Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 68

Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 68
Velferðarsvið Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki til forvarnar- verkefna úr Forvarnarsjóði Reykjavíkur. Hægt er að sækja um styrki til verkefna í einstökum hverfum eða almennt í borginni. Hverfisráð veita styrki til verkefna í hverfum, en velferðarráð til almennra forvarnarverkefna í borginni. Styrkirnir gefa einstaklingum, félagasamtökum, fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að vinna að forvörnum í borginni. Stofnanir Reykjavíkurborgar eða starfsmenn þeirra geta ekki sótt um styrki í sjóðinn en geta verið samstarfsaðilar í verk- efnum sem aðrir sækja um styrk fyrir. Umsóknum um styrk skal skilað inn á Rafrænni Reykjavík; http://reykjavik.is/thjonusta/minar-sidur-rafraen-reykjavik Úthlutanarreglur má nálgast á heimasíðu sjóðins; www.reykjavik.is/forvarnarsjodur Opnað verður fyrir umsóknir 5. mars kl. 13:00 og umsóknarfrestur er til miðnættis 2. apríl 2018. Alls eru 10,5 milljónir króna til úthlutunar 2018. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að forvörnum og styrkja félags- auð í hverfum Reykjavíkur. Styrkir úr sjóðnum verða veittir til verkefna sem styðja: • Forvarnir í þágu barna og unglinga • Eflingu félagsauðs í hverfum borgarinnar • Bætta lýðheilsu • Markvisst samstarf íbúa, félagasamtaka, og fyrirtækja í þágu forvarna og félagsauðs • Önnur verkefni sem mæta þeim markmiðum sem borgarstjórn setur hverju sinni Forvarnarsjóður Reykjavíkur Mannvirkjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Fræðslusjóði brunamála Markmið sjóðsins er að stuðla að aukinni þekkingu þeirra sem starfa að brunamálum á sviði brunavarna og slökkviliðsstarfa. Sjóðurinn greiðir styrki til rann- sóknar- og þróunarverkefna, námskeiðsgjöld, ferða- og dvalarkostnað, laun á námstíma og styrki vegna námskeiða og endurmenntunar. Mannvirkjastofnun annast úthlutun styrkja í samræmi við verklagsreglur um sjóðinn. Sjóðurinn hefur til umráða 4,0 millj. kr. og mun 60% til 90% verða ráðstafað til slökkviliða og til einstakra slökkviliðsmanna. Aðrir aðilar sem vinna að brunamálum eiga kost á 10% til 40% af ráðstöfunar- fé sjóðsins. Verklagsregla Mannvirkjastofnunar um afgreiðslu umsókna og úthlutun styrkja má nálgast á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknir merktar „Fræðslusjóður brunamála 2018“ skal senda til Mannvirkjastofnunar, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík eða á netfangið petur@mvs.is, fyrir 26. mars á eyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu stofnunarinnar. Athygli er vakin á því að styrkveiting fellur úr gildi ef styrkur er ekki nýttur innan tveggja ára frá veitingu. Nánari upplýsingar veitir Pétur Valdimarsson (petur@mvs.is) Mannvirkjastofnun Skúlagata 21 101 Reykjavík Sími 591 6000 Fax 591 6001 www.mvs.is Skrifstofan er opin kl. 8.30-16 virka daga. Intellecta ehf. Síðumúla 5 108 Reykjavík 511 1225 intellecta.is Intellecta er sjálfstætt þekkingarfyrirtæki stofnað árið 2000. Við vinnum með stjórnendum við að auka árangur, bæta rekstur og efla stjórnun. Ráðgjafar Intellecta hafa sterkan faglegan bakgrunn og víðtæka alþjóðlega reynslu. Þennan grunn notum við í samvinnu við viðskiptavini til að móta hugmyndir sem skipta máli og í innleiðingu lausna sem skila árangri. Árangur fyrirtækja ræðst af þekkingu, getu og reynslu starfsmanna. Hver einstök ráðning er mikilvæg fjárfesting og er hagur bæði fyrirtækis og viðkomandi einstaklings að vel takist til. RÁÐNINGAR Áskorun frá óbyggðanefnd Fjármála- og efnahagsráðherra hefur, fyrir hönd íslenska ríkisins, afhent óbyggðanefnd kröfur ríkisins um þjóðlendur á svonefndu svæði 9B, sem tekur til Snæfellsness ásamt fyrrum Kolbeins- staðahreppi og fyrrum Skógarstrandarhreppi. Tilkynning um kröfurnar var birt í Lögbirtingablaðinu 23. febrúar síðastliðinn og er útdráttur úr efni hennar nú birtur hér í samræmi við 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998. Á svæði 9B eru eftirtalin sveitarfélög: Snæfellsbær, Grundar- fjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit, Stykkis- hólmsbær, hluti Borgarbyggðar (fyrrum Kolbeinsstaðahreppur) og hluti Dalabyggðar (fyrrum Skógarstrandarhreppur). Þjóðlendu kröfur ríkisins ná til fimm sérgreindra hluta svæðisins, það er 1) Eyrarbotns, 2) Snæfellsjökuls, 3) lands sunnan og austan Snæfellsjökuls, 4) landsvæðis milli Hraunhafnardals, Mælifells og Bjarnarfossdals og 5) fjalllendis milli Elliða og Lágafells, auk Baulárvalla. Nánari lýsingu krafna og yfirlitskort er að finna á vefsíðunni obyggdanefnd.is og á skrifstofum viðkomandi sveitarfélaga og sýslumannsembættis. Skorað er á þá er telja til eignarréttinda eða annarra réttinda á þeim svæðum sem ríkið gerir kröfur til að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir óbyggðanefnd, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, í síðasta lagi föstudaginn 25. maí 2018. Með kröfunum þurfa að fylgja þær heimildir og gögn sem aðilar byggja rétt sinn á. Leiðbeiningar um frágang kröfulýsinga, þ.á m. korta, er að finna á vefsíðunni obyggdanefnd.is og fást jafnframt á skrifstofu óbyggðanefndar. Óbyggðanefnd er úrskurðarnefnd á stjórnsýslustigi. Hlutverk nefndarinnar samkvæmt 7. gr. laga nr. 58/1998 er að 1) kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda, 2) skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur og 3) úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna. Í samræmi við ákvæði 2. mgr. 10. gr. laga nr. 58/1998 verður yfirlýsingu um þjóðlendukröfur ríkisins þinglýst á þær fasteignir á svæðinu sem skráðar eru í þinglýsingabók og eru á viðkomandi svæði. Óbyggðanefnd 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 E -0 2 9 8 1 F 1 E -0 1 5 C 1 F 1 E -0 0 2 0 1 F 1 D -F E E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.