Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.11.2012, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 02.11.2012, Qupperneq 20
skoðun 2. nóvember 2012 FÖSTUDACUR Vandinn við að vera fatlaður á nóttunni | Samfélagsmái Mr.'ij --;|NH Dóra S. Bjarnason prófessor U Opið bréf til Bjarkar Vilhelmsdóttur og Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, Jóns Gnarr borgarstjóra og Dags Eggerts- sonar, forseta borgarstjórnar. Getur verið að yfirfærsla málefna fatlaðra hafi verið í hálfgerðu frosti frá janúar 2011? Getur verið að þekking á málum fólks með fötlun og fjölskyldum þess sé lítil hjá velferðarráði og starfsfólki á velfer-ðarsviði Reykjavíkur? Hvernig dugar hún í þjónustu við fatlaða Reykvíkinga? Er næg samleiðni £ þekkingu starfsfólksins? Er sú þekking í einhverjum tilfellum úrelt? Getur verið að það sé einkenn- andi fyrir velferðarráð og þjón- ustukerfi Reykjavíkur að fólk fái engin svör við spurningum eða útúrsnúninga? Er starfsfólk velferðarsviðs valdalaust og án verkfæra til að annast lög- bundnar skyldur við að tryggja mannréttindi fatlaðra Reykvík- inga? Þessar og fleiri spurn- ingar leita á mig, nú eftir nær tveggja ára kafkaísk samskipti okkar sonar míns, lögfræðings okkar og vina við ykkur, Vesturgarð og velferðarsvið. Málið snýst um að ég hef óskað eftir því í tæp tvö ár að fatlaður sonur minn fái fjármuni til að greiða fyrir næturvaktir. Benedikt Hákon Bjarnason er farsæll og víðförull Reyk- víkingur og tónlistarunnandi á fertugsaldri. Hann hefur búið með reisn á eigin heimili í 12 ár, enda þótt hann geti aldrei verið einn sökum fötlunar sinn- ar og flogaveiki. Við komum á fót því sem nú nefnist í lögum „notendastýrð persónuleg aðstoð“ (NPA) og Benedikt fékk fyrstur fjölfatlaðra manna hér 'á landi (2001-2011) slíkan stuðn- ing. Greiðslurnar hafa aldrei staðið fyllilega undir kostnaði við aðstoð við Benedikt og vorum við árlega sett í betlara- stöðu gagnvart Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur. Ég og vinir Benedikts sáum um þann stuðn- ing sem á vantaði. Benedikt deilir heimili sínu með þremur aðstoðarmönnum, erlendu námsfólki á líku reki og hann. Hann á líf sitt og lífsgæði undir árvekni þess. Starfsmennirnir aðstoða hann til skiptis á daginn og á ólaun- uðum næturvöktum. Þegar Reykjavíkurborg tók við mála- flokknum varð Benedikt þjón- ustuþegi Vesturgarðs. Ég sótti strax í janúar 2011 um nætur- vaktir svo Benedikt þyrfti ekki lengur að vera upp á mig og góðvild starfsfólksins kominn. Á þeim tíma þurfti Benedikt að skipta út flogaveikilyfjum sem hann hefur notað frá 1995 og gerir enn. Slíkar breytingar geta kallað fram flogaköst sem ég vil ekki leggja á Benedikt og aðstoðarfólk í sjálfboðavinnu. Vesturgarður tók okkur upp- haflega vel. Hófst nú mikil fundaröð um þetta einfalda mál. Á vordögum 2011 var syni mínum boðin hálf næturvakt (greiðsla fyrir fjórar stundir), sem við vorum þá tilbúin að þiggja í ljósi 11 ára reynslu af því að taka það sem býðst hverju sinni og semja betur næst. Þetta tilboð var hins vegar afturkallað án raka og syni mínum bent á að sækja um „notendastýrða, persónulega aðstoð“ (NPA) í tilraunaskyni. í haust 2012 stóð honum þetta skyndilega aftur til boða. Við höfnuðum því enda er Benedikt fatlaður 24 tíma sólarhrings. Ég er ekki tilbúin til að sitja fleiri baráttufundi vegna málsins. í stuttu máli hefur umsókn Benedikts verið hafnað tví- vegis og án haldbærra raka. ítrekaðar fyrirspurnir mínar, lögfræðibréf, vönduð skýrsla fötlunarfræðings og skorin- ort bréf frá sérfræðilækni sem staðfestir að „Benedikt er flogaveikur og fjölfatlað- ur og þarf aðstoð allan sólar- hringinn", hafa fallið í grýttan jarðveg, ekki verið svarað eða svarað með útúrsnúningum. Læknabréfið þótti til dæmis ekki nægilega nákvæmt. Borgarstjórinn úr Besta flokknum, Jón Gnarr, þáði teboð heima hjá syni mínum í sumar ásamt