Morgunblaðið - 01.09.2017, Síða 89
MENNING 89
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2017
Norræna listkaupstefnan CHART,
Copenhagen Art Fair, hefst í Char-
lottenborg-sýningarbyggingunni í
Kaupmannahöfn í dag og stendur
fram á sunnudag. Á kaupstefnuna er
öllum helstu atvinnugalleríum Norð-
urlandanna boðið og sýna þau úrval
verka þeirra listamanna sem þau
vinna með. Einnig eru settar upp
allrahanda aðrar sýningar. Hluti
þeirra er undir hatti CHART De-
sign, hliðarkaupstefnu með áherslu
á norræna hönnun sem hófst í fyrra
og þá er viðamikil dagskrá sem kall-
ast CHART Social, þar sem lista-
menn verða með gjörninga og boðið
er upp á fyrirlestra og málþing um
það sem efst er á baugi í samtíma-
listinni, og einnig er rýnt í samskipti
myndlistar, matarmenningar, hönn-
unar og tónlistar. Gestum á kaup-
stefnuna fjölgar ár hvert enda þykir
hún gefa gott yfirlit yfir samtíma-
myndlist í löndunum.
Að þessu sinni taka 33 norræn
gallerí í CHART og sýna bæði verk
norrænna listamanna og listamanna
frá öðrum heimshlutum. Þrjú ís-
lensk gallerí taka þátt að þessu
sinni. Hverfisgallerí setur upp sýn-
ingu með verkum listamannanna
Hildar Bjarnadóttur, Jeanine Co-
hen, Sigtryggs Bjarna Baldvins-
sonar og Steingríms Eyfjörð. I8 gall-
erí sýnir verk eftir Alicja Kwade,
Hildigunni Birgisdóttur og Ólaf Elí-
asson og Berg Contemporary sýnir
verk eftir þau Doddu Maggý, Harald
Jónsson og Sigurð Guðjónsson.
Þrjú íslensk gallerí taka þátt í CHART
Hildigunnur
Birgisdóttir
Hildur
Bjarnadóttir
Þýðingar hafa frá öndverðuverið mikilvæg bók-menntagrein hérlendis,borið nýjungar út hingað
og auðgað gróðurinn í túninu heima,
stækkað þá veröld sem lesendum
býðst á bók. Við þýðanda blasir jafn-
an sá vandi að orða á sínu máli hugs-
un sem annar maður hefur fellt í orð
á öðru tungumáli, oft óskyldu og úr
framandi umhverfi. Þetta er ekki
einfalt verk; litir hafa t.d. mismun-
andi tákngildi eftir menningar-
svæðum og trúarbrögðum, náttúran
er ný fyrir augum og þar fram eftir
götum. Allir kunna vísu Jónasar:
Vorið góða grænt og hlýtt / græðir
fjör um dalinn o.s.frv. Hvernig birtir
þýðandi þá mynd sem dregin er upp
og túlkar þá vonglöðu kennd sem
lýsir upp vísuna?
Gyrðir hefur
áður gefið út þýð-
ingar, bæði ljóð
og sögur og hefur
hlotið marg-
víslega viður-
kenningu fyrir
þessi ritstörf. Og
nú bætir hann
enn í púkkið.
Birtan yfir ánni
er stórt safn ljóða eftir 53 skáld frá
24 löndum. Sum eiga eitt til tvö ljóð í
bókinni, aðrir fleiri og mest rúmlega
20 ljóð. Elsta skáldið var uppi á 3. öld
f.Kr., hið yngsta er fætt 1981; lang-
flestir höfundarnir voru í blóma lífs-
ins á 20. öld. Rödd ljóðmælendanna
flestra er lágstemmd og hógvær,
enginn þeirra ber bumbur á torgum.
Margir virðast vera einir á ferð. Öll
ljóðin eru óbundin, myndmálið að
jafnaði einfalt; talsvert um vísanir.
Flest ljóðin eru þannig aðgengileg
þótt inn á milli séu kvæði sem þessi
lesandi átti ekki samleið með; því er
þannig varið um allar ljóðabækur,
lesandi verður að eiga eitthvað sam-
eiginlegt með tjáningu skáldsins til
þess að neisti á milli þeirra. Gyrðir
hefur traustatök á máli og orðaval
hans er í senn fjölbreytt og aðgengi-
legt; hér eru eldflugur á ferð og suð-
ræn blóm af ýmsu tagi, ókunnugleg
náttúra gædd lífi. Í bókarlok er gerð
grein fyrir höfundum og þeim stung-
ið í bókmenntalegt samband. Sum
skáldin eru kaldhæðin. Su Tung Po
orti í Kína um það leyti sem kristni
festi rætur á Íslandi á 11. öld: „Þegar
barn fæðist snúast vonir / fjölskyld-
unnar um afburðagáfur þess. / Ég,
sem hef eyðilagt líf mitt / með svo-
kölluðum gáfum, / vona aðeins að
drengurinn / verði fáfróður og lítið
gefinn. / Þá mun hann kóróna far-
sæla ævi / með því að gerast embætt-
ismaður.“ Portúgalinn Miguel Torga
er ekki síður kaldhæðinn í ljóði sem
heitir ,Samhljómuŕ: „Gæfuríkur er
fuglasöngurinn / sem enginn getur
skilið. / Gæfurík er stjarnan / sem
ekki fær vikið af braut sinni. / Gæfu-
ríkur er fellibylurinn / sem sér ekki
eftir neinu. // Og gæfurík eru ljóð-
skáldin / sem enginn les.“ Pólverjinn
Tadeusz Rozewicz yrkir um börn
sem vaxandi ráðgátu: „börn eru ráð-
gáta / sem vex með aldrinum/ og
hverfur síðan / á braut.“ Tao Yuan
Ming frá Kína minnir á að „Vel-
gengni og erfiðleikar eiga sér /
hvergi fastan samastað“. „Þegar
hendingin færir honum / könnu af
víni, nýtur hann þess / meðan rökkr-
ið sígur yfir.“ Hann tínir líka
„tryggðablóm“ sem er myndríkt orð.
