Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.11.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR timamot tiinamot(g>frettabIadicl. is DAVID SCWHIMMER, betur þekktur sem Ross í sjónvarpsþáttunum Friends, er 45 ára í dag. „Pað skiptir mig miklu máli að vera ekki þekktur sem Ross þegar ég verð sextugur.“ t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS DYRSET tannlæknis, Efstalandi 18. Sérstakar þakkir til starfsfólks á E-gangi í Sóltúni fyrir alúð og virðingu í veikindum hans. Silvía Garðarsdóttir Margrét Þóra Gunnarsdóttir Örnólfur Thorsson Anna Vilborg Dyrset Halldór Guðmundsson Sif Úlfarsdóttir Leó Jóhannsson Garðar Örn Úlfarsson Lena Helgadóttir barnabörn og langafabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA GARÐARSDÓTTIR Hjallalundi 20, Akureyri, andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 31. október. Útförin verður auglýst síðar. Garðar Lárusson Guðrún Ragna Aðalsteinsdóttir Karl Óli Lárusson Þórdis Þorkelsdóttir Þráinn Lárusson Þurý Bára Birgisdóttir barnaböm og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR MAGNÚSDÓTTIR frá Flögu, Núpalind 6, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Boðaþing fimmtudaginn 25. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju mánudaginn 5. nóvember kl. 13.00. Haukur Hliðberg Aðalheiður Sævarsdóttir Alma Hlíðberg Jónas Gunnarsson Valur Hliðberg Hildur Einarsdóttir Arndís B. Smáradóttir Gisli Georgsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ ANNA JÓNASDÓTTIR Aðalgötu 1, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 30. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 13.00. Stefán J. Kristinsson Barði Jónsson Lena Jónsson Ragnhildur Stefánsdóttir Sigurgeir S.T. Þórarinsson Inga Sif Stefánsdóttir Kjartan Þór Eiríksson og barnabörn. Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og bróðir, ÓLAFUR FELIX HARALDSSON Mýrum 10, Patreksfirði, lést af slysfömm 20. október síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Patreksfjarðar- kirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 14.00. Björg Sæmundsdóttir Alexandra Hólm Felixdóttir Melkorka Marsibil Felixdóttir Guðbjartur Ingi Felixson Sædis Eiríksdóttir Davíð Jónsson Stefán Dagur Jónsson og systkini hins látna. FRETTABLAÐIÐ Vegna stæröar blaösins á morgun, laugardag, verður Fréttablaðið prentað í tvennu lagi. Frestur til að skila inn dánarauglýsingum í laugardagsblað færist því fram til kl. 13.30. fsak Már Símonarson Ásþór Elvarsson Davíð Þ. Valgeirsson VILBORG ARNA GISSURARDÓTTIR: VERÐUR FYRST KVENNA YFIR SUÐURPÓLINN Vilborg Arna Gissurardóttir ætlar að verða fyrsta íslenska konan til að ganga yfir suðurpólinn. Leiðang- urinn hefst kl. 12 í dag við anddyri kvennadeildar Landspítalans. Hann er farinn í þágu Lífs, styrktarfélags sem hefur það markmið að styðja við konur og fjölskyldur þeirra á kvenna- deild Landspítalans. Vilborg Arna, sem er búin að vera í fjallamennsku í tíu ár, hefur undir- búið ferðina markvisst í eitt og hálft ár. Gangan á suðurpólinn hefur samt blundað í henni í tíu ár, síðan hún las fyrstu bókina sína um slíkan leiðangur. Aðspurð segist hún ekkert vera smeyk við verkefnið. „Það skiptir rosalega miklu máli að láta óttann ekki ná tökum á sér, heldur reyna að halda einbeitingu. Þetta er krefjandi verkefni en ég reyni alltaf að horfa frekar á það jákvæða en það sem getur dregið úr mér.