Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 mánudaginn 4. september, kl. 18 Listmunauppboð í Gallerí Fold Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16, mánudag 10–17 TryggviÓ lafsson Fyrsta uppboð haustsins Forsýning á verkunum laugardag til mánudags Að al he ið ur S. Ey ste in sd ót tir Stóriðja er orku- frek, hún notar sextán sinnum meiri orku en öll heimili landsins. Orkufyrirtæki lands- ins þjóna því stóriðj- unni, enda hagnaðar- vonin mest þar. Flestir landsmenn eru þó sammála um að stóriðjuuppbygging sé ekki leiðin til að tryggja efnahag fram- tíðarinnar. Þessi mikla orka fæst með virkjun vatnsfalla (2/3) og jarð- hitasvæða(1/3), hvort tveggja eru perlur sem helst er að finna á ósnortnum víðernum okkar ein- staka lands. Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast í vaxandi mæli að þessum svæðum. En víðernin okkar eiga undir högg að sækja vegna sí- felldrar ásóknar orku- og stóriðju- fyrirtækja – fyrirtækja sem hafa læst klónni í einstaka náttúru landsins – náttúru sem getur ekki varið sig sjálf. Það er því hlutverk okkar sem búum nú á þessu landi að standa vörð um hana. Það ger- um við meðal annars með því að sjá til að stjórnmálamenn, aðrir ráða- menn og fyrirtæki fylgi leikreglum. Harmleikur í Helguvík – sem kostar náttúruspjöll Misheppnað kísiliðjuver United Silicon í Helguvík er átakanlegt dæmi um skipbrot íslenskrar stór- iðjustefnu – löngu úreltrar stefnu sem keyrð hefur verið áfram með látum síðustu áratugi. Hvernig gat bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ og Alþingi dottið í hug að leyfa tvö risakísilver (90.000 og 110.000 tonn) á þröskuldi (1,4 km) eins stærsta byggðakjarna á Íslandi. Íbúum var talin trú um að kísiliðjuver væru „umhverfisvæn“ enda þótt saman- lagt muni kísiliðjuverin tvö í Helgu- vík brenna 300.000 tonnum af kol- um á ári. Stjórnvöld hafa tekið þátt í „veislunni“ og gert allt til að greiða götu þessara erlendu stór- iðjufyrirækja. Starfsemi United Silicon í Helguvík hef- ur hins vegar afhjúpað mengunina sem fylgir kísiliðju, en rykið ertir öndurfæri og augu og brennslunni getur fylgt afar vond lykt. Nú er aðeins einn ofn af fjórum í notkun (32 MW), en United Sili- cion ráðgerir þrjá ofna til viðbótar sem munu þarfnast 96 MW af orku að auki. Thorsil hyggur síðan á 110.000 tonna verksmiðju inn- an þriggja ára sem verður 25 m hærri og mun þurfa hátt í 150 MW af orku fyrir fjóra ofna. Harmleik- urinn í Helguvík er því rétt að hefj- ast – ef ekki verður gripið í taum- ana. Slík ráðstöfun er brýn og þolir enga bið, enda er ekki nóg með þjáningar íbúa Reykjanessbæjar heldur bætist við sú staðreynd að til framleiðslunnar þarf hátt í 180 MW af orku – sem á að sækja með virkjunum náttúrperlna á miðhá- lendinu og á Ströndum. Er HS Orka að gufa upp á SV-horninu? Landsvirkjun er langstærst á ís- lenskum orkumarkaði og selur orku til erlendra álrisa eins og Alcoa og Rio Tinto – orku sem hefur aðal- lega fengist með vatnsaflsvirkj- unum. Annað stórt orkufyrirtæki er Hitaveita Suðurnesja (HS Orka) sem í fjóra áratugi hefur sérhæft sig í virkjun gufuafls á Suður- nesjum. Þar er fyrirtækið hins veg- ar í miklum erfiðleikum, hefur afl í borholum stærstu virkjana þess sýnt hratt lækkandi þrýsting og vatnborðið lækkað á örfáum árum. Það er gífurlegt orkutap fyrir fyr- irtæki sem er stórseljandi á orku til stóriðju. Líkt og í Hellisheiðarvirkj- un hefur verið gengið of hratt á auðlindina, jarðgufuna, og starf- semin telst því vart sjálfbær. HS Orka hefur því seilst eftir borunum í Eldvörpum, rétt hjá virkjuninni í Svartsengi. Eldvörpin eru ein helsta náttúrperla Suðurnesja sem eru það svæði á Íslandi þar sem ferðamannastraumur er hvað mest- ur og þar sem náttúran skapar íbú- um þegar miklar tekjur. Jarðvarmafyrirtæki sækir í vatn á Ströndum Ljóst er að jarðhiti í Eldvörpum verður skammgóður vermir, enda aðferðafræðin sú að stinga fleiri sogrörum í sama glas – glas sem fyrr en síðar mun tæmast. Því sæk- ir fyrirtækið með látum inn á eitt ósnortnasta svæði Íslands, norður- hluta Stranda, alveg við dyragætt Hornstranda. Þar eru stærstu vatnsföll Vestfjarða sem liggja vel við höggi í byggð með aðeins 48 íbúa – byggð sem með réttu er skil- greind sem „brotin“ vegna van- efnda hins opinbera á eðlilegri upp- byggingu innviða. Virkjunin er kennd við stærsta vatnsfall Vest- fjarða, Hvalá og er sögð „lítil og snyrtileg“. Samt er hún 55 MW, sem er langt umfram þarfir Vest- fjarða. Enda er orkunni ætlað ann- að – einkum til stóriðju á SV-horn- inu. Virkjunin mun ekki aðeins raska Hvalá