Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 70
70 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
✝ Jón Helgi Ein-arsson, Jonni,
fæddist í Borg-
arnesi 21. maí 1938.
Hann lést í Brák-
arhlíð í Borgarnesi
26. ágúst 2017.
Foreldrar hans
voru Einar Ágúst
Jónsson (1900-1969)
og Þórdís Sigurðar-
dóttir (1914-1996),
þá búsett á æsku-
heimili hans Miðhúsum. Systur
hans eru Sigríður Björk, f. 1943,
og Helga Ásdís, f. 1952, d. 2012.
Haustið 1945 fluttist hann
með foreldrum sínum að Þver-
holtum þar sem þau urðu bú-
stjórar hjá Axel Thorsteinssyni
sín fyrstu sumur með foreldrum
sínum í vegavinnutjöldum. Hest-
ar voru síðast notaðir í vega-
vinnunni sumarið 1947 þegar
Jonni var níu ára. Það sumar
var Jonni kúskur og keyrði svo
vegavinnubíl þegar tilskildum
aldri var náð.
Árið 1964 fluttu þau Lilla og
Jonni í Borgarnes þar sem hann
hóf störf hjá Vírneti, sem í dag-
legu tali var nefnt naglaverk-
smiðjan. Frá árinu 1971 var Jón
mjólkurbílstjóri hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga en því starfi sinnti
hann til starfsloka árið 2006.
Jón átti margvísleg áhugamál.
Hann hafði yndi af hestum og
veiðum að ógleymdri spila-
mennskunni, sem hann stundaði
meðan heilsa og ævi entust.
Útför Jóns Helga fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 1. sept-
ember 2017, klukkan 14.
til 1950 en bjuggu
sínu búi þar til árs-
ins 1955. Það haust
fluttu þau sig um
set að Sveinsstöð-
um. Þar tók Jón
við búi 1959 og bjó
til 1964.
Í október árið
1960 kvæntist
Jonni Guðbjörgu
Andrésdóttur
(Lillu), f. 1941.
Foreldrar hennar voru Lilja
Finnsdóttir og Andrés Guð-
mundsson á Saurum í Hraun-
hreppi.
Faðir Jonna, Gústi, var vega-
verkstjóri en Dísa móðir hans
matráðskona. Því dvaldi hann
Þegar ég kom inn í tengdafjöl-
skyldu mína á Beigalda fyrir rúm-
um fjórum áratugum varð mér
fljótlega ljóst að hjónin á Þórólfs-
götu 10 Guðbjörg (Lilla) og Jón
Helgi (Jonni) áttu fastan sess þar.
Milli systranna Lillu og Rúnu
tengdamóður minnar var náið
samband. Ef til stóð að gera sér
dagamun var ævinlega kannað
hvort Lilla og Jonni gætu ekki
verið með. Boð á Þórólfsgötunni
17. júní og um jól urðu fastir liðir.
Jonni tók kannski ekki mikinn
þátt í matseldinni en hans rólega
og hlýja fas gerði að allir nutu
samverunnar og þessar stundir
eiga tryggan sess í huga allra sem
fengu að njóta. Jonni var sveita-
drengur sem hafði sterka tilfinn-
ingu fyrir náttúrunni og naut
hennar vel á margvíslegan hátt. Í
huganum getum við fylgt honum í
eggjatínslu niður á Mýrar á mildu
vorkvöldi þar sem hann röltir um
varpsvæðin með fötu í hendi. Allt
atferli vitnar um virðingu sem
hann bar fyrir náttúrunni og hann
las svo vel að hann var fengsælli
en flestir aðrir. Við gætum líka
fylgt honum inn á Hraundal með
berjatínu í síðsumarsblíðu. Hestar
voru nátengdir Jonna stóran hluta
ævinnar. Í uppvextinum við land-
búnaðarstörf og vegavinnu, síðar
sem gleðigjafi á útreiðum í Borg-
arnesi og hestaferðum á sumrum.
Á þessum vettvangi kynntist ég
Jonna hvað best í sameiginlegu
áhugamáli og áttum við margar
góðar stundir í ferðum á hestum.
Nefna má bjarta vornótt þegar við
ásamt fleirum riðum með Múlum
frá Kaldármelum í Borgarnes.
