Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 55
veruleika. Áðurnefndur forstjóri HS Orku viðurkenndi í viðtali okk- ar í sumar að hann hefði „aðeins séð fossana í Eyvindarfjarðará ofan af heiðinni“. Þaðan sjást fossarnir hins vegar alls ekki, enda eru þeir mörgum kílómetrum neðar í ánni og ekki hægt að skoða þá nema í návígi. Þessu má líkja við að skoða málverkasýningu í gegnum póst- lúgu safns og segja sýninguna lé- lega. Jafnframt var haft eftir for- stjóranum í nýlegu viðtali á Rás 1 að þeir (HS Orka) telji að „þarna sé verið að fórna mjög litlu“ – fullyrð- ing sem ég og fjöldi annarra er al- gjörlega ósammála. Fossadagatal og myndband Máli mínu til stuðnings munum við Ólafur Már Björnsson augn- læknir á næstu 30 dögum birta myndir af fossunum sem verða und- ir, á Facebook-síðum okkar – einum fossi á dag. Fossadagatalið munum við síðan gefa út í bæklingi og senda á fulltrúa fyrirtækja sem koma að framkvæmdinni, Alþingis- manna, bæjar- og sveitarstjórna á Vestfjörðum, fulltrúa Umhverfis- stofnunar, Skipulagsstofnunar, Landverndar og Rammaáætlunar. Þannig vonumst við til að lýsa með myndum fegurð þessa einstaka svæðis og um leið hjálpa fólki að taka upplýsta ákvörðun um þessa umdeildu framkvæmd. Lokum fyrir kísiliðjuver í Helguvík – tveir fyrir einn ákvörðun Það er göfugmannlegt að viður- kenna mistök og enn mikilvægara að læra af þeim. Ég skora á stjórn- völd að loka strax verksmiðju Unit- ed Silicon og ýta áformum um byggingu Kísilvers Thorsils út af borðinu, enda fjármögnun þess verkefnis ekki lokið. Þarna eru ís- lenskir bankar og lífeyrissjóðir í lykilhlutverki því fjármögnun þess verkefnis er ekki lokið en þessir að- ilar ættu að halda að sér höndum og fara skynsamlega með lífeyri okkar. Þá munu börn og fullorðnir á Reykjanesi ekki einungis njóta betri heilsu með hreinna lofti held- ur verður hægt að varðveita nátt- úruperlur á Ströndum og Eldvörp- um – enda kaupendur að orkunni gufaðir upp. Slík ákvörðun væri því eins og kaupmenn segja „tveir fyrir einn“ – og öllum Íslendingum, ekki síst komandi kynslóðum, til far- sældar. Höfundur er náttúruverndarsinni og skurðlæknir. Þrýstifall undir Svartsengisvirkjun á 900 m dýpi í eftirlitsholum í Svarts- engi og Eldvörpum frá 1980-2013. Þrýstifallið hefur lækkað um 30 bör sem jafngildir 300 lækkun á vatnsborði á örfáum árum. Línurit fyrir Reykjanes- virkjun, sem einnig er að finna í ársskýrslu HS Orku, er svipað nema hvað lækkunin er enn meiri, eða 40 bör sem jafngildir 400 m lækkun vatnsborðs. UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 SALEWA VERSLUN ÍTALSKUR HÁGÆÐA FATNAÐUR LAUGAVEGUR 91 • OPIÐ TIL 22:00 ÚTSALA ALLT AÐ 40% AFSLÁTTUR er líka margt bara svo miklu betra. Mér hefur sjaldan liðið betur þrátt fyrir allt og ég nýt þess að fá að vera með og gefa af mér. Lífið er í eðli sínu gott og blessað. Ég hef val um það hvort ég ætla að verja tíma mínum í reiði, fýlu og endalausa depurð eða að njóta lífsins eins og það er orðið og horfa framan í dagana, fólkið mitt, samferðamenn og Guð með hjartanu og í þakklæti. Sleppum ekki takinu Sleppum aldrei takinu á lífinu. Horfum um öxl af virðingu og með þakklæti, þrátt fyrir allt. Horfum fram á við í von, þrátt fyrir vonbrigði og efasemdir. Og lítum í kringum okkur með kærleiksríkum augum. Því þá vex og dýpkar trúin á lífið. Slepptu ekki takinu. Jafnvel þótt þú skiljir ekki alltaf og kannski sjaldnast hvers vegna eða í hvað þú heldur. Við eigum nefnilega vin sem vill halda í höndina á okkur. Og þótt hann virðist ósýnilegur getum við upplifað hann og fundið fyrir honum. Með- tekið friðinn og líknina sem hann hef- ur heitið okkur og sannarlega veitir þeim sem þiggja vilja í öllum kring- umstæðum þótt ótrúlegt sé. Vin sem ekki aðeins heldur í höndina á okkur heldur styður og styrkir og tekur okkur sér í fang og ber okkur þegar við getum ekki meir. 400 Þar sem