Morgunblaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
✝ Þóra Þorleifs-dóttir fæddist í
Reykjavík 23. apríl
1927. Hún lést 27.
ágúst 2017 á Hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni, Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Þorleifur Eyj-
ólfsson arkitekt, f.
30. mars 1896, d. 29.
júní 1968, og Mar-
grét Halldórsdóttir,
f. 3. janúar 1901, d. 27. ágúst
1978. Þóra var elst 6 systkina.
Þau eru Hörður, f. 1928; Laufey,
f. 1930; Nanna Sigfríður, f. 1931;
Guðlaug, f. 1935, d. 2013 og Leif-
ur, f. 1935.
Þóra giftist 17. ágúst 1946
Helga Jóhannessyni fv. aðal-
gjaldkera Rafmagnsveitu
Reykjavíkur, f. 1915 d. 2006. For-
eldrar hans voru Jóhannes Ólafs-
son, f. 1885, og Halldóra Helga-
dóttir, f. 1885. Börn Þóru og
ólína, f. 2011, og Birgitta Ósk, f.
2013.
Þóra bjó alla tíð í Reykjavík.
Hún stundaði nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík frá 1941 til
1945. Að námi loknu fór Þóra að
vinna almenn skrifstofustörf,
fyrst hjá heildsölum og á lög-
fræðistofum. Lengst af starfaði
hún í Prentsmiðjunni Eddu. Þóra
starfaði mikið að félagsmálum.
Hún gekk snemma í Framsókn-
arflokkinn og vann fyrir flokkinn
vel og lengi. Hún gegndi ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir flokkinn,
sat m.a. í stjórn Framsóknar-
kvennafélagsins í Reykjavík í
mörg ár og var formaður félags-
ins um skeið. Einnig var hún
fulltrúi flokksins í ýmsum nefnd-
um og ráðum, s.s. barnavernd-
arnefnd Reykjavíkur, trygg-
ingaráði, Bandalagi kvenna og
Kvenfélagasambandi Íslands.
Þóra var félagi í Thorvaldsens-
félaginu frá 1969 og sat þar í
stjórn árin 1983 til 1993.
Útför Þóru fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 1. september
2017. Athöfnin hefst kl. 13.
Helga eru: 1) Hall-
dóra Margrét, f.
11. júní 1946, maki
Þorbergur Atla-
son, f. 24. desem-
ber 1947. Börn
þeirra eru: a)
Helgi Þór, f. 1968,
maki Marcia
Abreu, f. 1966. b)
Þórhildur, f. 1971,
maki Hallgrímur
Sæmundsson, f.
1971. Börn þeirra eru Hekla, f.
1996 og Þór, f. 2002. 2) Hörður
Óskar, f. 28. febrúar 1949, maki
Sigrún Sigurðardóttir, f. 4. febr-
úar 1948. Börn þeirra eru: a)
Sigurður Már, f. 1969, maki
Kristín Luise Kötterheinrich, f.
1973. Sonur Sigurðar er Maríus
Máni, f. 2002. Börn Sigurðar og
Kristínar eru Álfrún Edda, f.
2009, og Baldur Sindri, f. 2013.
b) Orri, f. 1972, maki Inga Elísa-
bet, f. 1983. Börn þeirra eru Kar-
Í dag kveð ég hinstu kveðju
tengdamóður mína Þóru Þor-
leifsdóttur. Þóra reyndist mér
og minni fjölskyldu alltaf vel,
boðin og búin að sinna okkur
hvenær sem á þurfti að halda.
Tók sér jafnvel sumarfrí til að
passa barnabörnin.
Hjálpsemi og umhyggjusemi
voru meðal þeirra mörgu kosta
sem hún bjó yfir. Hún var alla
tíð sístarfandi, vann utan heim-
ilis, sinnti eigin heimili af ein-
stakri natni og hafði tíma til að
vera mjög virk í ýmsum fé-
lögum. Þóra var einstaklega
vandvirk og vildi kenna fjöl-
skyldunni sem mest. Ég man að
ég var á árum áður ekkert sér-
staklega móttækileg fyrir öllu
sem hún lagði til við mig en áð-
ur en ég vissi af hafði ég brugð-
ist jákvætt við og tók ekki einu
sinni eftir því að hún var að
stjórna mér, svo fínt fór hún
með það. Ég lærði margt af
henni. Þóra hafði yndi af að
ferðast og skrifaði skemmtileg-
ar ferðasögur. Hún undirbjó sig
vel fyrir ferðalögin um allan
heim, kynnti sér sögu landa og
þjóða sem hún heimsótti. Þóra
sýndi mér nýja hlið á sér þegar
hún bauð mér fyrir löngu síðan
með sér til Rhodos. Þá sá ég
hvað hún naut sín vel á nýjum
slóðum og átti auðvelt með að
aðlagast nýrri menningu og um-
hverfi. Hún skipulagði hring-
ferð um eyjuna og heimsókn á
aðra eyju og margt annað
skemmtilegt gerðum við saman.
