Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 30

Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 30
Y lfa Helgadóttir er yfirmat-reiðslumeistari og eigandi Kopars, veitingastaðar við Gömlu höfnina í Reykja-vík. Hún er í kokkalands-liðinu og hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga. Iðunn Sigurðardóttir er yfirkokkur á Matarkjallaranum og hefur einnig hlotið fjölda viðurkenninga þrátt fyrir ungan starfsaldur. Margrét Bjarnadóttir er nýliði í bransanum, er kokkanemi á Geira Smart og á bakgrunn í næringar- og hjúkrunarfræði. Hrefnu Sætran matreiðslumeistara þekkja landsmenn flestir. Hún er eigandi tveggja veitingastaða, Fisk- og Grillmark- aðarins, og starfar á báðum stöðum. Hún var tíu ár í kokkalandsliðinu. Hrefna er stödd í Japan og tekur því þátt í spjalli um bransann í gegnum netið. Fékk bakþanka Hvernig lá leið ykkar í bransann? Hvar lærðuð þið? Ylfa: Ég kláraði stúdentsprófið áður. Og gerði það á þremur árum. Það var rétt áður en það bauðst að klára prófið á tveimur árum. Ef það hefði verið í boði, þá hefði ég gert það. Ég var að drífa mig svo í kokkinn. Þegar ég útskrifaðist var ég samt ekki lengur viss um að ég vildi leggja þetta fyrir mig. Það var lítið talað um þetta starf á þessum tíma, lítil umræða og það var töluvert minni markaður en er núna. Ég fór að vinna á bar í miðbænum sem lagði líka áherslu á veitingar og sótti um nám í hótelstjórnun í Bandaríkjunum. Yfirþjónn barsins ræddi við mig um framtíðaráætlanir mínar og spurði mig hvort ég vildi verða kokkur. Ég sagði já. En ég sæi ekki tækifærin hér heima. Hann sagði þá við mig: Heyrðu, það er verið að opna nýjan stað hérna hinum megin við götuna. Kíkjum á þá. Og það var Fiskmarkaðurinn. Þetta átti greinilega að verða. Hafði aldrei farið út að borða Iðunn: Ég var tvö ár í Fjölbrautaskóla Suðurlands og var staðráðin í því að verða kokkur. Ég ákvað það bara einn daginn að verða kokkur. Ég hafði ekki einu sinni farið út að borða, nema á American Style! Ég var svo ung að ég mátti ekki flytja að heiman. Ég var því send í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem ég hreinlega beið eftir því að tím- inn liði svo ég gæti byrjað í kokkanámi. Ég kom svo hingað til Reykjavíkur. Ég vissi ekkert um bransann þegar ég byrj- aði og sótti um á fjölda veitingastaða. Það var slembilukka að ég komst að á Fiskfélaginu. Ég gekk þar fram hjá og hugsaði með mér: Þetta lítur út eins og veitingastaður. Ég fór þangað inn að sækja um starf, sem ég fékk. Hætti í hjúkrunarfræði Margrét: Ég tók stúdentspróf frá FG, svo tók ég hálft ár í næringarfræði. Það var draumurinn fyrst. Það reyndist hins vegar alveg sjúklega leiðinlegt. Ég fór eftir það í hjúkrunarfræði og hætti þar á öðru ári. Enginn skildi hvað ég var að Bylting í matreiðslubransanum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Það sem mér fannst fyndn- ast var að ég ætlaði ekkert að fara að eignast börn Þarna nítján ára gömul. Hafði ekki einu sinni Hugsað út í Það og var ekki í föstu sambandi. Hrefna ↣ Iðunn, Ylfa og Margrét ræða um ástríðu sína og hvernig matreiðslubransinn er að breytast á Íslandi með betri möguleikum. FréttablaðIð/EYþór gera í þessu námi. Ekki ég heldur. Fólk fór að spyrja hvað ég ætlaði að gera eftir námið og þá sagðist ég ætla að vinna í eldhúsi. Ég hef nefnilega alltaf haft áhuga á matreiðslu og ætlaði alltaf í kokkinn. Mér fannst ég samt þurfa að hafa stúdentshúfuna og einhverja gráðu á blaði. Því það er normið. Þess vegna fór ég í hjúkrunarfræðinám sem átti engan veginn við mig. En sem betur fer áttaði ég mig, það er engin þörf á því að gera hlutina eins og næsti maður. Ég hætti á miðvikudegi í hjúkrun og var komin á samning hér á fimmtudegi. Fólk hættir vegna álags Förum aðeins yfir tölurnar: 194 konur hafa útskrifast frá upphafi úr mat- reiðslunámi á meðan karlmennirnir eru 1.406 talsins. 