Sólin hellir geislum sínum yfir
ferðalanga snemma morguns, dá-
semd sem engan lætur ósnortinn
sem ann náttúrunni og kynnst
hefur ferðum á hestum. Þá kemur
upp í hugann ferð frá Þingvöllum í
Borgarfjörð. Veður var í heitasta
lagi og dagleiðin löng. Svo sem oft
var Lilla ekki langt undan og það
lyftist brúnin á ferðalöngum þeg-
ar hún birtist með málsverð í
Lundarreykjadal. Það má segja
að hjá Jonna hafi sannast hið forn-
kveðna að fé er jafnan fóstra líkt.
Hestar hans voru spakir. Þegar
aðrir skelltu hestum sínum í
reksturinn fannst honum gott að
láta þá lausu skokka sér við hlið.
Rólyndi og yfirvegun Jonna kom
skýrt fram í þessu og allar uppá-
komur leystar fumlaust og af ör-
yggi. Vart er hægt að hugsa sér
betri ferðafélaga en þá sem búa
yfir slíkum eðliskostum. Gaman
hafði Jonni af því að renna fyrir
fisk og fyrir kom að vinir buðu
honum fram í hérað í veiði. Oft
gekk hann út með stöngina til
veiða við Borgarfjarðarbrúna. Það
eru ófáar laxamáltíðirnar sem
skyldmennin nutu úr þessum
veiðiferðum. Með þennan mikla
veiðiáhuga var það mikið happ eft-
ir starfslok þegar hann fór að að-
stoða við seiðaeldi og fylgjast með
laxagengd í gildru við mynni
Hafnarár. Lungann úr sumrinu
fór hann daglega einu sinni til
tvisvar út að Höfn að gefa seiðum
og sjá hvað var af löxum í gildr-
unni. Þennan mikla áhuga og
ánægju fann ég er ég fór með hon-
um í eina slíka ferð á miðju sumri
þegar þróttur var farinn að dvína
verulega. Allt gaumgæft vel og
það var eins og hann efldist allur
við að koma á þennan stað sem var
honum kær. Sterk upplifun sem
mun varðveitast. Við kveðjum
góðan félaga og biðjum honum
guðsblessunar.
Jón Bjarnason.
Við andlát vinar míns Jóns
Helga Einarssonar, Jonna, leitar
hugurinn til liðinna ára og stað-
næmist við árið 1939. Þá er Jonni
á fyrsta ári og einn af okkur í
vinnuflokknum hjá föður hans
sem var vegavinnuverkstjóri og
móðir hans matráðskona. Þetta
voru fyrstu kynni mín af Jonna.
Þetta sumar kallaði hann mig
Anda og stundum fetaði mamma
hans í spor litla drengsins síns og
kallaði mig því nafni. Sumarið
1948 var mitt síðasta vegavinnu-
sumar eftir tólf sumur hjá Ágústi
föður Jonna. Þá myndaðist vík
milli vina og samband mitt við
Jonna og fjölskyldu hans rofnaði
að nokkru leyti. En aldrei slitnaði
vinátta mín við foreldra hans. Á
þessum árum mótaðist Jonni í
fulltíða mann og hneigðist hugur
hans til hesta og varð hann hesta-
maður góður svo sem verið hafði
faðir hans. Á þeim vettvangi
kynntist ég Jonna á ný. Á þeim ár-
um felldu þau hugi saman Jonni
og Lilla, yngri systir Rúnu konu
minnar. Eftir að þau giftust
myndaðist á ný vinátta, sem aldrei
bar skugga á. Þegar Rúna kona
mín féll frá árið 1983 mynduðust
sérstök tengsl milli barna minna
og þeirra hjóna. Sérstaklega við
yngstu dóttur okkar Steinunni
Þórdísi, sem var fjórtán ára þegar
móðir hennar dó. Stundum finnst
mér eins og henni finnist þau hjón
vera sem aðrir foreldrar sínir. En
það er sérstök tilfinning sem gríp-
ur huga gamals manns sem stend-
ur yfir moldum náins vinar sem er
mörgum árum yngri og hefur
þekkt frá barnsárum. Svona er líf-
ið og þeim örlögum verður maður
að sæta og bera virðingu fyrir.
Jonni kvaddi þennan heim á
þeim tíma ársins þegar bændur
ríða til fjalls og afréttir smalaðir.
