Myndmál - 01.07.1983, Qupperneq 14

Myndmál - 01.07.1983, Qupperneq 14
Til hvers eru kvikmyndaskólar, og hvað eiga menn þangað að sækja? Kvikmyndin hefur m.a. verið nefnd: Öskutunna allra lista. Fullkom- in sameining listgreinanna. Sterkasta tjáningarform nútímans. Slævandi deyfilyf hugans. Áhrifamesta áróðurs- vopnið. List blekkinganna o.s.frv. Þetta má víst allt til sanns vegar færa. En er þá kvikmyndaskóli nokkurs kon- ar Svartiskóli galdrakarla nútímans? Svo mætti stundum virðast, ef dæma ætti eftir þeim dularljóma og dýrðar- birtu sem leikur um suma þeirra. En við skulum vona, að þeir séu vettvangur þar sem menn læra að beita til góðs þeim galdri sem í hverjum býr. Kvikmyndin er nú komin á níræðis- aldur. Menn voru meðvitað farnir að gera sér grein fyrir henni sem tjáningar- formi á öðrum tug aldarinnar. Þá fóru menn að skoða og skilgreina innviði hennar, uppistöðu og vef. Kvikmynda- listin eignast nú sína hugsuði og kenni- menn. Kvikmyndalistin færðist á hend- ur verkfræðinga, ljósfræðinga, raf- fræðinga og efnafræðinga. Kvik- myndaleikur varð sérgrein, misjafnlega virt af fulltrúum klassískrar leiklistar. Leikmyndir gerðust æ viðameiri og urðu verksvið sérþjálfaðra arkitekta. Kvikmyndin eignaðist sína tónlistar- menn löngu fyrir tilkomu talmynda. Þetta fólk síaðist inn í kvikmyndaiðn- aðinn úr ólíkustu áttum og skólaðist þar við reynslu sína, oft dýrkeypta. Lenin hafði spáð kvikmyndunum miklu hlutverki í uppbyggingu sósíal- isma. Það var því engin furða þótt fyrsti kvikmyndaskóli sögunnar risi í Sovétríkjunum á þriðja áratugnum. Síðan komu Centro Sperimentale á Ítalíu og I.D.H.E.C. í Frakklandi. Eft- ir heimsstyrjöldina seinni fjölgaði svo kvikmyndaskólum ört. Fyrst risu skól- arnir í alþýðulýðveldunum nýju, Pól- landi, Austur-Þýskalandi og Tékkó- slóvakíu. Síðan bættust svo skólar við Vestur-Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Ennfremur halda nú sjónvarps- stöðvar flestra landa úti námsskeiðum fyrir starfsfólk sitt. Kvikmyndaskólarnir eru misstórir, allt frá 1500 nemenda skóla í Moskvu til 30 nemenda skóla í Kaupmannahöfn. Námstími er mislangur, frá 5 ára há- skólanámi ofan í nokkurra mánaða námskeið. Hér er ekki neitt pláss til þess að tíunda námsefni og starfsaðstöðu mismunandi skóla, því mun ég reyna að lýsa í fáum dráttum þeim skóla sem ég þekki best til, þ.e. kvikmyndaháskól- ans í Lodz í Póllandi. Skólinn skiptist í þrjár deildir: Kvikmyndastjóra-, töku- manna-, og framkvæmdastjóradeild, og er í nánum tengslum við leikara- skóla. í skólanum eru að jafnaði um 60 —80 nemendur og eru 15—20 teknir inn á hverju ári. Inntökuskilyrði er stúdentspróf eða hliðstæð menntun til tökumannadeildar, háskólapróf til kvikmyndastjóradeildar og háskóla- próf í viðskipta- eða hagfræðitil fram- kvæmdastjóradeildar. Námstíminn er 5 ár í tveimur fyrstnefnu deildunum en tvö ár í þeirri síðastnefndu. Um- sækjendur verða að gangast undir inn- tökupróf. Mikil aðsókn er að skólanum bæði innanlands og utan. Eftir viðtöl við umsækjendur velur nefnd um 100 manns sem fá að reyna við inntöku- próf. Ekki er krafist neinnar reynslu eða sérþekkingar á sviði kvikmynda en gjarnan skoðað það sem umsækjend- ur geta lagt fram um skapandi störf sín. Inntökuprófið tekur 3 vikur þar sem prófessorar fylgjast með mönn- um og leggja fyrir þá ýmsar spurning- ar og verkefni sem í fljótu bragði virðast ekki ætíð koma kvikmyndum við. Greinilega er reynt að kynnast umsækjendum sem best, hvar hæfi- leikar þeirra eru og hvar bestir. Þar að auki er almenn þekking könnuð. Síðan eru valdir 5—7 í leikstjóradeild, 10—15 í tökumannadeild og 3—5 í framkvæmdadeild. Útlendingum sem sækja um skólavist er gert að vera orðnir málskrafshæfir í pólsku áður en þeir þreyta inntökupróf. Skólavist er ókeypis og flestir nemendur eru á námslaunum, en nú mun vera tekinn upp sá háttur að útlendingar greiði námsgjöld. Skólinn býr við allgóðan tækjakost og húsakynni. Kennarar eru um 60 og flestir starfandi innan kvikmyndaiðn- aðarins. Annað starfsfólk er um 30 manns. Fyrsta námsárið er langannasamast. Meiri hluti námsgreina er öllum deild- um sameiginlegur. Hver nemandi fær sinn leiðbeinanda í faginu sem fylgist með honum allan námstímann. Á fyrsta ári eru skólatímar um 50 á viku. Námsgreinar eru margar og misjafnar t.d. sálfræði, leiklistarsaga, kvik- myndasaga, listasaga, tónlistarsaga, ______PrándurThcyoddsen CJmkvikmvnda og kvikmyrkjap-. 14 MYNDMÁL

x

Myndmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.