tveimur öðrum gestum úr forystu Samfylkingarinnar og embættiskerfinu. Þetta var ánægjulegt heimboð sem lauk með því að Benedikt og borgar- stjóri tóku höndum saman í léttum dansi. Gestum mátti vera ljós þörf Benedikts og umhyggja starfsfólksins hans. Ég er 65 ára og er að gefast upp á því að þurfa að taka svona slag. Ég er ekki lengur fær um að stökkva til ef eitthvað bilar í þjónustu við son minn. Allir foreldrar eiga rétt á að eldast og deyja. Eg kaus Sam- fylkinguna fyrir Reykjavík, því ég treysti þeim flokki til að standa vörð um mannréttindi á þessum erfiðu tímum. Var það dómgreindarbrestur? Nú get ég fátt annað gert en að bjóða ykkur, forystufólki borgarinn- ar, heim til Benedikts nokkur kvöld. Dagur, þú ert velkominn fyrstur, því þér treysti ég best í krafti menntunar þinnar. Þér er hér með boðið að koma 4. nóvember kl. 22 og gista á Reynimelnum. Málið er að öðru leyti í höndum lögfræðings enda varðar það mannréttindi. Með vinsemd og virðingu Dóra S. Bjarnason | Á vordögum 2011 var syni mínum boðin hálf næturvakt (greiðsla fyrir fjórar —stundir), sem við vorum þá tilbúin að þiggja í ljósi 11 ára reynslu af því að taka það sem býðst hverju sinni og semja betur næst. Petta tilboð var hins vegar afturkallað án raka... SJALFSTÆÐ OG STOLT Vígroði er framhald af skáldsögunni Auði sem kom út 2009, naut geysilegra vinsælda og var tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Viðburðarík og spennandi saga um mikla persónu. VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR ISI.CNSKU KÖkMtXXTA Öruggt og heilnæmt umhverfi fyrir alla Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra Stjórnvöldum er iðulega legið á hálsi fyrir að vera skammsýn og fyrirhyggjulaus. Nærtækt er að benda á hrun bankakerfisins, þar sem framtíðarhagsmunum þjóð- ar var stefnt í voða, meðal annars vegna ófullburða regluverks og eftirlitskerfis. Það er engum blöð- um um það að fletta hversu mik- ilvægt er að setja samfélaginu skýrar, öflugar og framsýnar leik- reglur. Vandinn við að setja slíkar regl- ur er hversu erfitt er að spá fyrir um framtíðina. Því er skiljan- leg sú tilhneiging að ganga út frá ríkjandi ástandi þegar leikreglur framtíðarinnar eru settar. Horft til framtíðar án hindrana Fyrr á þessu ári tók gildi ný bygg- ingarreglugerð. Undanfarið hefur verið gagnrýnt að í henni séu gerð- ar miklar kröfur til húsbyggjenda sem leiði til kostnaðarauka. Umræddar kröfur snúa að atrið- um á borð við algilda hönnun, sem tryggja á jafnt aðgengi allra. Þarna er ekki einungis tekið tillit til þeirra sem búa við varanlega hreyfihömlun, heldur alls almenn- ings. Það er kunnara en frá þurfi að segja að einstaklingar missa stundum hreyfigetu tímabundið vegna óhappa eða veikinda og það er lögmál lífsins að eldast, með tilheyrandi hreyfiskerðingu fyrir þorra fólks. Með aukinni áherslu á að eldri borgarar búi sem lengst í eigin húsnæði eykst þörfin fyrir að aðgengismál séu í lagi. Það lýsir framsýni Alþingis að mannvirkjalög breyttust í með- förum þess, á þann hátt að stjórn- völdum væri skylt að tryggja aðgengi fyrir alla. í stað þess að ganga út frá þröngu sjónarhorni hins óbreytta ástands eru gerðar kröfur um að húsnæðið geti þjón- að notendum þess á ólíkum tímum og við misjafnar aðstæður. Málið snýst um að gera samfélagið í heild aðgengilegt fyrir alla. Þann- ig samfélag hljótum við öll að vilja. Sjálfbærni og hagkvæmni Auknar kröfur um sjálfbærni í mannvirkjagerð hafa einnig verið gagnrýndar. Hefur þar farið hátt að auknar kröfur um einangr- un bygginga muni ekki skila sér í lækkun kostnaðar við rekstur þeirra. Þetta byggir á því að hér verði húshitunarkostnaður alltaf lágur - óbreytt ástand. Reyndin er hins vegar að hér er ekkert fast í hendi eins og dæmi um gjald- skrárhækkanir sýna. Þá hefur hluti landsmanna aldrei getað nýtt sér ódýran jarðvarma til upp- hitunar, heldur orðið að treysta