Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Marta María martamaria@mbl.is „Það sem ég hef mestan áhuga á og hef unnið við síðustu 25 árin er að kanna áhrif matar á heilsu okk- ar og líðan og ráðleggja fólki í samræmi við það sem við vitum í dag og er byggt á rannsóknum á matnum sem við erum að neyta. Þá er ég að meina að við neytum matar og síðan tekur melting- arferlið við, síðan síast næring- arefnin gegnum meltingarvegginn og berast út í blóðið og þá gerist eitthvað. Það sem gerist getur að- stoðað okkur á margan hátt og bætt heilsu okkar og líðan eða það getur unnið gegn okkur á nánast allan mögulegan hátt. Allur matur kallar á viðbrögð af líkamans hálfu og þessi viðbrögð hafa síðan áhrif á matarlöngun, matarlyst, hvernig orkan er hjá okkur og ekki síst sykurlöngunina. Sykur er einstakt næringarefni sem framkallar ein- stök viðbrögð af líkamans hálfu og það er ekkert verið að ýkja hlutina neitt þegar því er haldið fram að sykur sé ávanabindandi því það er ekkert í fæðu okkar sem framkallar sömu við- brögð og sykur og því ber að leggja áherslu á að minnka vægi hans í mataræði okkar,“ segir Gunnar Már þegar hann er spurður út í það hvers vegna hann fór að hafa áhuga á sykurneyslu. Hvað er það við sykurinn sem er að eyðileggja fyrir okkur mat- aræðið? „Sykur eins og við þekkjum hann, þessi hvíti viðbætti sem er í öllu gosi og nammi og við bökum upp úr, kallast súkrósi. Þegar við neytum súkrósa brotnar hann nið- ur enda tvísykra og til verður glúkósi og frúktósi. Þessar tvær sykurtegundir hegða sér á ólíkan hátt. Glúkósahlutinn hækkar blóð- sykurinn og setur af stað fram- leiðslu á hormóninu insúlín sem sér um að koma sykrinum fyrir m.a. í fitufrumunum. Insúlín er drifkrafturinn bak við fitusöfnun og ástæða þess að við bætum á okkur. Hinn hlutinn sem er frúk- tósinn brotnar aftur á móti niður að mestu leyti í lifrinni og það er verulegt áhyggjuefni því lifrin flyt- ur frúktósann í fitufrumurnar til geymslu en ef neysla á sykri er ítrekuð og mikil ræður lifrin illa við magnið og fitan safnast upp innan lifrarinnar sem er byrjunin á ótal stórkostlegum heilsufarslegum vandamálum eins og áunninni syk- ursýki.“ Þegar þú varst að byrja að starfa sem einkaþjálfari fyrir 25 árum, var þá eitthvað verið að pæla í sykurneyslu? „Já og nei. Fyrir 25 árum var næringaráherslan í einkaþjálfun alls ekki jafnrík og hún er í dag þó að hún hafi alveg verið til staðar. Ég var til að mynda 17 ára að kenna eróbikk í sponsoruðum Pizza 67-galla. Í dag vitum við að mataræðið skiptir höfuðmáli en það má alveg segja það að sykur hafi alltaf verið í ákveðnum sérflokki og á bann- lista flestra. Það sem hefur breyst er að nú höfum við í höndunum rannsóknir sem sýna það svo ekki verður um villst að sykur getur í óhófi haft ömurleg áhrif á heilsu okkar og ég held að almenningur sé mikið betur að sér varðandi það að velja matvæli án sykurs en nokkru sinni áður. Upplýsinga- samfélagið sér um það. Það er engu að síður sorgleg staðreynd að ótrúlega hátt hlutfall neysluvara okkar inniheldur fáránlegt magn sykurs og meðal Íslendingurinn innbyrðir enn í dag um 1 kg af sykri í hverri einustu viku ársins. WHO – World Health Org- anisation hefur nýlega lækkað ráð- lagt sykurmagn á dag töluvert en ég trúi því að við verðum hvert og eitt að taka þetta í eigin hendur og lágmarka sykur eins og við mögu- lega getum bæði í eigin neyslu og þegar við erum að kaupa inn fyrir yngri fjölskyldumeðlimina. Þess vegna er svona átak eins og Syk- urlaus september-átak Smartlands mjög mikilvægt því þetta miðlar upplýsingum og hvetur fólk og getur verið fyrsta skrefið hjá jafn- vel heilli þjóð til að minnka syk- urneysluna sem væri risastórt skref fyrir okkur öll og myndi létta stórkostlega á útgjöldum rík- isins til heilbrigðismála því flest vandamál tengd sykri eru áunnin og því unnt að snúa við sé ákvörð- un tekin um að minnka neysluna.“ Hvað gerist þegar fólk hættir að borða sykur? „Það sem gerist er í raun er bara lítið kraftaverk því óhófleg sykurneysla hefur svo ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar að ég held að okkur óri ekki fyrir hversu dagleg líðan getur batnar og samneyti við mat getur orðið gott þegar við takmörkum sykur verulega. Það þarf eiginlega upp- talningu í þetta og hún gæti litið svona út … – Húðin verður betri. – Orkan verður margfalt betri og jafnari yfir daginn. – Hormónakerfið starfar betur og eðlilegar þegar sykur er ekki til staðar. – Sykur kostar peninga og þegar þú hættir að kaupa sykur muntu spara ótrúlegar upphæðir. – Matarlyst mun verða eðlilegri og eitthvað sem þú ræður betur við og borðar sjaldnar yfir þig. – Minni sykurneysla þýðir að löng- un í sykur minnkar og þú færð margfalt betri stjórn á sykurlöng- uninni. – Matarlöngun verður eitthvað sem þú munt ráða mun betur við, þig langar ekki bara stanslaust í ruslfæði. Kraftaverkin gerast í sykurleysinu September er líklega besti mánuður ársins til þess að laga matarvenjur sínar eftir kæruleysi sumarsins. Sykurlaus september verður haldinn hátíðlegur á Smartlandi í ár líkt og undanfarin ár en sykur hefur mikil áhrif á heilsufar okkar. Allan mánuðinn verður fróðleikur tengdur sykurneyslu í forgrunni á Smartlandi. Gunnar Már Kamban, einkaþjálfari og höfundur heilsubókanna Hættu að borða sykur, LKL lífsstíllinn og 17:7 svo einhverjar bækur séu nefndar, verður lesendum innan handar allan mánuðinn og mun veita stuðning inni á lokaðri Facebook-síðu. Gunnar hefur unnið við það í 25 ár að bæta heilsu fólks. Morgunblaðið/Eggert Sykurlaus Gunnar Már Kamban ætlar að vera lesendum Smartlands innan handar. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.