Ég man vel eftir henni dans-
andi með heimamönnum og
ferðafélögum, gríska dansa,
geislandi af gleði og í miklu
stuði. Já, Þóra var mikil stemn-
ingskona. Það var líka gaman
að fara með henni á óperur og
tónleika. Kom þá oftar en ekki
fyrir að hún stóð upp og klapp-
aði yfir sig hrifin. Mozart og
Strauss voru hennar menn á því
sviði. Það er margs að minnast
en upp úr stendur minningin
um mikla sómakonu sem gaf
mikið af sér. Ég er þakklát fyr-
ir að hafa kynnst þessari ein-
stöku konu, það er mér dýr-
mætt.
Sigrún Sigurðardóttir.
Ég sé fyrir mér litla ljós-
hærða stúlku leiða ömmu sína,
það er laugardagsmorgunn og
þær ganga Austurstrætið, létt-
ar á fæti. Þetta erum við amma
á leið í verslun Thorvaldsens-
félagsins. Ömmu tókst að láta
þessa laugardagsmorgna vera
alvöruvinnuferðir, sýndi mér
hvernig best væri að afgreiða,
raða vörum og að lokum að
gera upp. Amma tók mig iðu-
lega með sér í þessa laugar-
dagsvinnu þegar ég var í pöss-
un og verð ég henni ævinlega
þakklát, þetta var mín fyrsta
vinna. Þessir morgnar eru lýs-
andi fyrir ömmu, hún hafði un-
un af að segja mér til, leiðbeina
og kenna. Ég hafði alltaf nóg
fyrir stafni hjá ömmu, ég fékk
að aðstoða við matargerð og
frágang og hún kenndi mér að
leggja fallega á borð með silfr-
inu, velja falleg matarstell eða
bollastell á borðið og raða serví-
ettum rétt. Amma lagði ríka
áherslu á að hafa matarborðið
smekklegt og snyrtilegt, enda
var amma mikill fagurkeri og
mikil smekkmanneskja alla tíð.
Amma mín var listakokkur, hún
bjó til heimsins bestu asp-
assúpu frá grunni með ekta
nautasoði, hún hrærði í vöfflur
alla sunnudaga, bakaði brauð og
kökur og bar allt svo fallega
fram, ekkert fór óskreytt á
borðið. Það var alltaf til góð-
gæti hjá ömmu, appelsín eða
kók í gleri, Toblerone eða After
Eight í skál eða vínber og hnet-
ur. Enginn fór svangur eftir
heimsókn til hennar, hún sá til
þess. Amma lagði ríka áherslu á
að hlutirnir væru framkvæmdir
rétt, hún til dæmis kenndi okk-
ur mömmu báðum að þurrka
fyrst af og ryksuga svo. Hún
kenndi ekki einungis verklega
hluti, amma minnti mig á að
bera virðingu fyrir öllu fólki og
koma vel fram við alla. Ég
heyrði ömmu aldrei tala illa um
nokkurn mann, hún gat orðið
hneyksluð og hissa, en hún bar
ávallt virðingu fyrir fólki.
Amma vildi líka öllum vel og
var afar hjálpfús, jákvæð og
sterk. Hún var mikil félags-
málamanneskja og sat í ýmsum
nefndum og ráðum og fannst
gaman að aðstoða við hin ýmsu
verk sem tilheyra samfélaginu.
Hún var stolt Thorvaldsens-
kona og ljómaði þegar hún
sagði mér frá þegar þær
styrktu hinar ýmsu stofnanir
eða málefni. Amma var líka
pólitísk og var í Framsóknar-
flokknum. Ég gleymi aldrei
nóttinni þegar Vigdís Finnboga-
dóttir var kjörin forseti, þá var
ég í pössun og fékk að vaka
eins og ég vildi. Amma sagði
mér frá kosningum og um hvað
þær snérust, alltaf að kenna.
