Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 31

Fréttablaðið - 03.03.2018, Page 31
eru í svörtu. Þá heldur fólk bara að maður sé þjónn. Margrét: Jú, ég lendi reyndar ekki í þessu, það gæti verið vegna þess hvað kokkabúningurinn er áberandi hér. Hrefna: Já margoft, Ég man eftir fyrsta skiptinu. Ég ákvað að fara sjálf með einn rétt fram í sal og útskýra mjög ítarlega hvað væri á disknum og hvernig ég hefði eldað réttinn. Ég vandaði mig mjög mikið. En svo sagði fólkið bara: Takk, en geturðu fyllt á vatnið. Ég varð mjög hissa. Svo var líka algengt að það var hringt og beðið um yfirkokkinn. Ég kom í símann. Nei, yfirkokk­ inn takk, fékk ég þá að heyra. Ég svaraði þá að ég væri yfirkokkurinn og stundum gekk þetta nokkrum sinnum fram og til baka þar til fólk áttaði sig á því að jú, kona gæti verið yfirkokkur! Ylfa: Ég hef frekar lent í því að sextán ára strákurinn og neminn sem stendur við hliðina á mér fær þakkir fyrir matinn þó að ég standi við hliðina á honum. Annars tek ég reyndar oft þjónavaktir í kokka­ gallanum. Ég tók örugglega heilt ár þar sem það var mikið að gera og þá hjálpaði ég til. Þannig að kannski er skiljanlegt að einhver hafi nú haldið að ég væri þjónn. En annars gengur maður bara í burtu og heldur and­ liti. Ég vil ekki láta kúnnann verða vandræðalegan. Þetta er viðhorf sem er í mörgum stéttum og í báðar áttir. Að læra á góðum stað Skiptir máli hvar maður lærir? Ylfa: Ég er alltaf að tala um þetta. Þessi ákvörðun. Hvar þú ætlar að læra. Hún skiptir mestu máli. Það er ekkert sem skiptir meira máli en hvar þú lærir. Fólk veit ekkert. Nema þú þekkir einhvern í bransanum. Og það er meira að segja ekki bara staðurinn. Þetta getur verið staður sem hefur gott orðspor en svo eru kannski ekki nógu góðir kokkar á staðnum. Margrét: Þetta skiptir öllu máli. Þegar að við höfum skipt um kokk þá er eins og ég sé allt í einu komin á annan vinnustað. Það er svart og hvítt, maður finnur mikill mun. Sá sem er yfir setur í rauninni and­ rúmsloftið á vinnustaðnum, sem er mikilvægt að sé gott þar sem maður er að vinna svona langa vinnudaga yfirleitt með sama fólkinu. Iðunn: Ég vissi ekki neitt. En við vorum allar heppnar. Það má kannski leiða hugann að hinum, sem eru ekki jafn heppin. Og lenda á stöðum þar sem er ekki hugsað vel um nema. Þar sem þeir fá ekki næga kennslu. Of mikil keyrsla og það gefst ekki tími til að kenna. Margrét: Maður hefur heyrt um fólk sem festist í því að gera ískúlur allan daginn. Ylfa: Maður sér það líka í skól­ anum. Krakkar kunna ekki að gera hluti sem eru beisikk. Margrét: Fólk sem er í skólanum talar mikið um þetta. Hvað það sé mikill munur á milli veitingastaða. Iðunn: Þú getur líka keyrt þetta sjálf áfram. Þó að þú lendir ekki á besta staðnum, þá þarft þú að koma þér áfram. Lesa bækur, skoða hvað aðrir eru að gera úti í heimi, horfa á netinu. Nota áhugann til að keyra þig áfram. Það eru dæmi um þannig fólk líka. Að finna eigin rödd Hverjar eru fyrirmyndir ykkar? Ylfa: Það tengist svo margt hjá mér. Ég á líka fyrirmyndir mínar í fólki sem rekur staðina sína vel. Svo á ég aðrar fyrirmyndir í fólki sem gerir sitt vel og lætur aðra ekki hafa áhrif á sig. Svo er líka fólk sem er að sinna þessu sem áhugamáli meira heldur en