Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 44
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Emmelie Charlotte-Victoria de Forest heillaði Evrópubúa upp úr skónum með laginu Only Teardrops árið 2013 sem hún söng af einlægni á sviðinu í Malmö í Svíþjóð og færði henni fyrsta sætið fyrir hönd Danmerkur. Það var í þriðja sinn sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar Eurovison- söngvakeppninnar. Svíar voru einnig kátir með sigur Emmelie því faðir hennar er sænskur en mamma hennar er dönsk. Lagið náði vin- sældum hérlendis en Íslendingar gáfu því 12 stig í keppninni. Líka lagahöfundur Emmelie hefur náð góðum árangri sem lagahöfundur en í fyrra samdi hún lagið Never Give Up on You sem Lucie Jones flutti fyrir hönd Bretlands í keppninni sem fram fór í Kíev í Úkraínu en það endaði í fimmtánda sæti. Hún skrifaði undir plötusamning við Universal Music árið 2013 og fyrsta platan hennar kom út það vorið en leiðir hennar og útgáfurisans skildi fyrir nokkru. Hún er núna með samning við sænsku útgáfuna Cosmos Music. Í febrúar kom út önnur platan hennar, History, og hefur hún þegar vakið athygli í Danmörku. Emmelie segist hafa unnið lengi að Stjörnufans í Höllinni Úrslitin í Söngvakeppninni 2018 fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld. Eurovision-stjörnurnar Emmelie de Forest og Robin Bengtsson munu koma fram og syngja fyrir áhorfendur. Emmelie Char- lotte-Victoria de Forest heillaði Evrópubúa upp úr skónum með laginu Only Teardrops árið 2013 sem hún söng af einlægni með fagurri röddu. Robin Bengtsson varð í fimmta sæti í keppninni í Kíev í fyrra. þessari plötu og hún sé algjörlega eftir hennar eigin höfði. Lögin á plötunni má finna á Spotify. Kom fyrst fram í Idol- keppninni Tónlistin hefur lengi leikið stórt hlutverk í lífi Svíans Robins Bengtsson. Hann vakti fyrst athygli í Svíþjóð þegar hann tók þátt í Idol-keppninni þarlendis árið 2008, 17 ára að aldri. Robin vakti athygli fyrir flauelsmjúka, þroskaða rödd og ekki spillti útlitið fyrir honum en hann hafnaði í þriðja sæti í keppninni. Robin varð faðir tveimur árum eftir Idol-keppnina þegar sonur hans William fæddist. Hann deilir forræðinu með móður hans og segist leiður yfir því að geta ekki alltaf verið með hann. Robin tók þátt í sænsku útgáfunni af Wipeout-keppninni í sjónvarpinu og varð þar í öðru sæti. Hann tók svo þátt í Melodi- festivalen 2016, sem er sænska undankeppnin í Eurovison með laginu Constellation Prize sem varð númer fimm. Robin vakti mikla athygli þegar hann tók þátt í Eurovison-keppninni í Kíev í fyrra og þótti afar sigurstranglegur en fimmta sætið varð hans. Hann söng lagið I Can’t go On en myndbandið við lagið sló algjörlega í gegn. Robin er mikill íþróttamaður, stundar motocross og segir að með þátttöku í Eurovison-keppninni hafi gamall draumur úr æsku hans ræst. M a s a I n t e r n a t i o n a l - m a s a i c e l a n d @ g m a i l . c o m - w w w. m a s a i n t e r n a t i o n a l . i s MASA International hefur starfað á fasteignamarkaði á Spáni frá árinu 1981 og hjálpað yfir 35.000 manns að finna sitt annað heimili í sólinni. MASA International á Íslandi Sími 555 0366 Hafðu samband við okkur hjá Masa International, fáðu sendan bækling og kynntu þér möguleikana í skoðunarferðum til Costa Blanca. Viltu kaupa fasteign á Spáni? 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . m A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 1 E -0 7 8 8 1 F 1 E -0 6 4 C 1 F 1 E -0 5 1 0 1 F 1 E -0 3 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.