Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 86

Fréttablaðið - 03.03.2018, Síða 86
Hvert einasta atriði hefur sinn sjarma og hefur keppnin aldrei verið jafn spennandi. Lög sem grípa mann strax eiga jafnan mesta von. Flosi Jón Ófeigsson Ég hef verið forfallinn aðdáandi söngvakeppninnar síðan ég var sex ára. Þá fór Stjórnin um landið og bauð krökkum að taka þátt í söngvakeppni Stjórnarinnar. Ég var dolfallinn yfir laginu Eitt lag enn, sem Sigga og Grétar sungu í Zagreb 1990, og vann krakka- keppnina á Höfn í Hornafirði,“ segir Flosi Jón Ófeigsson, nýr formaður FÁSES, sem er skammstöfun fyrir Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva. „Ég var einn af þessum krökkum sem kunnu alla textana utan að, hvort sem þeir voru á spænsku, finnsku eða hebresku, og skynjaði strax þessa ósviknu gleði og töfra sem einkennir Eurovision-söngva- keppnina.“ Taumlaus gleði alla helgina Helgin sem nú er gengin í garð er sú stærsta í starfi FÁSES. „Við hófum gleðina strax í gær- kvöldi með skemmtilegri spurn- ingakeppni og í dag byrja ég daginn á galopnum Eurovision-zúmbatíma í Reebok Fitness í Holtagörðum klukkan 11.15, þar sem ég er hóp- tímakennari. Ég reyni að ýta Euro- vision í allt sem ég get og það verður líka Eurovision-spinning tími fyrir meðlimi Reebok Fitness í dag,“ segir Flosi sem eftir morgunspriklið ætlar að gera sig kláran fyrir stóra kvöldið í kvöld. „Við byrjum fjörið í fyrirpartíi klukkan hálf fimm, hitum okkur upp og kýtum um hvaða tvö atriði enda í lokarimmunni í kvöld, ásamt því að hlusta á Eurovision-lögin og taka á móti tveimur afar spenn- andi leynigestum. Síðan örkum við saman yfir í Höllina þar sem við verðum með veifur og hvetjum hvert einasta atriði til dáða því markmið FÁSES er að gera upplifun keppenda og gesta sem æðislegasta og að allir skemmti sér vel.“ Þegar úrslit liggja fyrir í kvöld verður í fyrsta sinn haldið glæsilegt eftirpartí í Ölveri í Glæsibæ, að fyrir- mynd vinsælla Eurovision-klúbba í Evrópu. „Fimm keppendur hafa þegar staðfest komu sína þangað og ætla að flytja atriðin sín, og Eurovision- dragdrottningin Gógó Starr þeytir skífum til klukkan þrjú í nótt. Stemning í Eurovision-klúbbunum úti er engu lík, eins og þeir þekkja sem farið hafa reglulega utan til leiks í Eurovision-landi,“ segir Flosi. FÁSES er eins og Tólfan FÁSES er einn af stærstu Eurovisi- on-aðdáendaklúbbum í Evrópu og eru virkir meðlimir yfir 400 talsins. Flosi tók við formennsku í haust en hefur verið í stjórn frá því félagið var stofnað árið 2011. „FÁSES er eins og önnur fjölskyld- an mín og einstaklega skemmti- legur félagsskapur. Það er óskaplega gaman að hittast árlega til að upplifa gleðina, samhuginn og samkennd- ina. Líkja má FÁSES við stuðnings- liðið Tólfuna í fótboltanum því við styðjum framlagið sem vinnur alla leið og hvert sem leiðin liggur; hvort sem lagið fer alla leið í aðalkeppnina eða stoppar í undankeppninni,“ segir Flosi og er fullur tilhlökkunar að fara til Lissabon í maí. „Það er mikill áhugi hjá Íslending- um á að fara í aðalkeppnina í Portú- gal og sóttu yfir 150 manns um að fá aðdáendapakka í aðalkeppnina en við fengum þá bara 52. Margir ætla út á eigin vegum og ég geri ráð fyrir að á annað hundrað Íslendingar fari utan til að baða sig í portúgalskri sól og njóta glyss og glamúrs Eurovis- ion- veislunnar.“ Flosi segir sigurvegarann frá því í fyrra, Salvador Sobral, allan að hressast en hann fékk nýtt hjarta í desember síðastliðnum. „Við reiknum með að Salvador stígi á svið í Lissabon. Hann stóð einn á sviðinu þegar hann sigraði í fyrra og var atriðið látlaust og sætt. Portúgalar hafa hug á að mynda svipaða stemningu í ár og dempa aðeins ljósasjó og tæknibrellur. Það er áhugi fyrir því að draga svolítið úr umbúnaði keppenda en einblína frekar á sönginn og lagið, eins og var á árum áður. Með því er öllum löndum gert jafn hátt undir höfði því ekki eru þau öll í stakk búin að halda eins íburðarmikla keppni og ríkari löndin geta,“ útskýrir Flosi. Æsispennandi keppni í ár Flosi vill ekki gera upp á milli laganna sem keppa til úrslita í Laugardalshöll í kvöld. „Hvert einasta atriði hefur sinn sjarma og hefur keppnin aldrei verið jafn spennandi. Lög sem grípa mann strax eiga mesta von. Hvert land hefur aðeins þrjár mínútur til að stimpla sig inn í hug og hjörtu kjósenda og verður lagið helst að grípa mann á fyrstu sekúndu. Við í FÁSES styðjum alla keppendur jafnt enda eru þeir allir flottir söngvarar með frábærar lagasmíðar.“ Í dag eru sléttir sjötíu dagar í aðalkeppnina í Lissabon. „Þá verður FÁSES í Portúgal að njóta þess að vera túristar og skemmta sér í botn. Við munum þó miðla upplifun okkar að utan og taka fullt af skemmtilegum snúningum úti. Hægt verður að fylgjast með því öllu á fases.is þar sem nú þegar er mikið um að vera fyrir keppnina. Við fylgjumst vel með öllum forkeppnunum úti og því helsta sem er að frétta í tengslum við keppnina,“ segir Flosi og hlakkar mikið til kvöldsins. „Í Höllinni mun hver og einn keppandi finna fyrir stuðningi FÁSES. Draumur okkar er að allir áhorfendur í salnum séu með fána og blöðrur, líkt og sænska ríkis- sjónvarpið útvegar gestum sínum í úrslitakeppninni í Svíþjóð. Það kemur mjög vel út í sjónvarpi og skapar jákvæða orku fyrir þátt- takendur og alla viðstadda.“ Fylgstu með á fases.is og á Facebook undir FÁSES. Lagið verður að grípa strax Það verður mikið um dýrðir í Höllinni í kvöld þegar keppt verður til úrslita í Söngvakeppni Sjón- varpsins. Flosi Jón Ófeigsson, nýr formaður FÁSES, segir ógjörning að gera upp á milli laganna. Flosi segir fjóra félaga FÁSES taka þátt í kvöld, þau Eirík Hafdal og Sigurjón Böðvarsson í Fókus, Þórunni Ernu Clausen og Svein Rúnar Sigurðsson. MYND/ERNIR Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is BRÚÐKAUPSBLAÐ Veglegt sérblað Fréttablaðsins um brúðkaup kemur út 23. mars nk. Allt sem hugsast getur varðandi brúðkaup. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 12 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 E -0 C 7 8 1 F 1 E -0 B 3 C 1 F 1 E -0 A 0 0 1 F 1 E -0 8 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.