Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Page 18
18 9. mars 2018fréttir V algeir Elís er 29 ára gamall. Hann er einstæður og býr í Keflavík þar sem hann starfar á kaffihúsi og í veipversluninni zoz.is. Valgeir er þessa stundina í pásu frá há- skólanámi, en mun halda áfram á næstu önn í sálfræði við Há- skóla Íslands. Valgeir gekk ný- lega undir magaermiaðgerð í Lettlandi. Hann og átta aðrir Ís- lendingar í yfirþyngd fóru saman til Lettlands til að leggjast undir hnífinn. Valgeir segir aðgerðina kostnaðarminni í Lettlandi og þar séu einnig gerðar mun ítar- legri rannsóknir áður en aðgerðin er framkvæmd. Valgeir tók mjög hvatvísa ákvörðun þegar hann fór í aðgerðina og segir því hafa fylgt mikil eftirsjá fyrst um sinn. Hann segir að það hafi stafað af óheilbrigðu sambandi hans við mat. Að sögn Valgeirs er ekki nóg að fara í aðgerðina heldur þurfi hann að leysa vandann á bak við matarfíkn sína. Tvö alvarleg tilvik hafa komið upp á Íslandi vegna fylgikvilla eftir magaermiaðgerð. Einn einstaklingur hefur látið líf- ið og er öðrum haldið sofandi. Í einlægu viðtali við DV segir Val- geir frá aðgerðinni, eftirsjánni og framhaldinu. Lettland vinsælt meðal Íslendinga Af hverju fórstu til Lettlands í að- gerðina? „Ég ætlaði að fara í aðgerðina heima en hér kostar aðgerðin 1,5 milljónir króna. Maður fer í blóðprufu og svo beint í aðgerð. En í Lettlandi er það öðruvísi. Ég borgaði 880 þúsund fyrir flugið, hótelið, keyrslu til og frá, túlk, að- gerðina sjálfa og fékk að taka eina manneskju með mér. Áður en ég fór í aðgerðina fór ég í blóðprufu, magaspeglun, röntgen og óm- skoðun. Ein í hópnum fékk til dæmis ekki að fara í aðgerðina því eitthvað sást á lunganu hennar í röntgen,“ segir Valgeir Elís. Valgeir Elís fór til Lettlands ásamt níu Íslendingum. Aðgerðin og ferðin var bókuð í gegnum norskt fyrirtæki, Medical Travel. „Það var íslenskur tengiliður með okkur allan tímann, í öllum læknisskoðunum og slíku. Svo var einnig ein kona frá Lett- landi sem var túlkur. Það var mjög fínt.“ Valgeir segir að það sé farið svona ferðir í hverj- um mánuði. Hann segist þó ekki vera viss um hversu margir fara í hvert skipti en augljóst sé að Lettland sé vinsæll kostur fyrir þá sem vilja fara í magaermiaðgerð. Hvatvís Valgeir ætlaði upphaflega í magabandsaðgerð á Ís- landi en hvatvísin leiddi hann annað. „Ég fór í viðtal til Auðuns Sigurðssonar á Gravitas. Hann benti mér á að fara í maga- bandið. Svo var það einhver sem sýndi mér Facebook-síðu Medical Travel á Íslandi. Daginn eftir var ég búinn að senda tölvu- póst og eiginlega búinn að borga staðfestingargjaldið,“ segir Valgeir og tekur fram að hann hafi lengi verið þekktur fyrir hvatvísi sína. Hvað leið langur tími frá því þú sendir fyrsta tölvupóstinn og þar til þú fórst í aðgerðina? „Ég sótti um að komast í að- gerðina í lok nóvember 2017. Ég hefði getað farið út tveimur vikum seinna, eða 13. desember, en ákvað að fara frekar út 9. janúar og fór í aðgerðina 13. janúar.“ Valgeir tók vinkonu sína með sér til Lettlands. Aðspurður hvort það hafi verið til að fylgjast með honum segir Valgeir: „Aðallega til að bera töskurnar mínar heim,“ og hlær. „Það var sagt að ég mætti ekki bera neitt á leiðinni heim. En það var líka gott að hafa stuðning. Eins og ég væri ekki einn í ókunnugu landi ný- kominn úr aðgerð og handónýtur.“ Aðgerðin Valgeir fór út á miðviku- degi og í aðgerðina á laugardegi. Upphaflega ætlaði Valgeir í maga- hjáveituaðgerð. En þar sem búið er að fjarlæga miltað úr honum töldu læknarnir ekki hægt að segja til um hvort maga- ermi eða magahjáveita myndi henta honum bet- ur fyrr en búið væri að skera hann upp. Þegar hann vaknaði eftir svæf- ingu var honum sagt að hann hafi fengið maga- ermi. Hvernig undirbjóstu þig undir aðgerðina andlega, varstu kvíðinn? „Nei, ég verð afar lítið kvíðinn. Ég er svo hvatvís. Kvíð- inn kemur eftir á. En ég get ekki tekið úr mér magaermina, því maginn minn er orðinn að ermi. Þetta er miklu meira en að segja það, að fara í svona aðgerð. Þetta er heilmikið inngrip. Ef ég hefði farið í magabandið þá gæti ég látið taka það úr ef mér líkaði það ekki. Ég gerði mér ekki grein Valgeir fór í magaermiaðgerð í Lettlandi n Mikil eftirsjá fyrst n Mikilvægt að skilja matarfíknina n Fór ásamt átta öðrum Íslendingum „Þetta virkar en er engin kraftaverkalausn Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Magaermi Magaermiaðgerð minnkar magann um 75–80 prósent og verður maginn eins og ermi eða banani í laginu. Starfsemi magans og þarmanna helst að mestu óbreytt í kjölfar aðgerðarinnar en skammtastærðirnar minnka verulega og fæðan getur farið hraðar en ella í gegnum meltingarkerfið. Fyrir aðgerðina Valgeir og Silja vinkona hans á hótelinu í Lettlandi áður en aðgerðin var framkvæmd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.