á aðra og dýrari orkugjafa. Það er ekki bara framsýni fólgin í því að auka kröfur um einangrun nýbygginga, heldur er það hið eina rökrétta. Hver vill standa frammi fyrir því að húseigendur þurfi upp til hópa að endurein- angra híbýli sín með þeim mikla kostnaði sem slíkri eftiráaðgerð tilheyrir, allt vegna skammsýni í setningu reglugerða einhverjum árum fyrr? Einnig vaknar áleitin spurning um það hvers vegna íslendingar ættu að sætta sig við að gerðar séu minni kröfur til húsnæðis hér en í nágrannalöndunum. Helstu nýmæli í reglugerðinni sækja fyrirmyndir til byggingarreglu- gerða á Norðurlöndum og í Evrópu og var áhersla lögð á að Islending- ar yrðu ekki eftirbátar annarra í þessum efnum. Það er varasamt að slá af kröfum vegna stundar- hagsmuna þegar um stærstu fjárfestingar einstaklinga er að ræða. í þessu gildir að vanda skal til þess er vel á að standa. Allt of mörg dæmi um rakaskemmdir og Naglar óþarfir í Reykjavík Ólafur Bjarnason samgöngustjóri Enn einu sinni stígur fram- kvæmdastjóri FÍB fram og rómar ágæti nagladekkja og kenn- ir lélegu malbiki um slit á götum borgarinnar. Það er staðreynd að hér eru stærri og þyngri bílar en almennt gerist í borgum sem við berum okkur saman við. Þung og hröð umferð slíkra bíla spænir upp hvaða malbik sem er. Stærri hluti skattfjár fer í endurnýjun á malbiki en þörf er á. Þýskaland hefur fyrir löngu bannað notkun nagladekkja vegna slits á vegum og götum og er þar malbik ekki af verri endanum. Sem betur fer hefur í Reykjavík á síðasta áratug náðst verulegur árangur í fækkun bíla á negldum dekkjum á sama tíma og umferðar- slysum hefur einnig fækkað. Ekki er þörf á því að aka á negldum dekkjum í borginni, en mikilvægt að vera á góðum dekkjum og aka eftir aðstæðum hverju sinni. Á höfuðborgarsvæðinu hafa strætis- vagnar verið á ónegldum dekkjum um langt árabil án vandræða. Það er ekki raunhæft að banna nagladekk í Reykjavík. Fyrir þá sem aka reglubundið um fáfarna vegi og fjallvegi að vetrarlagi geta góð nagladekk aukið öryggi. Allra síðustu ár hafa um 35% bíla í borginni verið á nagladekkj- um að vetrarlagi. Markmið er að ná því niður í 20%. Fyrirmyndir eru sambærilegar borgir í Noregi. sveppagróður í nýlegum bygg- ingum sýna og sanna hversu dýr- keypt skammsýni getur verið í mannvirkjagerð. Breyttar stærðir og aukinn sveigjanleiki En hvað gagnast góðar fyrir- ætlanir ef fæstir hafa ráð á að koma sér upp þaki yfir höfuðið? Því hefur verið haldið fram að byggingakostnaður aukist um tugi prósenta með tilkomu þessar- ar nýju reglugerðar. Þegar dæmin eru skoðuð kemur hins vegar í ljós að kostnaðurinn er mjög orðum aukinn. Þetta á ekki síst við þegar dæmi eru tekin af stúdenta- görðum, sem sérstaklega er fjallað um í byggingarreglugerðinni og enn meiri sveigjanleiki er gefinn í hönnun slíks húsnæðis. Vissulega munu tiltekin atriði nýrrar byggingarreglugerðar leiða til aukins kostnaðar. Sum þessara atriða eiga að tryggja öryggi íbúa eða auka gæði mannvirkjanna. Önnur eru til komin vegna áherslu Alþingis á aðgengi fyrir alla. Á móti slíkum kostnaðarauka kemur m.a. aukinn sveigjanleiki í nýju byggingarreglugerðinni til að samnýta og sameina rými. Mann- virkjastofnun hefur gert saman- burð á ólíkum íbúðarstærðum og birt á heimasíðu sinni. Þar sést að almennt hafi breyttar kröfur óveruleg áhrif á stærðir íbúða, ef tekið er tillit til þessa sveigjan- leika. Mannvirkjagerð er flókin og kostnaðarsöm og til margs að líta. Auknar kröfur eru ekki til komn- ar vegna þess að stjórnvöld séu illa þjökuð af stjórnlyndi, held- ur endurspeglar það mikilvægi þess að vel takist til. Það er mik- ilvægt að grunnreglurnar séu skýrar og tryggi allt í senn; að húsnæði sé öruggt, það sé vand- að og endingargott og að stuðla að aðgengi fyrir alla, í samræmi við alþjóðasamninga og eindreginn vilja Alþingis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.