Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 6

Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 6
Viðurkennt jurtalyf gegn vægum gigtarverkjum Fullorðnir: 2 hylki tvisvar á dag. Ekki nota Harpatinum ef þú ert með ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða ert með sár í maga eða þörmum. Ef þú hefur gallsteina eða liðverki samhliða bólgum, roða eða hita, skaltu hafa samband við lækni áður en þú notar Harpatinum. Leitaðu til læknis ef þú finnur fyrir aukaverkunum eða ef einkenni eru viðvarandi eða hafa versnað (2 vikur við vægum meltingartruflunum, 4 vikur við vægum gigtarverkjum). Hvorki ætlað börnum yngri en 18 ára né þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils florealis.is/harpatinum KirKjumál Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, vísar gagnrýni úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar, um að hún sem biskup og fagráð um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar hafi ekki farið að settum reglum varðandi meðferð í málum sem beindust gegn séra Ólafi Jóhannssyni, á bug. Að mati biskups er mikilvægt að standa vörð um rétt brotaþola og senda menn í leyfi hið snarasta, leiki grunur á því að um kynferðis- lega áreitni sé að ræða. Fréttablaðið greindi frá því í gær að úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar hefði gagnrýnt málsmeðferð fag ráðs og biskups í einu málinu. Agnes, sem yfirmaður sóknarprestsins og annarra brotaþola, sendi prestinn í leyfi á meðan kærur gegn honum voru rannsakaðar. Taldi úrskurðarnefndin að ekki hefði verið farið eftir stjórnsýslu- reglum. Séra Ólafur Jóhannsson, sóknarprestur í Grensáskirkju, var sakaður af fimm konum um að hafa áreitt þær kynferðislega. Einnig á hann sér sögu og hefur í tvígang leitað sér sálfræðimeðferðar vegna samskipta við konur. „Mín afstaða er skýr. Biskup hlýtur ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi presta eða annarra starfsmanna kirkjunnar alvarlega. Það á sérstaklega við þegar grunur leikur á áreitni af kyn- ferðislegum toga eða öðru ofbeldi. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstaklingur leitar til embættisins eftir hjálp við að leysa úr erfiðum og viðkvæmum málum,“ segir Agnes í yfirlýsingu sem birt var á heimasíðu kirkjunnar. „Samskipti presta við sóknarbörn og samstarfsfólk á vettvangi kirkj- unnar eiga að vera hafin yfir allan vafa. Þar verður að ríkja algjört traust,“ segir enn fremur í yfirlýs- ingu biskups. Líklegt þykir að einhverju mál- anna fimm verði skotið á næstu þremur vikum til áfrýjunarnefndar kirkjunnar. Biskup hyggst nýta sér það svigrúm til að útskýra mál sitt. „Komi til áfrýjunar í umræddu máli mun ég leggja mig fram um að skýra aðkomu mína og afstöðu fyrir áfrýjunarnefnd þjóðkirkj- unnar, enda get ég engan afslátt gefið þegar ásakanir um alvarlegan trúnaðarbrest, áreitni eða ofbeldi koma upp,“ segir Agnes. sveinn@frettabladid.is Biskupinn segist engan afslátt geta gefið Agnes M. Sigurðardóttir biskup segist munu leggja sig fram við að skýra aðkomu sína að málum Ólafs Jóhannessonar sóknarprests verði einhverju af fimm málum sem tengjast honum áfrýjað. Biskup hljóti ávallt að taka ásakanir um óviðeigandi háttsemi alvarlega. Það er í mínum huga óhugsandi, að æðsti embættismaður kirkjunnar stígi til hliðar og bregðist ekki við ef einstakl- ingur leitar til embættisins eftir hjálp við að leysa úr erfiðum og við- kvæmum málum. Agnes M. Sigurðar- dóttir, biskup 1 Gefur besta vini sínum nýra 2 Segja allt hafa verið betra í gamla daga 3 Leiktæki lokað við Ísaksskóla: „Ég vil gera allt rétt“ 4 Heiðar kaupir fyrir 100 milljónir í Vodafone 5 Skrifaði frétt um „rígmontinn“ litla bróður sinn Mest lesið Stormurinn hrellir Evrópu enn Óveður og kuldi halda áfram að hrella Evrópubúa og er tala látinna í álfunni undanfarna daga komin upp í 59. Þar af 23 í Póllandi einu. Röskun hefur í þokkabót orðið á samgöngum. Til að mynda var öllum flugferðum til og frá Írlandi aflýst í gær. Stormurinn, sem hefur til að mynda verið kallaður „Skepnan úr austri“, á uppruna sinn í Síberíu og hafa Evrópubúar alveg suður að Miðjarðarhafi fundið vel fyrir honum. Nordicphotos/AFp dögg pálsdóttir er formaður úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. 3 . m a r s 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -B D 7 8 1 F 1 D -B C 3 C 1 F 1 D -B B 0 0 1 F 1 D -B 9 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.