Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 62

Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Vistvænna prentumhverfi og hagkvæmni í rekstri Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri og fyrsta flokks þjónusta. www.kjaran.is | sími 510 5520 – Þú stórbætir heilsu þína á allan mögulegan hátt. Líkur á algengum sjúkdómum stórminnka og lífs- gæðin aukast. – Þú léttist þegar þú hættir að borða sykur og sykraðan mat. Fyrsta ákvörðun þín ætti alltaf að vera að minnka sykur ef þú vilt léttast.“ Hvernig fer fólk að sem er vant að borða sykur á hverjum degi að hætta því? „Það er ekki einfalt að hætta að borða sykur og ég er að giska en ég myndi ætla að allir sem hafa lent í vandræðum með sykurneyslu hafi reynt að hætta en ekki tekist það nema í mesta lagi tímabundið. Þetta segir okkur að vandamálið er nokkuð flókið og fjallar ekki bara um að hætta að drekka gos og borða nammi. Ég gaf nýlega út rafbók og 21 dags prógramm sem fjallar einmitt um þetta og leiðir lesandann skref fyrir skref í gegn- um það ferli að stórminnka sykurneysluna. Sykur er flokkaður í næringarflokk sem kallast kolvetni. Næring- arflokkarnir eru þrír en kol- vetnaflokkurinn inniheldur meðal annars sykur, brauð, kartöflur, grjón, pasta, grænmeti og salat. Einhver kynni að spyrja hvernig í ósköpunum súkkulaði og salat sé í sama næring- arflokki og svarið er að þegar þú borðar sykur eða salat þá gerist það sama. Það verður til sykurinn glúkósi. Sum kolvetni eins og grænmeti og salat brotna niður í afar lítið magn af glúkósa og hafa því lítil áhrif á blóðsykur og þar með orkuna og matar- og sykurlöngun. Önnur kolvetni brotna hins vegar niður í mikið magn af glúkósa og hafa neikvæð áhrif á alla þessa hluti svo það er í flestum tilfellum ekki nóg að minnka bara sykur heldur þarf að skoða málið í stærra samhengi og skipuleggja samsetningu máltíðanna í sam- ræmi við það. HABS-rafbókin og 21 dags prógrammið virkar ná- kvæmlega þannig.“ Nú er töluvert sykurmagn í áfengi. Stendur það ekkert á fólki að hætta að drekka ef það ætlar að hvíla sykurinn í mataræði sínu? „Það er reyndar ekki viðbættur sykur í áfengi nema tilbúnum kok- teilum og Breezerum. Léttvín, bjór og sterkt áfengi inniheldur engan viðbættan sykur og kolvetnainni- haldið í til dæmis gini er 0%. Aftur á móti er alkóhól nokkuð kaloríu- ríkt eða 7 kaloríur á grammið og eins og versta sykurtegundin frúk- tósi fer áfengi í gegnum lifrina þegar það er brotið niður og þess- ar kaloríur hafna síðan í fitufrum- unum eða innan lifrarinnar sjálfrar sem er aldrei jákvætt. Að því sögðu er að mínu mati hægt að njóta áfengis í takmörkuðu magni án þess að stofna heilsunni í hættu. Drekktu léttvín eins og hvítvín eða rauðvín, léttbjór eða sterkari tegundir eins og vodka eða gin og blandaðu það í sítrónu- sódavatn og kreistu úr lime eða sí- trónu. Magnið er þó alltaf það sem skiptir höfuðmáli svo einn áfengur drykkur öðru hverju ætti ekki að setja stórt strik í reikninginn.