Myndmál - 01.07.1983, Side 28
THE HOWLING
í hinn myndarlega sýningar-
sal við Snorrabraut sem daglega
gengur undir nafninu Austur-
bæjarbíó, eru væntanlegar
spennandi myndir. Þar má
nefna hrollvekjuna The Howl-
ing eftir Joe Dante með Dee
Wallace og Patrick McNee í
aðalhlutverkunum.
Hugrökk sjónvarpsfrétta-
kona, samþykkir hættulegt
stefnumót vegna vonar um
góða frétt. Hún á að hitta morð-
óðan brjálæðing sem skelft hef-
ur íbúa Los Angeles með sund-
urkrömdum líkum, og hyggst
síðan afhenda lögreglunni
brjálæðinginn. En þegar til á að
taka hefur lögreglan einhvern-
veginn gufað upp. Fréttakonan
er stödd á dimmum, skuggaleg-
um stað þegar hún uppgötvar
ógreinilegar útlínur einhvers-
konar veru með leiftrandi,
grimmdarleg augu. Hún skynj-
ar nærveru illra afla og ekki
mannlegra . . .
„Ýlfrið“ er hafið.
THE WICKED LADY
Nýlega var frumsýnd í Bret-
landi, endurgerð hinnar „klass-
ísku“ kvikmyndar The Wicked
Lady, leikstýrð af Michael
Winner og með Fay Dunway,
Alan Bates og John Gielgud í
helstu hlutverkum. Þessi mynd
er væntanleg í Austurbæjarbíó
innan tíðar.
Myndin er byggð á sögu
Magdalen King-Hall The Life
and Death of the Wicked Lady
Skelton og greinir frá Lady
Skelton (Dunway) sem giftist
brúðguma bestu vinkonu sinnar
en verður siðan leið á sveitalíf-
inu og gerist þjóðvegaræningi.
Sá eini sem grunar hana um hið
tvöfalda liferni er dyggur fjöl-
skylduþjónn (Gielgud). Lady
Skelton ákveður að byrla hon-
28 MYNDMÁL
um eitur en það tekur timann
sinn. Á meðan kynnist hún karl-
kyns þjóðvegaræningja (Bates)
og lenda þau í ýmsum ævintýr-
um þar til Lady Skelton upp-
götvar að Jackson (ræninginn)
er í tygjum við aðra konu. Hún
ákveður að svíkja hann í hendur
yfirvaldanna . . .
The Wicked Lady olli nokkru
umróti þegar hún var frum-
sýnd. Breska kvikmyndaeftir-
litið vildi klippa nokkur atriði
úr myndinni sem þóttu gróf en
Winner stóð fyrir allsherjar her-
ferð um landið allt gegn þessum
fyrirætlunum með þeim afleið-
ingum að kvikmyndaeftirlitið
varð að láta í minni pokann.
LAUGARÁ
THE THING
í Laugarásbíó er væntanleg
innan tíðar, hin þekkta og vin-
sæla hrollvekja John Carpenter,
The Thing. Myndin segir frá
hópi vísindamanna á Norður-
pólnum, þar sem þeir komast i
kast við eitthvað algerlega óskil-
greint fyrirbæri sem sest að í
líkömum þeirra og breytir þeim
í skrýmsli. Eins og sjá má af
þessari lýsingu hefur Carpenter
athyglisvert hugmyndaflug og
spennandi verður að sjá hvernig
honum tekst að beisla það.
Man is the warmest place to hide
GHOSTSTORY
Önnur hrollvekja og ekki
síðri birtist bráðum á sama stað.
Ghost Story kallast myndin eft-
ir samnefndri metsölubók Peter
Straub. Leikstjóri er John Irvin
og aðalhlutverkin eru ekki í
höndum neinna smákalla, Fred
Astaire, Melvyn Douglas,
Douglas Fairbanks Jr. og John
Houseman.
Sears, Ricky, Edward og
John hafa löngum haft ánægju
af að hittast og skrafa saman.
Þeir ræða ýmsa hluti en einna
oftast segja þeir hver öðrum frá
óhugnanlegum atburðum sem
erfitt er að fá nokkurn botn í.