Morguninn eftir horfðum við
amma áfram á sjónvarpið og
fögnuðum því að kona væri orð-
in forseti Íslands. Amma mín
var sannkölluð heimskona, hún
elskaði að ferðast og hvatti mig
og mína til ferðalaga. Ógleym-
anlegar eru stundirnar sem við
áttum með henni í Brasilíu, hún
minnti okkur statt og stöðugt á
að við værum á suðurhveli jarð-
ar í annarri heimsálfu, hélt ró
sinni í frumstæðum aðstæðum
og naut þess að vera með fólk-
inu sínu. Við amma vorum vin-
konur í gegnum tíðina og það
var gott að leita til hennar þeg-
ar mig vantaði styrka hönd, hún
var ávallt tilbúin að ráðleggja,
styrkja, hvetja og hjálpa. Í
hjarta mínu geymi ég öll ráðin
hennar og kveð hana nú með
miklu þakklæti. Hún var stór-
brotin kona og kletturinn minn.
Þórhildur.
Tíminn kemur fyrst upp í
hugann er ég horfi til baka og
minnist ömmu Þóru. Þar á ég
reyndar ekki við málgagnið sem
var henni vissulega kært og
raunar svo mjög að heilu ár-
gangarnir af Lesbók þess söfn-
uðust upp á heimilinu, snyrti-
menninu honum afa Helga til
umtalsverðrar mæðu. Trúlega
taldi hann sér þó skylt að gera
henni til geðs í þessum efnum
því óaðfinnanleg var hún annars
í öllu sem viðkom heimilishaldi;
kattþrifin, nostursöm og nýtin.
En nei, það er sumsé ekki
hinn pólitíski Tími sem upp úr
stendur að leiðarlokum. Mér er
nefnilega minnisstæðast hversu
örlát amma var einatt á tíma
sinn; hvernig hún helgaði stöð-
ugt stundir sínar öðrum: afa
Helga og okkur hinum, þótt fé-
lags- og flokksstarfið hefði líka
fengið sitt rými, landi og þjóð
til heilla. Frú Þóra var nátt-
úrlega svolítið eins og amma
Dreki í sögunum um Jón Odd
og Jón Bjarna, nema hvað mín
hefði farið létt með að vera
ráðskonan Soffía í senn.
Í æsku fékk ég oft að fara
með Akraborginni suður í helg-
arfrí til þeirra afa. Aldrei varð
ég var við að amma væri þá
önnum kafin eða þreytt; að hún
mætti ekki vera að því að sinna
mér. Öðru nær. Hún gaf sér
ávallt tíma til að lesa og spjalla;
fara með mig á kaffihús, tón-
leika, niður að Tjörn og svo
mætti lengi telja. Sérhver þvæl-
ingur um borgina sem ævintýri
í augum smábæjarbarns. Best
var samt góðgætið í búrinu;
engiferöl og fleiri aðföng úr
SÍS. Kákasusgerillinn kom þó
varla frá Sambandinu, en úr
honum gerði amma ómótstæði-
legan mjólkurdrykk sem ég
sakna enn.
Hún hvatti mig títt til að
skrifa og teikna, ævinlega á
vandað bréfsefni úr Prentsmiðj-
unni Eddu. Þá settist ég við
borðstofuborðið með forláta
blekpenna úr hirslum Helga Jó
og gegnt mér kom húsfrúin sér
fyrir með furðulágværa sauma-
vél. Ég man allavega mikilfeng-
legan undirleikinn við föndur
okkar: sinfóníur, sónötur og
vínarvalsa af vínylplötum. Og
annað veifið minnti hljómmikil
stofuklukkan á stundina, heila
eða hálfa. Tímann sjálfan.
Á þessum árum var ekki nóg
með að amma sinnti bæði heim-
ili og dagvinnu af kostgæfni;
hún var einnig mjög virk í
flokknum og gegndi þar fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum. Ég
vissi svo sem af þessu vafstri og
bað hana meira að segja barn-
ungur um að spyrja Steingrím
Hermannsson að því hvort væri
nú skemmtilegra: að vera sjáv-
arútvegs- eða samgönguráð-
herra. Það gerði hún vitaskuld
fyrir mig. Ég tók annars lítið
eftir hennar pólitísku tilveru;
man þó að hún sat í hinum
ýmsu nefndum og ráðum á veg-
um hins opinbera. Svo var jú
blessað Thorvaldsensfélagið.
