Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 64

Fréttablaðið - 02.11.2012, Síða 64
í nýju sælkerabókinni Orð, krydd og krásir sem nýlega kom í verslanir má finna þessa dásamlegu kjúklinga- uppskrift eftir þær Sigrúnu Óskarsdóttur og Kristínu Þóru Harðardóttur. Kjúklingur með döðlum og kókos Vi dl ólífuolía 1 kg kjúklingabringur 2 laukar 1 græn paprika 1 kúrbítur 200 g steinlausar döðlur 1 hvltlaukur, smátt skorinn 2 tsk. kóríanderduft 1 tsk. chiliduft 2 tsk. engiferduft 2 tsk. broddkúmenduft 2 tsk. salt 1 dós kókosmjólk 3-4 msk. hunang 100 g kasjúhnetur 1 rauð paprika Þessi réttur er bæði bragð- sterkur og örlítið sætur. Fyrir þau sem eru fyrir sterkan mat má auka kryddið en gætið þess þó að sæta bragðið af döðlunum fái einnig að njóta sín. Skerið kjúklingabringurnar í bita, saxið lauk og skerið papriku og kúrbít í bita. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr olíunni á stórri pönnu. Bætið síðan 1-2 dl af vatni á pönnuna og setjið krydd og döðlur út í. Látið sjóða í nokkr- ar mínútur og bætið svo kókos- mjólk og hunangi á pönnuna ásamt papriku og kúrbít. Þetta er látið sjóða á vægum hita í 15-20 mínútur og undir lok suðutímans er kasjúhnetum bætt við og smátt skorinni rauðri papriku er stráð yfir um leið og rétturinn er borinn fram. FANTAFJÖRUGT TEITI Mikil gleði ríkti í útgáfu- teiti Eyrúnar Inga- dóttur sem fagnaði útkomu skáld- sögunnar Ljósmóður- innar í vik- unni. Fjör einkenndi mannskapinn. Elfa Yr Gylfadóttir og Eyvindui G. .Qunnarsspn........................................................................... Coca-Cola® light styður íslenska hönnun Shadow Creatures vann hönnunarverðlaun Coca-Cola® light á R Reykjavik Runway og var valið til samstarfs um að hanna umbúðir utan um Coca-Cola« light. Þar með fetar Shadow Creatures í fótspor fremstu hönnuða heims. www.shadow-creatures.com.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.