Morgunblaðið - 01.09.2017, Page 72
72 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
✝ Sigrún Björns-dóttir fæddist
á Akureyri 23.
ágúst 1940. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri 21. ágúst
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Björn Júl-
íusson, pípulagn-
ingamaður og
bóndi, f. 14. maí
1903, d. 26. febrúar 1985, og
Pálína Snjólaug Hjörleifsdóttir,
f. 1. september 1911, d. 26. jan-
úar 2001. Systkini hennar eru
Jóhanna María, f. 1934, d. 2015,
Hjörleifur Baldvin, f. 1937, d.
2009, Rósa, f. 1938, d. 2013,
ágúst 1978. Synir Ingvars eru
Alexander, f. 27. desember
1991, Stefán Örn, f. 28. sept-
ember 2003 og Edvard Þór, f.
4. júní 2008. 3) Viðar, f. 6.
ágúst 1979. Sambýliskona hans
er Ragna Björg Ársælsdóttir, f.
19. febrúar 1985. Börn Viðars
eru Arnar Smári, f. 18. október
2002, Árdís Rún, f. 10. janúar
2013 og Ármann Dagur, f. 30.
janúar 2016.
Sigrún ólst upp á Akureyri
og í Svarfaðardal en bjó lengst
af á Akureyri. Hún vann við
ýmis störf en var lengst af
starfandi hjá Akureyrarbæ,
bæði á bæjarskrifstofunum og
sem yfirmaður Vinnumiðlunar.
Einnig gegndi hún ýmsum fé-
lagsstörfum m.a. í þágu ein-
staklinga með fötlun og í kven-
félagi Akureyrarkirkju.
Útför Sigrúnar verður gerð
frá Akureyrarkirkju í dag, 1.
september 2017, og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
Júlíus Jón, f. 1942,
Jófríður, f. 1944,
Daníel Björn, f.
1946, Árni, f. 1951
og Ólafur Örn, f.
1953.
Árið 1965 giftist
Sigrún Valgeiri
Þór Stefánssyni,
bifreiðastjóra og
vélstjóra, f. 4. mars
1934. Synir þeirra
eru: 1) Arnar, f. 8.
júlí 1965. Sambýliskona hans er
Elena Zaytseva, f. 19. júní 1975.
Synir Arnars eru Jökull Logi, f.
23. júní 1992, og Atli, f. 29.
nóvember 1995. 2) Ingvar, f. 27.
október 1971. Eiginkona hans
er Helga Kristín Olsen, f. 5.
Það er ótrúlega mikilvægt að
hafa gott bakland. Foreldra
sem leiðbeina manni og segja í
hvaða átt þeir telji að maður
eigi að fara. En þegar piltar
eru ungir gera þeir einmitt og
akkúrat ekki það heldur fara í
hina áttina og gera einhverja
vitleysu. Koma svo heim með
skottið á milli lappanna en
standa samt allar dyr opnar.
Þannig voru svona eins og
fyrstu tuttugu ár okkar pilt-
anna þriggja, eða rúmlega það.
En svo lærir maður. Og ekki
sagði mamma „ég sagði þér
það“. Leyfa manni að finna út
hvað maður ætlar að verða orð-
inn stór. Eða í þessu tilfelli
eldri.
Það er svo margs að minn-
ast; hlátursins, horfa á bíó-
myndir, ferðalögin sem barn,
að skiptast á mataruppskriftum
og spyrja hver síminn væri hjá
þessum og hinum eða hvenær
einhver ætti afmæli. Þetta
mundi hún allt saman. Og an-
anasterturnar. Ananastertan
var á borðum ef strákurinn
kom heim eftir langan tíma eða
var með í farteskinu þegar hún
kom í heimsókn. Bara eins
pottþétt og aukaföt og tann-
bursti.
Það er líka svo margs að
sakna. Kannski mest þess að
hafa ekki drifið okkur til Madr-
ídar á listasöfnin. Eða til Græn-
lands sem var á óskalistanum.
Ég man líka þegar ég var sjö
ára í Oddagötunni og leitaði að
gleraugunum hennar um alla
íbúð. Hún leitaði líka. Þrædd-
um íbúðina og þegar ég var
undir rúmi kíkti mamma og
spurði hvort þau væru þarna.
Sem þau voru ekki því þau voru
á nefinu á henni.
Ég man líka þegar Jófý syst-
ir hennar og Inga Rún dóttir
hennar buðu mömmu með til
San Francisco og New York
með stuttum fyrirvara. Eins og
lítið barn á jólunum, svo spennt
og svo hissa og glöð. En það
var svo gott að muna það,
svona þegar veikindi tóku
stjórn, að þau hjónin voru dug-
leg að ferðast þegar synirnir
voru orðnir eldri. Ferðalög
höfðu svo mikla þýðingu í lífinu
og minningarnar um þau voru
það sem stóð upp úr þegar far-
ið var yfir lífshlaupið.