“ Áætlað er að hin 32 ára Vilborg Arna verði komin til Suðurskauts- landsins 11. nóvember. Gönguleiðin er 1.140 kílómetrar og má búast við krefjandi veðurfari, miklum mótvindi, erfiðu skíðafæri og háum rifsköflum. Áætlaðir göngudagar eru fimmtíu og til að ná þeim þarf hún að ganga að meðaltali 22 km á dag. Hún gengur af stað með tvo sleða í eftirdragi sem vega um eitt hundrað kíló í byrjun ferðar. „Þetta tekur rosalega á líkam- lega. Ég þarf að borða 5.500 hitaein- ingar á dag en samt reikna ég með að léttast um fimmtán kíló. Núna reyni ég þess vegna að borða eins mikið og ég get til að ég eigi góðan forða,“ segir hún. Vilborg Arna verður í daglegu sambandi við leiðangursstjórn vegna staðsetningar og veðurspár og mun senda frá sér stutta pistla á meðan á förinni stendur. Takist ætlunar- verkið verður hún níunda manneskjan YFIR SUÐURPÓLINN Vilborg Arna Gissurardóttir á Grænlandsjökli í vor. Hún ætlar að verða fyrsta íslenska konan til að ganga yfir Suðurpólinn. í heiminum sem gengur einsömul yfir Suðurpólinn. Öllum áheitum vegna ferðarinnar verður varið til uppbyggingar á kven- lækningadeild Landspítalans, deild 21A. Áheitin fara þannig fram að fólki gefst kostur á að hringja í símanúmerið 908- 1515 á meðan á ferð hennar stendur og þá dragast 1.500 kr. af reikningi viðkom- andi. Einnig er hægt að fara inn á heima- síðu Lífs, Gefdulif.is, og heita á Vilborgu með frjálsum framlögum. Hægt verður að fylgjast með ferð hennar á síðunni Lifsspor.is. freyr@frettabladid.is Lætur óttann ekki stöðva sig + Útför DÓMHILDAR JÓNSDÓTTUR sem fara átti fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 2. nóv verður frestað til mánudagsins 5. nóv. (kl. 14.00) vegna veðurs. Jón Hallur Pétursson Guðríður Friðriksdóttir Pétur Ingjaldur Pétursson Guðrún Margrét Jónsdóttir Auður Anna Jónsdóttir t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SNORRAJÓNSSONAR Grundarlandi 17. Sérstakar þakkir til starfsfólks sambýlisins að Grundarlandi 17 fyrir sérlega góða umönnun á liðnum árum. Dollý Nielsen Pétur Sveínsson Stella Leifsdóttir Davíð Ingibjartsson Og aðrir aðstandendur. + Ég þakka auðsýnda samúð við fráfall systur minnar, SIGRÍÐAR ÁSU TRAUSTADÓTTUR WINTHER Færeyjum, sem lést 3. október síðastliðinn í Þórshöfn, Færeyjum. Fyrir hönd annarra vandamanna, Jóhanna Traustadóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA SIGURLÍNA JÓNSDÓTTIR frá Skálanesi, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 28. október síðastliðinn. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 9. nóvember ' kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Ámi Rúnar Kristjánsson Brynja Fríða Garðarsdóttir Jón Ingi Kristjánsson Jóna Sigríður Gestsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir Jóhann Helgi Helgason Snædís G. Heiðarsdóttir Ragnar Ólafur Guðmundsson barnabörn og barnabamabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FRIÐRIK ELDJÁRN KRISTINSSON Vitateigi 3, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, 29. október. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 6. nóvember kl. 14. Þómý Elísdóttir Kristinn Eldjárn Friðriksson Þóra Björgvinsdóttir Elís Friðriksson Auður Guðjohnsen Ágústa Friðriksdóttir Elvar Elíasson barnabörn og langafabörn. Elsku drengur minn og bróðir okkar, JÓHANN LAXDAL JÓHANNESSON vélstjóri, var bráðkvaddur mánudaginn 29. október. Hann verður jarðsunginn miðvikudaginn 7. nóvember kl. 10.30 frá Akureyrarkirkju. Anney Alfa Jóhannsdóttir Arndís Einarsdóttir Ingvar Vigur Halldórsson Jóna Margrét Hauksdóttir Baldur Lárusson Alda Ósk Hauksdóttir Sigurður Einar Kristjánsson Einar Haukur Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.