Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Landsins mestaúrval af trommumí öllum verð�lokkum.Hjá okkur færðufaglega þjónustu,byggða á þekkinguog áratuga reynslu.
Nú keppast margir við að koma rifs-
berjum í not áður en bústnir fuglar gera
þeim skil. Þessi uppskrift er líklega með
þeim ferskari og betri þegar kemur að
því að sameina tertu og rifsber.
Ég verð að viðurkenna að kakan varð
hin mesti djöfull að draga því hún nán-
ast dró mig fram úr á nóttunni þar sem
ég vissi af smá flís í ísskápnum. Hún er
sum sé stórkostleg!
Það má vel nota aðra uppskrift að
rifsberjasultu en reynið endilega að
hafa hana nokkuð grófa og alls ekki
nota rifsberjagel. Tertan er nokkuð veg-
leg og dugar uppskriftin í stærri gerðina
af sílíkon- eða smelluformi – um 25 cm.
Botn
180 gr hafrakex
50 g pistasíuhnetur
120 g smjör
1 msk. hunang (má sleppa ef kexið
er sætt fyrir)
Myljið kexið
og hneturnar í
matvinnsluvél.
Bræðið smjörið í
potti og hrærið kex-
inu saman við. Hun-
angið fer síðast
út í.
Því næst er
blöndunni þrýst
ofan í mót og
upp á barma
þess.
Setjið
botninn í kæli
og látið
storkna á
meðan fyll-
ingin er gerð.
Fylling:
500 g rjómaost-
ur (matreiðslu)
2 msk. límónusafi
1 dl hunang
200 g rjómi, þeyttur
200-250 g hvítt gæðasúkkulaði, brætt
1 tsk. límónubörkur
Hrærið rjómaostinn, hunangið og
límónusafan saman uns góð áferð fæst.
Því næst er bræddu súkkulaðinu hellt
út í en það má ekki vera meira en fing-
urvolgt.
Því næst er rjómanum og berkinum
hrært varlega saman við.
Hellið blöndunni í formið og geymið í
kæli í klst. áður en sultan er sett ofan á.
Sulta:
500 g rifsber, tekin af stilkunum
150 g döðlusykur eða önnru sæta eftir
smekk
1,5 dl appelsínusafi
2 msk. hunang
Sjóðið herlegheitin saman og látið
malla uns úr verður þykk sósa/
sulta.
tobba@mbl.is
Ostakaka með hvítu súkkulaði,
rifsberjatoppi og pistasíubotni
Brjálaður botn Pistasíuhneturnar gefa botninum ekki bara ómótstæðilegan keim heldur líka skemmtilega áferð.
Morgunblaðið/TM
Haustbomba Tertan er mjög fersk og góð og hentar vel við öll tækifæri.
Má ég fá meira?
Það verður enginn
afgangur af þessari.