Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Síða 8
8 9. mars 2018fréttir Á Hellisheiði, á stað sem heitir Flengingabrekka í Hvera­ dal, stóð lítið hrörlegt hús sem sett var saman úr kassatimbri og torfi og laust við öll nútímaþægindi. Þar bjuggu hjón á sjötugsaldri, Blómey Stefánsdóttir og Óskar Magnússon, á árunum 1973 til 1984 og ófu myndir af þjóð­ skáldum og stjórnmálamönnum. Saga þeirra er um margt dæmigerð fyrir íslenskt samfélag framan af 20. öldinni. Þau komu úr stórum syst­ kinahópi, ólust upp við fátækt og lifðu í henni alla ævi. En þegar að er gáð er saga þessara alþýðulista­ manna langt frá því hefðbundin. Ásdís Halla Bragadóttir, barnabarn Blómeyjar og stjúpbarnabarn Ósk­ ars, ræddi við DV. „Að fara í heimsókn til þeirra sem barn var líkt því að fara aftur í tímann. En ég áttaði mig ekki strax á því að þetta var rosalega óvenjulegt. Ég hélt að sumir byggju bara svona. Þarna var ekkert rafmagn, rennandi vatn, klósett, sími eða neitt. Þau áttu eina kolaeldavél, það var tæknin. Þarna voru nokkur heimasmíðuð húsgögn eins og einn ruggustóll umvafinn teppum sem þau höfðu ofið. Rúmin voru einhverjar spýtur sem afi klastraði saman með skinni af geitum sem þau höfðu slátrað.“ „Viltu koma með mér og verða stúlkan mín?“ Blómey, gjarnan kölluð Lóa, var fædd árið 1914 inn í fjórtán syst­ kina hóp á Austfjörðum. Lengst af bjó fjölskyldan á Reyðarfirði en þaðan flutti Blómey ung því henni fannst þrengslin of mikil, bæði á heimilinu og firðinum. Hana dreymdi um að verða pipar mey, laus við ofríki karlmanna og eng­ um háð. Þetta sagði hún við vin­ konur sínar sem voru sama sinnis. En Blómey fór til Siglufjarðar þar sem hún eignaðist dótturina Sig­ ríði, kölluð Bebba, með manni sem bjó í sama húsi árið 1939. Þá flutti einstæð móðirin til Kópaskers þar sem hún tók að sér heimilishjálp hjá lækni staðarins. Óskar fæddist í Þistilfirði í Norður­Þingeyjarsýslu árið 1915, eitt af fjölmörgum óskilgetnum börnum alræmds flagara sem kall­ aður var Merar Mangi. Hann nam búfræði við Hvanneyri og vildi hefja búskap en kreppan gaf ekk­ ert rými fyrir það. Óskar var vetur­ maður á bæ í Þingeyjarsýslu þegar hann kynntist Blómey á dansleik á Kópaskeri. „Viltu koma með mér og verða stúlkan mín?“ spurði Óskar og brá Blómey við þessa hispurslausu bón. Hún neitaði en hann gekk á eftir henni næstu daga. Fór svo að í eitt skiptið bauð hún honum upp í rúm til sín á læknisheimilinu. Uppi var fótur og fit þegar læknis­ hjónin komu að og sáu Óskar nak­ inn. Sagði Óskar þá að Blómey væri stúlkan sín og myndi ljúka vistinni þá þegar. Blómey neitaði því ekki og hófst þá sambúð þeirra sem átti eftir að vara í meira en hálfa öld. Ofbeldissamband Blómey og Óskar giftu sig í Dóm­ kirkjunni í kyrrþey að viðstöddum Bjuggu í kofa á Hellis- Heiði frá 1973 til 1984 n Ofbeldissamband í hálfa öld n Engin nútímaþægindi n Skapofsaköst afa Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Þá sat amma í baðkarinu, kapp- klædd, með skrúbb og var að þvo fötin utan á sér. Hún hafði aldrei farið í bað og vissi ekkert hvernig ætti að gera það. 6. júlí 1975 „Ég óskaði mér fjallgöngu í afmælisgjöf og amma og afi létu það eftir mér.“ Mynd Úr einKasafni Ásdís Halla Bragadóttir „Á þessum tíma var engin umræða um ofbeldissam- bönd, ekkert kvennaathvarf eða stuðningur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.