Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 16

Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 16
www.bjarmaland.is sími 770 50 60 bjarmaland@bjarmaland.is Einnig: Georgía & Azerbædsjan, siglingar Moskva - Pétursborg ofl. RÚSSLAND 2018 - HM Á FERJU 15. - 27. júní I 12 nætur VERÐ frá 230 000 kr. Sigling á milli borganna sem Ísland leikur í, HM 2018 í Rússlandi Moskva - Stalíngrad/Volgograd - Rostov-á-Don 19.- 26. maí I 7 nætur ÆVINTÝRALJÓMI TRANSILVANÍU í fótspor Drakúla greifa í Karpatafjöllum VERÐ 169 700 kr. 6. - 21. október I 15 nætur HIÐ ÓÞEKKTA INDÓKÍNA Víetnam og Kambódía VERÐ 598 000 kr. Flug og hótel innifalið VERÐ frá 276 000 kr. FÓTBOLTAHÁTÍÐ Í RÚSSLANDI 15.- 23. júní I 8 nætur Bjarmaland ferðaskrifstofa Bandaríkin Viðskiptastríð eru góð fyrir almenning og það er auðvelt að vinna þau. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær þegar hann brást við ósætti annarra ríkja við ákvörðun forsetans um að setja 25 prósenta innflutningstoll á stál og tíu prósent á ál. „Við verðum að vernda landið okkar og verkamennina okkar. Stál­ iðnaðurinn okkar er í slæmu standi. EF ÞÚ ERT EKKI MEÐ STÁL ERTU EKKI MEÐ RÍKI,“ tísti forsetinn. Jafnframt sagði hann að ekki væri skynsamlegt að leggja tolla á inn­ fluttar vörur þegar önnur ríki legðu tolla á vörur sem fluttar eru þangað frá Bandaríkjunum. Trump sagði aukinheldur að þar sem Bandaríkin væru með milljarða dala viðskiptahalla gagnvart nærri hvaða ríki sem er væri þörf á við­ skiptastríði. „Til dæmis, þegar við erum með hundrað milljarða dala viðskipta­ halla gagnvart ákveðnu landi ættum við að hætta þeim viðskiptum. Við vinnum stórsigur. Það er auðvelt!“ Yfirvöld bæði í Kanada og Evr­ ópusambandinu hafa nú þegar tilkynnt um að ráðist verði í gagn­ Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. Þau sé í þokkabót auðvelt að vinna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur engar áhyggjur af komandi viðskiptastríði. NorDicphoTos/AFp Bretland Það geta ekki allir aðilar fengið allt sem þeir vilja í samninga­ viðræðum Bretlands og Evrópusam­ bandsins um útgöngu Bretlands, svo­ kallað Brexit. Þetta sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í Lundúnum í gær. Sagði May jafnframt að þótt viðræðurnar væru vissulega erfiðar væri það öllum í hag að komast að góðri niðurstöðu og að stutt væri í að samkomulag um aðlögunarferlið næðist. Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bret­ land væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. Það myndi breyta ýmsu í daglegu lífi Breta. Ítrekaði May þar afstöðu sína með svokölluðu „hörðu Brexit“ en ýmsir úr Íhaldsflokki May sem og flestir úr öðrum flokkum vilja heldur „mjúkt Brexit“ sem felur í sér áfram­ haldandi veru á innri markaðnum og í tollabandalaginu. Í ljósi hins harða Brexit munu Bretar þurfa að komast að sam­ komulagi við ríki ESB um fríversl­ unarsamninga og sagði May að þeir þyrftu að vera sanngjarnir og með ákveðnum skuldbindingum. „Við gætum til að mynda valið að inn­ leiða Evrópureglugerðir á ýmsum sviðum stjórnsýslu okkar, til að mynda reglur um samkeppni á markaði.“ Sagði hún Breta vilja frelsi til þess að semja um sína eigin fríverslunar­ samninga og stýra eigin löggjöf auk þess sem landamæragæsla á landa­ mærum Írlands og Norður­Írlands ætti að vera eins lítil og mögulegt væri. – þea Geta ekki allir fengið allt Theresa May, forsætisráðherra Bretlands Búrkína Fasó Skæruliðar réðust í gær á nokkrar stofnanir í Ouag­ adougou, höfuðborg Búrkína Fasó, og voru franska sendiráðið og höfuðstöðvar búrkínska hersins á meðal skotmarka. Í yfirlýsingu frá búrkínsku ríkisstjórninni sagði að fjórir árásarmannanna hefðu verið felldir í sendiráðinu og að minnsta kosti tveir á herstöðinni. Nokkrir her­ og lögreglumenn væru særðir en engar tilkynningar um andlát hefðu borist. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Remis Fulgance Dandijnou upplýsingamálaráðherra sagði í við­ tali við ríkissjónvarp Afríkuríkisins að allt benti til þess að um hryðju­ verk væri að ræða. BBC greindi frá því að vitni hefðu séð þungvopnaða menn stíga út úr bíl sem snarheml­ aði. Þeir hófu þá skothríð og héldu í átt að franska sendiráðinu. Armand Béouindé, borgarstjóri Ouagadougou, sagði við franska blaðið Le Monde að árásarmenn hefðu sömuleiðis skotið á ráðhús borgarinnar og að gluggarnir á skrif­ stofu borgarstjóra hefðu brotnað þegar skotið var á bygginguna. „Mér skilst að þetta séu íslamskir öfga­ menn,“ sagði borgarstjórinn. – þea Ráðist á Ouagadougou herinn barðist við skæruliða í ouagadougou. NorDicphoTos/AFp aðgerðir af einhverju tagi. Þá eru Mexíkó, Kína og Brasilía að velta fyrir sér að gera slíkt hið sama. Theo Leggett, fréttaskýrandi BBC, var í gær ósammála fullyrðingu for­ setans. „Ef viðskiptastríð væru í raun og veru góð og það væri auð­ velt að vinna þau væri Alþjóða­ viðskiptastofnunin ekki til,“ sagði í skýringu Leggetts. Flestar þjóðir teldu ákjósanlegra að semja um ágreiningsmál. Verndarstefna gæti skaðað alla hlutaðeigandi aðila. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, sagði í gær að ákvörðun Trumps væri óásættanleg. „Bandaríkin þurfa að átta sig á því að ef þau fylgja þessu eftir mun Evrópusambandið svara því á sam­ hæfðan hátt. Einhliða aðgerð sem þessi er óásættanleg. Slíkar aðgerðir gætu haft mikil og varanleg áhrif á evrópskt hagkerfi.“ Talsmaður breska forsætisráðu­ neytisins sagði Bretlandsstjórn nú ræða við Trump um hvað fælist í aðgerðunum. „Við höfum sérstakar áhyggjur af því hvernig þetta gæti bitnað á breskum ál­ og stáliðnaði.“ thorgnyr@frettabladid.is 3 . m a r s 2 0 1 8 l a U G a r d a G U r16 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -9 1 0 8 1 F 1 D -8 F C C 1 F 1 D -8 E 9 0 1 F 1 D -8 D 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.