Þær ylja allar góðu minning-
arnar. Ja, nema kannski þegar
ég var fimmtán ára í Engimýr-
inni og ljósmyndari hjá dag-
blaðinu Degi á Akureyri stillti
stráknum upp í íþróttahöllinni
til að sýna hve hátt fallið væri
þegar smiður féll af þakinu og
niður á gólf, þegar hún var í
byggingu. Vegna galla í tréplöt-
um.
Þarna var piltur, með á höfð-
inu skíðahúfu sem mamma
hafði prjónað, á forsíðu Dags
undir fyrirsögninni „Fram-
leiðslugalli“. Frú Sigrún hafði
greinina hangandi á korktöflu í
eldhúsinu þangað til hún föln-
aði. Sýndi auðvitað ættingjum
og vinum sem komu í heim-
sókn. Það var fyrirgefið strax
næsta dag.
Það eru engin ósannindi að
dugnaðurinn og hjálpsemin hafi
verið hennar aðalsmerki. Tók
þátt í góðgerðarstörfum og
sýndi svo sannarlega sam-
félagslega ábyrgð. Mamma vildi
öllum vel og vinir og ættingjar
velkomnir að gista, jafnvel bara
vera yfir veturinn ef þeir voru í
skóla eða í vinnu á Akureyri.
Þegar fólk leggur svona inn á
karmareikninginn fær það allt
til baka, í ýmsu formi.
Það er svo margs að sakna
en svo margt að þakka fyrir.
Mömmur eru bestar en mamma
var samt best. Og ömmuhlut-
verkið tók hún upp á tíu.
Takk fyrir allt og allt.
Arnar.
Elsku fallega tengdamóðir
mín er nú fallin frá. Þrátt fyrir
að ég og við höfum vitað í hvað
stefndi er sorgin samt sár. Við
syrgjum konuna sem við þekkt-
um, konuna sem stóð fyrir svo
margt í huga okkar, hlýju
mömmuna og síðar ömmuna
sem tók alltaf svo vel á móti
hverjum þeim sem að dyrum
kom.
Það var alltaf svo notalegt að
vera í kringum Obbu, hún var
hrein og bein og laus við allt
fals. Okkur kom alltaf vel sam-
an, við gátum spjallað um alla
heima og geima, hlegið saman
og notið samverunnar saman.
Hún gekk mér í móðurstað
þegar ég missti foreldra mína
og fyrir það er ég henni óend-
anlega þakklát.
Að hafa fengið Obbu í líf mitt
er mér mjög dýrmætt. Það er
svo sárt að sakna en í sorginni
höfum við þó margar yndisleg-
ar minningar til þess að hugga
okkur við. Allar þær yndislegu
minningar sem við áttum sam-
an mun ég geyma í hjarta
mínu.
Elsku besta Obba mín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín tengdadóttir,
Helga
Í dag kveðjum við yndislega
systur og móðursystur.
Sigrún eða Obba eins og hún
var oftast kölluð af vinum var
óumdeilanlegur foringi í okkar
stóru fjölskyldu. Eins og til
dæmis hvað hún annaðist for-
eldra okkar systkina af mikilli
natni á þeirra efri árum. Hún
var mjög ættrækin og alltaf var
gaman að koma til hennar og
Valgeirs. Þar var húsrúm og
hjartarúm. Á erfiðum tíma hjá
okkur mæðgum fórum við til
þeirra og móttökurnar gleym-
ast aldrei.
Obbu fannst mjög gaman að
ferðast og var Atlasinn iðulega
uppi við. Hún kom með okkur í
nokkrar utanlandsferðir, en sú
ferð sem okkur er hvað kærust
er þegar hún kom nær fyr-
irvaralaust með til San Franc-
isco (vegabréfi og fleira reddað
í hvelli) þar áttum við yndislega
daga sem við eigum mjög góðar
minningar um.
Obba og Valgeir eignuðust
þrjá syni, Arnar, Ingvar og
Viðar og eru barnabörnin orðin
átta og eru flest búsett í
Reykjavík og voru þær ófáar
ferðirnar sem amma fór suður
til að hitta börnin. Í veikindum
hennar síðustu ár hefur Arnar
verið foreldrum sínum ómetan-
leg stoð og stytta.
Við þökkum elsku Obbu fyrir
allt það sem hún var og gaf.
„Sofðu mín Sigrún og sofðu nú
rótt. Guð faðir gefi góða þér
nótt.“
Jófríður og Inga Rún.