“ Hvernig lífi lifir þú sjálfur? Ertu alveg sykurlaus? „Ég gaf út rafbók á síðasta ári sem kallaðist 17:7 og fjallar um einfalda útgáfu af föstu sem geng- ur út á það að fasta eftir kvöldverð fram að hádegisverði daginn eftir. Hún fjallar um að ná jafnvægi á hormónakerfið og í stuttu máli borða ég ekki eftir kvöldverð og sleppi morgunverðinum. Þetta geri ég alla daga vikunnar og fyrir vik- ið er blóðsykurinn í frábæru standi og langanir í sykur og aðra óholl- ustu eru í algeru lágmarki sem gefa mér gott jafnvægi í mataræð- inu og valið á mat verður þar af leiðandi betra. Ég hef svo sem aldrei verið mikill nammigrís en góður matur er eitthvað sem ég fell frekar fyrir en með því að bæði fasta í þessar klukkustundir og borða síðan mat sem hefur jákvæð áhrif á blóðsykurinn næ ég að halda góðum takti. Ég er þó algerlega þeirrar skoðunar að hægt sé að neyta góðs matar og smá sykurs sé grunnurinn í lagi. Ég legg upp með það í mínum ráðleggingum að fólk sé að halda sig um 80% innan rammans og sé búið að ná góðu jafnvægi og þá er í lagi að leyfa sér eitthvað meira til dæmis um helgar.“ Ef þig langar að taka virkan þátt í Sykurlausum september á Smartlandi ertu hjartanlega vel- komin/n í hópinn Sykurlaus sept- ember á Smartlandi á Facebook. Það er bara á síðustu árum sem við erum að átta okkur á því og rann- sóknir hafa sýnt fram á hversu skaðlegur frúktósi er heilsu okkar. Frúktósi er notaður í fjölda mat- væla og er vinsæl viðbót við marg- ar matvælategundir sem hafa skor- ið niður sykurmagnið og eru jafnvel auglýstar sem sykurskertar eða sykurlausar en hafa þá bætt þá frúktósa við í staðinn. Að minnka sykurneyslu þýðir að við verðum að minnka neyslu á frúktósa og þetta eru ástæðurnar: Frúktósi heldur hungurtilfinn- ingunni gangandi Frúktósi hefur einstakt niður- brotsferli sem er ólíkt öllum öðrum sykurtegundum. Þegar frúktósa er neytt, sérstaklega í miklu magni eins og í ávaxtasafa þá ýtir hann ekki undir framleiðslu líkamans á hormóninu Leptín sem undir eðli- legum kringumstæðum er framleitt þegar þú neytir matar og gefur heilanum skilaboð um að þú sért mett/mettur. Niðurstaða: Frúktósi veldur ekki eðlilegri saðningar-tilfinningu og lætur okkur borða áfram án þess að okkur finnist við vera orðin södd. Frúktósi lætur okkur borða meira af mat Þegar þú borðar eða drekkur frúktósa hækkar hlutfall hormóns- ins Ghrelin en það þýðir aukna hungurtilfinningu og aukna mat- arlyst. Skammtastærðir verða stærri, matarlyst fer frá því að vera eðlileg í óhóflega, löngun í ruslfæði eykst og sykurlöngun eykst. Niðurstaða: Þegar mataræði okkar inniheldur mikið magn frúktósa borðum við einfaldlega meira af mat, það er bara það einfalt. Frúktósi er einstök sykurtegund Frúktósi er alveg einstakur að því leyti að lifrin er eina líffærið sem getur brotið hann niður í miklu magni og þegar þú borðar fæðu sem inniheldur mikið magn frúktósa verður lifrin yfirhlaðin og bregst við með því að breyta frúktósa í fitu. Ef lifrin getur ekki losað sig við fituna getur hún safnast fyrir í lifrinni og ýtt undir lifrasjúkdóma. Niðurstaða: Ef þú borðar frúktósa í miklu magni mun hann lenda í fitu- frumunum eða verða eftir í lifrinni sem er skínandi gott dæmi um tvo slaka kosti. Frúktósi er algerlega gagnslaus frumum okkar og í miklu magni er hann hættulegur heilsu okkar. Síð- ustu ár hefur frúktósi fengið það orðspor að vera þessi „góði“ sykur sem er náttúrulegur og hefur verið kallaður heilsusykur þar sem hann er gjarnan í ríku magni í mörgum „heilsuvörum“ eins og agave og hun- angi. Það er bara nýlega sem við er- um að átta okkur hversu víðtæk skaðsemi frúktósa er og niðurstöð- urnar eru ekki góðar. Bættu heilsu þína stórkostlega og minnkaðu neyslu á frúktósa. gunni@habs.is Frúktósi er í raun stóra vandamálið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.