Basar og svoleiðis bras.
Amma var samt ætíð til stað-
ar, glaðlynd og jákvæð. Áhuga-
söm og spurul um hagi manns
og hugsanir. Örvandi, umfram
allt. Óþreytandi, að því er virt-
ist. Hún var eðlisgreind, fram-
sýn og bar ríka réttlætiskennd í
brjósti; skrifaði í blöðin um
barnaverndarmál og tók virkan
þátt í réttindabaráttu kvenna.
Amma var félagshyggjumann-
eskja og heimsborgari fram í
fingurgóma. Samvinnuhugsjón-
in á sér enda engin landamæri,
þótt ýmsir hyggi annað.
Ég er óskaplega þakklátur
fyrir tímann með elsku ömmu
Þóru. Minningin lifir.
Orri Harðarson.
Það krauma ótal minningar
og hugleiðingar í höfðinu þegar
svo stór persónuleiki í lífi
manns skilur við.
Amma Þóra reyndist vera
jafn seig í holdinu og hún var
sterk á hinu andlega sviði, enda
varð maður snemma þess
áskynja að þessari konu væri
ekki fisjað saman.
Það var gott að koma til afa
og ömmu – og ég fékk gjarnan
að gista hjá þeim þegar ég var
á íþróttaferðalögum sem barn
og unglingur. Þar gæddi ég mér
meðal annars á góðu heimabök-
uðu brauð og heimagerðu jóg-
úrti sem blandað var saman við
svolítið appelsínuþykkni. Þetta
þótti hið mesta lostæti og var
kallað „súrmjólkurdjús“. Hún
hafði gaman af því rækta jóg-
úrtgerilinn og manni fannst
þetta afar spennandi heimilis-
iðnaður. Aldrei fór maður
svangur frá matarborði frú
Þóru, enda gekk hún hart fram
í að ganga úr skugga um að
slíkt gerðist ekki.
Hún hafði líka gaman af
garðrækt og varð mér hvatning
þegar ég fór sjálfur að rækta
garðinn minn.
Ég kunni vel við mig í frið-
sældinni í návist afa og ömmu í
Aðallandinu; amma var alltaf
yfirveguð – með stjórn á mál-
unum. Hún hafði hlýja nærveru
en hafði þó sterkar skoðanir á
flestöllu sem bar á góma í þjóð-
félagsumræðunni eða í samtöl-
um fólks. Hún var alltaf til í
ræða málin og ég kunni að meta
að hún sagði oftast það sem
henni bjó í brjósti. Það var þó
misjafnt hvernig nálgunin var;
stundum var aðstæðum slegið
upp í grín – nánast háðslega –
en stundum var sáð fræjum efa-
semdar.
Oft fannst henni hreinlega
ekki hægt annað en að varpa
umbúðalaust ljósi á afkáralega
stöðu mála.
Hún var skelegg og gat verið
snögg upp á lagið í tilsvörum –
næstum hvöss ef henni fannst
vitleysan ganga úr hófi fram.
Þegar ég var síðast vitni að
slíku tilsvari ömmu var á Þor-
láksmessu, fyrir fáeinum árum
– þegar andlegri heilsu var far-
ið aðeins að hraka. Ég kom við
hjá henni í Sóltúninu fyrir jólin.
Dóra dóttir hennar var hjá
henni og augljóslega orðin
nokkuð lúin af jólastressinu.
Þegar við höfðum spjallað að-
eins saman ákvað Dóra að leyfa
okkur ömmu að vera saman í
smá stund áður en ég héldi aft-
ur af stað heim á Akranes, auk
þess sem hún hafði í einhver
horn að líta fyrir jólin. Dóru
fannst hún verða að gefa skýr-
ingar á brotthvarfi sínu og
sagði að líklega þyrfti hún að
drífa sig heim og „reyna að
sjóða hangikjötið“. Amma var
snögg upp á lagið og spurði:
„reyna að sjóða – hvað mein-
arðu með því?“ – en Dóru var
lítið skemmt yfir þessari at-
hugasemd á þessari stundu.