Jonni fór alltaf í réttir á haustin
meðan hann stundaði hesta-
mennsku, Hítardalsrétt og daginn
eftir Hraundalsrétt, sem síðar
varð Grímsstaðarétt. Ég trúi því
að andi Jonna „svífi þar yfir vötn-
um“ þessa dagana.
Árni Guðmundsson
frá Beigalda.
Mig langar að minnast Jonna í
örfáum orðum. Þau hjón Lilla og
Jonni hafa verið mikilvægur hluti
minnar fjölskyldu, en nú sér elsku
Lilla frænka á eftir sínum góða
lífsförunauti. Á dánarbeði Jonna
lofaði ég að hugsa vel um Lillu og
það ætla ég að gera.
Jonni var stór maður og fríður.
Hann var traustur, rólegur, jafn-
lyndur, barngóður, orðvar og um-
fram allt hafði hann ákaflega
þægilega nærveru. Ýmis minn-
ingabrot skjótast upp við fráfall
Jonna. Jólaboð á Þórólfsgötunni
þar sem þau hjón tóku á móti gest-
um af miklum myndarskap og
gestrisni. Að sjálfsögðu var það
Jonni sem blandaði ölið sem
bragðaðist dásamlega og var vel
útilátið. Nóg var af hverskonar
góðgæti. Stundum fór það þó
þannig að meltingarfæri mín mót-
mæltu að kvöldi jóladags eftir
kræsingar þeirra hjóna.
Það var fastur liður að eyða
þjóðhátíðardeginum 17. júní hjá
Lillu og Jonna, en þeim tókst
ávallt að fylla daginn helgi og há-
tíðleika. Skemmtun í Skallagríms-
garði með Jonna á meðan Lilla
kepptist við að undirbúa kaffi og
mat fyrir gestina.
Upp í hugann koma minningar
úr mjólkurferðum með Jonna. Að
fá að fara í slíkar ferðir með hon-
um var sérstakt tilhlökkunarefni,
enda fullt af brjóstsykri í hanska-
hólfinu og það kunni ég vel að
meta. Þarna var líka tækifæri til
að kynnast héraðinu og Jonni var
óþreytandi að segja frá bæði bæj-
arnöfnum, örnefnum og skemmti-
legar frásagnir af ábúendum
fengu að fljóta með.
Ferðir í Volkswagen-bifreið
þeirra hjóna M-611 voru ævintýri
líkastar því foreldrar mínir eign-
uðust ekki bifreið fyrr en löngu á
eftir þeim. Bjallan var mikil
drossía í mínum augum. Jonni
taldi ekki eftir að ganga erinda
fyrir foreldra mína og oft var farið
í skemmtiferðir á bjöllunni sem
þótti hið mesta sport. Ég finn enn
ilminn í bílnum og heyri drunurn-
ar sem voru alveg sérstakar í
þessari tegund bifreiða.
Fyrir þetta og svo ótalmargt
annað er ég þakklát Jonna.
Alda Árnadóttir frá Beigalda.
Þegar staðið er á tímamótum er
gott að láta hugann reika. Andlát
Jonna markar tímamót í tilveru
okkar. Minningar eru rifjaðar
upp, sumar vekja hlátur, aðrar
angurværð. Veiði stunduð í fal-
legri íslenskri náttúru. Spilast-
undir við eldhúsborðið, þar sem
ný spil voru kennd og önnur rifjuð
upp. Farið í berjamó, þar sem leið-
sögumaðurinn vissi alltaf hvar
best var að bera niður. Leiðangrar
að gefa laxaseiðum. Hljóðar
stundir á sorgartímum þar sem
ekki svo mörg orð voru sögð en
nærgætni í hávegum höfð. Heimili
sem alltaf stóð opið fyrir ung-
mennum sem þurftu. Botsía spilað
í sumarhúsi og svamlað í heitum
potti. Grillað að kvöldi dags. Að-
fangadagskvöld í áratugi þar sem
glaðværð réð ríkjum. Alltaf veisla
á jóladag og oft á 17. júní þar sem
gestgjafar veittu höfðinglega.
Veikindum sem tekið var af æðru-
leysi. Umhyggja fyrir samferða-
mönnum. Rólegheit sem ekkert
fékk haggað.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Við þökkum í auðmýkt fyrir
góðar stundir og kveðjum kæran
vin með söknuði.
Steinunn Þórdís, Páll,
Aðalsteinn Ingi og
Guðrún Lilja.
