Morgunblaðið - 16.09.2017, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. SEPTEMBER 2017
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Norður-Kóreumenn skutu í gær eld-
flaug yfir Japan þrátt fyrir hertar
refsiaðgerðir öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Eldflaugarskotið
kynti undir ágreiningi milli stjórn-
valda í Bandaríkjunum, Kína og
Rússlandi um hvernig bregðast ætti
við eldflauga- og kjarnorkutilraun-
um Norður-Kóreumanna. Banda-
ríkjastjórn sagði að Kínverjar og
Rússar, helstu viðskiptaþjóðir
Norður-Kóreu, þyrftu nú að þjarma
meira að einræðisstjórn landsins til
að knýja hana til að láta af ögrunum
sínum. Kínverjar sögðust hins vegar
ekki bera ábyrgð á vandamálinu og
það væru Bandaríkin og Norður--
Kórea sem þyrftu að leysa það.
Flauginni var skotið frá herstöð
nálægt Pjongjang, höfuðborg
Norður-Kóreu. Þetta er í annað
skipti á tæpum mánuði sem n-kór-
eskri eldflaug er skotið yfir Japan.
Sérfræðingar segja að eldflaugin
hafi farið lengra en nokkur önnur
flaug sem Norður-Kóreumenn hafa
skotið til þessa. Nokkrum dögum áð-
ur hafði öryggisráð SÞ samþykkt út-
vatnaða ályktun um hertar refsiað-
gerðir gegn landinu eftir að
Norður-Kóreumenn sprengdu öflug-
ustu kjarnasprengju sína til þessa í
tilraunaskyni. Þeir sögðu hana hafa
verið vetnissprengju og nógu litla til
að eldflaug gæti borið hana.
Norður-Kóreumenn skutu tveimur
langdrægum eldflaugum í júlí en tal-
ið er að eldflaugin í gær hafi verið
meðaldræg eins og flaug sem var
skotið yfir Japan 29. ágúst. Norður-
Kóreumenn hafa nú skotið alls sex
eldflaugum yfir landið frá árinu
1998.
Deilt um olíusölubann
Rex Tillerson, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og Boris Johnson,
utanríkisráðherra Bretlands, hafa
hvatt Kínverja til að styðja algert
bann við sölu á olíu til Norður-Kóreu
í því skyni að knýja einræðisstjórn
landsins til að hætta eldflauga- og
kjarnorkutilraununum. Bandaríkja-
stjórn beitti sér fyrir slíku banni í ör-
yggisráðinu en Kínverjar og Rússar
höfnuðu því. Svo fór að öryggisráðið
samþykkti ályktun um að takmarka
olíuinnflutninginn til Norður-Kóreu,
banna útflutning þaðan á vefnaðar-
vörum og banna útgáfu vegabréfs-
áritana handa farandverkamönnum
sem einræðisstjórnin hefur sent til
annarra landa til að afla gjaldeyris.
Kínverjar og Rússar hafa lagt til
að Norður-Kóreumenn hætti kjarn-
orku- og eldflaugatilraunum sínum
og Bandaríkin hætti að taka þátt í
árlegum heræfingum í Suður-Kóreu
til að greiða fyrir samningaviðræð-
um um lausn deilunnar. Kínverjar
óttast að algert bann við sölu á olíu
til Norður-Kóreu verði stjórn lands-
ins að falli og það valdi glundroða og
valdatómarúmi sem gæti orðið til
þess að bandamenn stjórnvalda í
Suður-Kóreu og Bandaríkjunum
kæmust til valda í Pjongjang.
Stjórnvöld í Peking hafa m.a.
áhyggjur af því að sameining Kóreu-
ríkjanna verði til þess að Bandaríkin
fái herstöð nálægt landamærunum
að Kína. Algert efnahagshrun gæti
orðið til þess að milljónir Norður-
Kóreumanna flýðu til Kína.
Sumir sérfræðingar telja einnig
að olíuleiðsla, sem notuð er til að
flytja olíu frá Kína til Norður-Kóreu,
sé orðin svo úr sér gengin að Kín-
verjar óttist að mjög erfitt yrði, eða
jafnvel ómögulegt, að taka hana í
notkun aftur ef skrúfað yrði fyrir
hana.
Stjórnvöld í Kína fordæmdu eld-
flaugarskotið í gær en sögðu að auk-
in spenna á Kóreuskaga væri ekki
þeim að kenna. „Kjarni málsins er
fólginn í átökum milli Norður-Kóreu
og Bandaríkjanna,“ sagði talsmaður
kínverska utanríkisráðuneytisins.
„Þeir sem valda vandanum ættu að
leysa hann.“
Vladimír Pútín, forseti Rússlands,
og Emmanuel Macron, forseti
Frakklands, ræddu málið í síma í
gær og voru sammála um að eina
leiðin til að draga úr spennunni á
Kóreuskaga væri að hefja að nýju
samningaviðræður við einræðis-
stjórnina í Norður-Kóreu.
