Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 76

Morgunblaðið - 01.09.2017, Side 76
76 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Við fjölskyldan förum út á Flateyjardal í dag og verðum yfirhelgina,“ segir Dagur Óskarsson, vöruhönnuður hjá Sæplastiá Dalvík, en hann á 40 ára afmæli í dag. „Þetta er hópur sem fer þangað og við ætlum að hjóla og veiða og hafa það notalegt, en gist verður í skála á vegum Ferðafélags Húsavíkur.“ Flateyjardalur er í Fjörðum austan Eyjafjarðar en sjálfur býr Dagur vestan við Eyja- fjörð, á Þverá í Skíðadal, en hann er fæddur og uppalinn á Dalvík. „Okkur langaði að flytja út í sveit og lá beint við að komast nær föð- urhúsunum. Við vorum komin með eina dóttur og hugnaðist hvorugu okkar að ala hana upp í borginni. Konan mín er fædd og uppalin í Reykholti og raunar var enn meiri þrýstingur hjá henni að flytjast í sveitina.“ Kona Dags er Bryndís Hrund Brynjólfsdóttir ferðamála- fræðingur og starfar hún hjá Bergmönnum, fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllum þáttum fjallamennsku, þar á meðal fjallaskíðum, og er með aðsetur á Klængshóli, næsta bæ við Þverá. Dætur Dags og Bryndísar eru Steinunn Sóllilja, f. 2008 og Sunnefa Sumarrós, f. 2012, en þau hjónin kynntust þegar þau voru skálaverðir í Þórsmörk. Þau eru mik- ið útivistarfólk og stunda meðal annars fjallaskíðamennsku. „Það er svo flott fjalllendi hérna og fjallaskíðamennskan sameinar skemmti- lega áreynslu við að ganga upp og síðan að fá þessi verðlaun að renna sér niður. Það er alveg stórkostlegt.“ Dagur hefur sjálfur hannað skíði fyrir fjallaskíðamennsku. „Ég er kominn með prótótýpu sem lítur vel út og næsta skref er að koma var- anlegu þaki yfir starfsemina og setja upp framleiðslulínu.“ Fjölskyldan Bryndís, Steinunn Sóllilja, Sunnefa Sumarrós og Dagur. Unir sér í fjall- lendinu í Skíðadal Dagur Óskarsson er fertugur í dag K atrín Sigurðardóttir fæddist á Húsavík 1.9. 1957 og ólst þar upp: „Ég lít enn á mig sem Húsvíking. Þar eign- aðist ég mína leikfélaga og þar hóf ég tónlistarnám átta ára. Ég lærði á pí- anó og tónlistin og íþróttir áttu allan minn huga í grunnskóla. Ég var markmaður í handboltaliði Völsungs og þar kom að ég varð að velja hvort ég ætlaði að vera áfram í boltanum eða geta spilað á píanóið með ómeidda fingur. Ég valdi tónlistina og fór til náms í Tónlistarskóla Reykjavíkur.“ Katrín var í Grunnskóla Húsavíkur auk píanónámsins, lauk tónmennta- kennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1978 en Þuríður Pálsdóttir var aðalkennari hennar í Söngskól- anum í Reykjavík og þaðan lauk hún söngkennaraprófi LRSM. Hún Katrín Sigurðardóttir, söngkona og loðdýrabóndi – 60 ára Í Hörpu Þessi mynd var tekin er Birgir, sonur Katrínar og Stefáns, söng hlutverk Papagenos í Töfraflautu Mozarts. Talið frá vinstri: Hrafn, Birgir, Sóley Linda, Viðar, Guðmundur, Stefán, Katrín, Armande og Sigurður Hallmar. Syngjandi og spilandi loðdýrabóndi Stórsöngvarar Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Grímudansleik eftir Verdi. Þar eru með Katrínu þeir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson. Reyðarfjörður Guðmundur Andrés Leifsson fæddist 20. september 2016 kl. 0.00. Hann vó 3.920 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Brynja Ósk Guðmundsdóttir og Leifur Andrésson. Nýr borgari Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 4. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Börn & uppeldi Víða verður komið við í uppeldi barna í tómstundum, þroska og öllu því sem viðkemur börnum frá fæðingu til unglingsára. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 8. sept.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.