Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 01.09.2017, Qupperneq 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Klassísk gæða húsgögn á góðu verði Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15 og menninguna og það hvaða augum það leit heiminn sem mótaðist eðli- lega að miklu leyti af aðstæðum, um- hverfi, landslagi og veðurfari. Í sög- unni um sígaunafötin, sem er að finna í bókinni, ræðir þú það einmitt hvort fólk hafi tekið fleira með sér, fyrir- bæri eins og huldufólk, tröll, risa og álfa. „Þegar fólk flyst búferlum flytur það ekki bara líkamlega, heldur líka tilfinningalega og sálrænt. Forfeður mínir sem fluttust til Kanada þurftu að glíma við mikla erfiðleika og það var þeim mjög mikilvægt að halda sem fastast í það sem þeir trúðu og vissi. Vissulega þarf að aðlagast til að lifa af en ef maður heldur ekki fast í þætti sem tilheyra menningu manns þá glatar maður sjálfum sér. Þegar Íslendingarnir komu til Manitoba var landnám nýhafið þar og fólkið sem þar var fyrir flest frá Stóra-Bretlandi, Englendingar, Skotar og Írar. Þeir höfðu yfirleitt byrjað á að setjast að í Ontario og hagnast þar í viðskiptum og af land- búnaði og mynduðu eigin menningu í Manitoba. Íslendingarnir komu því til staðar þar sem stöndugt fólk var fyrir, sem skipti miklu máli á þeim tíma þar sem það kostaði að minnsta kosti 500-1.000 dali að hefja kornrækt í Manitoba og Íslendingarnir áttu ekkert fé.“ Leið til að sjá heiminn „Flestir Bretarnir áttu sjóði og gátu því komið sér fyrir á sléttunum, þar sem auðveldara var að brjóta land til ræktunar og þeir bjuggu einnig að reynslu af kornrækt. Ís- lendingarnir byrjuðu aftur á móti með tvær hendur tómar, höfðu ekki fé eða þekkingu á kornrækt, korn hafði ekki verið ræktað á Íslandi frá miðöldum. Þeir voru því ekki bara að yfirgefa menningu sína og daglegt líf heima á Íslandi heldur bjuggu þeir ekki yfir þeirri þekkingu sem þurfti til að koma sér fyrir á nýjum slóðum. Þeir settust að á Nýja-Íslandi vegna þess að þeir töldu að það gæti verið sem líkast því að búa á Íslandi, að þeir gætu verið með sauðfé og lif- að á fiskveiðum á Winnipeg-vatni – það væri næstum eins og að búa á Ís- landi. Á þessum slóðum var aftur á móti mikill skógur og erfiður við- ureignar og að auki var vatnið ísi lagt stóran hluta af árinu og þeir kunnu ekki að stunda veiðar við slíkar að- stæður. Þar varð því enginn fiskiðn- aður, menn veiddu bara sér til matar, en allt snerist um skógarhögg. Ís- lendingarnir komu aftur á móti frá landi þar sem engan skóg var að finna og þeir þurftu að læra að búa í skógi, læra skógarhögg og að vinna í sögunarmyllu. Ég dáist að þeim og mér verður oft hugsað til þess hve erfitt það hefur verið að laga sig að nýju samfélagi en missa þó ekki sjón- ar á því hvaðan þeir komu og hverjir þeir voru. Þegar ég les um þau vandamál sem þau þurftu að glíma við finnst mér það kraftaverk að þau skuli hafa komist af, en vissulega dóu margir. Það var gríðarlega mikilvægt fyrir þau að halda í trúna, sem víst má kalla hjátrú en var leið til að sjá heim- inn – þau urðu að hafa eitthvað til að túlka það sem þau voru að ganga í gegnum.“ Huldufólkssögur eru vonarsögur – Í sögunni Sígaunafötin nefnir þú einmitt að huldufólk var alveg eins og venjulegt fólk, „bara fallegra, yndis- legra, betur klætt, bar af á allan hátt“. Það er eins og spegill sem sýnir okkur eins og við vildum vera. „Í mínu grúski var ég alltaf að rek- ast á frásagnir af því að fólk var að deyja, það er allt fullt af óvæntum dauðsföllum þegar ungt fólk sem ætti að eiga langa ævi fyrir sér var að deyja. Nútímalæknisfræði var ekki til á þessum tíma, það var ekki búið að finna upp sýklalyf og mataræði var lélegt, sérstaklega fyrstu árin, þannig að fólk var sífellt að horfast í augu við dauðann, það var ekkert ör- yggi. Það var því fróun í því að til væri huldufólk sem lifði góðu lífi, ætti ær og kýr og falleg föt og hesta. Fólk verður að hafa von og huldufólks- sögur eru vonarsögur: Svona gæti líf okkar verið.“ – Þau íslensku áhrif sem greina má í sögunum eru þá áhrif frá þeim sög- um sem sagðar voru í baðstofum, sögur alþýðunnar. „Pabbi minn var veiðimaður á Winnipeg-vatni, afi minn, langafi og frændur mínir voru bara venjulegt fólk og þegar ég ólst upp var Gimli mjög lítill bær og Riverton enn minni, það var mikil einangrun. Fólk átti ekki bíla og þó að það hafi verið rúta til Winnipeg eða lest þá fór fólk ekki til borgarinnar. Þegar ég var í áttunda bekk 1952 vann bekkurinn til verðlauna sem voru ferð til Winnipeg og ég var sá eini í hópnum sem komið hafði til borgarinnar, enda átti ég afa og ömmu sem bjuggu þar. Gimli og allir bæirnir sem voru í Nýja-Íslandi voru afskekktir og menn voru sjálf- um sér nógir. Mjög margir töluðu enn íslensku, flestir ættingjar mínir töluðu enn íslensku, og flestir í bæn- um voru skyldir og margir komu frá sömu landshlutum, þeir voru ná- grannar á Íslandi og líka nágrannar á Nýja-Íslandi.