Myndmál - 01.07.1983, Síða 11

Myndmál - 01.07.1983, Síða 11
Myndirnar tók Sigurgeir Jónasson „Kvöldmat? En þú ert nýbúin í kaffi. Kemur ekki til mála. Á þinn stað undireins." Þetta er reyndar birt án ábyrgðar en svipurinn á kvikmynda- stjóranum er óneitalega all staðfastur. Þráinn Bertelsson leikstjóri Við komuna til Eyja hitta piltarnir Sigurö majones starfsbróður þeirra úr veitinga- bransanum, velmegandi mann á því sviði í Eyjum. Magnús Magnússon, Eggert Þorleifs- son og Karl Ágúst Úlfsson í hlutverkum sínum i „Nýtt líf“. Þráinn leikstjóri, Runólfur Dagbjartsson íhlutverki Lunda verkstjóra og Sigurgeir Scheving aðst. leikstjóri stúdera málin. Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður mundar græjurnar og leikstjórinn gefur honum vökult auga. Jón Hermannson, Eggert Þorleifsson, Jón Karl Helgason og Karl Ágúst Úlfsson virða fyrir sér aðstæður í Eyjum. NÝTTLÍF Þráinn Bertelsson („Jón Odd- ur og Jón Bjarni“) og Jón Hermannsson (framl.: „Land og synir“ og ,,Útlaginn“) vinna nú að kvikmynd eftir handriti Þráins sem ber heitið Nýtt líf. Sagan greinir frá tveimur reykvískum sveinum, þjóni og kokki, sem sökum „sérstakra aðstæðna" telja hyggilegra að stunda vinnu ut- an höfuðborgarsvæðisins. Stefnan er tekin á vertíð í Eyj- um enda enginn maður með mönnum án þess að hafa komið þar við sögu. Þeir ráða sig í Vinnslustöðina og hefja nýtt líf undir stjórn Lunda verkstjóra (Runóifur Dag- bjartsson) sem til allrar óham- ingju fyrir þá er lítt hrifinn af Reykvíkingum. Þráðurinn gengur siðan út á allskyns uppákomur bæði á sjó og landi og óhætt er að fullyrða að léttleikinn og húmorinn sitji í fyrirrúmi. Tökur fóru fram i Reykja- vík og Vestmannaeyjum á tímabilinu 21. mars til 15. maí og er myndin núna á klippi- stiginu. í aðalhlutverkunum eru Karl Ágúst Úlfsson (hefur leikið hjá LR í vetur) og Egg- ert Þorleifsson, glóðvolgur úr mesta „smash-hitti“ íslenskrar kvikmyndasögu, Með AHt á Hreinu. Þráinn Bertelsson leikstýrir og Jón Hermannsson er framkvæmdastjóri, auk þess að sjá um hljóð. Ari Kristinsson var ábyrgur fyrir kvikmyndatöku og hafði sér til aðstoðar Jón Karl Helgason sem einnig bar farða á mann- skapinn. Þorsteinn Þorsteins- son, rafvirki í Eyjum sá um ljósabúnað og Magnús Magn- ússon úr sama bæ hannaði leikmynd en hann lék einnig hlutverk í myndinni, Sigurð nokkurn Majones, starfsbróð- ur þeirra félagara úr veitinga- bransanum, sem flúið hafði borgina löngu áður og „meikað það“ í Eyjum. Sigur- geir Scheving er aðstoðarleik- stjóri og Jóhannes Jónsson aðstoðarhljóðmaður. Það er Nýtt líf sf. sem framleiðir myndina og telja aðstandendur sig þurfa um 30 —40 þús. manns til að endar nái saman. Frumsýning er áætluð í septemþer. MYNDMÁL11

x

Myndmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.