Jón Helgi Einarsson
✝ Guðrún Eyj-ólfsdóttir
fæddist á Siglufirði
4. október 1936.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 22. ágúst
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhann-
esína Dóróthea Jó-
hannesdóttir frá
Dýrfinnustöðum í
Skagafirði, f. 9. september 1899,
d. 31. maí 1942, og Eyjólfur
Finnbogason, sjómaður og pípu-
lagningamaður á Sauðárkróki,
f. 24. október 1903, d. 7. maí
1982. Bróðir hennar var Jó-
hannes Björgvin Eyjólfsson, f.
16. ágúst 1935, d. 12. febrúar
1961. Þau systkinin ólust upp á
Dýrfinnustöðum í Skagafirði hjá
móðursystur sinni Maríu Jó-
hannesdóttur, f. 16. apríl 1892,
d. 24. júní 1986, og ömmu sinni
Guðbjörgu Björnsdóttur, f. 4.
júlí 1866, d. 27. apríl 1957. Fyrir
átti María 12 börn, fædd á ár-
unum 1915-1932, þannig að
Guðrún ólst upp í stórum systk-
inahópi.
Hinn 1. janúar 1965 giftist
son, f. 31. desember 1957, og
eiga þau tvö börn, Bjarnar Inga,
f. 1997, og Dagnýju Rún, f. 2003.
4) María, f. 29. apríl 1977, eigin-
maður hennar er Rickard Möll-
er, f. 25. janúar 1975, og eiga
þau þrjú börn, Ragnar Malte og
Aron Helga, f. 2014, og Elsu
Guðrúnu, f. 2016.
Guðrún tók gagnfræðapróf
frá Reykjaskóla í Hrútafirði og
stundaði nám við Húsmæðra-
skólann á Löngumýri í Skaga-
firði. Hún vann ýmis verslunar-
og þjónustustörf fyrir norðan og
síðar í Reykjavík, þar sem hún
kynntist eiginmanni sínum. Þau
hjónin bjuggu í Kaupmannahöfn
á árunum 1965-1969 á meðan
Ingimar var þar við nám. Þaðan
fluttu þau í Kópavog og bjó Guð-
rún þar allt þar til hún flutti á
hjúkrunarheimilið Skógarbæ í
maí 2017. Hún var mikil hús-
móðir og sinnti heimili og börn-
um. Samhliða því sá Guðrún um
bókhald og skrifstofumál hjá
fyrirtæki Ingimars, sem var oft
á tíðum afar annasamt starf.
Hún var ötull félagsmaður í Inn-
er Wheel-klúbbi Kópavogs og
gegndi þar m.a. formannsemb-
ætti. Hún hafði unun af fjall-
göngum og útivist og gengu þau
hjónin á fjölmörg fjöll um allt
land.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Lindakirkju í dag, 1. september
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
Guðrún eftirlifandi
eiginmanni sínum
Jörgen Ingimar
Hanssyni verkfræð-
ingi, f. 4. apríl 1942
á Hvanneyri í Borg-
arfirði. Foreldrar
hans voru Sigrún
Ingibjörg Ingi-
marsdóttir handa-
vinnukennari, f. 19.
nóvember 1907 á
Litla-Hóli í Eyja-
fjarðarsveit, d. 2. september
1992, og Hans Jörgensson skóla-
stjóri, f. 5. júní 1912 í Merki-
gerði á Akranesi, d. 24. október
2001. Guðrún og Ingimar eign-
uðust fjögur börn. Þau eru 1)
Sigrún, f. 18. mars 1966, sam-
býlismaður hennar er S. Árni
Ingimarsson, f. 12. október
1964. 2) Björgvin, f. 31. mars
1967, eiginkona hans er Helga
Björg Helgadóttir, f. 1. ágúst
1964. Dóttir Björgvins er Hólm-
fríður Jóhanna, f. 1988, sonur
hennar er Hólmar Þór Estefan,
f. 2009. Saman eiga Björgvin og
Helga tvö börn, Eyjólf, f. 1995,
og Kristrúnu, f. 1997. 3) Dóra, f.
10. apríl 1971, sambýlismaður
hennar er Pétur Waldorff Karls-
Það er undarleg tilfinning að
sjá á eftir móður sinni. Hún var
mikilvægur þáttur í lífi okkar allra
og eigum við margar góðar minn-
ingar um hana. Hún var um-
hyggjusöm móðir, röggsöm og
mikill dugnaðarforkur.