87 nemendur eru skráðir í matreiðslunám á vorönn 2018 í MK og VMA. Þar af eru 23 konur. Er eitthvað að í þessum bransa? Iðunn: Það hætta mjög margar konur eftir útskrift. Ég held að það sé af því að það er svo lítið í boði fyrir konur með börn. Sem vilja vinna með barneignum og kringum það. Ég á nokkrar vinkonur sem hafa lent í þessu. Margrét: Já, ég líka. En karlar hætta líka. Veit um nokkra sem hafa hætt en fundið sér annan vettvang tengdan mat og tóku sér pásu frá eldhúsinu. Vinnu- tíminn er auðvitað ófjölskylduvænn, því miður. Ylfa: Það sem mun ekki breytast er vinnutíminn. Veitingastaðir eru opnir á kvöldin. Mesta álagið er þegar leik- skólarnir eru að loka. Auðvitað er hægt að setja upp alls konar formúlur þar sem einhver sem er með sérþarfir fær að fara heim til að sinna börnum. Hvort sem þú ert karl eða kona. En þegar allt kemur til alls þá þarftu að taka kvöldin. Þá gerist allt sem skiptir máli. Bæði karlar og konur hætta vegna þessa álags. Stimpill á konum vegna barneigna Var erfitt að fá samning? Hafið þið mætt hindrunum eða mætt mótstöðu? Hrefna: Já, það var aðallega þegar ég var að reyna að komast á samning sem ég fann fyrir því. Það var stimpill á konum í sambandi við barneignir. Það var víst algengt að þær sem byrjuðu að læra yrðu óléttar á þessum fjórum árum sem námið tekur og það er smá vesen að brúa það bil fyrir atvinnurekandann því nemaplássið er frátekið þó svo að mann- eskjan sé í leyfi og bara x mörg pláss á hverjum stað. Námið fer að miklu leyti fram á veitingastaðnum sem þú ert á samningi hjá. Það sem mér fannst fyndnast var að ég ætlaði ekkert að fara að eignast börn þarna nítján ára gömul. Hafði ekki einu sinni hugsað út í það og var ekki í föstu sambandi. Svo allt í einu voru allir að spyrja mig hvort ég ætlaði nokkuð að verða ólétt! Ég þurfti að ganga á milli margra staða, fá þessa spurningu í andlitið og svo neit- un í kjölfarið. Svo fékk ég vinnu í eldhúsinu á Apó- tekinu gamla, sem var ekki með nema- leyfi. Ég ákvað samt að stökkva á það og yfirkokkurinn þar, Sigurður Ólafsson, mikill meistari og snillingur, sótti svo um leyfi fyrir mig þegar ég var búin að sanna mig þar í fjóra mánuði. Ég eignaðist svo fyrra barnið mitt 31 árs eftir að hafa opnað tvo veitingastaði og verið í kokkalandsliðinu í tíu ár. breyttur bransi Ylfa: Það gekk vel hjá mér. Ég held að þetta hafi breyst mikið frá því að Hrefna gekk á milli staða. Það er stærri mark- aður og fleiri tækifæri. Sem betur fer eru þessi viðhorf á undanhaldi. Margrét: Ég fékk samning strax hér. Iðunn: Mér gekk vel að finna mér stað. Ég held að það sé rétt hjá Ylfu að það hafi margt breyst. Sem betur fer. En viðhorfin eru samt kannski enn til staðar. „takk, en getur þú fyllt á vatnið?“ Fáið þið stundum spurninguna, bíddu, ertu ekki þjónn? Iðunn: Jú, ég fæ hana mjög oft. Þó að ég sé í kokkabúningnum. Augljóslega allt öðruvísi klædd en þjónarnir sem Kokkarnir Hrefna, iðunn og ylfa og kokkaneminn margrét segja byltingu hafa orðið í matreiðslu- bransanum sem ekki sjái fyrir endann á. Konur hafi sífellt meiri áhrif í karllægum matreiðslubransa. 3 . m a r s 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r30 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 D -A E A 8 1 F 1 D -A D 6 C 1 F 1 D -A C 3 0 1 F 1 D -A A F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.