður í málinu og um tíma virtist þessi húsbygging vera helsta sameiningartákn þeirra. Áfallinn kostnaður Orku- veitunnar vegna galla og við- gerða á húsinu nemur nú a.m.k. 460 milljónum króna og er þó einungis enn verið að kanna mismunandi leiðir út úr ógöngunum og kostnað við þær. Auðvitað er óvið- unandi að ráðast þurfi í við- gerðir fyrir milljarða króna í svo nýlegu húsi og að sá kostnaður lendi á orkunot- endum í Reykjavík. Margt bendir til þess að hagkvæm- ast sé að rífa hina ónýtu vesturálmu hússins og byggja þar nýja mun minni álmu. „Eftirsóttustu skuldir landsins“ Hingað til hafa fjölmiðlar lítið fjallað um pólitíska ábyrgð í málinu þótt það sé mjög skýrt að hún liggur hjá þáverandi borgarstjórnar- meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna. Eini borgarfulltrúinn úr þeim meirihluta, sem enn situr í borgarstjórn, er Dagur B. Eggertsson, núverandi borgarstjóri. Á kjörtímabilinu 2002-2006 lagði Dagur sig fram um að verja þá óráð- síu sem átti sér stað hjá Orkuveitunni á þessum tíma. Þegar bygging Orkuveitu- hússins stóð sem hæst 2002 skrifaði Dagur t.d. blaðagrein þar sem hann réttlætti hraðvaxandi skuldaaukningu Orkuveit- unnar með því að fyrirtækið væri að fjár- festa með arðsömum hætti til framtíðar og því væri um að ræða einhverjar eftirsótt- ustu skuldir landsins. Hörmungarsaga Orkuveituhússins Eftir Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon »Eini borgar- fulltrúinn úr þeim meirihluta sem ber póli- tíska ábyrgð á málinu og enn situr í borgar- stjórn er Dagur B. Eggertsson, núverandi borg- arstjóri. Höfundur er borgarfulltrúi. kjartan@reykjavik.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.