Mig langar í örfáum orðum
að minnast Obbu, elskulegrar
móðursystur minnar. Obba
frænka var búin að vera mikið
veik síðustu ár. Ég kveð hana
með miklum söknuði en einnig
með miklu þakklæti. Hún var
mér alltaf svo góð og um-
hyggjusamari manneskju er
varla hægt að finna. Um-
hyggjusemi var henni í blóð
borin, hún hugsaði alltaf fyrst
um aðra og síðast um sjálfa sig.
Ég man þegar ég var í skóla á
Akureyri hvað hún hugsaði
mikið og vel um afa Björn og
ömmu Snjólaugu en þá voru
þau á Dvalarheimilinu Hlíð. Þá
var ég 17 ára, ófrísk, fjarri
heimahögum og mikið var gott
að eiga Obbu frænku að. Ára-
tugum síðar fór ég í Háskólann
á Akureyri og gisti þá stundum
hjá frænku og þá var spjallað
fram á kvöld, stundum með
bjór eða léttvínsglas við hönd.
Hún var hjartahlý og góð og
vildi öllum það besta. Ég trúi
því og treysti að henni líði vel
þar sem hún er nú, laus við
veikindi og vanlíðan.
Elsku Valgeir, frændur mínir
Arnar, Ingvar og Viðar, ég
sendi ykkur og fjölskyldum
ykkar mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Minningin um Obbu frænku
mun lifa í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Smávinir fagrir, foldarskart,
fífill í haga, rauð og blá
brekkusóley, við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.
Faðir og vinur alls sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu faðir blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
(Jónas Hallgrímsson)
Dóra Ármannsdóttir.
Mig langar að minnast Sig-
rúnar, eða Obbu eins og hún
var alltaf kölluð, með örfáum
orðum. Ég kynntist henni þeg-
ar við Arnar fórum að vera
saman 1992. Ég skynjaði strax
hve gott samband var á milli
þeirra mæðgina og hversu stór-
an sess hún átti í hjarta og
huga Arnars. Hún tók mér
ákaflega vel frá upphafi og var
alla tíð hlý og góð í minn garð.
Þegar Atli minn fæddist kynnt-
ist ég henni enn betur, því
þrátt fyrir að við Arnar hefðum
ákveðið að skilja ætlaði Obba
sko ekki að missa tengsl við
ömmubarnið.
Sambandið var gott alla tíð
og nokkur sumur gistum við
Atli hjá Obbu ömmu og Val-
geiri afa í Engimýrinni í árlegri
ferð okkar norður í land. Það
var alltaf notalegt að dvelja þar
og líka í Víðilundinum þegar við
Atli gistum þar á hringferð
okkar um landið. Ég hugsa með
hlýju og þakklæti til Obbu og
samhryggist Valgeiri, sonum
þeirra og barnabörnum inni-
lega.
Auður Aðalsteinsdóttir.
Elsku Obba. Þegar æskuvin-
kona fellur frá er söknuðurinn
mikill. Eftir ævilanga vináttu
verður mikið tómarúm, en
minningarnar hrannast upp.
Mikið hef ég saknað þín, kæra
vinkona. Síðustu ár hafa verið
þér erfið þar sem sjúkdómurinn
sem herjaði á þig tók þig smátt
og smátt frá okkur. Myndin af
þér breytist samt ekki úr huga
mínum, sterk, glaðlynd kona
sem elskaði heimilið sitt og fjöl-
skyldu. Ég brosi út í annað
þegar ég hugsa um þá gömlu
góðu daga þegar þrenningin
Obba, Dúdda og Bíbba voru
upp á sitt besta. Þessari þrenn-
ingu hefur nú fækkar um tvær
á þessu jarðlífi en þið eigið
ávallt pláss í hjarta mínu. Obba
mín, við brölluðum mikið saman
og það var alltaf jafn gaman
hjá okkur. Þú varst svo dugleg
að drífa mig með á tónleika og
aðrar uppákomur.
Þú varst svo ótrúlega minn-
ug og þá sérstaklega á síma-
númer. Ég nýtti mér það oft á
tíðum því það var fljótlegra að
hringja í þig en að fletta í síma-
skránni. Við kvöddumst þá iðu-
lega hlæjandi. Ég hélt að við
ættum eftir að vera vinkonur í
mörg ár í ellinni, þú gætir
hringt í mig og ég í þig.
Kæru Valgeir, Arnar, Ingv-
ar, Viðar og fjölskyldur. Þið
hafið misst mikið, yndislega
konu, móður og ömmu sem öll-
um vildi vel.
Ég sendi ykkur mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Kallið er komið,
komin er sú stund,
vinaskilnaður viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur sinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er að þakka,
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er hér að sakna,
Guð þerri tregtárin stríð.
