Fréttablaðið - 03.03.2018, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.03.2018, Qupperneq 20
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Í íslenska einokunar- kerfinu er þessu öðru- vísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Mín skoðun Guðmundur Steingrímsson Í vikunni þegar ég var á leið í háttinn var ég tekinn í bólinu. „Hvað finnst þér um að drengir séu umskorn-ir?“ spurði konan mín af rælni upp úr vefsíðuvafri. „Ha?“ hváði ég. Ég kom af fjöllum. „Hver var að umskera hvern?“ Ég hafði lítið fylgst með umræðunni. Af eðlis- lægri hvöt til karllægra hrútskýringa reyndi ég þó auðvitað að hugsa hratt og segja eitthvað mjög fræðandi og spaklegt við konu mína um umskurð drengja, sögu umskurðar, fjölmenningarleg álitamál og svo framvegis. Það mistókst. Það er skemmst frá því að segja að ég fór mjög illa út úr þessari samræðu, sagði margt vanhugsað og fór ringlaður að sofa. Úti á þekju Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almenni- lega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. Ég lendi ítrekað í því að maður er rétt byrjaður að mynda sér skoðun þegar flestir eru farnir að tala um eitthvað allt annað. Núna fyndist mér til dæmis hallærislegt af mér að fara að básúna einhverjar skoðanir um umskurð rétt í sömu andrá og fólk er almennt að fara að tala um vopnaflutninga. Ég hef hins vegar ekki náð að kynna mér almennilega staðreyndir um vopnaflutninga- málið, sem þó lítur vægast sagt ekki vel út. Þannig lendir maður ítrekað milli skips og bryggju sem almennur borgari þessa lands. Of seinn að mynda sér skoðun, of seinn að átta sig á nýjum málum. Ópið Þegar verst lætur breytist maður í manneskjuna í Ópinu eftir Munch. Maður stendur á brú milli tveggja hita- mála, þess sem sem er að hverfa og þess sem er að koma, og bara heldur um höfuð sér og æpir. Ópið er þetta: Ég hef hvorki djúpa skoðun á þessu né þekkingu! Ég var að hugsa um aðra hluti! Auðvitað er þetta full dramatísk samlíking, en þó með sannleikskorni. Sagt er að skoðanir séu eins og afturendar. Allir hafi svoleiðis. Ég er svolítið sammála því. Mér finnst þessi mál öll sem skjóta upp kollinum oftast vera mjög áhugaverð og mig langar oftast að vita meira. Mér finnst áhugavert að heyra báðar hliðar. Mig langar að vita staðreyndir málsins. Mér finnst hins vegar oft ríkja algjört offramboð af mjög heitum skoðunum um þessi mál. Ég skil stundum ekki á hverju þær eru byggðar. Hlutverk þingsins Mig grunar að löngun margra til að mynda sér skoðun á málum sé ekki í réttu sinki við hraðann sem ríkir á miðlunum. Víkur þá sögunni að Alþingi Íslendinga og hinu raunverulega markmiði þessa pistils. Ég hyggst nú reyna að auka virðingu þingsins. Í veröld hinna ófyrirsjáanlegu hvirfilbylja hitamála er Alþingi frábært fyrirbrigði. Þegar flestir eru að hætta að tala um umskurð er Alþingi rétt að byrja. Einungis fyrsta umræða um umskurð hefur farið fram þar. Núna fer málið í nefnd og auglýst er eftir ígrunduðum umsögnum allra þeirra sem hafa eitthvað um málið að segja. Í þing- nefndinni er hlustað á allar hliðar. Svo skrifa nefndar- menn álit. Svo er önnur umræða. Svo atkvæðagreiðsla. Svo getur málið farið aftur í nefnd. Svo er kannski aftur umræða í þingsal. Svo er aftur atkvæðagreiðsla. Alþingi er þannig kærkomið mótvægi við Facebook. Ég fíla það. Þetta tekst auðvitað ekki alltaf en pælingin er góð. Stundum er gott að mynda sér skoðun hægt. Um umræðuna um umskurð Gerðu þér mat úr Faceb k Finnski bóndinn og frumkvöðullinn Thomas Snellman heldur erindi í Hörpu á vegum Matarauðs Íslands og Bændasamtakanna. Opin ráðstefna og vinnustofa um milliliðalaus viðskipti með matvörur Björtuloft, efsta hæð í Hörpu sunnudaginn 4. mars kl. 14:00-16:30 Skráning fer fram á bondi.is Aðgangur er ókeypis. bondi.is Nokkrir þingmanna Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði. Þingmennirnir vilja afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna fyrir aukna sam- keppni. Í reynd þýðir þetta að opna ætti íslenskan markað fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber eða Lyft. Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar. Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleið- inni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi. Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bíl- stjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð. Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi. Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn. Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upp- hrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóð- legir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað. Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunveru- legur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga. Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgöngu- vanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollalegg- ingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum. Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan. Frelsi 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r20 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -B 3 9 8 1 F 1 D -B 2 5 C 1 F 1 D -B 1 2 0 1 F 1 D -A F E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.