vinnu. En aðalmálið er að þú getur ekki gert allt vel. Fólk verður að finna eigin styrkleika og vinna með þá. Iðunn: Ég er sammála því sem Ylfa segir. En sú manneskja sem ég hugsa oftast til er Haffi kokkur. Hann er svo rólegur. Hann dettur ekki í ójafnvægi í mestu keyrsl­ unni. Það er svo auðvelt að missa stjórnina en það er miklu meira töff að halda ró sinni. Þú afkastar líka meiru ef þú gerir það. Ég horfi líka til hans og fólks sem getur ekki stjórnað skapinu. Hvernig á ekki að gera hlutina. Margrét: Ég læri af mörgum. Hverjum og einum hverju sinni. Bæði gott og slæmt. Stundum lærir maður líka af mistökum annarra og getur minnt sig á að fara ekki sömu leið. Og öfugt. Að taka sér jafnaðar­ geðið til fyrirmyndar. Maður finnur hvað það skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að því að standa undir álagi. Fólk þarf að geta talað saman. En svo þarf maður að finna sitt. Verða einlægur í því sem maður er að gera. Food and Fun góð tilbreyting Food and Fun er að byrja. Er eitthvað sem þið eruð spenntar fyrir? Skiptir máli að hitta konurnar sem eru að koma á hátíðina? Margrét: Ég er mjög spennt fyrir Kitchen and Wine á föstudegi til sunnudags. Þar verður Seng Luan­ grath með japanskt fusion. Mér finnst hún mjög áhugaverð. Já, og það er mikilvægt. Það eru þrjár til fjórar konur sem koma á hátíðina. Þetta er skemmtileg tilbreyting. Það myndast góður andi. Við höfum samt fæst tíma til að sinna þessu almennilega. Ylfa: Ég var líka búin að sjá þenn­ an seðil, hann er spennandi. Við vorum að ræða það um daginn að það væri svakalega mikið af flottum kokkum að koma. Til okkar á Kopar kemur frönsk kona, Amandine Chaignot. Mjög spennandi. Ég fer á Apótekið. Þar verður argentínskur töffari að elda, Javier Rodriguez. Þetta er skemmtilegt ef maður nýtir þessa hátíð rétt, sem reyndar fæstir gera því það er svo mikið að gera. Þetta er gert til að efla tengslanetið. Iðunn: Mér finnst líka spennandi dagskráin á Apótekinu í ár. Fjórtán tíma vinnudagur Hvernig er er vinnudagurinn? Er hann mjög langur? Margrét: Það er bara ótrúlega misjafnt en vinnudagurinn er eigin­ lega aldrei styttri en 12 tímar og oftast um 14 tímar. Dagurinn líður mjög hratt. Maður er þreyttur fyrstu dagana. En svo venst þetta. Ylfa: Það er algengt þegar fólk er að byrja að það verður mjög þreytt. Nokkrir sem haltra fyrstu dagana af því að standa svona lengi. Auð­ vitað er enginn sextán, sautján ára sem er vanur að vinna svona langar vaktir. En það gefur augaleið að ef þú ert mætt í vinnu klukkan 10 að það er enginn farinn klukkan 10 um kvöldið.“ Eina stelpan í eldhúsinu Er bransinn að breytast? Hrefna: Bransinn er alltaf að breytast með mismunandi áherslum í þjóðfélaginu. Það er eitthvað nýtt á hverjum degi sem við þurfum að fást við. Nú eru opnaðir veitingastaðir í hverri viku og mikil fjölbreytni. Veitingastaðir lifa líka lengur en þeir gerðu áður fyrr og það koma fleiri gestir á hverjum degi sem er gott fyrir alla. Iðunn: Mér finnst viðhorfið líka að breytast. Það eru engir fordómar lengur. Og það er einfaldlega af því að slík hegðun gengur ekki upp ef fólk ætlar að vinna saman og gera sitt besta. Það dregur úr liðinu. Það eru heldur engin rök fyrir því að sýna konum vanvirðingu bara af