þetta mun vera 400. grein mín hér í Morgunblaðinu frá tvítugs- aldri eða í 33 ár leyfi ég mér að nota tækifærið og þakka lesendum blaðs- ins, lífs og liðnum, fyrir gefandi sam- fylgd, gjöful kynni og jafnvel dýr- mæta vináttu í meðbyr sem mótbyr. Bæði í mínu lífi og ykkar svo ótal margra í gegnum tíðina. Kæru vinir! Njótum dagsins, því að lífið er núna. Ekki vera að bíða eftir ein- hverju sem verður kannski seinna. Lifðu núna og láttu það eftir þér. Núna er þín stund. Vertu ekki eins og skugginn af sjálfum þér. Hvað veistu annars merkilegra en það að vera valinn í lið lífsins og fá að spila með til sigurs? Og þótt einstaka viðureignir kunni að tapast muntu að lokum standa uppi sem sigurvegari. Lifum því í þakklæti. Lifi sam- staðan, trúin, vonin og kærleikurinn. – Lifi lífið! lífsins í þakklæti »Njótum dagsins í þakklæti, lífið er núna. Ekki vera að bíða eftir einhverju sem verður kannski seinna. Lifðu núna og láttu það eftir þér. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Ríkisstjórn og Al- þingi eiga strax að stórhækka lífeyri aldr- aðra og öryrkja. Ríkis- stjórnin á að sam- þykkja að lífeyrir einhleypra aldraðra og öryrkja hækki strax og Alþingi kemur saman í 400 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt að lágmarki. Það þýðir u.þ.b. 305 þúsund kr. eftir skatt. Þetta gildir fyrir þá, sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Ríkisstjórnin þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim sem hafa góðan líf- eyrissjóð eða háar aðrar tekjur, þar eð grunnlífeyrir hjá þeim var þurrk- aður út um síðustu áramót. Lifa ekki á hungurlúsinni Ástæðan fyrir því að ég legg þetta til er augljós: Það er engin leið að lifa af þeirri hungurlús sem fyrri rík- isstjórn (Bjarni og Eygló) skammt- aði öldruðum og öryrkjum. Þá fengu aldraðir í sambúð og hjónabandi 197 þúsund krónur á mánuði eftir skatt en einhleypir fengu tæpar 230 þús- und kr. á mánuði eftir skatt. Það er spurning út af fyrir sig hvers vegna- einhleypum og þeim sem voru í hjónabandi eða í sambúð var mis- munað á þennan hátt. Og það er brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Lífeyrir einhleypra aldraðra og giftra aldraðra á að vera sá sami. Algerar lágmarksaðgerðir Framangreindar aðgerðir, sem ég legg til fyrir aldraðra og öryrkja, eru algerar lágmarksaðgerðir. Vel- ferðarþjóðfélag, þar sem allt flóir í pen- ingum og öll eyðsla er í hámarki, getur ekki verið þekkt fyrir að halda kjörum lífeyris- fólks niðri við um það bil 200 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Þetta er hlægileg upp- hæð, sem bannar öldr- uðum og öryrkjum að veita sér eitt eða neitt og setur það í hættu, að þeir geti leyst út lyf sín og farið til læknis! Samhliða naumri skömmtun á lífeyri hefur verið dreg- ið úr húsnæðisstuðningi við aldraða og öryrkja einmitt frá sama tíma og lífeyrir hækkaði um hungurlús. Minni húsnæðisstuðningur kom því til frádráttar lífeyrishækkun og sléttaði hana alveg út hjá sumum. Lífeyrir dugi til mannsæmandi lífs Það á að mínu mati að vera fyrsta verk þingsins, þegar það kemur saman í haust, að samþykkja hækk- un lífeyris aldraðra og öryrkja í 400 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. Þetta er aðeins hærra en lágmarks- tekjur verkafólks eru. Það er í góðu lagi. Enda þótt lægstu launum verkafólks sé haldið niðri og þau séu of lág að mínu mati réttlætir það ekki að lífeyri sé haldið jafnlágum. Aðalatriðið er að lífeyrir og laun séu það há að dugi til þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lífi af þeim greiðslum. Stórhækka á lífeyri aldraðra Eftir Björgvin Guðmundsson » Það er engin leið að lifa af þeirri hungur- lús sem fyrri ríkisstjórn skammtaði öldruðum og öryrkjum. Björgvin Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi. vennig@btnet.is Móttaka aðsendra greina Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.