Myndmál - 01.07.1983, Side 21
Nostalgia, nýjasta mynd rússn-
eska leikstjórans Alexei Tarkov-
sky, flokkast skv. skilgreiningu
leikstjórans undir „einfalda
ástarsögu“. Handritið, samið af
Tonino Guerra, greinir frá And-
rei Gorchiakov, rússneskum fyr-
irlesara í byggingarlist sem heim-
sækir Ítalíu, Eugeninu, ungri
ítalskri stúlku sem er leiðsögu-
maður hans og túlkur og sænsk-
um stærðfræðiprófessor sem er
náinn vinur Gorchiakovs.
Nostalgia er fyrsta myndin
eftir rússneskan leikstjóra sem
gerð er fyrir evrópskt sjónvarp.
Hún er unnin í samvinnu fransk-
ra, ítalskra og sovéskra aðila,
var eingöngu tekin á ítaliu og er
nú í eftirvinnslu. Tarkovsky seg-
ir myndina vera „um erfiðleik-
ana í samskiptum fólks þegar
það þekkir ekki hvort annað og
þau vandamál sem rísa af nauð-
syn þess að kynnast hvort
öðru“.
í aðalhlutverkunum eru Oleg
Yankovsky, Domiziana Gior-
dan'' og Erland Josephson.
MYNDMÁL 21
Domiziana og Tarkovsky við tökur á *Nostalgia“.
NOSIAIGIA
TAWO/5KY5
Tarkovsky stýrir Yankovsky.