því að þær eru konur. Margrét: Ég er eina stelpan í eldhúsinu. Það kemur aldrei upp í hausinn á mér. Nema þegar fólk spyr. Ylfa: Aðrir hafa meiri áhuga á því en við hvað við erum fáar. Við erum bara að vinna. Margrét: Ég tek því heldur ekkert persónulega þótt ég sé ávörpuð eins og strákarnir. Þegar það er kallað: Strákar! Þá svara ég bara: Já! Harka, jafnaðargeð og ósérhlífni Hvað eiginleikum verða góðir kokkar að búa yfir og hvaða ráð gefið þið ungum konum sem vilja leggja þetta fyrir sig? Margrét: Mér finnst gott að búa yfir ákveðnu jafnaðargeði. Að geta unnið með öðru fólki. Alls konar fólki. Og hafa opinn huga. Ég held að það sé mjög jákvætt. Ylfa: Ég myndi segja að þú verðir að vera svolítið hörð og ósér­ hlífin. Það sem við erum að gera er nokkuð sem ekki allir geta gert. Þú þarft líka að vera svolítið á tánum, snögg og þola gagnrýni. Já, og þótt það sé æskilegt að allir kokkar séu með jafnaðargeð þá er það alls ekki þannig alltaf. Það er ekkert persónu­ legt þegar það er öskrað í eldhúsinu. Það er bara til að láta hlutina ganga. Margrét: Já, það er aldrei per­ sónulegt. Þótt það sé hávaði stund­ um þá þarf bara að láta hlutina ganga. Iðunn: Þegar vaktin er búin, þá er þetta bara búið. Það er líka gott að halda í húmorinn. Hann er gott tæki í gegnum þetta allt saman. Skrýtið að heyra konu öskra Hrefna: Það er orðið algengara að sjá konur í stjórnunarstöðum í eld­ húsi í dag. Það var ekki þannig áður fyrr. Ég man að þjónarnir sögðu oft hvað þeim fannst skrýtið að heyra konu öskra og stjórna eldhúsinu þegar ég var yfirkokkur á Sjávar­ kjallaranum. Í dag kippir enginn sér upp við það. Þegar þú byrjar þá ættir þú að vera alveg viss um að þetta sé það sem þú vilt gera. Námið tekur frá þér ýmsa hluti en á sama tíma gefur það þér svo mikið. Þetta er fjögurra ára nám og það er mjög eðlilegt að fólk fái bakþanka alla vega einu sinni á því tímabili. Veit ekki um neinn sem hefur ekki fengið þá. En það er mikilvægt að halda áfram og komast yfir þann hjalla. Það er svo sorglegt þegar fólk hættir eftir 2­3 ár. Ég veit að lítill hluti af því klárar svo námið. En muna að á þessum tíma ertu að læra. Læra að vinna, læra á veitinga­ húsaumhverfið sem er góður skóli. Að vinna á veitingastað kennir þér svo margt, sama hvaða stöðu þú gegnir. Mannleg samskipti, aga, stundvísi, vinna sem ein heild að sama markmiðinu. Það er góð hug­ mynd að reyna að fá að koma í prufu á veitingastað. Þá sérðu hvort þetta á við þig eða ekki. ↣ Hvað er það sem þarf til? Harka, ósérhlífni, úthald, virðing og ákveðið jafnaðargeð í bland við ástríðu fyrir matreiðslu, segja Margrét, Iðunn og Ylfa um þá góðu eiginleika sem koma sér vel í kokkastarfinu. FréttAblAðIð/EYþór árnASon Ég ákvað það bara einn daginn að verða kokk- ur. Ég hafði ekki einu sinni farið út að borða, nema á american style! Iðunn Ég tek því heldur ekk- ert persónulega þótt Ég sÉ ávörpuð eins og strákarnir. þegar það er kallað: strákar! þá svara Ég bara: Já! Margrét h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 31l A U g A R D A g U R 3 . m A R s 2 0 1 8 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 D -9 F D 8 1 F 1 D -9 E 9 C 1 F 1 D -9 D 6 0 1 F 1 D -9 C 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.