Fréttablaðið - 03.03.2018, Side 110

Fréttablaðið - 03.03.2018, Side 110
Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötum Bridges! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum sam- taka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auð- mjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakk- landi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftir- laun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tón- listarskóla Kópavogs og Nýja tón- listarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu. gun@frettabladid.is Leika sónötur í rómantískum stíl og líka falleg sönglög Liszts Edda og Bryndís Halla tóku smá hlé frá spilamennskunni. FréttaBlaðið/anton TónlisT HHHHH sinfóníutónleikar Verk eftir schumann, Beet- hoven og Jónas Tómasson. sin- fóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Eivinds Aadland. Einleikari: Baiba skride. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 1. mars Óvanalegt verður að teljast að draugar skipti sér af frumflutningi tónverks. Það ku þó hafa gerst í til- felli fiðlukonsertsins eftir Schumann. Eða hvað? Konsertinn var fluttur á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Schumann, sem var uppi á árunum 1810-1856, þjáð- ist af geðhvarfasýki. Ofsjónir hrjáðu hann og sjúkdómurinn ágerðist eftir því sem árin liðu. Á endanum reyndi hann að fremja sjálfsmorð og varði lífi sínu á geðveikrahæli eftir það. Schumann samdi konsertinn seint á ævinni, fyrir vin sinn fiðlu- snillinginn Joseph Joachim. Joachim var ekki hrifinn, taldi konsertinn bera öll merki sjúkleika Schumanns, og lék hann því aldrei opinberlega. Í staðinn kom hann handritinu fyrir á safni með þeim fyrirmælum að ekki mætti flytja konsertinn fyrr en hundrað árum eftir dauða Schu- manns, þ.e. árið 1956. Verkið féll svo í gleymskunnar dá. Víkur þá sögunni til miðilsfundar sem haldinn var árið 1933 í London. Á fundinum voru tvær systur, báðar fiðluleikarar og ættingjar Joachims. Samkvæmt þeim kom sjálfur Schu- mann „í gegn“ og sagði þeim frá óút- gefnu verki eftir sig. Andi Joachims fræddi þær svo um hvar það væri geymt. Var hann í algerri mótsögn við sjálfan sig hérna megin grafar, greinilega búinn að skipta um skoð- un þarna á astralplaninu! Systurnar fundu handritið og þá fóru hjólin að snúast. Fjórum árum síðar var kon- sertinn frumfluttur. Þessi furðulega saga er því miður hið eina áhugaverða við tónsmíð- ina. Hún er arfaslök, laglínurnar eru stirðbusalegar og óinnblásnar. Tón- listin í heild er lítið annað en léleg stílæfing. Einleikari var hin lettneska Baiba Skride, og leikur hennar einkenndist af afar fallegri tónmyndun og tækni- legum yfirburðum. Hljómsveitin spilaði líka glæsilega undir öruggri stjórn Eivinds Aadland. Það dugði þó ekki til að lyfta tónlistinni upp úr ládeyðunni. Á tónleikunum var einnig frum- flutt Sinfóníetta II eftir Jónas Tómas- son. Það var mögnuð tónsmíð. Fyrst heyrðust stakar, ómstríðar laglínur sem smátt og smátt runnu saman í óræðan, þétt ofinn tónavef. Vefur- inn var myrkur en fullur af tjáningu, sagði heila sögu. Það var einhver náttúrustemning í tónlistinni, eins konar þoka og margt sem bjó í henni. Kannski hefði vefurinn mátt njóta sín lengur; verkið var mjög stutt, aðeins fimm mínútur. Flutningurinn var ekki gallalaus. Óhreinn hornablástur skemmdi töluvert heildarmyndina fyrri hluta tónsmíðarinnar og var það pínlegt á að heyra. Strengjaleikurinn í seinni hlutanum var hins vegar fókuser- aður, áferðin var vönduð og nostur- samleg. Um lokaatriði dagskrárinnar þarf ekki að hafa mörg orð. Þetta var Örlagasinfónía Beethovens, sú fimmta. Hún er lýsandi fyrir innri átök tónskáldsins, sem horfðist í augu við þverrandi heyrn, auk þess sem ófriðlega lét í heiminum. Lag- línurnar eru áleitnar og framvindan spennuþrungin, hvergi er dauður punktur. Tónlistin er oftast hröð, en hljómsveitin var samtaka og leikurinn öruggur. Málmblásararnir voru hreinir, strengirnir þéttir; aðrir hljóðfærahópar voru líka pottþéttir. Túlkunin var áköf og ástríðuþrungin, ofsinn yfirgengilegur á köflum. Þetta var hrífandi stund. Jónas Sen niðursTAðA: Konsert eftir Schumann var lélegur og flutningurinn á prýði­ legu verki Jónasar Tómassonar var ekki hnökralaus, en Örlagasinfónía Beeth­ ovens hitti í mark. Draugar höfðu áhrif á frumflutning Baiba Skride, einleikari og Eivind aadland á æfingu með Sinfóníunni. Aðalfundur Aðalfundur Rauða krossins í Reykjavík 2018 verður haldinn fimmtudaginn 8. mars kl. 17 í húsnæði deildarinnar að Efstaleiti 9. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Þorsteinn Valdimarsson verkefnastjóri heldur erindi um verkefni deildarinnar í Breiðholti. Stjórn Rauða krossins í Reykjavík Ársfundur 2018 fimmtudaginn 22. mars Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur 2017 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs. 3. Kynning á fjárfestingarstefnu. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags. 7. Ákvörðun um laun stjórnar. 8. Önnur mál. Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar (aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins. Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann 15. mars 2018 kl. 24:00. Hægt er að senda inn framboð á netfangið almenni@almenni.is. Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur konum og þremur körlum. Á ársfundi lýkur kjörtímabili tveggja kvenna og því skal kjósa tvær konur í aðalstjórn. Að auki skal kjósa einn varastjórnarmann. Ársreikningur sjóðsins, nánari upplýsingar um ársfundinn og breytingar á samþykktum eru á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Nánar á nýjum vef www.almenni.is - Hæsta raunávöxtun 2017: 7,9% - Heildareignir: 209 milljarðar - 44 þúsund skráðir sjóðfélagar - 1/3 lágmarksiðgjalds í séreign - Sjö ávöxtunarleiðir í boði - Lífeyrissjóður ársins 2017 í Evrópu* *samkvæmt fagtímaritinu European Pensions 3 . m A r s 2 0 1 8 l A u G A r D A G u r58 m E n n i n G ∙ F r É T T A B l A ð i ð 0 3 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 6 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 1 D -A E A 8 1 F 1 D -A D 6 C 1 F 1 D -A C 3 0 1 F 1 D -A A F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 2 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.