Morgunblaðið - 16.09.2017, Side 1

Morgunblaðið - 16.09.2017, Side 1
Eigum val 17. SEPTEMBER 2017SUNNUDAGUR Hreystií ýmsumstærðum vokallaðrier enginávísun á góða heilsu 24 Að vera í skjörþyngd Allt búiðÍ þriðja sinn á átta árum er ríkisstjórn meðSjálfstæðisflokkinn innanborðs sprungin 6 Rauðir skór ograuðar flíkurfrá toppi tiltáar eru vístþað allraheitastaí haust ogvetur 26 Eldrauðurvetur L A U G A R D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 1 7 Stofnað 1913  106. tölublað  105. árgangur  SVONA SIRKA SVONA ER SÝN- ING HALLDÓRS FAGNA 30 ÁRA AFMÆLI ÁLFALAND 12LISTAMENN GALLERÍ 46 Mikil óvissa er um framhald þing- starfa eftir að Bjarni Benediktsson boðaði til kosninga í kjölfar stjórnar- slita Bjartrar framtíðar. Óvissa er um fjjárlagafrumvarpið og framundan eru kjarasamningar. Fram kom í ávarpi Bjarna í Valhöll í gær að „alltof langt“ hefði verið milli forystumanna flokkanna til að hægt væri að ná samstöðu. Því væri ekki annað í spilunum en að efna til þing- kosninga. Nefndi Bjarni nóvember í því efni. Vegna sveitarstjórnar- kosninga í vor væri óheppilegt að ganga til kosninga eftir áramót. Skilyrði og skeytasendingar Bjarni hefur óskað eftir því að Björt framtíð eigi ekki aðild að starfs- stjórn sem starfa mun fram að kosn- ingum. Þá taldi ráðgjafaráð Viðreisn- ar einsýnt að Bjarni og Sigríður Andersen dómsmálaráðherra þyrftu að víkja sem ráðherrar meðan á rann- sókn stæði á þeirra þætti í málinu sem leiddi til stjórnarslita, þ.e. að- komu föður forsætisráðherra að því að dæmdur maður fékk uppreist æru. Samkvæmt þessu virðist samsetn- ing starfsstjórnar ekki augljós. Þá virðist vera kominn algjör trúnaðar- brestur milli stjórnarflokkanna. Forystumenn flokkanna, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, eru á einu máli um að ekki hafi verið annað í stöðunni en efna til kosninga. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segja mikið hafa borið í milli hjá stjórnar- flokkunum. Stjórnarslitin komi í því ljósi ekki á óvart. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Pírata, telur málið undirstrika að breyta þurfi stjórnarskrá lýðveldisins. Fundir á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, fundar í dag með formönnum flokkanna á Bessastöðum. Birgir Guðmundsson, dósent í fjöl- miðlafræði við Háskólann á Akureyri, reiknar með að forsetinn samþykki þingrof. „Ef Guðni Th. Jóhannesson er samkvæmur sjálfum sér, og á sömu línu og þegar hann var álitsgjafi, mun hann örugglega ekki reyna annað en að samþykkja þingrof. Að hann telji þingrofsréttinn hjá forsætisráðherra en ekki hjá forsetanum líkt og Ólafur Ragnar Grímsson var að gæla við. Það verður þá væntanlega tilkynnt um þingrof strax eftir helgi og þá mega líða 45 dagar þar til kosningar verða að vera afstaðnar.“ Birgir telur meiri óvissu um hvað forsetinn gerir varðandi starfsstjórn- ina sem starfar fram að kosningum og hugsanlega meðan verið er að mynda nýja stjórn. Slíkt geti tekið nokkra mánuði. „Ég tel einboðið að það þurfi að mynda nýtt ráðuneyti. Nema þá að einhver sé tilbúinn að styðja hugsan- lega minnihlutastjórn Bjarna, eða eitthvað slíkt. Það þarf tæknilega að mynda nýja stjórn til að starfa fram yfir kosningar. Það er málið sem Guðni þarf að finna út úr,“ segir Birg- ir ennfremur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stjórnarslit Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt blaðamannafund í Valhöll í gær, eftir að ljóst var að ríkisstjórn hans væri fallin. Boðað til nýrra kosninga  Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fallin eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu á dramatískan hátt  Bjarni boðar til þingkosninga og fundar í dag með forseta Íslands, sem hefur boðað aðra flokksformenn til sín  Kosningar líklegar í nóvember  Kröfur ganga á víxl hjá fráfarandi stjórnarflokkum um að ráðherrar víki sæti MRíkisstjórnin fallin»4, 6, 14, 16, 18, 20, 22 Samtals eru á þingmálalista ríkis- stjórnarinnar 188 mál sem eru í al- gjörri óvissu eftir fall ríkisstjórn- arinnar í gær. Verði þing rofið og efnt til kosninga í haust eða byrjun vetrar falla öll óafgreidd þingmál niður þegar þinginu verður slitið. Fjárlagafrumvarp ársins 2018 er skammt á veg komið í þinginu. Fyrsta umræða hófst á fimmtudag og það er ekki enn gengið til nefnd- ar. Hver sem pólitíska atburðarásin verður á næstu mánuðum, hvort sem tekst að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar eða starfsstjórn sit- ur næstu mánuði, ber samkvæmt stjórnarskránni að afgreiða fjárlög næsta árs fyrir áramótin. Sambæri- leg staða var uppi í fyrra þegar það dróst að mynda ríkisstjórn fram yfir áramót og kom það í hlut Bjarna Benediktssonar, þáverandi fjármálaráðherra, að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir hönd starfs- stjórnar í desember. Stéttarfélög sett í biðstöðu Viðræður 17 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna (BHM) við samninganefnd ríkisins um gerð nýrra kjarasamninga eru í biðstöðu. „Við erum eins og aðrir eiginlega bara að bíða eftir því að það komi í ljós hvað verður og hvað stjórnmálamennirnir ákveða og hvaða umboð fjármálaráðuneytið hefur til áframhaldandi samninga- viðræðna,“ segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, formaður BHM. Ótal mál í óvissu eftir fall ríkisstjórnarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.