Myndmál - 01.07.1983, Side 29

Myndmál - 01.07.1983, Side 29
SIX-PACK Á næstunni hefjast sýningar á myndinni Six Pack með Kenny Rogers í aðalhlutverk- inu. Þessi mynd segir frá Brewster nokkrum Baker, kappaksturshetju, sem ekki hefur keppt i 2 ár vegna meiðsla. Hann á leið um smá- bæ í Texas, þar sem hann þarf að fá bensín á bíl sinn og kasta af sér vatni. Hann fer inná sal- erni við litla bensínstöð en þeg- ar hann ætlar út aftur hefur hann verið lokaður inni. Eng- inn sinnir köllum hans og loks þegar honum tekst að brjótast útúr prísundinni er búið að stela nær öllu úr dýrgripnum hans, kappakstursbíl sem hann hefur haft aftan á pall- inum á bíl sínum. Hann sér ekkert til þjófanna því þeir hafa forðað sér. Hann heldur því áfram ferð sinni uns hann kemur að matstofu. Þar ákveð- ur hann að fá sér hressingu. Meðan hann er þar inni tekur hann eftir því að þjófar hafa enn verið að verki við bílinn, en nú sér hann hvar þeir forða sér og eltir þá. Eltinga- leiknum lyktar þannig að bíll þjófanna lendir útí á þar sem hann sekkur að meira eða minna leyti. Baker tekst þó að handsama þjófana, sex talsins, sem reynast systkini, sjö til sextán ára gömul. Við eftirgrennslan kemur á daginn að óprúttinn fógeti notar þessa munaðarlausu krakka til að stela bílahlutum. Baker tekur börnin með sér, nauðugur viljugur og hefur síðan keppni á ýmsum stöðum. I ljós kem- ur að krakkarnir eru hinir bestu liðsmenn og lenda þau í hinum margbreytilegustu ævintýrum áður en tjaldið fellur . . . POLTERGEIST Talandi um tjöld þá upplýs- ist það hér með að myndin sem allir hrollvekjuaðdáendur hafa beðið eftir í heilt ár, nag- andi á sér neglurnar, er á leið- inni á hvíta tjald Nýja Bíós. Hér er um að ræða mynd Steven Spielbergs og Tobe Hoopers: Poltergeist. Ósköp venjuleg amerísk fjöl- skylda, hjón með tvær dætur, 16 og 5 ára og einn son 12 ára lifir ósköp venjulegu lífi þar til allt í einu að draugar úr sjónvarpinu taka að herja á fjölskyldulífið og ræna þeir m. a. yngri dótturinni. Mynd- in lýsir síðan baráttu fjöl- skyldunnar með aðstoð sér- fræðinga við að hrekja þenn- an ófögnuð úr húsinu og kem- ur þá í ljós að húsið er byggt oná fornum kirkjugarði. Sannarlega spennandi efni og ætti fólki að geta runnið kalt vatn milli skinns og hörunds og jafnvU misst hjartað niður í buxurnar því bellibrögðin ku að vera meiriháttar, enda voru þau tilnefnd til Óskars- verðlauna 1983. BÍÓUER THE BERMUDA TRIANGLE Bíóbær sýnir um þessar mundir, leikna heimildarkvik- mynd eftir metsölubók Charles Berlitz: Bermunda Triangle. Bermúdaþrihyrningurinn, hafsvæðið frá Miami, Florida til Bermúdaeyja og Puerto Rico, hefur lengi verið mönnum mikil ráðgáta. í dagbók Kól- umbusar Ameríkufara, er getið um „Haf óttans. Þar segir frá því að skyndilega hafi birst á himninum furðuleg ljós og eld- kúlur og áttavitinn hafi snúist í hringi. Allt frá þeim tíma hafa sögusagnir gengið um hafsvæð- ið en það var ekki fyrr en árið 1800 þegar bandarískt herskip, U.S.S. Pickering, hvarf ásamt 90 manna áhöfn að farið var að skrá voveiflega atburði Ber- múdaþríhyrningsins. Margir ættu að kannast við hið sögufræga Flug 19 sem Steven Spielberg gerði m. a. skil í mynd sinni Close Encounters of the Third Kind. Árið 1945 hurfu fimm flugvélar ásamt allri áhöfn, ekki fannst svo mik- ið sem flís úr flugvélarskrokki. Risastór leitarflugvél sem átti að svipast um eftir Flugi 19 hvarf sömuleiðis gjörsamlega. Margar tilgátur hafa verið uppi um hvað raunverulega hafi skeð. Sumir tala um gesti utan úr geimnum, aðrir telja að hin forna borg Atlantis hafi valdið hvörfunum en sjón er sögu rík- ari í Bíóbæ. Kvikmyndahúsið býður uppá íslenskan þul með myndinni sem er enginn annar en Magnús Bjarnfreðsson. THE TOY Stjörnubíó mun taka til sýninga nú á næstunni gaman- myndina The Toy með Richard Pryor og Jackie Gleason í aðal- hlutverkunum. Pryor leikur atvinnulausan blaðamann sem er að fara að missa húsið sitt. Hann verður þvi að taka hvaða starfi sem býðst og fær loks vinnu sem „þvottakona“ i stór- verslun sem milljónamæringur- inn U.S. Bates (Gleason) á. Þeg- ar Eric (Scott Schwarz) 9 ára gamall sonur milljónamærings- ins kemur í hina árlegu viku- heimsókn til föður sins, leyfist honum hvað sem er. Hann kem- ur í stórverslunina þar sem hann fær það sem hann girnist. Eric velur þvottakonuna fyrir leik- fang og þó Brown (Pryor) sé lítt hrifinn af þeim heiðri þá lætur hann tilleiðast gegn vænni fjár- fúlgu. Upphefst þá nýr kafli i lífi Erics, sem aldrei áður hefur átt vin. En það tekur hann nokkurn tíma að læra að um- gangast þennan vin sinn því hann er vanastur að skipa öllum fyrir i nafni sjálfs síns og föður síns . . MYNDMÁL 29 HANKY PANKY Önnur gamanmynd er vænt- anleg i Stjörnubíó innan tíðar, Hanky Panky með Gene Wilder og Gildu Radner. Leikstjóri er Sidney Poitier. Michael Jordon (Wilder) er staddur í New York. Fyrir til- viljun hittir hann unga stúlku, Janet Dunn (Kathleen Quinlan) sem biður hann að setja pakka í póst fyrir sig sem hann og gerir. Sama kvöld fer Jordon í fjöl- leikahús. Áður en hann veit af er hann í höndum bófa sem vilja fá að vita hvert áðurnefndur pakki var sendur. Jordon man ekki heimilisfangið en bófarnir gefa honum sprautu svo hann leysi frá skjóðunni. Þegar hann raknar úr rotinu þakka þeir honum fyrir aðstoðina en segja honum jafnframt að dagar hans séu taldir. Jordon er ekki alveg á því enda annt um líftóruna og tekst að sleppa. En þegar hann leitar á náðir lögreglunnar, er hlegið að honum. Jordon er þó ákveðinn að komast til botns í málinu og sitthvað spennandi gerist áður en yfir lýkur. GANDHI Þann 10. ágúst n.k. stendur bíóið fyrir sýningu á heimsvið- burði. Hér er um að ræða stór- myndina Gandhi eftir Sir Richard Attenborough, sem hlaut 8 óskarsverðlaun í apríl sl„ þ.á.m. Bestu myndina, Besta leikstjórann og Besta karlleikarann. Hér annarsstað- ar í blaðinu er ítarleg grein um þessa mynd og visum við á hana til frekari upplýsinga.

x

Myndmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.