Við konan mín höfum síðan
haft mjög gaman af því að rifja
þetta atvik upp, þótt það bæri í
sér blendnar tilfinningar.
Ég á góðar minningar um
ömmu Þóru. Hún hafði yfir-
bragð heimsborgarans og var
fróðleiksfús fagurkeri. Hún var
líka ástrík og á efri árum henn-
ar var fallegt að verða vitni að
því hvað hún sýndi ungum
börnum okkar mikla blíðu og
ástúð þegar við komum í heim-
sókn. Börnin hændust líka auð-
veldlega að henni. Það er gott
að eiga slíkar minningar um
hana.
Sigurður Már Harðarson.
Elskuleg systir mín, hún
Þóra, hefur nú kvatt okkur eftir
langan lífsferil og góðan. Við
vorum mjög náin systkin, að-
eins var eitt ár í milli okkar og í
æsku vorum við mjög samrýmd
og héldumst iðulega í hendur.
Við vorum alls 6 systkin, hún
elst, systurnar voru 4 og við
tveir bræður. Yngsta systir
okkar, Guðlaug, lést fyrir rúm-
um þremur árum, sárt treguð.
Þóra giftist ung Helga Jó-
hannessyni frá Svínhóli í Döl-
um, gjaldkera hjá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur. Þau
eignuðust tvö velgerð börn,
Hörð Óskar og Halldóru Mar-
gréti sem eru vel gift og eiga
börn og barnabörn. Þóra var
stolt af sínum barnabörnum og
langömmubörnum. Góð sam-
staða hefur ætíð verið í allri
fjölskyldunni. Helgi lést árið
2006 á nítugasta og fyrsta ald-
ursári. Hann hafði liðið fyrir
sjúkdóm síðustu árin og hún
sinnti honum af mikilli natni.
Þóra varð fyrir því óláni að
detta og lærbrotna á hvítasunn-
unni 2014. Það varð sex vikna
lega á sjúkrahúsi og Elliheim-
ilinu Grund. Eftir þetta var far-
ið að kanna betri aðstæður
handa henni því að hún bjó ein
og hún varð svo heppin að fá
inni 6. desember sama ár á
dvalarheimilinu Sóltúni 2. Þrek
hennar fór hægt minnkandi og
vaxandi gleymska sótti á en
henni leið alltaf vel og var vel
séð um hana þangað til hún
kvaddi. Innilegar samúðar-
kveðjur frá okkur Diddu.
Við söknum þín sárt og heitt,
við sitjum og hugsum til þín
um allt sem þín ást hefur veitt,
yndisleg systir mín.
Hörður Þorleifsson.
Það er með miklum trega
sem ég kveð kæra systur mína,
Þóru Þorleifsdóttur. Við höfum
alla tíð verið nánar vinkonur.
Þóra var elst okkar Hjalla-
landssystkina. Allt frá unga
aldri tók hún hlutverk sitt sem
elstu systur alvarlega. Þóra
hafði strax í æsku mikla
ábyrgðartilfinningu sem ein-
kenndi síðar öll hennar störf.
Henni var treyst fyrir fjölmörg-
um trúnaðarstörfum sem hún
leysti ávallt vel af hendi. Þótt
hún hafi sökkt sér af miklum
áhuga í félagsstörf og stjórnmál
lét hún það ekki trufla sig frá
því að huga að eigin stórfjöl-
skyldu. Hún fylgdist vel með
öllu sínu frændfólki.
Þóra giftist elskulegum mági
mínum, Helga Jóhannessyni,
árið 1946. Þau hjónin voru ein-
staklega samhent og bjuggu sér
fallegt heimili. Það var alltaf
notalegt að heimsækja þau.
Helgi var einstakt snyrtimenni
sem eftir var tekið. Hann féll
frá árið 2006. Þegar gott fólk
hverfur af sjónarsviðinu verður
veröldin fátæklegri.
Það verður tómlegt í lífi mínu
núna þegar Þóra systir er farin.
Söknuðurinn hefur tekið pláss í
hjarta mér. Þóra varð níræð í
sumar. Líkaminn var þreyttur
eftir viðburðaríkt og göfugt líf.
Ég kveð því mína góður systur
eftir langa samfylgd. Megi hún
hvíla í friði.