Sunan
ELDFLAUG SKOTIÐ YFIR JAPAN
Heimild: Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Japan
PJONGANG
Flaugin fór
um 3.700
kílómetra
Eldflaugin
fór hæst
770 km,
að sögn
varnarmála-
ráðuneytis
Japans
HOKKAIDO
Erimo-
skagi
Sapporo
Sendai
Osaka
Hiroshima
Busan
Sjanghæ
TÓKÝÓ
SEÚL
PEKING
Norður-Kóreumenn skutu
eldflaug yfir japönsku eyjuna
Hokkaido klukkan 07.06 í
gærmorgun að staðartíma,
að sögn japanskra yfirvalda
JAPAN
NORÐUR-
KÓREA
SUÐUR-
KÓREA
500 km
KYRRAHAF
N-Kórea
ögrar ör-
yggisráðinu
Bandaríkjamenn, Kínverjar og Rúss-
ar deila um hvernig bregðast eigi við
Æfðu árás á herstöð
» Suður-Kóreumenn svöruðu
eldflaugarskotinu með því að
skjóta eldflaug til að æfa
hugsanlega árás á herstöðina
þar sem flauginni var skotið í
gær.
» Fyrr í vikunni hófu Suður-
Kóreumenn tilraunir með stýri-
flaugar sem voru smíðaðar til
að eyðileggja neðanjarðarbyrgi
ráðamannanna í Pjongjang.
AFP
Spenna Vegfarendur í Tókýó við stóran sjónvarpsskjá þar sem sýndar voru
fréttir af eldflaugarskotinu, með mynd af Kim Jong-un, leiðtoga N-Kóreu.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Breska lögreglan hóf í gær umfangs-
mikla leit að manni sem skildi eftir
sprengju sem sprakk í jarðlestar-
vagni í London. Að minnsta kosti 29
manns særðust en enginn þeirra er í
lífshættu. Sprengingin er rannsökuð
sem hryðjuverk. Samtök íslamista,
Ríki íslams, lýstu árásinni á hendur
sér.
Lestin var í Parsons Green-stöð-
inni í London þegar sprengingin
varð klukkan 08.20 að staðartíma í
gærmorgun. Mark Rowley, yfirmað-
ur hryðjuverkadeildar lögreglunnar
í London, sagði að flestir þeirra sem
voru fluttir á sjúkrahús hefðu orðið
fyrir „leifturbruna“. Aðrir hefðu
slasast í troðningi sem varð þegar
farþegar hlupu skelfingu lostnir út
úr lestarvagninum.
Breskir fjölmiðlar birtu myndir af
logandi hvítri fötu ofan í innkaupa-
poka og upp úr henni virtust standa
vírar. Breska ríkisútvarpið sagði að
talið væri að í fötunni hefði verið
sprengja með tímastilli. Sérfræðing-
ar í öryggismálum telja að sprengjan
hafi ekki sprungið að fullu og segja
að annars hefðu allir í vagninum
annaðhvort látið lífið eða særst al-
varlega.
Ummæli Trumps gagnrýnd
Sjónarvottar sögðust hafa heyrt
„háan hvell“. Einn þeirra kvaðst
hafa séð „eldkúlu“ koma í áttina að
sér og farþegarnir hefðu stokkið út
úr lestarvagninum.
Leyniþjónustan MI5 aðstoðar lög-
regluna við rannsókn málsins, að
sögn BBC. Hundruð lögreglu- og
leyniþjónustumanna taka þátt í
rannsókninni.
Donald Trump Bandaríkjaforseti
hringdi í Theresu May, forsætisráð-
herra Bretlands, til að votta Bretum
samúð sína vegna „þessarar löður-
mannlegu árásar“, að sögn tals-
manns breska forsætisráðuneytis-
ins.
Áður tísti Trump á Twitter um
málið, sagði að „sjúkir og vitstola“
menn hefðu verið að verki. Hann
bætti við að árásarmennirnir hefðu
verið í „augsýn lögreglunnar“ og
virtist ýja að því að þeir hefðu verið
undir eftirliti hennar.
Lögreglan í London vísaði þessum
ummælum á bug og lýsti þeim sem
„gagnslausum vangaveltum“. Ther-
esa May gagnrýndi einnig ummæli
Trumps. „Ég tel að það sé aldrei
gagnlegt að menn séu að geta sér til
um mál sem er í rannsókn,“ sagði
forsætisráðherrann eftir skyndifund
í bresku stjórninni vegna málsins.
Öryggisviðbúnaður aukinn
Stjórnvöld ákváðu að auka
öryggisviðbúnaðinn vegna hættu á
nýrri árás og er hann nú á hæsta
stigi. May sagði að hermenn yrðu
sendir að mikilvægum stöðum í land-
inu.
Þetta er fimmta hryðjuverkið í
landinu frá því í mars þegar maður
ók á gangandi vegfarendur og stakk
lögreglumann með hnífi fyrir utan
þinghúsið í London. Í fyrri árásun-
um fjórum biðu alls 36 manns bana.
Hryðjuverkamanns leitað
Hæsta viðbúnaðarstig í Bretlandi eftir hryðjuverk í London Ríki íslams lýsir árásinni á hendur sér
AFP
Enn ein árásin Mynd sem birt var af logandi hvítri fötu í lestarvagninum
eftir árásina þar í gær, þá fimmtu sem gerð hefur verið í Bretlandi í ár.
New
King
s R
d
Chelsea
Barnes
WandsworthE. Putney
Putney Bridge
Fulham Bdy
Earls Court
Parsons
Green
LONDON
Thamesá
BRETLAND
LONDON Kin
gs
Rd
Chelsea
FC
Sprengja sprakk í lest í London
Heimild: maps4news.com/©HERE
500 m
King St
Fulham
Palace
Rd
Fu
lha
m
Rd
South Circular Rd