Mamma hafði í mörg horn að
líta. Hún vann mikið og sinnti
annasömu heimili. Jafnframt því
sem hún hélt uppi aga þá gaf hún
okkur lausan tauminn með ýmis-
legt sem margar mæður hefðu
ekki verið hrifnar af. Hún hreins-
aði sviðakjamma og sýndi okkur
hvernig mætti nota þá í byssu- og
bófaleik. Stofunni var um árabil
reglulega breytt í fimleika- og
danssal þar sem húsgögnin voru
færð til og pullum úr sófum dreift
um gólfið. Henni fannst ekkert að
því að leyfa okkur að koma heim
úr sveitinni með nokkrar hagamýs
og aðstoða við að koma þeim vel
fyrir í þvottahúsinu. Hún skemmti
sér svo yfir því þegar mýsnar
sluppu og dönsuðu kringum hana
á meðan hún hengdi upp þvottinn.
Sonurinn fékk leyfi til að vera með
popphljómsveit í kjallaranum sem
var það hávaðasöm að nágranna-
börnin gátu farið út í garð heima
hjá sér og tekið lögin upp á kass-
ettu. Hann fékk líka að skreyta
húsið með öflugu ljósasjói sem
sást langar leiðir þrátt fyrir hríð-
arbyl. Ein dóttirin kom eitt sinn
heim með hvolp sem hafði átt að
bera út og hann var strax velkom-
inn á heimilið. Honum var svo
reyndar komið fyrir í sveit þar
sem okkur fannst hann eiga betur
heima. Hún var líka alveg til í að
aðstoða við að rannsaka innviði
tannkremstúpu til að svara spurn-
ingunni um það hvernig þetta
virkar með bláu rendurnar á tann-
kreminu.
Mamma var tæknimaðurinn á
heimilinu, sá um allar smáviðgerð-
ir og hafði auga fyrir því hvernig
leysa mætti hlutina. Eftir hana
liggja mörg handverk, sérstak-
lega frá fyrri árum, sem prýtt hafa
heimilið. Hún saumaði mikið og
voru eldri börnin í heimasaumuð-
um fötum fram eftir öllu, hvort
sem þeim líkaði betur eða verr.
Hún fór á málmsmíðanámskeið,
málaði og saumaði púða og mynd-
ir. Hún var mikil húsmóðir, tók vel
á móti gestum og átti ekki í nein-
um vandræðum með að galdra
fram heilu tertuhlaðborðin ef svo
bar við.
Mamma okkar var mikil sveita-
stelpa og leið vel í sveitaumhverfi.
Henni fannst mikilvægt að við
kynntumst sveitastörfum og sá til
þess að við kæmumst á góða
sveitabæi. Hún var mikil útivist-
arkona og naut þess að vera úti í
náttúrunni. Foreldrar okkar
gengu saman á mörg fjöll um allt
land, þó sérstaklega í kringum
Reykjavík, í Skagafirði og í
Öræfasveit. Þau gengu m.a. á
Hvannadalshnjúk og hélt hún
lengi yfirlit yfir tugi Esjuferða og
þekkti fjölda gönguleiða á Esjuna.
Á seinni árum var annar fótlegg-
urinn farinn að há mömmu og
gekk hún við staf síðustu árin.
Hún lét það þó aldrei aftra sér,
ekki heldur þegar útivist og fjall-
göngur voru annars vegar.
Mamma greindist með Alz-
heimer fyrir nokkrum árum og
líkaminn fór smám saman að gefa
sig. Faðir okkar var henni stoð og
stytta á þessum tíma og aðstoðaði
hana af heilum hug. Nú er komið
að kveðjustund. Við munum ylja
okkur á góðum minningum um
þig. Takk fyrir allt elsku mamma.
Sigrún, Björgvin,
Dóra og María.
Guðrún mágkona mín og góð
vinkona er látin. Hún er kvödd
með virðingu og þakklæti.
Guðrúnu sá ég fyrst þegar Ingi-
mar bróðir minn kynnti hana fyrir
fjölskyldunni hér sunnan heiða.
Lágvaxin, glaðleg og vingjarnleg
stóð hún við hlið bróður míns.