heldur einnig ánum Rjúkandi og Eyvindarfjarðará. Nafnið Hvalárvirkjun er því bein- línis misvísandi. Í þessum þremur ám eru hundruð stórkostlegra fossa sem sumir hverjir eru á meðal til- komumestu fossa landsins. Heið- unum sunnan Drangajökuls verður síðan breytt í uppistöðulón með meiriháttar jarðraski og allt að 30 m háum stífluvegg. HS Orka – mjólkurkýr erlendra fjárfesta? Það er margt athyglisvert við sögu Hvalárvirkjunar, virkjunar sem ógnvænlegt er að sjá hvað hef- ur stækkað á teikniborðinu, eða úr 10 í 35 MW og nú 55 MW. Enda hefur Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku lýst því yfir í viðtölum að auka þurfi raforkufamleiðslu á Ís- landi, ekki síst til að sinna þörfum kísiliðjuvera. Það gerir HS Orka, sem er að 68% í eigu kanadíska milljarðamæringsins Ross Beaty, með því að tryggja sér 70% hlut í Vesturverki, sem er skráður fram- kvæmdaaðili Hvalárárvirkjunnar. Fyrirtækin hafa tryggt sér vatns- réttindi hjá eigendum jarðanna í Ófeigsfirði og Eyvindarfirði, en síð- arnefnda fjörðinn á ítalskur barón, Felix von Longo-Libenstein. Tekið skal skýrt fram að landeigendur í fjörðunum í kringum þessar tvær jarðar eru að því er ég best veit all- ir á móti þessari virkjun og vilja ekki raska svæðinu með virkjun. Sveitarstjórnin er hins vegar klofin í málinu og hefur með minnsta meirihluta knúið málið áfram. Enda hefur HS Orka lofað íbúum Árneshrepps, og reyndar Vestfirð- ingum öllum, gulli og grænum skógum, þar á meðal bættu raf- magnsöryggi, ljósleiðara og þriggja fasa rafmagni – innviðum sem ég hélt að væri ríkisins að skaffa. Enda eru slíkar framkvæmdir í bí- gerð, en mættu vissulega ganga mun hraðar. Fegurð fossa metin með blinda auganu Það hefur stuðað mig hversu fáir vita um fegurð þeirra fossa sem verða undir verði Hvalárvirkjun að Fyrst Suðurnes – síðan Strandir Eftir Tómas Guðbjartsson »En víðernin okkar eiga undir högg að sækja vegna sífelldrar ásóknar orku- og stór- iðjufyrirtækja – fyrir- tækja sem hafa læst klónni í einstaka nátt- úru landsins – náttúru sem getur ekki varið sig sjálf. Tómas Guðbjartsson Ljósmynd/Tómas Guðbjartsson Náttúruperla Ónefndur foss í Eyvindarfjarðará. Þessi foss mun þurrkast upp með Hvalárvirkjun. Fossinn líkist Öx- arárfossi og umhverfið í kring málverki eftir Kjarval. Erum við tilbúin að fórna svona náttúrperlu? Um þessar mundir eru fjögur ár frá því ég greindi frá því hér á síð- um Morgunblaðsins að ég hefði þá nýlega feng- ið óvænt og óþægilegt símtal þar sem ég var staddur berskjaldaður á sundskýlunni einni saman úti í löndum. Þar var mér greint frá því að ég hefði greinst með krabbamein, þá 49 ára gamall, sem tæpu ári síðar var gefið út að væri ólæknanlegt. Notaði ég tækifærið í umræddri grein til þess að biðja lesendur blaðs- ins og þá landsmenn sem fyndu sig í því að minnast mín í bænum sínum. Og létu viðbrögðin sannarlega ekki á sér standa. Ég get nefnt fólk úr öllum áttum, misjöfnum kirkjudeildum, fólk með ólíkar trúarskoðanir innan kirkju og utan og fólk jafnvel með svokallaðar aðrar lífsskoðanir. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og mismunandi geirum þjóðfélagsins. Þessi viðbrögð höfðu og hafa haft gríðarlega mikil, þakkarverð og djúp áhrif á mig. Ég var þó ekki aðeins að biðja fólk að minnast mín í bænum sínum heldur einnig og ekki síður sjálfs sín og síns fólks og almennra samskipta við náungann. Það er nefnilega magnað að upplifa hvað bænin getur sameinað fólk úr öllum áttum. Það einfaldlega losnar ein- hver undrakraftur úr læðingi þegar fólk tekur sig saman og sameinast um eitthvað í bæn og kærleika, í umhyggju og fallegum hug. Von og vonbrigði togast á Umrætt símtal átti þó eftir að breyta stöðu minni allverulega á tafl- borði tilverunnar svo hún hefur nötr- að og skolfið. Síðan þá hef ég upplifað djúp og sársaukafull vonbrigði hvað eftir annað. Uppskurð sem ekki skil- aði tilætluðum árangri, geislameðferð sem skilaði nákvæmlega engum ár- angri og síðan lyfjameðferð sem gaf sig fyrr en vonir stóðu til. En einnig hina stærstu sigra, upplifað gildin falla tímabundið oftar en einu sinni með illskýranlegum hætti nánast nið- ur í núll svo menn verða eitt spurningarmerki. Gleði og hamingja Og ofan á allt saman hef ég á þess- um tíma fengið að upplifa einhverjar mestu gleði- og hamingjustundir lífs míns sem ég er svo óendanlega þakk- látur fyrir. Og þótt ég skilji ekki tilganginn með þessu öllu saman og þótt sumt sé sannarlega ekki eins og áður var og ég ekki sáttur við hlutskipti mitt, þá Njótum dagsins og Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.