Laufey Þorleifsdóttir
Elskuleg móðursystir okkar,
Þóra Þorleifsdóttir, hefur nú
kvatt þessa jarðvist. Við syst-
urnar viljum minnast hennar
með nokkrum orðum. Þóra var
elst af sex systkinum sem fædd-
ust á árunum 1927-1935. Móðir
okkar, Guðlaug, og tvíburabróð-
ir hennar, Leifur, voru yngst.
Fyrstu árin ólust þau upp í
gamla Vesturbænum en fluttust
svo í Skjólin, í hús sem kallaðist
Hjallaland. Hjallalandssystkinin
hafa alla tíð verið samheldin
sem og afkomendur þeirra.
Þóra var því órjúfanlegur hluti
af uppvexti okkar og sama átti
við um hennar góða fólk. Fyrir
okkur systur var Þóra góð fyr-
irmynd. Hún var skynsöm og
raunsæ. Jafnframt var hún mik-
il myndarkona bæði í sjón og í
öllum störfum. Hún var útivinn-
andi en hafði þó tíma fyrir ýmis
félagsstörf. Hún lét t.d. að sér
kveða innan Framsóknarflokks-
ins, þar sem hún var um árabil í
forystusveit kvennahreyfingar
flokksins. Jafnframt var hún
virk í starfi Thorvaldsensfélags-
ins. Ung hafði hún gengið í
Kvennaskólann í Reykjavík þar
sem hún eignaðist góðan hóp
vinkvenna. Kvennaskólagöng-
una áttum við systur sameig-
inlega með Þóru, því áratugum
síðar námum við líka við þann
góða skóla. Þá var hann enn á
gagnfræðastigi, bara fyrir
stúlkur og hélt fast í gamlar
hefðir. Þóra sýndi námi okkar
þar og síðar alltaf áhuga og
gladdist þegar nýjum áföngum
var náð. Við eigum líka góðar
minningar frá heimsóknum til
hennar enda tók hún alltaf vel á
móti okkur. Allra síðustu ár átti
Þóra við nokkurt heilsuleysi að
stríða en seiglan var mikil og
hún komst yfir hverja hindrun.
Hún dvaldi í góðu yfirlæti á
Sóltúni og naut ómetanlegs
stuðnings frá sínum nánustu.
Við vottum þeim nú okkar inni-
legustu samúð um leið og við
þökkum Þóru fyrir allt það
góða sem hún lét af sér leiða.
Stefanía Óskarsdóttir og
Herdís Óskarsdóttir.
Thorvaldsenskonur kveðja í
dag góðan félaga, Þóru Þor-
leifsdóttur. Þóra gekk í félagið
1969 og var virk í starfi þess í
nærri hálfa öld. Henni var mjög
annt um félagið og sögu þess og
gætti að því að allt starf færi
vel fram og væri til sóma. Hún
tók að að sér mörg trúnaðar-
störf, var í stjórn Thorvaldsens-
félagsins í þrjú kjörtímabil
1983-1993, og í stjórn Korta-
sjóðs frá 1994-2001. Skoðunar-
maður var hún frá 2010-2012.
Þóra var félagslynd og dugleg
að sækja fundi. Þá tók hún
gjarnan þátt í nefndarstörfum
s.s. afmælis- og menningar-
nefndum.
Hún var valin veislustjóri á
100 ára afmæli Thorvaldsens-
félagsins 1975 enda þekkt fyrir
fágaða framkomu og að hafa
gleðina sem förunaut. Allir
helstu ráðamenn samfélagsins
voru í veislunni sem haldin var
á Hótel Borg. Margar góðar
konur hafa gengið í félagið fyrir
hennar tilstuðlan. Sjálf tók hún
vel á móti nýliðum og leiðbeindi
þeim á glaðlegan og fágaðan
hátt. Félags- og góðgerðarmál
voru hugðarefni hennar, og var
hún sérstök baráttukona fyrir
velferðarmálum. Hún gaf sam-
félaginu ómældan tíma sinn
bæði með störfum sínum fyrir
Thorvaldsensfélagið og á vett-
vangi stjórnmálanna. Fé-
lagskonur þakka góða og gef-
andi samfylgd og votta
fjölskyldu og vinum samúð sína.
Anna Birna Jensdóttir,
formaður Thorvaldsens-
félagsins.
Þóra Þorleifsdóttir