En það er fleira sem gerist þarna
en sögur, sem þeir félagar segja
hver öðrum. David, sem er son-
ur Edwards, verður var við
konu í íbúð sinni að morgni
dags. Konan liggur nakin í rúmi
hans. Hann kannast ekki við
hana en hún svarar honum þeg-
ar hann ávatpar hana. Þegar
hann ætlar að velta henni við til
þess að sjá andlit hennar, finnur
hann að hún er köld. Svo snýr
hann henni og þá er andlit henn-
ar afmyndað og augun tryllings-
leg. Honum verður svo um
þetta að hann hrökklast aftur-
ábak út um glugga og hrapar
niður á jafnsléttu þar sem hann
bíður samstundis bana.
Edward kallar son sinn, Don,
þegar heim vegna þessa hroða-
lega atburðar sem engin skýring
finnst á. Don er helst þeirrar
skoðunar að David muni hafa
verið drepinn en getur þó ekki
sannað það eða skýrt. En þarna
er skammt válegra atburða á
milli, því nokkru síðar sést til
Edwards, þar sem hann er
staddur á brú við bæinn en síð-
an hrapar hann af henni og bíð-
ur bana. Það er ljóst að einhver
ókennileg og fjandsamleg öfl
eru að verki í umhverfi þeirra og
verður sumu af því sem gerist
ekki lýst í stuttu máli, enda er
sjón jafnan sögu ríkari . . .
MY BLOODY
VALENTINE
Háskólabíó tekur brátt til
sýninga blóði drifna hryllings-
mynd eftir George Mihalka sem
nefnist því huggulega nafni My
Bloody Valentine. Sagan gerist í
bandarískum smábæ á austur-
ströndinni. Hanninger námu-
félagið er helsti atvinnuveitandi
staðarins og hefur svo verið allt
frá árinu 1800. Tuttugu árum
áður en sagan hefst, varð slys í
námunum sem varð fimm
manns að bana. Orsök slyssins
var athugunarleysi tveggja
verkstjóra sem höfðu yfirgefið
eftirlitsskálann, án þess að
athuga styrk metan-gassins í
námunum, til þess að komast á
dansleik í þorpinu í tilefni St.
Valentine dágsins. Það tók síð-
an sex vikur að finna fórnar-
lömbin og sá eini sem lifði,
hafði étið dauða félaga sína til
að halda lífi. Hann er síðan sett-
ur á geðveikrahæli en kemur
svo á St. Valentine deginum ári
síðar til þorpsins, klæddur sem
námuverkamaður. Hann finnur
verkstjórana tvo, gengur frá
þeim með öxi, sker úr þeim
hjörtun og býr um þau í hjarta-
laga boxum með þeirri aðvörun
til þorpsbúa að halda daginn
ekki hátíðlegan framar . . .
Tuttugu árum siðar er þetta
orðið að fjarlægri minningu og
þorpsbúar undirbúa hátíð sína.
En „námuverkamaðurinn" vill
að fyrirmæli hans séu virt og
sendir bæjarstjóranum áhrifa-
mikla aðvörun . . .
REDS
Bíóáhorfendur eiga von á
miklum glaðningi á Háskólabíó
innan tíðar, sem er mynd
Warren Beatty, Reds. Hún
greinir frá bandaríska blaða-
manninum John Reed, sem tók
þátt í rússnesku byltingunni og
vinkonu hans Louise Bryant
(Diane Keaton). Einnig koma
fram i myndinni Jack Nochol-
son sem leikritaskáldið Eugene
O’Neill og Maureen Stapleton
sem róttæka kvenréttindakon-
an Emma Goldman, en Staple-
ton hlaut Óskarsverðlaun árið
1982 fyrir túlkun sína. Og tal-
andi um Óskarsverðlaun þá má
minna á að Reds var tilnefnd til
12 óskarsverðlauna 1982 og
hlaut Warren Beatty þessi eftir-
sóttu verðlaun fyrir leikstjórn
Not since
'Gone With The Wind’
has there been
a great romantic epic like
Klilli
sína og einnig hlaut kvikmynda-
tökumaðurinn Vittorio Storaro
(sem m.a. filmaði Apocalypse
Now) óskarinn fyrir snilldar-
handbragð sitt.
Reds, er tvímælalaust í hópi
mestu kvikmyndaafreka síðari
tíma og mynd sem „allir verða
að sjá“.