“ Áhugi á menningu, sagnfræði og stjórnmálum – Eitt af því fyrsta sem maður rekst á í sögu Nýja-Íslanda á nítjándu öld er hve mikið var gefið út á þeim slóðum, hve mörg tímarit og bækur komu þar út og hve mikið líf var í menningar- og stjórnmála- umræðu. „Þrátt fyrir einangrunina, fátækt- ina og erfiðleikana sem mættu fólki höfðu íslensku innflytjendurnir mik- inn áhuga á menningu, sagnfræði og stjórnmálum. Þeir tóku mikinn þátt í samfélagsumræðum og urðu mjög færir í stjórnmálastarfi sem var mjög mikilvægt enda leiddi stjórnmála- þátttakan til þess að samfélagið fékk stuðning frá hinu opinbera. Þau sam- bönd urðu meðal annars til þess að þeim tókst að fá stjórnvöld til að leggja járnbraut til Gimli og síðar til Riverton og Arborg sem varð lífæð þeirra borga. Eitt af því merkilegasta við þetta íslenska samfélag var hve mikil áhersla var lögð á menntun. Fyrir ís- lensku landnemunum var menntunin leið til að komast til álna og byggðist náttúrlega að miklu leyti á því að fólk var læst og skrifandi og eitt það fyrsta sem Íslendingar gerðu hér var að byrja að gefa út dagblað. Ég hef alltaf sagt að það að vera hluti af ís- lensk-kanadísku samfélagi auðveldar að vera rithöfundur vegna þess að samfélagið veitir svo mikinn stuðn- ing, því fólk er mjög stolt af bók- menningu sinni.“ Sögur alþýðunnar  Nýtt safn smásagna Willams Val- gardson gefið út á íslensku  Undir sterkum áhrifum af íslenskri sagnahefð Ljósmynd/Janis O. Magnusson Arfur Bill Valgardson: „Ég hef alltaf sagt að það að vera hluti af íslensk-kanadísku samfélagi auðveldar að vera rit- höfundur vegna þess að samfélagið veitir svo mikinn stuðning, því fólk er mjög stolt af bókmenningu sinni.“ Ljósmynd/ Kristin Johnson Landnemar Langafi og langamma Bills Valgardson, Ketill Valgardson, sem fæddist í Kolgröfum í Eyrarsveit 1851 og lést 1945, og Soffía Sveinbjarnar- dóttir, fædd í Stóru-Galtardalstungu, Staðarfellssókn, 1857 og lést 1938. VIÐTAL Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ævintýri og sögur frá Nýja Íslandi heitir ný bók eftir kanadíska rithöf- undinn William D. Valgardson, sem er einn af þekktustu rithöfundum Kanada nú um stundir. Í bókinni er úrval smásagna hans sem Böðvar Guðmundsson hefur valið og þýtt. Þetta er fjórða bókin eftir William, eða Bill, eins og hann er jafnan kall- aður, sem kemur út á íslensku. Smá- sögur eftir hann hafa birst í safnritum og tímaritum og bókunum Blóðrót, sem kom út 1989, og Stúlkan með Botticelli-andlitið, sem kom út 1995. Barnabókin Thor, kom svo út 1996. Íslensk þjóðsagnahefð Bill Valgardson er af íslenskum ættum, eins og ættarnafn hans ber með sér, en afi hans, Ketill Valgarðs- son, sem búsettur var á Snæfellsnesi, settist að í Nýja Íslandi 1878. Faðir Bills, Alfred H. Valgardson, var fiski- maður og verkalýðsleiðtogi við Winnipeg-vatn en móðir hans var af írskum ættum. Bill hefur lýst því að í uppvextinum hafi honum verið sagðar sögur á ensku og íslensku jöfnum höndum og í smásagnsafninu sem hér um ræðir er einmitt iðulega vísað í ís- lenska þjóðsagnahefð, þó að hún sé í kanadísku samhengi. Í samtali við Bill þar sem þýðingu Böðvars ber á góma lýsir hann ánægju með þýð- inguna enda kunni Böðvar ensku svo vel „og er svo vel heima í ensk- kanadísku samfélagi þannig að hann þurfti ekkert að leita til mín“. – Þú nefnir ensk-kanadískt sam- félag, en þegar ég las sögurnar í bók- inni þá fannst mér þær mjög íslensk- ar að mörgu leyti. „Já, það eru gríðarleg íslensk áhrif. Ég er frá Gimli í Nýja-Íslandi og þeg- ar ég var að alast upp var Gimli mjög íslenskur bær og þaðan fékk ég áhrif úr umhverfinu og úr samtölum og frá- sögnum. Þegar ég var yngri sótti ég líka námskeið hjá Haraldi Bessasyni um Íslendingasögurnar og þegar þetta safnast allt saman verður til menning, ekki íslensk menning held- ur íslensk-kanadísk menning sem hefur mikil áhrif á það hvaða augum ég lít lestur og skriftir og frásagnar- máta og viðfangsefni.“ Huldufólk, tröll, risar og álfar – Þegar fólk fluttist til Vesturheims tók það eðlilega með sér tungumálið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.