Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Side 62

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.2018, Side 62
62 9. mars 2018 Gunnlaugur Jónsson náði að bóka Jordan Peterson til landsins örfáum vikum áður en hann sló algjörlega í gegn F yrir aðeins tveimur árum hafði varla nokkur maður heyrt minnst á kanadíska sálfræðiprófessorinn Jord­ an Peterson. Nú hefur bók eftir hann skotist á topp listans yfir vinsælustu bækur Amazon, millj­ ónir horfa á myndböndin hans á YouTube á hverjum degi og hann hefur skapað sér sess sem einn dáðasti, og um leið umdeildasti, fræðimaður heims. Peterson er væntanlegur til landsins í sumar þar sem hann mun halda fyrirlestur í tengslum við bókina 12 rules for life – an antidote to chaos, en sú er einmitt á metsölulistanum um þessar mundir og væntanleg í íslenskri þýðingu innan skamms. Í þessari óvanalegu og gríðar­ vinsælu sjálfshjálparbók fjallar Peterson meðal annars um hvað taugakerfi venjulegs humars get­ ur sagt okkur um samhengi þess að rétta úr kútnum og ná árangri í lífinu. Hann útskýrir hvers vegna Egyptar til forna vegsömuðu hæfileika manneskjunnar til að veita athygli, hvernig fólk villist af leið þegar það fyllist biturð, hroka og hefndarþorsta og ástæðu þess að maður ætti alltaf að klappa ketti sem maður rekst á úti á götu. Tengingar Jordans Peterson sameina á margan hátt forna visku goðsagna og ævintýra og nýjustu rannsóknir vísindanna en hann leitar meðal annars í kenningar Carls Jung og Josephs Campbell og er undir áhrifum frá hugsuðum og heimspekingum á borð við Friedrich Nietzsche, Aleksandr Solzhenitsyn og Fyodor Dostoyevsky. Býður rétttrúnaðar- fólkinu Byrginn Gunnlaugur Jónsson fram­ kvæmdastjóri er meðal þeirra fjölmörgu sem hafa hrifist af lífs­ speki og kenningum Peterson en hann skipulagði komu Peterson til landsins og stendur fyrir við­ burðinum sem fer fram í Silfur­ bergi í Hörpu þann 4. júní. Gunn­ laugur má teljast bæði spáskyggn og heppinn að hafa náð að bóka hann í tæka tíð enda hafa vin­ sældir hans aukist með ótrúlegum hraða. Peterson er bókaður marga mánuði fram í tímann og slegist er um viðtöl við hann. Sjálfur segist Gunnlaugur hafa uppgötvað fræðimanninn á YouTube og segist hafa verið fljót­ ur að átta sig á að þarna fór gegn­ heill og góður gáfumaður. „Ég sá fljótt að hann er alveg gegnheill og ekta á margan hátt. Maður sér það á mörgu. Hann hefur til dæmis ekki kiknað und­ an álaginu sem hefur verið á hon­ um að undanförnu, hann vandar sig alltaf í viðtölum, hlustar og ígrundar svörin sín vel og veit hvað hann er að tala um. Þekkir sitt svið. Hann talar af mikilli dýpt og sýn­ ir gríðarlegt hugrekki og staðfestu í því hvernig hann stendur af sér ósanngjarnar árásir þeirra sem telja sig vera honum ósammála,“ útskýrir Gunnlaugur og bætir við að Jordan hafi einna helst verið umdeildur fyrir að bjóða pólitísk­ um rétttrúnaði byrginn. „Hann hefur verið sakaður um þröngsýni, karlrembu og kreddu­ skap en ekkert af því stemmir við það sem hann hefur raunveru­ lega fram að færa. Hins vegar hef­ ur hann ögrað rétttrúnaðarstefnu í skoðunum mjög mikið enda segir hann fyrirbærið stórhættulegt og tengir meðal annars við alræðis­ hyggju sem getur haft mjög alvar­ legar neikvæðar afleiðingar í för með sér. Svo tel ég líka að hann sé umdeildur, einfaldlega af því hann er mjög áhrifaríkur. Fólk tel­ ur sig kannski vera honum mjög ósammála en um leið og það hlustar á hann sjálft, án milliliða, þá heyrir það strax að hann er alls ekki þröngsýnn kreddukarl heldur auðmjúkur og áhugasamur um að láta gott af sér leiða. Hann er jafn­ framt mjög athugull hlustandi og hikar ekki við að skipta um skoðun ef hann telur að fólk hafi einhvern sannleika fram að færa. Þegar fólk finnur að það hafi kannski haft al­ veg rangt fyrir sér með hann, þá verður það stundum reitt enda verður hver sannleikanum sár­ reiðastur.“ Með yfir eina Milljón fylgjenda á youtuBe Eins og áður segir uppgötvaði akademísk rokkstjarna Þessi 55 ára gamli sálfræðiprófessor frá Kanada er talinn vera sá sem hefur komist næst því að vera akademísk rokkstjarna á internetinu. gunnlaugur jónsson Heillaðist af lífsspeki og kenningum Jordans Pet- erson og skipulagði komu hans til landsins. [mynd: Eva Björk fyrir VB] Sálfræðiprófessor sem býður pólitískum rétttrúnaði byrginn Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is „Ein af hans allra frægustu setningum segir mönn- um að taka til í her- berginu sínu og eins og það hljómar nú hvers- dagslega og leiðinlega þá virðist sá boðskap- ur; að axla ábyrgð á lífi sínu og koma því í reglu, eiga mikið erindi við fólk í dag. Gunnlaugur Jordan Peterson á YouTube. Hann byrjaði á að horfa á eitt stutt myndband en síðan segist hann vera kominn upp í meira en hundrað klukkustundir af efni; fyrirlestra, viðtöl, samtöl, kúrsa og erindi. „Maps of meaning eru til dæmis frábærar upptökur úr fyrir­ lestrum sem Peterson hélt við há­ skólann í Toronto og þær taka marga klukkutíma. Í þessum kúrs­ um fjallar hann meðal annars um erkitýpur Jungs og tengir þær við nýlegri rannsóknir um mark­ miðasetningar, persónuleikasál­ fræði og fleira. Hann kemur einnig inn á alræðishugsun af ýmsu tagi og tengir þar meðal annars við Disney­myndina um Gosa. Í raun er þetta svo umfangsmikið að það er ekki hægt að orða það í stuttu máli og því um að gera fyrir áhuga­ sama að kíkja sjálfir á YouTube. Hópurinn sem fylgir honum þar hefur stækkað mjög hratt upp á síðkastið og nú er hann með um eina milljón áskrifendur sem er á við ríkissjónvarpsstöðvar í mörg­ um löndum,“ segir Gunnlaugur og bætir við að Peterson hafi afsann­ að allar kenningar um að mynd­ bönd á YouTube þurfi nauðsyn­ lega að vera stutt til að fólk haldi athyglinni. „Hann er yfirleitt að tala í svona einn til tvo klukkutíma í þessum myndböndum og fólk virkilega hlustar enda höfðar efnið mjög sterkt til margra. Sjálfur segir hann að honum hafi komið skemmti­ lega á óvart hvað fólk leggur mik­ ið við hlustir þegar hann fer að tala um persónulega ábyrgð, – en það fyrirbæri er í raun rauði þráðurinn í metsölubókinni um lífsreglurnar 12. Ein af hans allra frægustu setn­ ingum segir mönnum að taka til í herberginu sínu og eins og það hljómar nú hversdagslega og leiðinlega þá virðist sá boðskapur; að axla ábyrgð á lífi sínu og koma því í reglu, eiga mikið erindi við fólk í dag.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.