Skáldkonan Hsi Muren frá Taivan
minnist látins vinar í ,Sorgarljóði’ og
ítrekar hin endanlegu skil sem dauð-
inn er. Minningar „eru aðeins smá-
brot / af fullreyndum árum / og
hverfulum tíma.“ Ljóð Norðmanns-
ins Hans Börli eru hnitmiðuð og
beinskeytt. ,Fangakúlan’ hljóðar svo:
„Nei, hvernig ættirðu að geta flúið? /
Því sjálf jörðin er kúlan / á enda
keðjunnar sem fest er / um ökkla
þinn.“ Mörg skáld hafa ort um þann
vanda að fanga hugsanir sínar í orð.
Börli yrkir ,Ljóðið sem mig dreymdi
alltaf um’: „Þegar ljóðið sem mig
dreymdi alltaf um / þýtur um hug
minn, / þá fjúka orðin undan, / einsog
skrælnuð lauf á hrímgrárri jörð /
þegar stór fugl hefur sig til flugs í
skóginum / með þungum vængjas-
lögum.“ Þetta er fallega gert. Fær-
eyingurinn Thoroddur Poulsen er
hnyttinn og myndmál hans hugvits-
samlegt. Eitt ljóða hans í flokknum
,Útsýni’ er svona: „þegar maður eld-
ist / verður maður minna fyrir fiðurfé
/ segir hún afsakandi / og ýtir diskn-
um / með kjúklingnum yfir til mín // í
seinni tíð hef ég heyrt / ósýnilegan
vængjaslátt / það getur ekki verið
rétt / að borða englana / segir hún
svo sannfærandi / að ég missi líka
matarlystina“. Ísraelinn Yehuda
Amichai hnippir ónotalega í okkur í
ljóði sem heitir Að gleyma ein-
hverjum: „Að gleyma einhverjum er
einsog / að gleyma að slökkva ljósið í
bakportinu / svo það logar allan dag-
inn á eftir. // En þá er það ljósið / sem
fær þig til að muna.“
Birtan yfir ánni hefur verið mér til
hugarhægðar í allt sumar, einkar
þekkileg bók með fjölbreyttum kveð-
skap sem í senn veitir ánægju og
vekur til umhugsunar. Bókin er snot-
urlega úr garði gerð af hálfu
forlagsins.
Morgunblaðið/Einar Falur
Þýðandinn „Gyrðir hefur traustatök á máli og orðaval hans er í senn fjöl-
breytt og aðgengilegt; hér eru eldflugur á ferð og suðræn blóm …“
Næturganga
á sólskinsvegi
Ljóð
Birtan yfir ánni bbbbn
Ljóð eftir ýmsa höfunda.
Gyrðir Elíasson þýddi.
Dimma, 2017. Innbundin, 382 bls.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Pink Floyd-sýningin á V&A-safninu í Lundúnum er í
þann mund að taka fram úr sýningunni um David Bowie
sem vinsælasta tónlistarsýningin þar í húsum. Frá þessu
er sagt á vefsíðu The Guardian. Sýningin um Bowie var
opnuð árið 2013 og var sótt af um 311.000 gestum.
300.000 gestir hafa þegar sótt sýninguna Pink Floyd:
Their Mortal Remains og mun hún standa til 15. október.
Vinsælasta sýning safnsins er þó enn sýning um fata-
hönnuðinn Alexander McQueen, sem laðaði til sín um
480.000 gesti á 21 viku árið 2015. Auk þess er Bowie enn
talsvert vinsælli á alþjóðavelli en um 1,5 milljónir manns
hafa alls sótt sýninguna á ferð hennar um ýmis lönd.
Pink Floyd slær Bowie við
Roger Waters
ERIKURNAR
ERUKOMNAR
999kr
3 stk.
SÝND KL. 5, 8, 10.25
SÝND KL. 4, 6
SÝND KL. 8, 10.30 SÝND KL. 4, 6
SÝND KL. 10.30SÝND KL. 8
Miðasala og nánari upplýsingar
5%