Okkur þótti strax mjög vænt um
hana. Guðrún var félagslynd, mús-
íkölsk og hafði gaman af allri úti-
vist og hreyfingu. Ingimar var um
þessar mundir að ljúka verkfræði
við Háskóla Íslands og þeirra beið
dvöl í Danmörku til að ljúka því
námi. Eftirminnilegt er skeyti
sem barst frá Danmörku 18. mars
1966. Þar stóð: „Sigrún Ingimars-
dóttir er fædd“. Ári síðar fæddist
Björgvin.
Að loknu námi Ingimars komu
þau heim til Íslands, þar sem þær
Dóra og María fæddust. Þau
bjuggu lengst af á fallegu heimili
sínu í Selbrekku 22 í Kópavogi.
Þangað var alltaf svo indælt að
koma og taka þátt í hátíðisdögum
fjölskyldunnar. Á þessum árum
vann Guðrún að barnauppeldi og
sótti auk þess ýmis námskeið í list-
greinum. Nám hennar í Hús-
mæðraskólanum á Löngumýri
veitti henni fjölbreytt og gott
veganesti út í lífið.
Náin tengsl voru við fjölskyld-
una á Kvískerjum. Þar fengu
börnin fræðsluríka sumardvöl og
nutu dvalarinnar í hvívetna. Á
sumrin var vikudvöl í sumarbú-
stað, sem nokkrir skólastjórar
áttu í Bakkaseli við Þingvallavatn.
Þar hittist stórfjölskyldan. Allir
hlökkuðu til að komast þangað og
njóta fegurðarinnar, sigla á vatn-
inu og stunda veiðar. Þessi tími er
öllum ógleymanlegur. Á Sauðár-
króki átti Guðrún lítið og fallegt
hús, eitt elsta húsið á Króknum.
Þangað var gott að koma, því Guð-
rún hafði frá svo mörgu að segja
úr Skagafirði.
Guðrún var rösk til verka,
vandvirk og dugleg. Auk heimilis-
starfa sá Guðrún um skrifstofu-
störf og bókhald í fyrirtæki Ingi-
mars í mörg ár. Hún var mikil
blómakona og bar heimilið og
garðurinn við húsið þess glöggt
vitni. Á fallegu heimili þeirra ríkti
myndarskapur og gestrisni. Hún
var einstaklega hjálpsöm og það
var mjög gott að vinna með henni.
Börnin eru fjögur: Sigrún, með
meistaranám í heilbrigðisvísind-
um, Björgvin rafeindavirki, Dóra
þroskaþjálfi og María, doktor í líf-
fræði.
Börnin þeirra hafa alla tíð verið
mér mjög náin og einstakir vinir.
Það voru mikil forréttindi fyrir
mig að fylgjast með uppvexti og
námi þeirra. Síðustu vikurnar
dvaldi hún á hjúkrunarheimili.
Þar naut hún einstakrar um-
hyggju og hjálpsemi eiginmanns
og barna sinna.
Við Hjörtur og fjölskyldur
Snorra og Arnar sendum Ingimar
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Guð-
rúnar okkar.
Bryndís Steinþórsdóttir.
Elsku Guðrún mín. Við kynnt-
umst fyrst þegar við vorum litlar
stelpur og höfum alla tíð haldið
vináttu okkar. Vinátta þín við mig
og fjölskyldu mína var okkur svo
mikils virði. Ella systir dýrkaði
þig mest af öllum. Það var oft glatt
á hjalla þegar við hittumst eftir að
þú giftist Ingimar og stofnaðir
heimili með honum.Við heimsótt-
um hvor aðra og eitt sinn fórum
við Þórhallur til að vera hjá ykkur
á kosningakvöldi. Þá var kátt í
höllinni. Stundum förum við í
ferðalög saman. Það voru
skemmtilegir tímar. Hjálpsemi
þín og Ingimars við okkur Þórhall
þegar hann var að setja upp mál-
verkasýningar er ógleymanleg.
Það er margs að minnast og
margs að sakna. Ég votta Ingimar
og fjölskyldunni allri innilega
samúð mína. Hvíldu í friði, elsku
frænka mín.
Anna Pálína Þórðardóttir.
Það kvarnast úr vinahópi Ís-
lendinganna, sem lögðu stund á
verkfræði við Danmarks Tekniske
Guðrún
Eyjólfsdóttir