(V. Briem.)
Þín vinkona,
Bryndís Á. Þorvaldsdóttir
(Bíbba).
Sigrún
Björnsdóttir
✝ Margrét E.Björnsdóttir
fæddist á Siglufirði
16. apríl 1933. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnun Fjalla-
byggðar 22. ágúst
2017.
Foreldrar Mar-
grétar voru hjónin
Björn Olsen
Björnsson, verka-
maður á Siglufirði,
f. 11. september 1903, d. 29. maí
1976, og kona hans Konkordía
Ingimarsdóttir húsmóðir, f. 14.
júní 1905, d. 6. ágúst 1987. Systk-
ini: Ólína, f. 1927, d. 1996, Þóra,
f. 1929, d. 2006, Erlendur, f.
1931, d. 2000, Ágúst, f. 1938, d.
2011 og Björn, f. 1946.
Margrét giftist 16.11. 1973
eiginmanni sínum Hirti Karls-
syni loftskeytamanni á Siglu-
fjarðarradíói, f. 13.4. 1926 á
Siglufirði. Foreldrar hans voru
hjónin Karl Sturlaugsson húsa-
smíðameistari, f. 27.4. 1886, d.
8.2. 1948, og Herdís Hjartardótt-
ir, f. 15.8. 1894, d. 26.12. 1987.
Börn Margétar og Hjartar eru:
Íris Gunnarsdóttir, f. 7.1. 1965,
og Sveinn Hjartar-
son, f. 18.7. 1972.
Margrét var
fædd og uppalin á
Siglufirði og bjó
þar allt sitt líf. Hún
var gagnfræðingur
frá Gagnfræða-
skóla Siglufjarðar
1949 og stundaði
nám við Hús-
mæðraskólann í
Reykjavík 1959-60.
Margrét var „ein af stelpunum á
Stöðinni“ og hóf störf hjá Pósti
og síma árið 1956. Hún starfaði
sem talsímavörður til ársins
1987, er hún hóf störf á pósthús-
inu á Siglufirði. Hún lét af störf-
um árið 1999 og hafði þá starfað
hjá Pósti og síma í yfir 40 ár.
Margét var virk í félags- og sjálf-
boðaliðastörfum á Siglufirði.
Hún gekk í Kvenfélag Siglu-
fjarðar ung að árum og gegndi
fjölda embætta og var í stjórnum
margra félaga á Siglufirði í tugi
ára.
Útför Margrétar fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag, 1. sept-
ember 2017, og hefst athöfnin
klukkan 17.
Jæja, mín kæra. Nú er þetta bú-
ið og leiðir okkar skilja um tíma, en
við munum hittast á betri stað. Við
höfum átt margar góðar stundir öll
þessi ár. Þú varst iðin við að bjóða
mér á Hangikjötsfundina hjá
Kvenfélaginu Von. Þar nutum við
okkar. Við fórum líka tvisvar í bíó í
Bláa húsinu. Eftir seinna bíóið var
Björn Jörundur með tónleika í
Rauða húsinu og við þangað.
Drengurinn ætlaði aldrei að
byrja og þegar hann kom til okkar
báðum við hann að fara nú að
syngja og hann gerði það, en þegar
við fórum þá segir hann yfir alla:
Jæja, nú eru gömlu konurnar að
fara heim. Gréta, við vorum að
springa úr hlátri þegar Íris kom og
sótti okkur. Svona var oft gaman
hjá okkur og á ég margar góðar
minningar.
Síðast þegar farið var í Stykk-
ishólm þá vorum við saman í her-
bergi. Þá var nú mikið spjallað og
hlegið. Gréta mín. Ég man allt sem
við ræddum á sjúkrahúsinu og
mun ég gera allt sem ég get. Gréta
mín, ég veit að það verður tekið vel
á móti þér. Ég bið góðan Guð að
varðveita börnin þín og hjálpa
þeim í gegnum lífið.
Þín frænka
Steinfríður Ólafsdóttir.
Margrét E.
Björnsdóttir
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ BJARNADÓTTIR,
Hraunbúðum,
áður Túngötu,
Vestmannaeyjum,
lést að Hraunbúðum 27. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Leifur Ársælsson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
BRYNDÍS BJARNASON,
lést á Landspítalanum Hringbraut
30. ágúst. Útför tilkynnt síðar.
Pétur Bjarnason Herdís Gunnlaugsdóttir
Elísabet Bjarnason Ingi Bjarnar Guðmundsson
Bryndís Bjarnason Þórður Jóakim Skúlason
Hildur Bjarnason Ómar Halldórsson
Hörður Bjarnason Hrönn Benediktsdóttir
Garðar Sverrisson
ömmubörn, langömmubörn
og langalangömmubörn